Morgunblaðið - 12.07.2012, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 12.07.2012, Blaðsíða 26
26 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. JÚLÍ 2012 Sendum frítt hvert á land sem er Helluhrauni 12 • Hafnarfjörður • 544 5100 • www.granithusid.is ✝ Trausti Krist-insson vöru- bifreiðastjóri fæddist í Reykja- vík 8. janúar 1921. Hann lést á hjúkr- unarheimilinu Mörk 28. júní 2012. Foreldrar hans voru hjónin Krist- inn Steinar Jóns- son, f. 23.9.1889, d. 20.10. 1965, og Margrét Magnúsdóttir, f. 30.11. 1883, d. 27.6. 1961. Albróðir Trausta var Hjörtur Steinar, f. 1925, d. 1945. Systir sammæðra var Magnúsína B. Jónsdóttir, f. 1909, d. 1988. Systkini sam- feðra voru Sigurgeir, f. 1910, d. 1910, Sigríður Geirlaug, f. 1911, d. 1988, Gunnhildur Steinunn, f. 1913, d. 2010, og Guðmundur Kristinn, f. 1916, d. 1970. Trausti fæddist og ólst upp í Reykjavík og þar bjó hann alla tíð, lengst af á Laufásvegi 50. Hinn 19. október 1958 kvænt- ist Trausti Höllu Guðnýju Er- lendsdóttur, f. 11. júlí 1928. Foreldrar Höllu Guðnýjar voru Erlendur Ólafsson, f. 1897, d. 1994, og Anna Jónsdóttir, f. 1904, d. 1999. Börn Höllu og Trausta: 1. Margrét, f. 14.5. maður Ágúst Kristinn Björns- son, börn, Hulda, Dagmar og Aron Kristinn. Dóttir Höllu Guðnýjar fyrir hjónaband þeirra Trausta, Anna Erla Guð- brandsdóttir, f. 12.10. 1948, maki Egill Sveinbjörnsson, syn- ir a. Egill Sveinbjörn, maki El- ísabet Jónsdóttir, börn, Hanna Lilja, Emma Iren og Egill Sverrir. b. Agnar Jón, maki Marian Chmelar, börn, Anna Þórarna og Þorsteinn Igor. c. Erlendur, maki Erla Björg Gunnarsdóttir, börn, Kara Björk, Gunnar Tumi og Kári. Fyrstu fimm starfsár sín vann Trausti hjá Blindravina- félaginu og hann var einn af stofnendum Blindrafélagsins en það var stofnað af 10 blindum og 3 sjáandi félögum 19. ágúst 1939. Líf og starf Trausta hefur lengst af snúist um bíla. Þeir hafa verið hans atvinnutæki og áhugamál frá blautu barns- beini. Hann var félagi í vörubílstjórafélaginu Þrótti frá árinu 1940 og keyrði vörubíl alla tíð, lengst af fyrir Eimskip eða til starfsloka við 75 ára ald- ur. Útför Trausta fer fram frá Hallgrímskirkju í dag, 12. júlí 2012, kl.15. 1956, maki Ámundi Halldórsson, börn a. Sigrún, sambýlis- maður Snorri Fann- ar Guðlaugsson, barn Fanney Rún. b. Ari Trausti, sam- býliskona Saga Karen Björnsdóttir, barn Tanya Rós. c. Guðný Rós. 2. Hjör- dís Steina, f. 12.6. 1958, maki Kristinn Jónsson, börn a. Trausti. b. Ingibjörg Perla, sambýlismaður Jóhann Sveinn Sveinsson, börn, Jenný og Kristinn Snær. c. Anna Margrét, sambýlismaður Victor Leifur Ævarsson, barn Una Rakel. d. Halla Kristín. 3. Erlendur f. 16.4. 1960 maki Björg Sigrún Ólafsdóttir, börn a. Halla Guðný, sambýlismaður Andreas Gilliam Toftdahl. b. El- ísabet Helga, sambýlismaður Stefán Örn Sturlaugsson, barn Kristófer Trausti. c. Ólafía Auð- ur. 4. Þórður Ólafur f. 27.5. 1962 maki Ágústa Ragn- arsdóttir, synir a. Þórður, b. Jó- hann. Dóttir Trausta fyrir hjónaband þeirra Höllu Guð- nýjar, Málhildur, f. 15.3. 