Morgunblaðið - 12.07.2012, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 12.07.2012, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. JÚLÍ 2012 Jákvæð umskipti urðu í rekstri Ár- vakurs, útgáfufélags Morgunblaðs- ins, í fyrra eftir mikið tap undanfarinna ára. Óskar Magnússon útgefandi segir að rekstrarhagnaður ársins 2011 fyrir afskriftir og vexti (ebitda) hjá samstæðu Árvakurs hf. hafi verið í samræmi við áætlanir, 40,4 milljónir króna. „Félagið hefur náð miklum árangri undanfarin ár í að bæta rekstrarafkomuna en hún var á þennan mælikvarða neikvæð um 575 milljónir króna árið 2008, nei- kvæð um 486 milljónir króna árið 2009, neikvæð um 97 milljónir króna árið 2010 og svo loks jákvæð um 40 milljónir króna á árinu 2011. Áætl- anir ársins 2012 gera ráð fyrir 70 milljóna króna rekstrarhagnaði og er reksturinn á áætlun það sem af er árinu,“ segir Óskar. Rúmur hálfur milljarður í hlutafjáraukningu Fjárhagsleg endurskipulagning hefur farið fram að undanförnu. Hlutafé í Þórsmörk ehf., móður- félagi Árvakurs hf., hefur verið auk- ið verulega, nú síðast um 540 millj- ónir króna og er nú 1.221 milljón króna. Hefur þeim fjármunum verið varið til að mæta rekstrartapi Ár- vakurs og til þess að minnka skuldabyrði félagsins. Áhrif þessa koma ekki öll fram í ársreikn- ingnum, sem nú er birtur, en í efna- hagsreikningnum kemur fram að skuldir hafa minnkað um 944 millj- ónir króna og eignir um 920 millj- ónir króna. Sú endurskipulagning sem fram hefur farið byggist á breyttum for- sendum frá því að félaginu var forð- að frá gjaldþroti árið 2009, svo og á almennum ráðstöfunum sem Ís- landsbanki stendur nú fyrir við end- urskipulagningu fyrirtækja. Í sam- komulaginu við bankann segir nánar: „Nýir eigendur tóku við Árvakri og Landsprenti og rekstri þeirra á árinu 2009 eftir að bankinn hafði staðið fyrir söluferli á félögunum. Í því ferli var stuðst við áætlanir fyrri stjórnenda og eigenda ásamt álykt- unum bankans. Ljóst er að þær for- sendur hafa ekki gengið eftir eins og ráð var fyrir gert og hafa aðilar því orðið sammála um að ganga til samkomulags svo sem nánar greinir hér að neðan í samræmi við almenn- ar ráðstafanir sem bankinn stendur nú fyrir við endurskipulagningu fjölmargra atvinnufyrirtækja.‘‘ Nýir hluthafar hafa nú bæst í hluthafahóp Þórsmerkur og þar með Árvakurs. Er þar um að ræða útgerðarfélagið Þingey ehf. á Höfn í Hornafirði sem er eigandi að 50 milljóna króna hlutafé eins og sjá má í hjálögðum lista yfir alla hlut- hafa í félögunum. Áfram mikið aðhald „Við gerum okkur grein fyrir því að áfram þarf að gæta strangasta aðhalds í rekstri Árvakurs þótt verulega hafi snúist til betri vegar á þeim tíma sem nýir hluthafar hafa rekið félagið. Í þeim efnum eru ým- is jákvæð teikn á lofti. Námsmenn tóku fagnandi tilboði um áskrift og Mogga-iPad en auk þess hafa fjöl- margir áskrifendur bæst við frá því átak hófst um síðustu áramót. Sam- tals hefur þeim fjölgað um hátt á þriðja þúsund. Þá er forysta mbl.is ótvíræð í hópi vefmiðla og miklir framtíðarmöguleikar á þeim vett- vangi,“ segir Óskar Magnússon útgefandi. Upplýsingum um stjórn, hluthafa og forsvarsmenn þeirra fyrirtækja sem hluthafahópinn skipa hefur verið skilað til Fjölmiðlanefndar. Þá hefur ársreikningi Árvakurs hf. verið skilað til Ríkisskattstjóra en hér á síðunni má sjá útdrátt úr hon- um. Morgunblaðið/Golli Umskipti í rekstri Árvakurs  Heildartekjur ársins 2011 voru 3.011 m.kr. og jukust um 360 m.kr., eða 13,6%, frá fyrra ári  Rekstr- arhagnaður var 40,4 m.kr. en var neikvæður um 97,4 m.kr. árið 2010  Heildartap ársins er 205 m.kr. en tap ársins 2010 nam 330 m.kr.  