Morgunblaðið - 13.07.2012, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 13.07.2012, Blaðsíða 23
skartgripaskrínið þitt, ótal heim- sóknir til þín í apótekið þar sem bros þitt tók ávallt á móti manni. Ósjaldan fór maður heim með gjöf í hendi eða þú komst fær- andi hendi og gladdir okkar hjörtu. Við gætum talið upp margar fleiri, en þær minningar munu alltaf varðveitast í hjarta okkar. Það voru forréttindi að eiga þig sem ömmu, hlý, góðhjörtuð, gjafmild og sterk eru þau orð sem koma fyrst upp í hugann. Þannig minnumst við þín og þannig ertu hjá okkur. Englarnir hugsa vel um þig. Elsku afi, hugur okkar og hjarta er hjá þér. Hvíldu í friði, elsku amma, og takk fyrir allt. Lilja Björk Guðmundsdóttir, Stella Andrea Guðmundsdóttir. Okkur er það bæði ljúft og skylt að setjast niður og minnast með nokkrum orðum hennar Stellu vinkonu okkar, sem nú hefur kvatt þennan heim eftir löng og erfið veikindi. Vinátta okkar hófst fyrir ára- tugum síðan þegar hópur mynd- aðist meðal starfsfélaga og ann- arra vina um ferðalög innanlands sem utan. Þær eru ófáar ferð- irnar sem farnar voru. Helst var nú farið inn á hálendið og þá með tjaldvagna, hjólhýsi eða ferða- bíla, allt eftir því hvað til var á hverjum tíma. Alltaf voru þau hjón, Stella og Sigurður tilbúin að taka þátt og kom sér þá vel þekking þeirra á landinu. Einnig er mjög eftirminnilegt þegar við héldum þorrablót og aðrar hátíð- ir og kom þá smekkvísi Stellu mjög skemmtilega í ljós, hún sá alltaf um að gera allt sem glæsi- legast, sama hvort við vorum á hótelum eða í fjallakofum. Ein utanlandsferð er okkur sérlega minnisstæð en það var ferð til Taílands árið 1988 en þá þurfti mikla samvinnu og und- irbúning við að koma svona ferð á laggirnar, sem allir tóku þátt í, enda varð þetta ein af þeim eft- irminnilegustu af mörgum góð- um utanlandsferðum. Við fráfall Stellu okkar er höggvið stórt skarð í þann fá- menna vinahóp sem eftir er. Við sendum Sigurði og börn- um þeirra hjóna okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Sylvía og Magnús, Ólöf og Kári. Mig langar að minnast kærrar vinkonu minnar sem lést eftir erfið veikindi 4. júlí sl. með nokkrum orðum. Við Stella kynntumst á kvöld- námskeiði hjá Húsmæðraskóla Reykjavíkur þegar við báðar vorum um tvítugt. Þegar við stofnuðum okkar heimili hitt- umst við sjaldnar, en fyrir um þrjátíu árum fórum við að hittast oftar, þegar við hjónin gengum í ferðaklúbb sem Stella og Siggi voru í. Við nutum þess báðar að endurnýja vinskapinn og Stella varð mín trygga og trúa vinkona. Á þessum 30 árum höfum við ferðast saman vítt og breitt um landið með ferðaklúbbnum, ásamt fjölda ferða til annarra landa. Stella var glaðlynd og fé- lagslynd og hafði ákaflega gam- an af því að ferðast. Okkar síð- asta ferð saman ásamt þeim sem eftir voru í ferðaklúbbnum var í febrúar á þessu ári en þá var far- ið í Ölfusborgir. Eftir að ég varð ekkja sýndu Stella og Siggi mér sérstaka vináttu og ræktarsemi og héldum við alltaf góðu sam- bandi. Ég er þakklát fyrir að mér tókst að heimsækja hana á spít- alann stuttu áður en hún lést og þakka ég kærri vinkonu fyrir samfylgdina öll þessi ár. Ég sendi Sigga og fjölskyldu mínar innilegustu samúðarkveðj- ur. Guð veri með ykkur öllum. Sigrún Helga (Rúry.) MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. JÚLÍ 2012 ✝ Erna Adolp-hsdóttir var fædd í Reykjavík 19. ágúst 1923. Hún lést á Landspít- alanum 2. júlí síð- astliðinn. Foreldrar Ernu voru Margrét Helgadóttir f. 1896, verkakona á Akra- nesi og seinna í Reykjavík, og Adolf