Morgunblaðið - 12.07.2012, Blaðsíða 35
MENNING 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. JÚLÍ 2012
Árlegir sumartónleikar í Skálholts-
kirkju hófust í lok júní og standa til
5. ágúst. Á tónleikunum kemur fram
fjöldi tónlistarmanna og hljómsveita.
„Þessa vikuna dvelur Bachsveitin í
Skálholti við æfingar undir stjórn
slóvakíska fiðluleikarans Peters
Spisskys. En Peter hefur komið og
leitt sveitina árlega síðan sumarið
2008. Hann er jafnframt kons-
ertmeistari barokksveitarinnar Con-
certo Copenhagen og þar að auki eft-
irsóttur einleikari um allan heim.
Hann hefur náð góðum árangri með
sveitinni og yfirleitt verið hápunktur
sumarsins að fá hann,“ segir Sig-
urður Halldórsson, listrænn stjórn-
andi sumartónleikanna.
Fiðluleikarinn Elfa Rún Kristins-
dóttir leikur einnig einleik úr verki
Johann Georg Pisendel að sögn Sig-
urðar sem segir að hún og Spisskys
hafi valið verkin sem spiluð eru í
kvöld. „Dagskráin mótaðist nokkuð
af lagavali þeirra og þeir sem missa
af tónleikunum í kvöld geta mætt á
laugardaginn klukkan fimm en þá
endurtökum við fimmtudags-
tónleikana. Laugardagstónleikarnir
klukkan þrjú sem nefnast Ys og þys í
London verða svo endurfluttir á
sunnudaginn. Á þeim tónleikum
syngja sópransöngkonan Hallveig
Rúnarsdóttir og tenórsöngvarinn
Eyjólfur Eyjólfsson. Þar verða
Händel og Purcell í aðalhlut-
verkum.“
Bachsveitin í Skálholti var stofnuð
árið 1986 fyrir tilstilli Helgu Ingólfs-
dóttur semballeikara. Sveitin helgar
sig flutningi á tónlist 17. og 18. aldar
og er brautryðjandi hér á landi í að
flytja barokktónlist á hljóðfæri þess
tíma. Aðspurður hvort það freisti
ekki að spila í hinu fullkomna tónlist-
arhúsi Hörpu segir Sigurður það
vissulega spennandi en að Skálholts-
kirkja bjóði upp á svo miklu meira.
„Hér höfum við aðstöðu sem við
hefðum ekki í Hörpu, þ.e. við gistum
hér, æfum og borðum saman í heila
viku. Við getum æft okkur þegar við
viljum og slíkt væri of kostn-
aðarsamt í Hörpu.“ Þá segir Sig-
urður að hljómburðurinn í Skálholti
sé feikilega góður og henti mjög vel
fyrir tónleika af þessum toga. „Sam-
starf við kirkjuna hefur líka alltaf
verið gott og tengslin milli kirkju og
tónlistar sterk.“ vilhjalmur@mbl.is
Sumartónleikar Bachsveitin í Skálholti verður með tónleika í kvöld og um
helgina á sumartónleikunum í Skálholtskirkju.
Händel og Purcell
í aðalhlutverkum
Fimmtudagur 12. júlí kl. 20:00
Leikhús og leikandi fiðlur
Henry Purcell (1659-1695): Svíta
úr Dídó and Aeneas
Johann Georg Pisendel (1687-
1755): Konsert í Es-dúr fyrir
fiðlu, strengi og fylgibassa
Einleikari Elfa Rún Kristinsdóttir
Georg Friederich Händel (1685-
1759): Concerto Grosso op.6 nr.2
í F dúr
Henry Purcell (1659-1695): Amp-
hitryon – eða The Two Sosias
Þessi efnisskrá verður end-
urtekin laugardaginn 14. júlí kl.
17:00
Laugardagur 14. júlí kl. 15:00
Ys og þys í London
Georg Friederich Händel (1685-
1759): Úr Jephtha: Overture
Waft her, angels, through the
skies. Úr Alcina: Tornami a vag-
heggiar
Un momento di contendo. Úr Ri-
naldo: Lascia ch́io piangaFurie
terribili
Henry Purcell (1659-1695): Cha-
cony. Úr Dioclesian: Oh The
sweet delights of love. Úr King
Arthur: Fairest Isle. Úr Dido and
Aeneas: Overture Prelude –
Come away, fellow sailors – The
Sailorś Dance Thy hand Belinda
– When Ím laid in earth. Úr
Pausanias the Betrayer of His
Country: My dearest, my fairest
Einsöngvarar: Hallveig Rúnars-
dóttir sópran og Eyjólfur Eyjólfs-
son tenór.
Þessi efnisskrá verður end-
urtekin sunnudaginn 15. júlí kl.
15:00
SUMARTÓNLEIKAR Í SKÁLHOLTI
Tónleikaröðin gogoyoko wireless
heldur áfram í kvöld en á þessari tí-
undu útgáfu af gogoyoko wireless
verða það nýstirnin í Tilbury sem
koma fram og leika efni af nýútkom-
inni frumraun sinni, Exorcise. Þó að
sveitin hafi verið nánast óþekkt fyrir
stuttu er hún á allra vörum í dag.
