Morgunblaðið - 12.07.2012, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 12.07.2012, Blaðsíða 20
SVIÐSLJÓS Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is Gunnar Ingi Jóhannsson,lögmaður blaðamannannaBjarkar Eiðsdóttur ogErlu Hlynsdóttur, sem báðar unnu mál sín gegn íslenska rík- inu fyrir Mannréttindadómstól Evr- ópu, segir túlkun íslenskra dómstóla á prentlögunum frá 1956 hafa jaðrað við rökleysu. Íslenskir dómstólar hafa síðastliðin ár gert blaðamenn og ritstjóra ábyrga fyrir ummælum við- mælenda sinna en það var niðurstaða Mannréttindadómstólsins að það hamlaði „með alvarlegum hætti möguleika fjölmiðla til að taka þátt í umræðu sem varðar almenning miklu,“ eins og segir í tilkynningu frá dóminum. „Ég bind vonir við að þetta muni hafa þau áhrif að dómstólar muni líta meira til þeirra sjónarmiða sem Mannréttindadómstóllinn beitir í sín- um niðurstöðum,“ segir Gunnar en hann segir íslenska dómstóla ítrekað hafa litið framhjá 10. grein mannrétt- indasáttmálans, sem fjallar um tján- ingarfrelsi, og þeim sjónarmiðum sem Mannréttindadómstóllinn hefur lagt til grundvallar í úrskurðum sínum. Rökleysa dómstóla Gunnar segir dómana ítarlega rök- studda og að í þeim sé að finna leið- beiningar sem íslenskir dómstólar geta stuðst við þegar þeir leysa úr sambærilegum málum. Hann segist þeirrar skoðunar að það hafi aldrei verið tilgangur prentlaganna að gera blaðamenn ábyrga fyrir ummælum viðmælenda sinna og nú séu minni líkur til þess að upp komi ágreiningur um ákvæði nýrra fjölmiðlalaga, þar sem fram kemur að sá sé ábyrgur fyrir ummælum sem lætur þau falla. Sem dæmi um skrýtna túlkun dómstóla á prentlögunum nefnir Gunnar mál gegn Sigurjóni Magnúsi Egilssyni blaðamanni frá 1995. Þar komst Hæstiréttur að þeirri niður- stöðu að sýkna bæri Sigurjón af kröf- um í meiðyrðamáli, þar sem hann auðkenndi frétt með upphafsstöfum sínum, SME, en ekki fullu nafni. Slíkt nægði ekki til að hann teldist nafn- greindur höfundur fréttarinnar í skilningi prentlaganna, jafnvel þótt hann hefði viðurkennt að vera höfundur hennar. „Það er þarna aðili sem vill gang- ast við ummælum en af því að hann nafngreinir sig ekki með fullu nafni þá fær hann ekki að bera ábyrgð á þeim,“ segir Gunnar. Þetta sé rök- leysa. Til séu aðrir dómar, þar sem það hafi dugað til ábyrgðar að vitað hafi verið hver höfundurinn væri, jafnvel þótt ekki hafi verið um fulla nafngreiningu að ræða. Spurning um önnur mál Gunnar segir að nú verði að koma í ljós hvernig fer með önnur sambæri- leg mál sem þegar hafi verið dæmt í. Til að mynda hafi Hæstiréttur stað- fest dóma í tveimur meiðyrðamálum gegn ritstjóra Vikunnar árin 2010 og 2011 en í þeim var ritstjórinn, Guð- ríður Haraldsdóttir, látin sæta ábyrgð fyrir ummælum viðmælanda tímaritsins. Í úrskurðum Hæsta- réttar var m.a. vísað til dómsins yfir Björk Eiðsdóttur hvað varðar ábyrgð ritstjóra á ómerktu efni en Gunnar segir málin snúast um sömu lagaatriði. „Það verður eiginlega bara að koma í ljós hvaða vilji er núna hjá ís- lenskum stjórnvöldum og dómstólum til að endurskoða þá niðurstöðu í ljósi niðurstöðu Mannréttindadómstólsins í máli Bjarkar,“ segir hann. Þá komi hugsanlega til greina að sækja um endurupptöku málsins hjá Hæsta- rétti, á þeim grundvelli að málið byggi á dómafordæmi sem nú sé ljóst að byggði á ólögmætum forsendum. Leiðbeiningar fyrir íslenska dómstóla Morgunblaðið/Ernir Dómur Í nýjum lögum er sá ábyrgur fyrir ummælum sem lætur þau falla. 