Rósinkranz Bergsson, f. 1900, lögmaður og heildsali í Reykjavík. Erna giftist 1946 Guðmundi Gíslasyni, f. 1920. Guðmundur lést 7. janúar síðastliðinn. Erna og Guðmundur eignuðust þrjú börn, Gísla, f. 1947, Ingigerði Ágústu, f. 1951, og Garðar, f. 1953. Barnabörnin eru sex tals- ins, Erna, Guðmundur og Jó- hanna Margrét Gíslabörn, Helga Ingvarsdóttir, dótt- ir Ingigerðar, og Sigrún Inga og Gunnhildur Garð- arsdætur. Barna- barnabörn þeirra hjóna eru nú fjögur talsins. Erna lauk stúd- entsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1943. Erna og Guð- mundur bjuggu alla sína tíð í Reykjavík, fyrst á Bárugötu 29 en fluttu haustið 1954 á Star- haga 8 þar sem þau bjuggu í 49 ár. Síðustu æviárin bjuggu Erna og Guðmundur í Efstaleiti 12. Erna verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í dag, föstudag- inn 13. júlí 2012, og hefst at- höfnin klukkan 13. Á þungbúnum aðfangadegi sit- ur lítil stúlka ein í aftursæti leigubíls sem ekur í snjómugg- unni á Vífilsstaði. Hún á að eyða kvöldinu með sjúkri móður sinni. Ekki löngu síðar leggja berkl- arnir móðurina að velli. Tengdamóðir mín, Erna Adolphsdóttir, var ekki gömul þegar hún missti þá manneskju sem henni var kærust og varð í reynd bæði móður- og föðurlaus. Hún átti hins vegar öruggt skjól hjá móðursystrum sínum í fjöl- skylduhúsinu á Grundarstíg 10, þær gengu henni í móðurstað og báru hana á höndum sér. Á Grundarstígnum var líf og fjör, þar var gestkvæmt og þang- að vöndu ýmsir skemmtilegir karakterar komur sínar. Þar var setið tímunum saman yfir kaffi- bolla og sagðar sögur og höfð uppi gamanmál. Móðursysturnar lögðu sitt af mörkum til að Erna gæti gengið menntaveginn og lauk hún stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1943. Árið er 1947, staðurinn New York. Ung kona lítur út um hót- elgluggann á iðandi mannlífið. Eiginmaðurinn er farinn til fund- ar við viðskiptafélaga, þetta er fyrsti dagurinn hennar í útlönd- um. Hana þyrstir í að kanna borgina og drekka í sig ný áhrif og er hvergi bangin þótt hún hafi engan sér til fylgdar. Hún drífur sig út og spyr til vegar þangað til hún kemst þangað sem hún ætlar sér. Erna giftist ástinni sinni, Guð- mundi Gíslasyni árið 1946. Þau áttu saman langt og viðburðaríkt líf. Þau ferðuðust mikið og án efa sá Erna meira af heiminum en flestar íslenskar konur af hennar kynslóð. Hún bar það með sér og sagði okkur oft sögur af ferðum þeirra hingað og þangað um jarð- arkringluna. Þau áttu sér líka yndislegt athvarf í Mývatnssveit- inni þar sem þau höfðu skapað skilyrði fyrir náttúrulegan gróð- ur að dafna og hlúð að honum um áratuga skeið. Einhvers staðar las ég þá speki að fátt viti maður í raun um lífið fyrr en við lok þess. Í samtali við okkur Garðar tveimur vikum fyrir andlát sitt dró Erna saman lærdóm sinn af lífinu með þeim orðum að ekkert skipti meira máli en kærleikurinn og það að geta fyrirgefið. Og sannarlega dvínaði aldrei ást hennar til Guð- mundar. Henni var það afskap- lega þungbært að þurfa að láta hann frá sér fyrir nokkrum árum þegar henni var orðið það um megn að annast hann heima. Við vorum öll djúpt snortin af þeirri virðingu, ástúð og jafnframt æðruleysi sem hún sýndi við frá- fall hans í janúar síðastliðnum. Minningar samanstanda af ótal myndum, sumum skýrum, öðrum óljósari, og maður getur valið að halda næst hjarta sínu þeim sem manni þykir vænst um. Þegar ég hugsa um tengdamóður mína sé ég fyrir mér gömlu kon- una sem þrátt fyrir að vera orðin fársjúk hafði ennþá glettnisblikið í auga, ömmuna við eldhúsborðið