1942, maki Guðmundur Vésteinsson, dóttir Hildigunnur, sambýlis- Elsku afi Trausti er dáinn. Kvaddi á afmælisdaginn hennar Dagmarar minnar, hinn 28. júní. Ég þekkti afa ekki mikið en afi og amma skildu þegar mamma mín var 10 ára gömul og samband afa við elsku bestu mömmu mína slitnaði. Ég vissi öll mín uppvaxtarár að ég ætti afa á Laufásveginum. Ég velti þessu lítið fyrir mér fyrr en ég stofnaði fjölskyldu og flutti til Reykjavíkur. Þá fór ég að hugsa hver afi Trausti væri nú. Ég man eftir vetrinum sem ég vann á leikskólanum Lauf- ásborg beint á móti afa húsi, veturinn 1989-1990 þá með Dagmar mína í maganum, þá horfði ég oft að húsinu og hugs- aði nú að þarna byggi afi minn. Lengra náði það ekki. Árin liðu og tíminn leið. Ég vil trúa því að elsku besti afi hafi oft hugsað til mín og mömmu og ég veit það. Síðustu 10 árin höfum við kynnst afa og hans fjölskyldu og þær stundir eru meira en lítið dýrmætar. Afi á góða fjöl- skyldu og er ríkur af góðum af- komendum. Um leið og ég kynntist afa sá ég strax hvað mamma mín er lík honum í sér. Mamma er mjög heimakær og er það sko frá afa. Helsta áhugamál afa var bílar og lengst af starfaði hann sem vörubílstjóri hjá Eimskip. Aron Kristinn minn 10 ára hefur mikinn áhuga á bílum og kannski kemur það frá langafa hans. Kristinsnafnið á syni mínum kemur frá pabba hans og svo finnst mér líka gott að vita að langafi minn Kristinn, faðir Trausta afa, var maður sem mömmu þótti mjög vænt um og hún sagði mér að hann hefði verið svo góður við sig. Afmælið hans afa þegar hann varð 90 ára var mjög gleðilegt. Heppnaðist svo vel og við fjölskyldan hittum marga af stórfjölskyldu afa, allt yndis- legt fólk. Síðustu mánuði hrakaði heilsu afa. Stundirnar með hon- um á spítalanum voru góðar, hann og mamma töluðu um bíla og hann hélt fast í höndina á henni. Mömmu þótti gífurlega vænt um pabba sinn og ég veit að hún hélt í hönd hans daginn sem hann dó. Líklega hefði mamma ekki verið í bænum þann dag nema af því að Dag- mar mín átti afmæli. Afi var góður maður, stríðinn og staðfastur. Ég veit að hann hugsaði oft til okkar og mér finnst gott að trúa á það. Ég hugsa ekki, hvað ef, hvað ef, ég lifi ekki í fortíðinni. Lífið er núna, þessa stundina. Eitt veit ég alla vega, að afi vakir yfir mömmu minni og hennar velferð. Þín, Hildigunnur. Mig langar að segja nokkur orð í minningu Trausta Krist- inssonar. Mér finnst ég vera hluti af hans fjölskyldu þar sem ég hef umgengist hana mestallt mitt líf. Ég og synir Trausta höfum verið vinir í um 45 ár. Trausti var mikill bílaáhuga- maður og beindist áhuginn einkum að einni tegund eða Chervolet. Hann var alltaf sá fyrsti sem ég sá þegar ég kom á Laufásveginn, alltaf eitthvað að stússast í R 74 Volvo-vöru- bílnum sínum eða R 335 Nov- unni. Þess vegna var alltaf gaman að hitta kallinn þegar ég kom á mínum Mustang til að ná í Óla. Þá kom gamli alltaf og spjallaði við mig og hafði gam- an af að stríða mér á Mustang- inum og hafði oft áhyggjur af því að Fordinn mundi nú ekki duga kvöldið og bila enda eðli- leg viðbrögð hjá GM-manni. En svo lengi sem ég man þá var Trausti alltaf inni í skúr að brasa eitthvað. Já, og skúrinn var alveg heimur út af fyrir sig, fullur af Chervolet-varahlutum úti um allt, þar varð ekki þver- fótað fyrir dóti. En þarna undi hann sér best og síðasta verk- efnið sem hann var að vinna að var gamall 55 Chervolet sta- tion, hvað annað, sem hann hafði unun af að dúlla í, í þröngum skúrnum. Honum entist ekki heilsa til að klára hann en síðustu árin var bíllinn hjá Ella og var hann að gera boddíið klárt og við töl- uðum oft um það að Trausti mundi ekki falla frá fyrr en hann færi einn rúnt í bílnum en því miður leyfðu veikindi hans það ekki. En það er allt í lagi því ég er viss um að sá gamli er nú á Chevy Heaven og líður vel þar. Ég sendi Höllu og ykkur öll- um mínar samúðarkveðjur. Hilmar Jacobsen. „Líf mitt hefur lengst af snú- ist um bíla. Þeir hafa verið mitt atvinnutæki og áhugamál frá blautu barnsbeini.