Morgunblaðið - 13.07.2012, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 13.07.2012, Blaðsíða 31
MENNING 31 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. JÚLÍ 2012 Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@mbl.is Ó lympíuleikarnir hefjast seinna í þessum mánuði í London. Í tilefni leik- anna var nýlega haldin nokkurra daga ljóðahá- tíð í borginni og þangað var boðið einu ljóðskáldi frá hverju Ólympíu- landi. Ljóðahátíðin fékk heitið Par- nassus-ljóðahátíðin, en Parnassus er nafn á kletti í grísku goðafræðinni, sem var bústaður Appoló og þar höfðust músurnar líka við. Gerður Kristný var fulltrúi Ís- lands á hátíðinni. „Hugmyndin að þessari ljóðahátíð kom frá skáldinu Simon Armitage frá Yorkshire sem hefur komið nokkrum sinnum til Ís- lands og skrifaði bók um eina ferð- ina,“ segir Gerður Kristný. „Hann vildi að bókmenntir fengju líka at- hygli í London Ólympíusumarið mikla og fékk Southbank í lið með sér. Fyrsta kvöldið var ljóðaregn, það er að segja ljóðum á bókamerkjum var varpað úr þyrlu yfir Jubilee Gardens. Þetta hefur verið gert í borgum sem hafa orðið fyrir sprengjuregni, eins og til dæmis Varsjá og verður ef til vill gert í Hi- roshima síðar. Stórkostlegt að sjá fólk hlaupa um í kappi og reyna að veiða sér ljóð. Það var barist um ljóðin! Á milli þess sem ég las upp sjálf fór ég á upplestra, svo sem hjá nób- elsverðlaunahöfunum Wole Soyinka og Seamus Heaney. Stemmningin á hátíðinni var gríðarlega skemmtileg. Til dæmis vakti það mikinn hlátur þegar farsími Soyinka tók að pípa í miðjum upplestri og skáldið dró gripinn vandræðalegt upp úr brjóst- vasanum til að slökkva. Að Parnas- sus-hátíðinni lokinni var sumum okkar boðið á aðrar hátíðir. Ég fór til Derry á Norður-Írlandi með skáldum frá meðal annars Gren- anda, Sómalíu, Kýpur og Túvalú.“ Þú virðist vera mikið á ferð og flugi til að kynna verk þín, er það bara gaman eða stundum lýjandi? „Það á vel við mig að vera á ferð og flugi. Mér finnst gaman að kynn- ast nýjum löndum og nýju fólki. Hefði ég ekki deilt kofa í finnskum skógi með skáldi frá Wales fyrir þremur árum hefði ég ekki verið beðin að lesa upp úr Blóðhófni í rit- listarskóla þar í landi í fyrra og í leiðinni verið boðið að lesa upp í Wa- terstones-versluninni á Piccadilly. Útsendari Parnassus-hátíðarinnar kom þangað til að hlusta og bauð mér í kjölfarið á hátíðina. Svona get- ur ein ferð leitt til fleiri. Það er líka hollt að hitta skáld sem lesa ljóð af svo mikilli ástríðu að þau henda sér æpandi í gólfið eins og tíðkast á Indónesíu eða hitta indversk skáld sem efast ekki um að ljóðlistin geti tryggt heimsbyggðinni frið. Mér gengur líka alltaf vel að yrkja á ferðalögum, bæði hér heima og er- lendis. Síðan eflir fátt andann meir en að komast í erlendar bókabúðir.“ Hvað er framundan? „Í sumar les ég upp úr Blóðhófni í Stokkhólmi ásamt sænska þýð- andum John Swedenmark. Síðan spretti ég af klárnum á ljóðahátíðum í Bretlandi og Finnlandi í haust.“ Hvenær er von á næstu bók og um hvað er hún? „Í haust gef ég út fimmtu ljóða- bókina mína. Hún heitir Strandir og hefur að geyma stök ljóð og einn bálk sem ber nafnið Skautaferð. Þar verður þyrlað upp byl svo það er vissara að taka fram hosurnar og renna upp í háls.“ Ljóðaregn í London Morgunblaðið/Ómar Gerður Kristný „Það á vel við mig að vera á ferð og flugi. Mér finnst gaman að kynnast nýjum löndum og nýju fólki.“  Gerður Kristný er á ferð og flugi og var nýlega meðal fjölda skálda á ljóðahátíð í London  Hún segir gott að yrkja á ferðalögum  Fimmta ljóðabók hennar kemur út í haust » Það er líka hollt aðhitta skáld sem lesa ljóð af svo mikilli ástríðu að þau henda sér æp- andi í gólfið eins og tíðk- ast á Indónesíu eða hitta indversk skáld sem efast ekki um að ljóð- listin geti tryggt heims- byggðinni frið. Listahátíðin Listaflóð á vígaslóðum er haldin á Syðstu-Grund í Blöndu- hlíð um helgina. „Hauksnesbardag- inn var háður á landareigninni okkar og þaðan kemur nafnið á hátíðinni en við erum að halda hana í annað skipt- ið í ár,“ segir Kolbrún María Sæ- mundsdóttir, ábúandi á Syðstu- Grund og einn skipuleggjenda hátíð- arinnar. „Í fyrra var hátíðin bara í einn dag en núna ætlum við að byrja í kvöld með tónleikum sem kallast Sunnan við garðinn hennar mömmu. Þar mun Tindatríóð koma fram en söngtríóið skipa feðgar af Kjalarnes- inu, þeir Atli Guðlaugsson og synir hans Bjarni og Guðlaugur. Karlakór- inn Brandur Kolbeinsson mun síðan einnig stíga á svið auk annara atriða.“ Á laugardeginum verður dag- skráin opin fram eftir degi að sögn Kolbrúnar. „Lítill garðmarkaður verður starfræktur þar sem hand- verksfólk og annað listafólk sýnir og kynnir varning sinn og hægt er að gera góð kaup. Félagar úr Víkinga- félaginu Hringhorna á Akranesi mæta til leiks. Slá upp búðum í kvöld og á morgun munu þeir sýna leiki fornmanna og bjóða gestum í leik, börnum sem fullorðnum og fjölbreytt tónlistaratriði verða yfir daginn.“ Hátíð Á Syðstu-Grund um helgina. Fjölskylduhátíð á vígaslóðum  Karlakór, víkingar og handverksfólk skemmta gestum Tilboð 100 myndir á aðeins 2700 kr,- Komdu með 100 myndir eða meira og við prentum þær út fyrir þig á 27 kall stykkið. Gildir fyrir allar pantanir sem koma inn og eru sóttar fyrir 15. júlí 2012 www.hanspetersen.is Höfum opnað nýja verslun í Reykjanesbæ.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.