með kaffibolla og spilastokk inn- an seilingar og gómsæta máltíð í uppsiglingu, virðulega gestgjaf- ann á Rönd sem skipulagði og eldaði veislumáltíðir marga daga í röð handa tignum gestum, frá- sagnameistarann, myndlistaunn- andann, húmoristann en ekki síst lífsreynda konu sem umvafði fólkið sitt ástúð og kærleika og var innilega stolt af því. Blessuð sé minning Ernu Adolphsdóttur. Aagot Vigdís Óskarsdóttir. Það er einkennilegt að kveðja þig amma mín, það er svo stutt síðan afi kvaddi og ég var ekki við því búinn að kveðja þig svona fljótt. Þú varst búin að vera mikið lasin upp á síðkastið, en einhvern veginn hélt ég að þú myndir stíga aftur upp úr þessum veikindum og við gætum kíkt til þín í heim- sókn með Gísla og Ingu. En sú varð ekki raunin og þú fékkst þína hvíld og ferð til afa. Mikið er afi ánægður núna að fá þig til sín og þið getið samein- ast aftur á ný. Þegar ég hugsa til baka þá erum við alltaf saman að gera eitthvað skemmtilegt. Amma, þú vildir alltaf öllum vel og sparaðir ekki sporin hvað það snerti. Þú varst mér svo góð, og hjálpaðir mér mikið. Til dæmis man ég eitt sumarið þegar ég var eftir á í lestri. Þú sast með mér allt sumarið að lesa bækur og þetta smám saman kom hjá mér. Einnig bentir þú mér á öll skilti á förnum vegi og sagðir mér að lesa hvað stæði á þeim, eitthvað sem ég er sjálfur byrjaður að kenna mínum börnum. Ekki má gleyma að minnast á öll spilin sem við spiluðum saman með Ernu systur og Helgu frænku. Amma, þú varst svo góð við afa þó svo að hann gæti verið mjög tilætlunarsamur við þig, allavega gæti nútímakarlmaður ekki vænst svona mikils. Ég minnist þess þegar afa langaði í epli hvenær sem var sólahrings- ins, þá fórst þú fram í eldhús, skrældir það og settir á disk ásamt hníf og servéttu. Ég á einnig til góðar sögur um hvað afi gerði fyrir þig. Amma, þú varst svo glöð og ánægð. Við gátum brosað allan hringinn saman og notið stund- arinnar. Ég man sérstaklega vel eftir þegar við vorum að syngja með himbrimanum á kvöldin og athuga hvort rjúpan tæki á móti okkur á skorsteininum þegar við komum norður á vorin. Afi sagði alltaf Endý mín þeg- ar hann var að segja eitthvað fal- legt við þig. Þín ósk rættist að fara ekki á elliheimili og þú fékkst að vera heima hjá þér alla tíð. Minningarnar einar eru eftir og þær eru sælar. Hjartaræturn- ar taka kipp og grípa um magann þannig að hugurinn fer á rás og tárin flæða. Eitt sinn sagðirðu mér frá óp- eru sem lýsti litlum læk, sem stækkaði eftir því sem hann rann nær sjónum og varð á endanum að heilu fljóti. En óperan byrjaði með laufléttum tónum og endaði með djúpum og voldugum bassa. Þú ert sannarlega táknmynd lækjarins, sem táknar um leið líf þitt. Þú byrjaðir lífið með litið sem ekkert í höndunum, en þú safnaðir gæðum, bæði veraldleg- um og huglægum, sem hafa sannarlega vaxið og dafnað í far- vegi lífs þíns. „Það er ekki sjálf- gefið að nýta hlutina vel og fara vel með þá,“ er setning sem ég heyrði þig oft segja. Þín orð í útför afa eru mér og vinum mínum minnisstæð „Við Guðmundur áttum yndislega ævi saman.