“ Þannig seg- ir Trausti frá í viðtali í bókinni Milli sterkra stafna, sem er við- talsbók við nokkra einstaklinga sem unnu hjá eða fyrir Eim- skipafélag Íslands. Trausti rak lengi eigin vörubíl og vann nán- ast eingöngu fyrir Eimskipa- félagið. Vinnan gat verið stop- ul, þó að stundum væru uppgrip. Óhöpp og bilanir höfðu í för með sér tekjumissi, svo það reið á að hafa bílinn í lagi. „Lífsgæfan er mikið undir manni sjálfum komin, en einnig því hverja maður fær að sam- ferðamönnum. Það er ekki lán- laus maður sem á góða vini,“ segir Trausti í áðurnefndri bók. Tengsl fjölskyldu minnar og Trausta byggjast á vináttu sem varð til milli hans og föður míns Sigurgests Guðjónssonar, sem var bifvélavirki, en þeir kepptust við að gera hvor öðr- um greiða meðan báðir lifðu, mest í tengslum við bíla. Þeir kynntust er Trausti var tíður gestur á verkstæðinu hjá Jó- hanni Ólafssyni & Co. á Hverf- isgötu 18 þar sem faðir minn vann. Trausti var sjálfur glúr- inn við bílaviðgerðir og hugur hans stóð til að læra fagið, en foreldrar hans lögðust gegn því, svo af því varð ekki. Fjölskyldan öll naut þessar- ar vináttu þeirra og greiðasemi Trausta. Ef þannig stóð á hjálpaði hann til við að halda gömlum bílum gangandi. Ef bíllinn fór ekki í gang var oft hringt í Trausta og hann redd- aði málunum. Ef skrítið hljóð var í bílnum var oft rennt við á Laufásvegi 50. Þá kom Trausti fram á tröppurnar og hlustaði. Hægur og dálítið kíminn kvað hann upp úrskurð og gerði okk- Trausti Kristinsson ✝ Sigríður ValaHaraldsdóttir Valrún fæddist í Reykjavík 1. ágúst 1958. Hún lést á heimili sínu á Hringbraut í Reykjavík 29. júní 2012. Foreldrar henn- ar eru Haraldur V. Haraldsson, f. 3. ágúst 1932, og V. Ragnheiður Garðarsdóttir, f. 24. janúar 1936, þau skildu að skiptum. Systkini Sigríðar Völu eru Harald, f. 14. maí 1964, Hermann, f. 9. janúar 1966, Hörður, f. 29. október 1970, og Hinrik, f. 19. apríl 1972. Þeir eru synir Haralds og seinni konu hans Elsu L. Hoe Her- mannsdóttur. Ingólfur Örn, f. 21. apríl 1962, og Hildur Embla, f. 26. maí 1972, sem eru börn Ragnheiðar og seinni manns hennar Arnars Ingólfssonar. Börn Siggu Völu eru Katla Rós, f. 5. okt. 1980, faðir henn- Tryggvadóttur, f. 17. okt. 1984, og Hans Inga Tryggvason, f. 5. des. 1981. Sigga Vala stundaði nám í Myndlista- og handíðaskóla Ís- lands í nýlistadeild frá árinu 1978 með hléum og kláraði hún skólann 1986. Það sama ár flutti hún til Svíþjóðar og var þar til 1995. Hún flutti aftur til Íslands en bjó hér aðeins til 1999, fór þá aftur til Svíþjóðar en kom heim aftur 2010. Hún vann með skólanum sem ljós- myndari og eftir hana liggur fjöldi fallegra mynda sem hafa menningarlegt gildi fyrir Reykjavíkurborg og þá tónlist- arstefnu sem var uppi í kring- um 79-86. Hún hélt fjöldamarg- ar sýningar gegnum árin bæði í Svíþjóð og heimalandi sínu en einnig á öðrum stöðum heims, þar á meðal hélt hún sýningu í Shamancenter í Moskvu árið 2006 og var í artistresidency í Makedóníu tvö sumur í röð. Sigga Vala var vel lesin og stúderaði sálfræði, heimspeki, trúarbrögð, magíu