Morgunblaðið - 12.07.2012, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 12.07.2012, Blaðsíða 31
Sótti fjölda námskeiða og sinnti ýmsum félagsstörfum Jón Úlfar sótti ráðstefnu í Finn- landi fyrir nokkrum árum um málefni fatlaðra á vegum Þroskahjálpar, landssamtaka. Áhugasvið hans eru fjölbreytt en hann hefur m.a. sótt námskeið í matreiðslu, dansi, tölvu- fræðslu og ræðumennsku. Óhætt er að segja að í Jóni Úlfari birtist góð fyrirmynd til eftirbreytni fyrir alla, en gleðin til lífsins hefur verið hans tryggi förunautur alla tíð. Fjölskylda Systkini Jóns Úlfars: Þórhildur, f. 28.1. 1951, lögfræðingur og for- stöðumaður Rannsóknastofnunar Ármanns Snævarr um fjölskyldumál- efni við Háskóla Íslands, búsett í Reykjavík en maður hennar er Eirík- ur Tómasson hæstaréttardómari og eru synir þeirra Páll Eiríksson, f. 1974, lögmaður í Reykjavík, Tómas Eiríksson, f. 1978, lögmaður í Reykjavík, og Jóhannes Eiríksson, f. 1983, lögmaður í Reykjavík: Björn, f. 1.11. 1956, lögmaður, búsettur í Reykjavík, var kvæntur Sólveigu Guðmundsdóttur sem er látin en var yfirlögfræðingur í heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu og eru börn þeirra Vigdís Eva Líndal, f. 1983, lögfræðingur hjá Persónu- vernd, og Guðmundur Páll Líndal, f. 1986, laganemi við HÍ. Hálfbróðir Jóns Úlfars, samfeðra, er Páll Jakob, f. 14.12. 1973, B.Sc í líf- fræði og BA í sálfræði og dokt- orsnemi, búsettur í Uppsölum í Sví- þjóð en sambýliskona hans er Sigurlaug Guðrún Gunnarsdóttir hjúkrunarfræðingur og eru börn þeirra Guðrún Helga Líndal, f. 2008, og Páll Jakob Líndal, f. 2011. Foreldrar Jóns Úlfars: Páll Jakob Líndal, f. 9.12. 1924, d. 25.7. 1992, lög- fræðingur, borgarlögmaður og ráðu- neytisstjóri í umhverfismálaráðu- neytinu, og Guðrún Eva Úlfarsdóttir, f. 27.12. 1925, húsmóðir og fyrrv. deildarstjóri við Stofnun Árna Magn- ússonar. Í tilefni afmælisins hefur fjölskylda Jóns ákveðið að stofna afmælissjóð Jóns Úlfars Líndal. Sjóðnum er ætl- að að styrkja þroskahamlaða ein- staklinga til þátttöku í hvers konar lista-, íþrótta- og tómstundastarfi. Þeim sem áhuga hafa á að leggja þessu málefni lið er bent á að stofn- aður hefur verið reikningur í Lands- bankanum í þágu sjóðsins: 0111-05- 261084. Kt. 120752- 6509. Úr frændgarði Jóns Úlfars Líndal Steindór Jóhannesson kennari Guðrún Eiríksdóttir húsfr. á Vopnafirði Karl Jónsson verslunarm. á Vopnafirði Álfheiður Helgadóttir dótturdóttir Tómasar Fjölnismanns. Björn Líndal yfirdómslögm á Svalbarði Sigríður Metúsalemsdóttir húsfr. á SvalbarðiJón Úlfar Líndal Páll Líndal borgarlögmaður og ráðuneytisstj. Guðrún Eva Úlfarsdóttir fyrrv. deildarstj. við Stofnun Árna Magnússonar ÚIfar Karlsson skósm. í Rvík. Jónína Steindórsdóttir húsfr. í Rvík. Theodór Líndal lagaprófessor