20 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. JÚLÍ 2012 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Dómar Mann-réttinda-dómstólsins eru ekki óskeikulir frekar en aðrir dóm- ar og ekki er hægt að einskorða afstöðu sína til niðurstöðu þeirra við persónu- leg viðhorf viðkomandi til álita- efnisins sem til meðferðar er hverju sinni. Dómar Mannrétt- indadómstólsins hafa ekki sjálf- stætt fordæmisgildi gagnvart innlendum dómstólum. Til að mynda ætti héraðsdómur ekki að taka leiðsögn frá Mannréttinda- dómstólnum sem gengur gegn dómafordæmi Hæstaréttar nema Hæstiréttur hafi áður markað þá nýju stefnu. Umræðan um nýjan dóm Mannréttindadómstólsins sem fellur í annan farveg en dómur Hæstaréttar gerði hefur verið óvönduð. Sérstaklega vegna þess að Mannréttindadómstóllinn er í raun að agnúast út í þau lög sem gildandi voru í landinu við dóms- uppkvaðningu Hæstaréttar. Alþingismenn hafa gefið til kynna að hugsanlega hafi þingið nýlega breytt lagaskilyrðunum. Hvort sem það er rétt eða ekki má öllum vera ljóst að ekki hvílir bein skylda á þinginu að gera breytingu vegna niðurstöðu Mannréttindadómstólsins. En sjálfsagt ætti þó að vera að þing- ið tæki sjálfstæða afstöðu til hennar. Brynjar Níelsson hæstaréttar- lögmaður vekur í pistli athygli á hversu yfirborðsleg og óvönduð umfjöllun um niðurstöðu Mann- réttindadómstólsins hefur verið hér á landi frá uppkvaðn- ingu hans. Hann segir að ekkert hafi verið óeðlilegt við að íslenskir dómstólar dæmdu eins og þeir gerðu. Ákvæði prentlaga sem dómurinn byggð- ist ekki síst á hafi verið skýr og því aðeins við löggjafann að sak- ast, ekki dómstólana: „Þessar ágætu blaðakonur voru dæmdar til greiðslu skaðabóta á grund- velli 1. mgr. 15. gr. laga nr. 57/ 1956 um prentrétt vegna blaða- greina sem þær skrifuðu í eigin nafni um nafngreinda menn. Samkvæmt því ákvæði var skýrt að blaðamenn bæru ábyrgð þótt ærumeiðandi ummæli væru höfð eftir öðrum. Mannréttinda- sáttmáli Evrópu var lögfestur hér á landi 19. maí 1994. Þau lög eru ekki æðri öðrum lögum hér á landi.“ Brynjar bendir á að borið hafi á því í seinni tíð að fjölmiðlar reyni að grafa undan trausti og trúðverðugleika dómstóla með ómálefnalegri gagnrýni og upp- hrópunum sem byggjast á mis- skilningi. Hann segir: „Það er ekki gæfuleg framtíðin þegar menn, sem eiga að semja fyrir okkur nýja stjórnarskrá, gaspra um að rétt sé að reka dómara sem gerðir hafa verið afturreka með ranga dóma af æðri erlend- um dómstóli. Íslenskir dómstólar hafa hvorki verið gerðir aftur- reka með ranga dóma né er Mannréttindadómstóll Evrópu æðri Hæstarétti Íslands.“ Umræður um niðurstöðu Mannréttinda- dómstólsins hafa verið á villigötum} Afvegaleidd umræða Eina áfellis-niðurstaða Landsdóms í máli meirihluta alþingis gegn fyrrverandi forsætisráðherra sneri að því að hon- um hefði láðst að uppfylla efni 17. greinar stjórnarskrárinnar með því að taka ekki vandamál ís- lensku bankanna formlega til umræðu í ríkisstjórn. Forsætis- ráðherrann taldi vafalítið að ára- tuga hefðbundið verklag um þá framkvæmd sem 17. greinin tók til væri leiðbeinandi um hvernig bæri að skilja hana. Landsdómur byggir ekki á því. Róbert Spanó, prófessor og forseti lagadeildar Háskóla Ís- lands, fjallar aðspurður um önn- ur atriði stjórnarskrár (16. grein- ina sérstaklega) og eftir honum er haft í Morgunblaðinu í gær að niðurstaða Landsdóms sýni svo ekki verður um villst að ákvæði stjórnarskrárinnar séu efnislega virk og stjórnmálamenn verði að átta sig á því að stjórnarskráin sé í gildi hvað varðar skyldur þeirra og þeir verði að fylgja henni eins og hún sé skrifuð. Niðurstaða Landsdóms hvað varðar 17. greinina, eigi jafnframt við um aðrar greinar. Orðrétt sagði forseti lagadeildar: „Það er ljóst að það eru önnur stjórnarskrár- ákvæði sem mæla fyrir um skyld- ur ráðherra og dómurinn stað- festir að þessi ákvæði eru virk og geta leitt til refsiábyrgðar ef út af þeim er brugðið og mál höfðað á hendur ráðherra af hálfu þingsins.