Morgunblaðið - 13.07.2012, Blaðsíða 28
28 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. JÚLÍ 2012
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Þú átt vont með að losna við til-
tekna hugmynd úr kollinum þessa dagana.
Hins vegar áttu ekki að ganga gegn vilja þín-
um.
20. apríl - 20. maí
Naut Gættu þess að láta hlutina ekki fara
svo í taugarnar á þér að þú farir að skeyta
skapi þínu á saklausum samstarfsmönnum.
Taktu meðlimi af yngri kynslóðinni með þér.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Veltu áföllum lífsins fyrir þér, sama
hversu óþægileg eða vandræðaleg þau eru.
Ef þú hugsar um það hversu ríkur þú ert af
fjölskyldu og vinum tekst þér betur að leysa
málin.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Þú ert fullur vellíðunarkenndar og
nýtur þess að umgangast vini og vanda-
menn. Kímnin getur líka sett bjartan svip á
daginn og þannig auðveldað leik og starf.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Tilboðin sem þér berast eru bæði mörg
og margvísleg. Jafnmikið og þér finnst gam-
an að sjá heiminn með augum vina þinna,
þá getur þú ekki beðið eftir að komast heim
í kvöld.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Góðir hlustendur lifa sig inn í sög-
urnar sem þeir heyra. Sumir líta hlutina al-
varlegri augum en þú gerir.
23. sept. - 22. okt.
Vog Láttu þér ekki bregða þótt margt óvænt
gerist í dag og þú eignist jábræður sem þú
hafðir allra síst átt von á. Minntu þig og
aðra á það og dagurinn verður auðveldari.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Einmitt þegar allt rúllar í
vinnunni kemur eitthvað upp á sem stöðvar
flæðið. Horfstu í augu við raunveruleikann
og leystu málin.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Þú ert hrókur alls fagnaðar um
þessar mundir og færð hvert heimboðið á
fætur öðru. Velvild einhvers utanaðkomandi
veitir þér tækifæri til að eiga góðar stundir
með ástvinum þínum.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Hamingja steingeitarinn veltur á
því að hún finni ástríkustu leiðina til þess að
ljúka deginum. Ekki hlusta á útjaskað fólk.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Óvenjulegar hugmyndir höfða
mjög sterkt til þín í dag. Umburðarlyndi þitt
hefur aukist og þú finnur til velvildar í garð
annarra. Haltu áfram á sömu braut.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Þér líður eins og þú þurfir að klóra
þér. Fólk hugsar ekki alltaf áður en það talar
og þó að það geri það er óvíst að það hafi
rétt fyrir sér.
Skúli Pálsson skoraði á hagyrð-inga á Boðnarmiði fésbókar að
yrkja vísur um bílana sína. Og hann
gaf tóninn með gamalli vísu um bíl
sem var honum sérlega kær:
Ók ég fjalla slungna slóð
og slétta bæjargötu
rauðum bíl frá Rússaþjóð,
rustalegri Lödu.
Örlygur Ben. svaraði ákallinu:
Feroza er frábær bíll,
finnst hér enginn betri díll.
Yfir hennı́ er stakur stíll;
stórkostleg & hraust sem fíll.
Bjarki M. Karlsson sagði bílinn
sinn hafa brætt úr sér í sumar:
Sviptur fáki fimm gíra
fúll um nótt ég róla.
Nú er dáin Núbíra,
nú þarf ég að hjóla.
Þá Hallur Guðmundsson:
Rauðum Skoda renni ég
reffilega um landið,
Með hljóðkerfi um heiðarveg
hendist fyrir bandið.
Og Ragnar Ingi Aðalsteinsson:
Vafinn gleði, von og trú
veröld himinbjarta
svíf ég um á Subaru,
sæll í mínu hjarta.
Kristján Runólfsson lét ekki segja
sér það tvisvar:
Bögu kveð um bílinn minn,
sem ber mig á lífsins vegum.
hann er eins og eigandinn,
með ærið slit í legum.
Þóra Gylfadóttir spurði hvað rím-
aði við Yaris og Skúli varð til svars:
Víða Þóra frænka fer,
ferðast hún á Yaris,
alheimsborgir allar sér:
Aþenu og París.
Skúli skaut á Bjarka, sem þó
hafði ekkert til sakar unnið:
Margir hafa tröllatrú
á tækjunum að austan,
Bjarki segir Subaru
sérstaklega traustan.
Og Bjarki svaraði um hæl:
Þarna, Skúli, skreytir þú
skáldlega að vanda.
Ég er alveg útúr kú
í umræðum um Subaru.
Vigfús M. Vigfússon bætti við:
Eina vissi rennireið
rauða og fráleit hasta
Þaut um strætin þröng og breið;
þetta var hún Mazda.
