Morgunblaðið - 12.07.2012, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 12.07.2012, Blaðsíða 15
FRÉTTIR 15Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. JÚLÍ 2012 Flugvél Landhelgisgæslunnar, TF- SYN, fór í eftirlitsflug á þriðjudag þar sem flogið var frá Reykjavík um Hrútafjörð, Húnaflóa, Skaga- fjörð, Kögur og þaðan á Ísafjörð. Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunnar sá áhöfn vélarinnar ísrönd á leið út úr Húnaflóa og ákvað að athuga nán- ar staðsetningu hennar. Kom í ljós að hún var um 30 sjómílur norður af Hornbjargi. Ísröndin þunn og gisin Fram kemur á vef Landhelg- isgæslunnar, að ísröndin hafi ver- ið frekar þunn og gisin. Ekki sáust stórir jakar á þessum slóð- um. Þá segir að ísbreiðan hafi verið nokkuð stór og legið úr vestsuðvestri í norðnorðaustur, einstaka ísdreifar hafi verið norð- ur af Hornbjargi. Mikil umferð var á sjó en um hádegi voru rúmlega sexhundruð skip og bátar í fjareftirliti Land- helgisgæslunnar. Hafís sást í eftirlitsflugi Gæslunnar  Ísröndin nær norður af Hornbjargi Flogið Áhöfn TF-SYN sá ísrönd. Morgunblaðið/Golli Laugavegshlaupið svonefnda, þar sem hlaupið er frá Landmannalaug- um í Þórsmörk, fer fram á laugar- daginn. Er þetta í sextánda sinn sem hlaupið fer fram. Alls eru 317 hlauparar skráðir til keppni, 91 kona og 226 karlar. Í ár eru skráðir Íslendingar 220 talsins og 97 hlauparar eru frá öðrum löndum. Árið 2008 luku 76 erlendir þátttak- endur Laugavegshlaupi, sem var met að því er kemur fram í tilkynn- ingu frá Reykjavíkurmaraþoni, sem sér um hlaupið. Hlaupið hefst við skála Ferða- félags Íslands í Landmannalaugum á laugardag klukkan 9 og lýkur við skála Ferðafélagsins í Húsadal í Þórsmörk. Tímamörk eru í hlaupinu og þurfa hlauparar að vera komnir í Álftavatn (22 km) á innan við 4 klst. og í Emstrur (34 km) á innan við 6 klst. Alls er vegalengdin, sem hlaupin er, 55 kílómetrar. Veðurvaktin spáir góðu hlaupa- veðri á Laugaveginum á laugardag- inn, dálitlum meðvindi lengst af leið- arinnar og að hiti verði lægstur 6 stig í Hrafntinnuskeri og fari hæst í 16 stig í Húsadal. Mesta óvissan felst í skýjafari en spáð er að skýjað verði af hærri skýjum og því sólarlítið. Fari svo að það verði sólríkara en spáð er getur hiti hæglega farið í 17- 19 stig síðari hluta leiðarinnar. Fjölmenni í Laugavegshlaupi Morgunblaðið/RAX Landmannalaugar Laugavegshlaupið hefst þar á laugardag.  317 hlauparar skráðir til keppni  97 erlendir hlauparar ætla að taka þátt  Góðu hlaupaveðri spáð á laugardag Starfsmenn sundlaugarinnar í Laugaskarði í Hveragerði fylgjast þessa dagana spenntir með þrasta- móður sem kom sér fyrir í furu- tré beint fyrir ofan heita pott- inn, gerði sér hreiður, verpti eggjum og elur nú upp fimm unga. Fram kemur á vef Hveragerðis að ungarnir fimm séu búnir að vekja mikla gleði og ánægju hjá starfsmönnum sundlaugarinnar í góða veðrinu síðustu daga. Töluverð hætta er talin á að ungarnir detti í heita pottinn. Þess vegna hafa starfsmenn nú komið fyrir plastdúk undir trénu í þeirri von að það muni einhverju bjarga þegar ungarnir fljúga úr hreiðrinu. Þrestir Ungarnir í hreiðrinu. Hreiður yfir heita pottinum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.