“ Orð 16. greinar stjórnarskrár- innar eru jafn skýr og afdrátt- arlaus og orð 17. greinarinnar sem dæmt var um. Munurinn er sá að eftir Landsdóm vita ráð- herrar (og forseti Íslands) að það er ótvírætt lagabrot sem varðar refsingu að virða ekki bein fyr- irmæli 16. greinar stjórnarskrár- innar eða fara alvarlega á svig við þau. Þeir eru ekki í góðri trú eins og Geir H. Haarde sannar- lega var varðandi 17. greinina. Stjórnvöld geta ekki lengur fótum troðið 16. grein stjórnar- skrárinnar} Landsdómur krefst nýrrar umgengni við stjórnarskrá Á dögunum komst sú frétt á forsíðu íslensks dagblaðs að búið væri að breyta reglugerð á þann veg að Íslendingar sem koma frá út- löndum fá að hafa með sér er- lenda ógerilsneydda osta. Fyrir þessa breyt- ingu höfðu útlendu ostarnir verið gerðir upptækir af tollvörðum ef þeir fundust í far- angri ferðamanna. Vissulega er ástæða til að fagna því að landsmenn fái að hafa með sér út- lenda ostbita í ferðatösku án þess að gerast glæpamenn, en það segir sitt að þessi breyting skuli ekki verða fyrr en á árinu 2012. Það segir líka sitt um haftastefnu íslensks þjóðfélags að íslenskum framleiðendum er bannað að fram- leiða þessa sömu osta. Það ætti að vera eitt höfuðverkefni stjórn- valda á hverjum tíma að afnema höft en ekki viðhalda þeim. Íslensk stjórnvöld hafa hins vegar ævinlega verið gefin fyrir að koma á höftum og viðhalda þeim sem lengst. Þeim tekst síðan furðu vel að láta eins og hafta- stefna hvers tíma hafi alveg sérstaklega verið samin með velferð íslensku þjóðarinnar í huga. Þannig hafa stjórn- völd haft að leiðarljósi að gera lífið aðeins erfiðara fyrir almenning samkvæmt kjörorðinu: Baslið göfgar mann- inn. Stjórnmálamenn þurfa að fara að hysja upp um sig og berjast gegn höftum í stað þess að viðhalda þeim. Sam- fylkingin er haldin þeirri þráhyggju að töfraráð við öllum vanda Íslendinga sé að ganga í Evrópusambandið. Flokkurinn verður að boða aðrar lausnir ætli hann sér ekki að daga uppi, valdalaus, áhrifa- laus og stuðningslaus, því þessi sauðþráa þjóð er ekki á leið inn í Evrópusambandið. Sjálf- stæðisflokkurinn, sem allra flokka helst ætti að vera treystandi til að berjast gegn höftum, sýnir fullkomið dugleysi í þeim málum. Hvernig væri að menn á þeim bæ fari að tala rösklega um nauðsyn frjálsrar samkeppni en hvísli ekki bara feimnislega sín á milli um nauðsyn hennar. „Þjóðin skal éta íslenskt!“ þrumar svo ákveðinn hópur manna í Fram- sóknarflokknum sem lítur svo á að sá sem hámi í sig erlenda osta sé grunsamlega Evr- ópusambandssinnaður. Vinstri-grænir hafa glaðir og einbeittir fylgt haftastefnu, sem þeir líta á sem sjálfsagt eftirlit, en nú er landbún- aðarráðherrann, Steingrímur J. Sigfússon, orðinn frjáls- lyndur talsmaður samkeppni og mun vafalítið heimila ís- lenskum framleiðendum að búa til ógerilsneydda osta, sem seldir verða á boðlegu verði. Erlendu ostarnir munu þó áfram hafa vinninginn einfaldlega vegna þess að ís- lenskir ostar standast ekki samanburð við þá. Þeir sem halda öðru fram eru annað hvort með ónýta bragðlauka eða illa sýktir af þjóðrembu. Þjóðin kaupir erlenda osta dýrum dómum vegna þess að þeir eru sælkeravara. Frjáls samkeppni á að ríkja í nútímaþjóðfélagi. Þjóðin á rétt á því að stjórnvöld víki frá gamaldags haftastefnu og losi landsmenn undan ofurtollum, ofurvöxtum og boð- um og bönnum. kolbrun@mbl.is Kolbrún Bergþórsdóttir Pistill Ostahöft og önnur höft STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon Gunnar segir löngu tímabært að endurskoða meið- yrðalöggjöfina, m.a. með tilliti til nýrra miðla á borð við net- ið. Hann segir ákvæði um meiðyrði í almennum hegning- arlögum löngu úrelt. „Það er ennþá hægt að dæma menn í fangelsi fyrir að neyta tjáningarfrelsis á Ís- landi,“ segir Gunnar og nefnir t.d. mál Eiðs Smára Guðjohn- sen gegn ritstjórum DV, þar sem ritstjórarnir voru dæmdir til greiðslu sektar, og fangels- isvistar ef þeir ekki greiddu sektina, fyrir að hafa skýrt frá einkamálum fótboltamanns- ins. Þá segir Gunnar að upp- færa þurfi meiðyrðalöggjöfina með tilliti til ákvæða mann- réttindasáttmálans um rétt og skyldur fjölmiðla til að miðla upplýsingum. Þetta hlutverk fjölmiðla hafi ekki verið viðurkennt af íslenskum dómstólum síðastliðin ár. Uppfæra þarf löggjöfina MEIÐYRÐI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.