Þórhildur Líndal húsfr. í Rvík. Sigurður Karlsson Karl Sigurðsson pípulagningarm. og leikari Sigurður Karlsson leikari Jón Helgason biskup Sigurður Líndal lagaprófessor Bergljót Líndal fyrrv. hjúkrunarforstj. Helgi Briem skattstj., bankastj. og sendih. Páll Briem amtm. og alþm. Ólafur Briem alþm. Gunnlaugur Briem ráðsm. og alþm. Kristín Claessen húsfr. á Sauðárkróki Eiríkur Briem Prestaskólakennari og alþm. María Kristín Thoroddsen Þorsteinn Briem prófastur, alþm. og ráðh. á Akranesi Gunnar Thoroddsen forsætisráðherra (faðir Ásgeirs lögmanns) Jónas borgarfógeti (faðir Magnúsar Thoroddsen, fyrrv. hæstaréttardómara) Afmælisbarnið Jón Úlfar Líndal. ÍSLENDINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. JÚLÍ 2012 Oddur Hjaltalín landlæknirfæddist 12. júlí 1782. Hálf-bróðir hans, samfeðra, var Jón Hjaltalín, landlæknir og for- stöðumaður Læknaskólans. Oddur var sonur Jóns, pr. og skálds á Kálfafelli og síðast á Breiðabólstað á Skógarströnd, sonar Odds Hjaltalín, lögréttumanns á Rauðará við Reykjavík, sonar Jóns Hjaltalíns, sýslumanns og ættföður Hjalta- línsætta, sem var síðasti ábúandinn á landnámsbýlinu Vík (Reykjavík). Móðir Odds landlæknis var Guð- rún Jónsdóttir frá Bjarnanesi. Oddur lauk stúdentsprófi árið 1802, við Hólavallaskóla í Reykjavík sem stóð nokkurn veginn þar sem Garðastræti ber hæst. Hann lærði læknisfræði hjá Jóni Sveinssyni landlækni í eitt ár, stundaði nám við Hið konunglega kírúrgíska akademí í Kaupmannahöfn og lauk þaðan reynsluprófi 1807. Oddur var skipaður læknir í suð- urhéraði Vesturamtsins 1807 en komst ekki til Íslands vegna Napóle- onsstyrjaldanna. Þess í stað var hann herlæknir á Jótlandi og aðstoð- arlæknir á Norður-Jótlandi og við nokkur hersjúkrahús. Oddur var settur landlæknir 1816- 20 og 1829-31 en lengst af var hann læknir í Vesturamti, búsettur í Bjarnarhöfn á Snæfellsnesi. Ljóst er að Oddur hefur ekki farið með veggjum, né verið nein smásál. Í íslenskum æviskrám er Oddi m.a. svo lýst að hann hafi verið vel gefinn maður, stórbrotinn og drykkfelldur. Oddur og Bjarni Thorarensen voru miklir vinir. Oddur lést 25. maí 1840, en Bjarni orti um vin sinn ein- hver stórfenglegustu eftirmæli sem um getur í íslenskum bókmenntum. Segja má að síðasta erindið séu meitlaðar orðskviður frá upphafi til enda: „En þú sem undan ævistraumi flýtur sofandi að feigðarósi, lastaðu ei laxinn sem leitar móti straumi sterklega og stiklar fossa!