Tilbury situr á toppnum á gogoyoko-
plötulistanum auk þess sem lagið
Tenderloin situr í 3. sæti á topp 30
lista Rásar 2. Tónlistarunnendur
hafa tekið Tilbury fagnandi og nýtur
hljómsveitin töluverðra vinsælda í
dag. Exorcise heyrðist fyrst á gogo-
yoko þar sem hún hlaut sérstaka for-
útgáfu áður en hún kom út annars
staðar og hefur notið mikilla vin-
sælda þar síðan.
Upphaf Tilbury má rekja til þess
að Þormóður Dagsson hóf að semja
sína eigin tónlist en Þormóður hefur
áður gert garðinn frægan sem
trommari hljómsveitanna Skakka-
manage, Hudson Wayne og Jeff
Who?. Fljótlega eftir að Þormóður
hóf að semja sín eigin lög skipaði
hann hljómsveitina sem í er einvala
lið tónlistarmanna en í henni eru
þeir Magnús Tryggvason Eliassen
trommari, Guðmundur Óskar bassa-
leikari, Örn Eldjárn gítarleikari og
Kristinn Evertsson hljómborðsleik-
ari auk Þormóðs sem syngur og spil-
ar á gítar. Platan þeirra Exorcise,
sem kom út hjá Record Records
hinn 7. maí sl., hefur fengið góða
dóma. Sérstakur gestur kvöldsins
verður Dad Rocks en húsið verður
opnað klukkan átta í kvöld og hefjast
tónleikarnir klukkan níu. Tónleika-
röð gogoyoko hefur fengið góðar við-
tökur og því má búast við góðu and-
rúmslofti í kvöld hjá strákunum í
Tilbury og Dad Rocks.
Tónleikaröð á Kex
Morgunblaðið/Eggert
Tónleikaröð Þormóður Dagsson, söngvari hljómsveitarinnar Tilbury.
„Við munum spila alla plötuna en svo
eru að sjálfsögðu nokkur lög sem við
fáum aldrei að sleppa eins og t.d.
Fiskisúpa Sigríðar í Fjöruhúsinu og
Alan,“ segir Hróðmar Ingi Sig-
urbjörnsson, gítarleikari og söngari í
Melchior. Hljómsveitin heldur út-
gáfutónleika í kvöld í Iðnó kl. 20.30 í
tilefni útgáfu hljómplötunnar Matur
fyrir tvo sem kom út í vor.
„Það sem er sérstakt við þessa
plötu er að við tengjum hvert lag við
ákveðinn stað og stund. Þannig má
segja að lögin séu myndir úr okkar
lífi, í vissum tilfellum byggjast þessir
staðir og stundir á áreiðanlegum
heimildum en í öðrum tilfellum er um
tilbúning að ræða,“ segir Hróðmar.
Hjólreiðaferð barnaskólanema 1968,
dagur í mynni Hjaltadals og ást-
ardúett í Vesturbæjarlaug 2006 eru
dæmi um slíka staði og stundir. Auk
ákveðins staðar og stundar á hvert
lag sér einnig mynd sem sonur Hilm-
ars Oddssonar, hann Oddur Sigþór
Hilmarsson, 10 ára, málaði en ein
þeirra skreytir umslag plötunnar. Þá
bætir Hróðmar við að myndirnar
verði sýndar á tónleikunum.
„Við erum með nokkra hjálp-
arkokka með okkur,“ segir Hróðmar
og vísar í fjölskyldumeðlimi og fyrr-
verandi nemendur tónlistarmannana
í Melchior sem koma við sögu á plöt-
unni. „Þannig myndast oft skemmti-
leg fjölskyldustemming hjá okkur,“
bætir Hróðmar við.
Hljómsveitin hefur sent frá sér
fjórar plötur, en sú fyrsta, Silf-
urgrænt ilmvatn, kom út 1978, þar á
eftir Balapopp sem kom út 1980,
Melchior frá 2009 og sú nýjasta í
safnið Matur fyrir tvo frá því í ár.
Næstu tónleikar hljómsveitarinnar
verða á Rosenberg 23. ágúst og svo í
Gljúfrasteini 26. ágúst. larah@mbl.is
Fjölskyldustemning á
útgáfutónleikum Melchior
Matur fyrir tvo Hljómsveitin Melchior hefur spilað saman kammerpopp
síðan árið 1973 og kemur saman á útgáfutónleikum í Iðnó í kvöld.
Sumarblús Oddur Sigþór
Hilmarsson skreytir bæði
umslag og lög á nýrri plötu
Melchior með tilheyrandi
málverkum.
Inga Guðrún Birgisdóttir
mannauðsstjóri
- Laugardagstíminn og gufan
á eftir er hrein snilld!
E
F
L
IR
a
lm
a
n
n
a
te
n
g
s
l
/
H
N
O
T
S
K
Ó
G
U
R
g
ra
fí
s
k
h
ö
n
n
u
n