Morgunblaðið - 12.07.2012, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 12.07.2012, Blaðsíða 32
32 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. JÚLÍ 2012 Þar sem gæðagleraugu kosta minna ReykjavíkuRveguR 22 • S. 565 5970 • SjonaRholl.iS SJÓNARHÓLL 4 VERÐ Á UMGJÖRÐUM 19.900 14.900 9.900 4.900 Nú geta ALLIR keypt sér gleraugu Sjónmælingar á staðnum 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þér er alveg óhætt að taka minnihátt- ar áhættu svona til tilbreytingar. Dagurinn hentar einnig vel til viðræðna innan fjölskyld- unnar. 20. apríl - 20. maí  Naut Gefstu ekki upp þótt illa gangi því öll él birtir upp um síðir. Hvort heldur er skaltu halda ró þinni hvað sem það kostar. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þegar þú varst lítil/l dreymdi þig um þennan tíma í lífi þínu. Reyndu að nýta umræddan búnað á glænýjan hátt. Fólk tekur eftir heillyndi þínu. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þú þarft að leita til fortíðarinnar til að bæta árangur þinn í vinnunni. Reyndu því að lesa í kringumstæðurnar áður en þú grípur til gamanseminnar. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þér finnst eins og önnur hver mann- eskja vilji leita ráða hjá þér og þú sjáir ekki út úr verkefnum þess vegna. Láttu ljós þitt skína. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Það virðist vera sama hvað fólk gerir þér, þú bregst við á þroskaðan hátt. Ef ein- hver lætur þér líða illa, er viðkomandi senni- lega ekki réttur félagsskapur. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þú þarft að sýna sérstaka þolinmæði í samskiptum þínum við yfirboðara þína í dag. Vertu samt á verði því framkoma þín getur valdið ýmiss konar andstöðu. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú ert í harðri samkeppni og verður því að leggja mikið á þig til þess að standast hana og koma þínum málum í höfn. Með því að vera þú sjálfur færðu íhaldssam- ara fólk til að fara hjá sér. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Skilin á milli góðs sjálfstrausts og hroka eru ekki svo skörp, þú uppgötvar það núna. Sýndu því skilning. 22. des. - 19. janúar Steingeit Kappsemi þín í vinnunni kemur í veg fyrir að þú sjáir heildarmyndina. Líttu til meginstoðanna en láttu smáatriðin lönd og leið. Bjóddu skyldfólki í heimsókn og hafðu ofan af fyrir félögunum. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Það er nauðsynlegt að þú getir greint á milli staðreyndar og staðleysu og sért snöggur að því. Farðu þér hægt og mundu hver ábyrgð fylgir ráðleggingum um breytta hagi. 19. feb. - 20. mars Fiskar Hlutirnir kunna oft að virðast flóknari en þeir eru. Notaðu tækifærið og segðu vin- um þínum hvað þig dreymir um. Stjörnuspá Pétur Stefánsson segir farir sín-ar ekki sléttar: „Heimilislækn- irinn minn til fjölda ára er sestur í helgan stein. Og enginn læknir fæst í staðinn.