Eigið fé í árslok var 481 m.kr.  Eiginfjárhlutfall í árslok var 24% Listi yfir hluthafa* Nafn Forsvarsmaður Hlutafé í kr. Hlutur í % . Óskar Magnússon Óskar Magnússon 1.000.000 0,08% Rammi hf Ólafur Marteinsson 75.000.000 6,14% Laugarholt ehf Þorgeir Baldursson 1.000.000 0,08% Krossanes ehf Þorsteinn Már Baldvinsson 225.000.000 18,43% Páll Hreinn Pálsson Páll Hreinn Pálsson 25.000.000 2,05% HlynurA ehf Guðbjörg Matthíasdóttir 200.000.000 16,38% Áramót ehf Óskar Magnússon 150.000.000 12,29% Brekkuhvarf ehf Ásgeir Bolli Kristinsson 25.000.000 2,05% Legalis sf. Sigurbjörn Magnússon 24.000.000 1,97% Kaupfélag Skagfirðinga Sigurjón Rafnsson 110.000.000 9,01% Fjárfestingaf. GIGAS ehf. Halldór Kristjánsson 50.000.000 4,10% Skollaborg ehf. Einar Valur Kristjánsson 21.000.000 1,72% Fari ehf. Jón Pálmason 25.000.000 2,05% Síldarvinnslan hf. Gunnþór Ingvason 75.000.000 6,14% Þingey ehf. Aðalsteinn Ingólfsson 50.000.000 4,10% ÍsfélagVestmannaeyja hf. Stefán Friðriksson 164.000.000 13,43% 1.221.000.000 100,00% * Hluthafalisti Þórsmerkur ehf., sem er eigandi 99% hlutfjár í Árvakri. Rekstrarreikningur 2011 2010 Tekjur alls 3.010.719.664 2.650.276.540 Gjöld Kostnaðarverð seldra vara ............................ –905.405.387 –757.882.978 Laun og annar starfsmannakostnaður ......... –1.666.891.859 –1.520.060.007 Skrifstofu- og stjórnunarkostnaður ............. –342.934.599 –418.512.909 Annar rekstrarkostnaður .............................. –55.125.551 –51.173.107 EBITDA - Hagnaður fyrir afskriftir 40.362.268 –97.352.461 Afskriftir ......................................................... –175.686.090 –179.369.611 Rekstrartap –135.323.822 –276.722.072 Fjárhagsleg endurskipulagning .................... –2.875.107 0 Hrein fjármagnsgjöld .................................... –118.345.799 –152.069.576 (Tap) fyrir skatta –256.544.728 –428.791.648 Tekjuskattur ................................................... 51.298.368 99.265.074 (Tap) ársins –205.246.360 –329.526.574 Efnahagsreikningur 31. 12. 2011 31. 12. 2010 Fastafjármunir 1.527.583.423 2.562.263.879 Veltufjármunir 480.008.908 365.472.391 Eignir samtals 2.007.592.331 2.927.736.270 Eigið fé 481.230.546 686.476.906 Langtímaskuldir og skuldbindingar 634.133.333 1.633.770.294 Skammtímaskuldir 892.228.452 607.489.070 Skuldir samtals 1.526.361.785 2.241.259.364 Eigið fé og skuldir 2.007.592.331 2.927.736.270 Stjórn Árvakurs hf. og Þórsmerkur ehf. skipa: Sigurbjörn Magnússon formaður Sigrún Björk Jakobsdóttir Ásdís Halla Bragadóttir Bjarni Þórður Bjarnason Ólafur Marteinsson Í varastjórn sitja: Ásgeir Bolli Kristinsson Halldór Kristjánsson „Íslandsbanki hafði umsjón með opnu söluferli Árvakurs eftir að fyrri eigendur ákváðu að selja hlut sinn í félaginu. Söluferlið var fyrsta opna söluferlið sem bankinn stóð fyrir eftir haustið 2008 og með því var lögð ákveðin lína í þeim efnum hér á landi. Aðilar gerðu sér grein fyrir því á þeim tíma að mikilvægar forsendur sem lagðar voru til grund- vallar þyrftu að ganga eftir og að gera mætti ráð fyrir að til endurskoðunar samningsins kæmi. Þeirri endurskoðun er nú lokið með því að hluthafar hafa lagt fram umtalsvert nýtt hlutafé eða samtals 1,2 milljarða króna. Íslandsbanki hefur á þeim grund- velli farið með félagið í gegnum fjár- hagslega endurskipulagningu í sam- ræmi við þær almennu reglur sem bankinn hefur sett sér,‘‘ segir Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslands- banka. Umtalsvert nýtt hlutafé Birna Einarsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.