Morgunblaðið - 13.07.2012, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 13.07.2012, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. JÚLÍ 2012 Páll Fannar Einarsson pfe@mbl.is Mörgum finnst hafa verið óvenju- lítið um skordýr í sumar og velta því fyrir sér hvort einhvers konar hrun hafi átt sér stað hjá skordýr- um landsins. Guðmundur Halldórsson skor- dýrafræðingur segir það mismun- andi eftir tegundum hversu mikið er hægt að taka undir þá staðhæf- ingu. „Það er mismunandi eftir því hvar menn eru staddir á landinu. Oftast þegar Íslendingar tala um að það sé lítið af skordýrum, þá eiga þeir við skordýr sem eru þeim til ama,“ segir Guðmundur, en minna hefur verið um geitunga og býflugur í sumar en undanfarin ár. Hrun í stofni geitunga Mikið var um geitunga hér áður fyrr, en hrun varð í stofninum fyr- ir nokkrum árum og hefur hann ekki náð að koma sterkur til baka. „Þessi miklu geitungaár sem voru fyrir dálitlu síðan hafa ekki komið aftur,“ segir Guðmundur, en hann hefur enga staðfesta skýringu á því. „Menn velta því fyrir sér hvort upp hafi komið einhver sýk- ing. Það er algengt í félagsbúum að sýkingar breiðist hratt út, en við vitum ekki hvort það gerðist hér,“ segir hann. Miklir þurrkar hafa hrjáð land- ann í sumar og getur það haft víð- tæk áhrif á skordýr landsins. Skordýr hafa mjög lítinn búk og þurfa mörg þeirra töluverða vætu til þess að lifa. „Eggin eru t.d. við- kvæm fyrir þurrkum. Það getur illa farið fyrir þeim skordýrum sem eru ekki komin úr eggi þegar veðrið er þurrt,“ segir Guðmund- ur, en bætir þó við að yfirleitt séu þurrkatímar jákvæðir fyrir skor- dýr. „Það eru mun meiri líkur á sveppasýkingum og öðru slíku þegar blautt er í veðri,“ segir Guð- mundur, en hann hefur orðið var við miklar breytingar í skordýralífi landsins undanfarin ár. Votlendi minnkað Hrossaflugan hefur verið á undanhaldi seinustu ár í Reykja- vík, en Guðmundur segir það út- skýrast af minna framboði á kjör- lendi fyrir fluguna. „Hrossaflugan þarf vætu og lirfurnar lifa gjarna á votu svæði. Votlendi í Reykjavík hefur minnkað svo mikið undan- farin ár,“ segir hann. Skordýr eru mjög stór þáttur í lífríki jarðar, en allar breytingar í lífríkinu hafa mikil áhrif á m.a. mannfólkið. Skordýr flytja frjó á milli og eru mjög mikilvæg í land- búnaði heimsins. „Niðursveifla á einu ári breytir ekki miklu en stór- ar langtímabreytingar geta haft mikil áhrifa á okkur. Skordýr gegna stóru hlutverki í því endur- vinnslunarferli sem á sér stað í náttúrunni,“ segir Guðmundur. Skordýraríkið á Íslandi hefur breyst mikið Ljósmynd/Erling Ólafsson Geitungur Hrun varð í stofni geitunga á síðasta ári.  Minna um geit- unga og býflugur í sumar en áður Gegna stóru hlutverki » Mörgum finnst hafa verið óvenjulítið um skordýr í sumar. » Minna hefur verið um geit- unga og býflugur. » Miklir þurrkar hafa verið í sumar og hefur það víðtæk áhrif á skordýr landsins. » Skordýr gegna stóru hlut- verki í lífríkinu og eru mjög mikilvæg í landbúnaði. Landsbankinn er öflugur samstarfsaðili fyrirtækja Landsbankinn fjármagnar uppbyggingu á nýju Fosshóteli á Patreksfirði. Það er stefna bankans að vera hreyfiafl í samfélaginu, styðja við fjárfestingar og vera öflugur samstarfsaðili íslenskra fyrirtækja. „Það var hár og brattur kantur við veginn og ökumaður rútunnar tók því ekki áhættuna á því að velta henni. Þetta voru hárrétt viðbrögð hjá honum. Við hefðum ekki viljað sjá hvernig farið hefði ef rútan hefði oltið. Það hefði getað endað mjög illa,“ segir Sigurður Brynj- úlfsson, yfirlögregluþjónn á Húsa- vík, um viðbrögð ökumanns rútu sem þurfti að bregðast við erfiðum aðstæðum. Farþegar sluppu ómeiddir Sigurður lýsir aðdragandanum svo: „Tveimur ökutækjum var ekið vestur hringveginn í átt frá Mý- vatnssveit til Akureyrar á Mývatns- heiði, skammt sunnan við Másvatn. Þar ætlaði ökumaður rútunnar að fara fram úr bíl sem hann var bú- inn að aka á eftir í dálitla stund. Í framúrakstrinum nuddast bílarnir saman. Það er líklegt að fremri bílnum sem var með hjólhýsi í eft- irdragi hafi verið sveigt inn á veg- inn, eða að hjólhýsið hafi komið undan vindhviðu, þegar það fer í hliðina á rútunni. Við það sveigir ökumaður rút- unnar undan bílnum og missir við það vinstra framhjólið út af veg- inum og tekur þá ákvörðun að aka henni út af. Farþegar sluppu ómeiddir en um borð voru þýskir ferðamenn á ellilífeyrisaldri. Ljósmynd/Ryan Patrekur Kevinsson Ók útaf Í rútunni, sem er gerð út af Teiti Jónassyni, voru þýskir ferðamenn. Snarræði öku- manns talið hafa afstýrt stórslysi  Hjólhýsi slóst utan í rútu á fullri ferð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.