“ Þennan undurfagra júlímorg- un þegar þú kvaddir okkur mun ávallt vera í mínu hjarta. Þú fórst frá okkur í friði og ró, vildir ekki trufla neinn eða láta mikið bera á. Með einu andartaki varstu far- in frá okkur. Takk fyrir vega- nestið sem þú gafst mér og ég skal geyma það vel og rækta. Bless, amma mín. Guðmundur Gíslason. Elsku amma nafna, nú er kom- ið að því að kveðja. Minningarnar streyma fram. Þú varst alltaf dugleg að kenna okkur ýmislegt skemmtilegt sem við notum mik- ið svo sem að baka, elda og hekla. Þú sýndir mér líka hvernig á að vera klókur í lífsins spili og lesa meðspilarana. Þér fannst alltaf gaman að hlusta og spurðir réttu spurninganna. Alltaf þegar við komum yfir Mývatnsheiðina og sveitin blasir við rifjast upp nöfnin á fjöllunum allan hringinn en þú fórst yfir þau með mér þar til þau voru brennd inn í minnið eins og svo margt annað. Síðast þegar við vorum þarna með börnin okkar byrjaði ég á því sama við þau eins og þú hafðir uppálagt mér. Það er ekki nóg að horfa í tilgangs- leysi út um bílrúðuna heldur er betra og í raun nauðsynlegt að ferðin hafi góðan tilgang. Gaman var að fara í kaupstað- arferð til Húsavíkur og skoða á leiðinni hvernig snjóar voru í Kinnarfjöllum. Margt og mikið var þar keypt svo sem skyr, ost- ar, fiskur og jafnvel eitt púsl ef ég var heppin. Við fjölskyldan munum ekki eiga alvöru jól nema að fá Rand- ar-ísinn í eftirmat á aðfangadags- kvöld sem kom frá þér eins og svo margt annað gott. Á þessum árstíma þegar sól skín næstum allan sólahringinn hugsa ég til þess tíma er ég fékk að vaka með ykkur afa uppi í turni og horfa á sólina kyssa sjóndeildarhringinn áður en hún fór upp aftur. Elsku amma nafna, takk fyrir allt og við biðjum þig að bera kveðju okkar allra til afa, sem ég veit að beið þín. Ykkur líður báð- um örugglega betur núna. Elsku pabbi, Inga og Garðar og fjölskyldur ég votta ykkur mína dýpstu samúð. Megi Guð styrkja okkur á þessum tímum. Erna. Erna Rannveig Egvik Adolphsdóttir ✝ Okkar ástkæri frændi og vinur, EYJÓLFUR EYJÓLFSSON frá Botnum í Meðallandi, Sundlaugavegi 24, Reykjavík, sem lést á Hjúkrunarheimilinu Klausturhólum fimmtudaginn 5. júlí, verður jarðsunginn frá Laugarneskirkju í Reykjavík þriðjudaginn 17. júlí kl. 15.00. Fyrir hönd aðstandenda, Birna Halldórsdóttir. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við fráfall og útför hjartkærs eigin- manns míns, föður, tengdaföður og afa, ÓLAFS SVEINSSONAR véltæknifræðings, Hagaseli 32, Reykjavík. Ingibjörg Jónsdóttir, Hanna Ólafsdóttir, Guðríður Ólafsdóttir, Ársæll Már Arnarsson, Freydís Sif Ólafsdóttir, Árni Már Rúnarsson, Þórdís Jóna Ólafsdóttir og barnabörn. ✝ Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi, EINAR MARKÚSSON, Funalind 1, Kópavogi, sem lést miðvikudaginn 27. júní á líknardeild Landspítalans í Kópavogi, verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju mánudaginn 16. júlí kl. 13.00. Markús Einarsson, Hólmfríður Pálsdóttir, Árni Dan Einarsson, Sigrún Dan Róbertsdóttir, Kristín Einarsdóttir, Jón Karlsson og barnabörn. ✝ Elskulegi maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, ÁRNI HREIÐAR ÁRNASON húsgagnasmíðameistari, Furugerði 1, Reykjavík, sem lést á heimili sínu þriðjudaginn 3. júlí, verður jarðsunginn frá Seljakirkju mánudaginn 16. júlí kl. 13.00. Jytte Inge Árnason, Guðrún Árnadóttir, Gísli Grétar Sólonsson, Rannveig Árnadóttir, Eiríkur Jón Ingólfsson, Inga Magdalena Árnadóttir, Anna Arndís Árnadóttir, Leifur Jónsson og aðrir aðstandendur. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HELGI JÓNASSON bóndi, Grænavatni í Mývatnssveit, lést á dvalarheimilinu Kjarnalundi þriðjudaginn 10. júlí. Útförin fer fram frá Skútustaðakirkju laugardaginn 21. júlí kl. 14.00. Steingerður Sólveig Jónsdóttir, Jónas Helgason, Guðrún Bjarnadóttir, Haraldur Helgason, Freyja Kristín Leifsdóttir, Þórður Helgason, Helga Þyri Bragadóttir, Árni Hrólfur Helgason, Kristín List Malmberg, afabörn og langafabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.