og stjörnu- fræði. Hún tileinkaði sér á yngri árum lífrænan lífsstíl, stundaði jóga og hugleiðslu. Útför Sigríðar Völu fer fram frá Neskirkju í dag, 12. júlí 2012, kl. 13. ar er Gunnar Vil- helmsson, f. 20. sept. 1951, úr fyrra sambandi á hann eina dóttur, Gyðu Gunnarsdóttur, f. 1976. Síta Björk Valrún, f. 1. febr- úar 1987, og Una Valrún, f. 10. sept. 1988, faðir þeirra er Guðni Rúnar Agnarsson, f. 17. feb. 1956. Úr fyrra sambandi á hann eina dóttur Urði Úu Guðnadóttur, f. 19. júlí 1980, og úr núverandi sambandi Sóleyju Maríu Guðnadóttur Wränghede, f. 1. des. 1998. Nadja Rós Guðnadóttir Wränghede, f. 5. jan. 2001, Davíð Sindri Guðna- son Wränghede, f. 13. sept. 2006, Tindur Mikael Guðnason Wränghede, f. 19. okt. 2010. Sigtryggur Ómi Freyr Völuson Hansen, f. 15. feb. 1999, faðir hans er Tryggvi Gunnar Han- sen, f. 10. apríl 1956. Úr fyrra sambandi á hann Önnu Sóleyju Fyrir tæpum 50 árum kom inn í líf mitt lítil gullfalleg stúlka, Sig- ríður Vala Haraldsdóttir, dóttir fyrrverandi manns míns, Harald- ar V. Haraldssonar. Sigga Vala var hvers manns hugljúfi við urð- um fljótt mestu mátar. Hún eign- aðist bræður sem komu hver á fætur öðrum, þeim var hún góð systir og tók það hlutverk alvar- lega. Hún var viðloðandi heimilið og stundum dvaldi hún hjá okkur tíma og tíma og var þá gjarnan systurdóttir mín og nafna Siggu hjá okkur líka. Það voru stöllurn- ar Sigga Vala og Sigga Skaga en hún bjó á Akranesi. Þær urðu góðar vinkonur og léku sér vel saman. Við bjuggum í Fossvogi, þar áttum yndislega nágranna og var Sigga Vala að rifja upp þennan tíma um daginn. Tímann þegar við sungum og hlógum þegar Gunnhildur og Vigga tóku hana með sér í bíó á bannaða mynd, rifja upp hvað þær hefðu verið góðar við hana svona miklu eldri en hún. Já, það var mikið hlegið og sungið í Fossvogi og sagðist Sigga enn kunna textana. Svo fluttumst við til Þýska- lands þá voru bræður Siggu orðn- ir fjórir og Sigga Vala orðin 15 ára, þá flutti hún til okkar og var hjá okkur þar til við fluttumst heim aftur. Í vetur fann ég bréfin sem ég hafði skrifað heim þetta árið. Við Sigga lásum þau og hún kom með dagbókina sína sem hún hafði skrifað þetta ár. Þetta var tíminn þegar Harald skólabróðir hennar fylgdi henni heim af skólaballinu og vildi kyssa hana en hún vék sér laglega undan, tíminn þegar hún og stelpurnar sátu aftan á mót- orhjólunum hjá strákunum. Alla vini sína komu hún með heim. Þetta var góður tími. Við fluttum norður á Akureyri og samskiptin urðu strjálli. Síðan slitum við samvistir ég og faðir hennar og skömmu síðar flutti Sigga Vala til Svíþjóðar. Eftir að Sigga kom heim tókum við upp þráðinn að nýju og ég kynntist syninum sem enn var heima og dætrum hennar. Nú er Sigga mín farin eftir allt of skamma jarðvist en minningin um tilfinningaríka listakonu lifir í brjósti okkar. Elsa. Hún Sigga Vala var vinkona hans Lilló, ung og falleg með hjartalagað andlit. Þegar við hitt- umst fyrst leigðu hún og Óli á Há- leitisbrautinni. Hún og Gunni voru að draga sig saman, þau fluttu í kommúnu í Köben og söfn- uðu fyrir Indlandsreisu. Sigga Vala skrifaði myndskreytt bréf til Íslands, lýsti á kómískan hátt líf- inu þar. Við heimkomuna ákváðum við að búa öll saman. Við með Trausta og þau seinna með Kötlu, óskabarnið. En við vorum ung og sambýlið reyndi á okkur. Á Langholtsveginum var