“ Merkir Íslendingar Oddur Hjaltalín 90 ára Guðrún Jónsdóttir Lilja Þórarinsdóttir 85 ára Ágústa V. Haraldsdóttir Sigurbjörn Kristinsson 80 ára Anna Þuríður Ingólfsdóttir Guðmundur Gíslason Halldóra Ármannsdóttir Jóhanna Boeskov Lilja Guðrún Eiríksdóttir María Bjarnadóttir Ríkarður Pálsson Sigurbjörg Jóhanna Sigfúsdóttir 75 ára Kristbjörg Jónsdóttir 70 ára Bergur Þorleifsson Ingibjörg Jónsdóttir Páll Hjaltdal Zóphónías- son 60 ára Ástrós Guðmundsdóttir Bergmundur Helgi Sigurðsson Guðmundur Gunnarsson Héðinn Jónsson Kristín G. Gunnbjörns- dóttir Magnús Gunnarsson Ólafur Pétur Pétursson Sigþór Magnússon Svava Engilbertsdóttir 50 ára Albert Pálsson Eduardo Pereira Dos Reis Guðmundur Aðalsteinsson Guðrún Ágústa Þórdísardóttir Guðrún Elísdóttir Halldór Guðni Hauksson Kristinn Sigurðsson Kristinn Steinn Guðmundsson Ofelia B. Bergsteinsdóttir Sigríður Garðarsdóttir Sigurður Guðmundur Sverrisson Unnar Örn Stefánsson 40 ára Andrés Róbert Vilhjálmsson Anna Rut Hellenardóttir Björn Þór Sigbjörnsson Ingvar Tryggvason Jovita Marcikoniene Kjartan Long Kristín Thorstensen Lilja Hrund Harðardóttir Óskar Ingi Ágústsson Sveinbjörn Sveinbjörnsson Þórey Gunnarsdóttir 30 ára Aðalsteinn Ingvar Aðalsteinsson Amanda Karima Ólafs- dóttir Anna María Guðmundsdóttir Emir Dervic Gísli Hjörtur Hreiðarsson Guðný Maren Valsdóttir Inga Minelgaité Katrín Salima Dögg Ólafsdóttir Sigurður Ágústsson Szymon Jaworski Til hamingju með daginn 30 ára Greipur útskrif- aðist frá Tónlistarskóla Ísafjarðar, í sænsku frá Uppsalaháskóla, lærði viðskiptafræði við HÍ og er verkefnastjóri Hönn- unarMars. Systkini: Eiríkur, f. 1979, verkfræðingur hjá Veð- urstofunni, og Arnþrúður, f. 1987 verkfræðinemi. Foreldrar: Gísli Eiríksson, f. 1950, verkfræðingur hjá Vegagerðinni og Aðal- björg Sigurðard. f. 1951. Greipur Gíslason 40 ára Sólrún ólst upp á Giljum í Mýrdal en hefur lengi búið í Eyjum. Hún er félagsráðgjafi hjá Vestmannaeyjabæ. Maki: Gylfi V. Guðmunds- son, f. 1964, sjómaður. Börn: Sigrún Bryndís, f. 1992, Sóldís Eva, f. 1999, og Ingi Gunnar, f. 2008. Foreldrar: Gunnar Þor- steinsson, f. 1923, d. 2006, bóndi á Giljum, og Sigrún Ólafsdóttir, f. 1941, bóndi þar. Sólrún Erla Gunnarsdóttir 30 ára Auðun fæddist í Reykjavík, ólst upp lengst af á Selfossi en hefur búið á Akureyri frá 2009. Hann stundar nú nám í lögfræði við HA. Maki: Ruth Margrét Frið- riksdóttir, f. 1984, kenn- aranemi við HA. Foreldrar: Daníel Eng- ilbertsson, f. 1950, sjó- maður í Reykjavík, og Ingibjörg Erna Sveins- dóttir, f. 1960, hjúkr- unarfræðingur í Vík. Auðun Daníelsson mbl.is/islendingar islendingar@mbl.is Börn og brúðhjón OPNUNARTÍMI EFNALAUG MÁN - FÖS: 8-18 • LAU: LOKAÐ OPNUNARTÍMI FATALEIGA MÁN - FÖS: 13-17 • LAU: LOKAÐ EFNALAUG OG FATALEIGA GARÐABÆJAR | GARÐATORGI 3 | GARÐABÆ | SÍMI 565 6680 | FATALEIGA.IS Hröð og vönduð þjónusta. Fjölskyldufyrirtæki til 27 ára. Persónuleg þjónusta og hagstætt verð. ALHLIÐA HREINSUN Hreinsum einnig sængur, svefnpoka og rúmteppi Minnum á að gott er að geyma dúnúlpurnar hreinar yfir sumartíman

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.