“ Engan lækni er að fá, að mér kvíða setur. Ef heilsan bilar hver á þá að hjúkra og laga Pétur? Jón Gissurarson yrkir á góðum degi: Gott er að feta forna slóð fram til landsins dala örnefnanna sagnasjóð sjá á hverjum bala. Ingólfur Ómar Ármannsson tekur undir: Glaður arka grund og mó gamlar slóðir kunnar til að finna frið og ró í faðmi náttúrunnar. Kristján Runólfsson bregður á leik með orð, sem umsjónarmaður hefur aldrei heyrt áður: Það er versta þraut og pín, og það er plága Helvítis, að þegar ég hef í höndum vín, helst það sjaldan innstýtis. Örlygur Ben prjónar við það: Gild & tæk er greining mín sem gæti skýrt þann hnút sýtis: Ef þú kaupir kláravín, það klárlega fer útstýtis. Þá Vigfús M. Vigfússon: Ei til þykja eðal vín ónýtis ef þau nýta áhrif sín útstýtis. Skúli Pálsson hefur þann for- mála að sínu innleggi, að frændi sinn Einar Baldvin Pálsson noti ný- yrðið að „býrast“ um það er hann neytir annars eftilætisdrykkjar síns: Innstýtis vill ýmis sjá eðalvínið dýrast, aðrir kjósa fljótt að fá flöskuna og býrast. Ekki hefur dregið úr áhyggjum Kristjáns við þennan kveðskap: Oft er misjafnt innvæti, ofan sett í maga; af því daprast innræti, ölþyrstra um daga. Pétur Blöndal pebl@mbl.is Vísnahorn Af skorti á heimilislækn- um og orðinu „innstýtis“ G æ sa m am m a o g G rí m ur G re tt ir S m áf ól k H ró lf ur hr æ ði le gi F er di n an d KARTÖFLUMÚSIN GÆTI BRAGÐAST SVOLÍTIÐ SKRINGILEGA HRÓLFUR, HVERT ERTU AÐ FARA? ÚT EF MAÐURSPYR EKKI... ...ÞÁ FÆR MAÐUR ENGIN SVÖR ÉG VARA ÞIG VIÐ! EF ÞÚ LEYFIR ÞESSU TEPPI AÐ KOMA NÁLÆGT MÉR ÞÁ BRENNI ÉG ÞAÐ! HEYRIRÐU ÞAÐ? HVAÐ ER ÞAÐ AÐ GERA NÚNA? RÉTTA FRAM SÁTTAR- HÖND ÉG TEK EKKI Í HÖNDINA Á EINHVERJU KJÁNALEGU TEPPI! BARA SAMA VANDAMÁL OG Í FYRRA, ÉG VAKNAÐI Í NÓVEMBER OG TÓKST EKKI AÐ SOFNA AFTUR FYRR EN Í JANÚAR Víkverji hefur gaman af að veltamannlegri hegðun fyrir sér. Hann hefur tekið eftir því að menn telja iðulega að sér vegið þegar hug- myndir þeirra eru gagnrýndar og gildir þá einu hversu gott skotmark hugmyndin er. Upphafsmaður hug- myndarinnar fer í vörn. x x x Nú hefur verið gerð rannsókn átengslum fólks við hugmyndir. Markus Baer við Washington- háskóla í St. Louis fékk 102 há- skólanema til að búa til auglýsinga- herferð fyrir veitingastað. Þeim var skipt í tvo hópa. Annar hópurinn fékk drög að herferð, sem nánast voru tilbúin. Gat hann því ekki skilið eftir mikil andans spor. Hinn hópurinn þurfti hins vegar að bæta þónokkuð við, finna nafn á veitingastaðinn, ákveða hvers eðlis hann ætti að vera og leggja nafn sitt við hugmyndina. x x x Baer safnaði síðan verkefnunumsaman og skilaði með at- hugasemdum. Annar hópurinn átti síðan að fjarlægja tvo þætti úr hug- myndinni, hinn að bæta tveimur við. Hugðist fræðimaðurinn þannig kom- ast að því hversu opnir þátttakend- urnir væru fyrir breytingum. Sá hóp- ur, sem var tengdari verkefninu, hafði ekkert á móti því að bæta við, en vildi síður taka í burtu. x x x Í annarri tilraun komst Baer að þvíhvers vegna það væri. Þátttak- endur, sem höfðu sjálfir lagt eitthvað af mörkum, litu á það sem persónu- legt tap þegar ekki átti að nota vinnu þeirra. Jafnframt urðu þeir ergilegri og uppstökkari en hinir. x x x Baer er þeirrar hyggju að vinnu-staðir, sem byggja á skapandi hugsun, ættu að hafa þessar nið- urstöður í huga. Þar velti gæði hug- mynda á því hvort starfsfólkið sé tilbúið að hlusta á rök og fallast á aðr- ar skoðanir. Rannsóknin sýni að starfsfólk, sem leggur sig fram, hafi tilhneigingu til að draga sig til baka, sérstaklega þegar því finnst hug- myndum sínum ógnað. víkverji@mbl.is Víkverji Orð dagsins: Þú hefur breytt eftir mér í kenningu, hegðun, ásetningi, trú, langlyndi, kærleika, þolgæði. (Tím. 3, 10.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.