stöðug- ur straumur fólks. Nokkurskonar grasrótarmiðstöð þess tíma. Við lifðum og vildum vera á jaðri sam- félagsins. Þar var margt skrafað, hugsjón um nýtt og réttlátt sam- félag, borgaraleg óhlýðni og an- arkismi áttu hug okkar. Blaðaút- gáfa, tónlist og ljóðagerð viðfangsefnin. Lífið var einn stór gjörningur. Maturinn úr Korn- markaðinum og eldhúsglugginn fullur af karsa og baunaspírum, draumur um lífræna ræktun. En við Sigga Vala vorum svo ólíkar, eins og dagur og nótt. Hún dreymin, ég hagsýn, hún fljót- andi, ég jarðbundin. Ég vildi hvítar gardínur, hún svartar. Ég var líka bara unglingur og hafði ekki þroska til að skilja sál- ardýpt og flækjur vinkonu minn- ar. Flækjurnar okkar í milli stækkuðu og að endingu gátum við ekki meir. Eftir nær tveggja ára sambúð skildi leiðir. Þau fluttu á Grýtubakkann, upphafið að nýjum kafla. Við tók líf sem við fylgdumst með, stundum nálægt en oftast úr fjarlægð. Það tók við líf í nýju landi og svo aftur hér heima. Þrátt fyrir dimmuna þá voru á milli okkar strengir sem ekki slitnuðu. Það var til væntumþykja sem náði út yfir daglegt amstur. Það voru þrátt fyrir allt djúpar rætur og skilningur sem tengdi okkur saman. Rætur mótunarár- anna, þess tíma sem maður ákveður í hvaða átt ætlunin er að þroskast. Þegar lífsgildin festa rætur. Við ræddum fyrir nokkrum ár- um um hvað okkur þætti vænt um fólkið úr lífi okkar frá þessum tíma. Að við vildum halda í þessi tengsl, þau væru mikilvæg. Í til- efni fimmtugsafmælis hennar buðu dætur hennar henni hingað heim. Þá hittumst við öll og áttum góða stund saman. Þá fundum við hvað okkur þótti óendalega vænt um hvor aðra. Við sættumst við okkar ungu sjálf. Fallega hæfileikaríka vinkona mín, líf hennar hefur ekki alltaf verið dans á rósum. Stundum hef- ur gata hennar verið þyrnum stráð og stundum hefur hún eins og við mörg sjálf stráð þyrnum í götu sína. Að lokum náði nóttin yfirhöndinni í lífi hennar. Ef það er til annað líf í öðrum víddum vona ég að hún dansi frjáls, bros- andi í ljósinu. Elsku Katla Rós, Síta Björk, Una og Ómi, fallegu dásamlegu börn, byltingarkonan hefur yfir- gefið byltinguna. Það var kannski ekki óvænt en erfitt er það. Það skiptir máli að muna þá sem fara, bæði kosti þeirra og galla. En fyrst og fremst að dvelja í vænt- umþykjunni. Ég ætla að muna bjart brosið, húmorinn og hlátur- inn. Ég ætla að muna óræðan svip konu með andlistdrætti sóleyjar- blaðs. Kristín Dýrfjörð. Ég heimsótti Siggu Völu þrisv- ar sinnum á meðan hún bjó í Lundi. Nú er mér efst í huga inni- legt þakklæti fyrir það hversu vel hún tók á móti mér. Þessar heim- sóknir voru keimlíkar, Sigga Vala tók brosandi á móti mér á lest- arstöðinni í Lundi. Svo þræddum við göturnar, fórum á bókasafnið, grúskuðum í fornbókabúðum og sátum á kaffi- húsum og reyndum að leysa lífs- gátuna. Lundur hefur með tíman- um orðið uppáhaldsborgin mín þökk sé Siggu Völu sem leiddi mig um töfraheima þessarar litlu borgar. Sigga Vala var ákaflega vel af guði gerð. Þrátt fyrir mótlæti var oftast stutt í fallega brosið og hláturinn. Ég veit hvernig ég mun minnast hennar í framtíðinni. Ég mun ávallt minnast hennar sem leitandi manneskju sem lagði mest upp úr andlegum gildum. Hún kunni að meta myndlist, bækur og tónlist og kærði sig lítið Sigríður Vala Har- aldsdóttir Valrún

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.