Pétur Blöndal
pebl@mbl.is
Vísnahorn
Af kveðskap um Lödu,
Feroza, Subaru og fleiri bíla
G
æ
sa
m
a
m
m
a
o
g
G
rí
m
u
r
G
re
tt
ir
S
m
á
fó
lk
H
ró
lf
u
r
h
ræ
ð
ile
g
i
F
er
d
in
a
n
d
ÞETTA HLÝTUR
AÐ VERA GILDRA
EKKERT
SEM ÞARF
AÐ VARA
SIG Á
EKKI
LÁTA
SVONA...
TEPPIÐ MITT ER AÐ REYNA AÐ
SEMJA FRIÐ VIÐ ÞIG, AFHVERJU
VILTU EKKI TAKA Í HÖNDINA Á
ÞVÍ?
GOTT OG VEL, ÉG ER TILBÚIN
AÐ FYRIRGEFA ÞAÐ SEM Á
UNDAN HEFUR GENGIÐ
HVER ER LYKILLINN AÐ
SVONA LÖNGU OG GÓÐU
HJÓNABANDI EINS OG YKKAR?
ÞAÐ ER
MIKILVÆGT AÐ
BÁÐIR AÐILAR VITI
HVER RÆÐUR
...OG ÉG LEYFI HENNI AÐ
HALDA AÐ ÞAÐ SÉ HÚN
ER ÞAÐ SATT AÐ
GRÍMUR OG ATLI HAFI
FARIÐ TIL ÞESS AÐ
VERA VIÐSTADDIR
OPNUNINA Á
CHERNOBYLSKEMMTI-
GARÐINUM?
JÁ, ÞEIR UNNU FRÍA
FERÐ TIL ÚKRAÍNU OG
ÓKEYPIS MIÐA Á
OPNUNARHÁTÍÐINA
MIKIÐ
ERU ÞEIR
HEPPNIR
ÞEIR VORU REYNDAR
EKKI BEINT HEPPNIR...
ÞEIR VORU ÞEIR EINU
SEM REYNDU AÐ VINNA
MIÐA
Víkverji saknar þess tíma í æskusinni þegar nöfn kvikmynda
voru þýdd í auglýsingum bíóhús-
anna. Þannig hlaut kvikmyndaserían
„Lethal Weapon“ nafnið „Tveir á
toppnum“ og spennumyndin „Basic
Instinct“ varð að „Ógnareðli,“ sem
Víkverji telur að sé mjög snagg-
aralega þýtt. Að mati Víkverja verð-
ur góð þýðing að vísa með ein-
hverjum hætti í efni myndarinnar,
án þess þó að vera bara bein þýðing
á borð við „Stoppaðu eða mamma
hleypir af.“
x x x
En þó að kvikmyndahúsin séulöngu hætt þessum góða sið hef-
ur Víkverji nýverið tekið gleði sína á
ný, því að stóru sjónvarpsstöðvarnar
tvær þýða nú báðar óspart titlana á
bæði kvikmyndum og þáttum. Ríkis-
sjónvarpið hefur reyndar löngum
glatt Víkverja með þýðingum sínum,
eins og þegar kráin „Cheers“ varð
að Staupasteini, og ekki þarf að fjöl-
yrða um beðmálin í borginni eða að-
þrengdu eiginkonurnar. Reyndar
lyfti Víkverji brúnum þegar áð-
urnefnd sería um „tvo á toppnum“
varð allt í einu að „skaðræðisgrip“
þegar myndin var sýnd í sjónvarpi
allra landsmanna.
x x x
Í seinni tíð hefur Stöð 2 ekki látiðsitt eftir liggja í þýðingarmálum.
Þættirnir sem sú stöð sýnir heita
núna flestir kjarnyrtum íslenskum
nöfnum, s.s. „Englakroppurinn“ (e.
Drop Dead Diva), „Málalok“ (e. The
Closer), og svo ekki sé minnst á
„Gáfnaljós“ (e. Big Bang Theory)
eða „Tóma asna“ (e. Arrested Deve-
lopment), en allir þessir titlar vísa í
efni þáttanna en eru ekki beinþýð-
ingar.
x x x
Það er þó alltaf erfitt að gleðjahinn marglynda Víkverja og
finnst honum sem að í sumum til-
fellum hefði mátt skerpa verulega á
þýðingunni. Það vill svo til að einn af
uppáhaldssjónvarpsþáttum Víkverja
heitir nú „Svona kynntist ég móður
ykkar.“ Víkverji vill gjarnan leggja
sitt lóð á vogarskálarnar og stingur
því upp á þýðingunni „Makaval“ í
staðinn. víkverji@mbl.is
Víkverji
Orð dagsins: En snúið yður nú til
mín, segir Drottinn, af öllu hjarta,
með föstum, gráti og kveini.
(Jl. 2, 12.)
Þar sem að gervihnattabúnaðurinn fæst
ALVÖRU
MÓTTAKARAR
MEÐ LINUX
ÍSLENSK VALMYND
Auðbrekku 3 ~ 200 Kópavogur ~ Sími: 564 1660 ~ oreind.is