Morgunblaðið - 12.07.2012, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 12.07.2012, Blaðsíða 1
F I M M T U D A G U R 1 2. J Ú L Í 2 0 1 2  Stofnað 1913  161. tölublað  100. árgangur  –– Meira fyrir lesendur FYLGIR MEÐ MORGUNBLAÐINU Í DAG EISTNAFLUGIÐ ALLS ENGIN GADDAVÍRSHÁTÍÐ VIÐSKIPTABLAÐ TVG-Zimsen færir út kvíarnar EINBEITTIR OG IÐNIR KRAKKAR Á SMÍÐAVÖLLUM FLESTIR TAKA KOFANA HEIM 16ROKKHUNDAR SAMEINAST 36 FINNUR.IS Leikkona á leynifundum fyrir brúðkaup „Það kæmi mér ekki á óvart ef lambakjöt yrði orðið jafn sjaldséð í frystikistum verslana eftir tíu ár og rjúpur eru nú,“ sagði Eiður Gunn- laugsson, framkvæmdastjóri Kjarnafæðis á Akureyri. Fyrirtækið flytur nú út lambakjöt o.fl. til Fær- eyja í neytendaumbúðum og pant- anir fara stækkandi. Norðlenska var fyrsta kjötvinnsl- an sem Matvælastofnun samþykkti starfsstöð hjá samkvæmt nýrri mat- vælalöggjöf. Með því opnaðist fyrir útflutning til EES og ekki þarf leng- ur sérstök vottorð þegar unnin mat- væli eru flutt úr landi. Norðlenska hefur einnig selt vörur sínar til Fær- eyja og ætlar að þreifa fyrir sér í Noregi. Veruleg sóknarfæri „Sölusvæðið er ekki lengur bara Ísland heldur allt evrópska efna- hagssvæðið. Ég tel að það séu veru- lega mikil sóknarfæri fyrir íslensk matvælafyrirtæki að markaðssetja sínar vörur þar,“ segir Gísli S. Hall- dórsson, sérgreinadýralæknir hjá MAST. »4 Lambið á útleið  Stærri pantanir Lamb Færeyingar kaupa kjötið. Það var engu líkara en að hópur indíana á kanóum væri mættur á Rauða- vatni í gær. Svo var þó ekki heldur voru þar á ferð krakkar í útilífs- og ævintýranámskeiði skáta sem voru að læra að róa kanóum. Útilífsskólarnir hafa verið starfræktir víða á höfuðborgarsvæðinu í sum- ar fyrir börn á aldrinum átta til tólf ára og hafa krakkarnir meðal annars farið í bjargsig, veiði og náttúruskoðun. Bleiknefjar á siglingu á Rauðavatni Morgunblaðið/Kristinn Baldur Arnarson baldura@mbl.is „Það sem er dálítið áhugavert er að nokkur lyfjafyrirtæki hafa á síðustu 15 til 20 árum reynt að búa til lyf sem hemja þennan efnahvata. Þau hefur skort sönnun þess að ef það takist að búa til lyf sem hemji efna- hvatann komi þau raunverulega til með að hægja á Alzheimer- sjúkdómnum. Þetta er því geysilega mikill hvalreki fyrir þau lyfjafyrir- tæki sem hafa reynt að búa til lyf til að hemja þennan efnahvata,“ segir Kári Stefánsson, forstjóri Ís- lenskrar erfða- greiningar, ÍE. Tilefnið er uppgötvun sem talin er kunna að leiða til þróunar lyfja gegn Alz- heimer en hún byggir á rannsókn vísindamanna Íslenskrar erfða- greiningar, sem unnin var í sam- vinnu við lækna á Landspítala. Tengist uppgötvunin erfðabreyti- leika sem áætlað er að finnist hjá um 1% Íslendinga. Lyftistöng fyrir erfðafræðina Að sögn Kára hefur uppgötvunin þegar haft áhrif á rannsóknir og þróun lyfjarisa á þessu sviði. „Þetta er ein mest spennandi uppgötvun sem við höfum gert,“ segir Kári. Ítarlega er fjallað um uppgötv- unina í bandaríska dagblaðinu New York Times og er þar haft eftir dr. Samuel Gandy, heimsþekktum vís- indamanni á sviði Alzheimer- sjúkdómsins, að uppgötvun ÍE sé sú merkasta á þessu sviði í 22 ár. Kári segir ávinning ÍE ljósan. „Þetta hefur töluvert mikla hag- ræna þýðingu fyrir okkur vegna þess að við erum nú þegar í sam- vinnu við eitt lyfjafyrirtæki vegna rannsókna á sjúkdómnum og erum að semja við annað um frekari samvinnu í kringum hann.“ MLaðar lyfjarisa til landsins »14 Ein merkasta uppgötvunin Kári Stefánsson  Rannsókn Íslenskrar erfðagreiningar kann að ryðja nýju Alzheimer-lyfi braut  Heimsþekktur sérfræðingur í Alzheimer telur rannsóknina þá merkustu í 22 ár 68.000 kr. fyrir herbergi » Á vef Leigulistans er 10 fm herbergi á Klapparstíg auglýst til leigu fyrir 68 þús. á mánuði. » Á leiguvef mbl.is er 45 fer- metra íbúð á Freyjugötu aug- lýst fyrir 160 þús. kr. á mánuði. Baldur Arnarson baldura@mbl.is Vegna lítils framboðs heldur húsa- leiga áfram að hækka og ýtir eftir- spurn eftir húsnæði til útleigu fyrir ferðamenn undir þá þróun. Ólafur Björn Blöndal, löggildur fasteignasali hjá Fasteign.is, segir framboðið á markaðnum alltof lítið. „Tilfinning mín er sú að undan- farna sex mánuði hafi eftirspurnin verið 30% meiri en framboðið. Það er sama hvar borið er niður í stærðum, allt frá tveggja herbergja íbúðum og upp í einbýlishús. Við höfum ekki undan þegar við fáum eignir til út- leigu. Þær fara eins og hendi sé veif- að. Ég veit dæmi um fólk sem hefur fengið 30-40 fyrirspurnir eftir að hafa auglýst eignir á vefnum. Afleiðingin af þessum skorti er sú að fólk er að yfirbjóða hvert annað.“ Svanur Guðmundsson, leigumiðl- ari hjá Húsaleiga.is, áætlar að 30% eigna á markaðnum í dag séu leigðar til ferðamanna. Þá kaupi erlendir að- ilar eignir til þess að leigja þær út. „Leigan hefur hækkað á vissum eignum. Þá á ég við dýrari eignir og lúxuseinbýlishús; góðar eignir sem fjársterkir aðilar vilja leigja frekar en að kaupa. Eftirspurnin er mest eftir litlum einingum og það stefnir í ófremdarástand í næsta mánuði þeg- ar stúdentar koma inn á markaðinn.“ Mikil spenna á leigumarkaði  Tugir fyrirspurna um einstakar eignir  Leigjendur yfirbjóða hver annan  Útleiga til ferðamanna ýtir undir skort  Erlendir aðilar kaupa eignir og leigja

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.