Morgunblaðið - 13.07.2012, Blaðsíða 17
FRÉTTIR 17Erlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. JÚLÍ 2012
Trésmiðja GKS ehf, Funahöfða 19, sími 577 1600, gks@gks.is, gks.is
Gæði - Kunnátta - Sveigjanleiki
Dreymir þig nýtt eldhús!
Hjá þaulvönum starfsmönnum GKS færðu sérsmíðað eldhús
og allar innréttingar sem hugurinn girnist.
Við bjóðum framúrskarandi þjónustu og gæðasmíði
alla leið inn á þitt heimili.
Sex voru fluttir á sjúkrahús í Pamplona á Spáni í gær eftir nautahlaup á
San Fermin-hátíðinni þar í landi. Nokkrir þeirra sem slösuðust voru með
slæma höfuðáverka en enginn er þó alvarlega slasaður. Naut hafa stungið
fjóra ferðamenn þá sex daga sem liðnir eru af hátíðinni, en hlaupið í gær
var það hraðasta sem fram hefur farið í ár. Sex naut frá Victoriano del Rio
búgarðinum hlupu þá 850 metra leið á tveimur mínútum.
Hættuleg hefð sem oft hefur kostað mannslíf
AFP
Sex manns slasaðir eftir
nautahlaupið í Pamplona
Guðrún Sóley Gestsdóttir
gudrunsoley@mbl.is
Níu létust í snjóflóði sem féll í gær-
nótt í frönsku Ölpunum í námunda
við Chamonix-skíðasvæðið. Lokatala
látinna liggur ekki fyrir en minnst
níu manns liggja særðir á sjúkrahúsi
eftir snjóflóðið og tveggja Breta og
tveggja Spánverja er enn saknað.
Hinir látnu voru fjallgöngumenn frá
Þýskalandi, Sviss, Spáni og
Bretlandi.
Flóðið féll um kl. 5.30 að staðar-
tíma í rúmlega 4.000 metra hæð í
hlíðum fjallsins Mont Maudit, sam-
kvæmt því sem fram kemur á frétta-
vef AFP fréttastofunnar.
Erfiðar aðstæður til leitar
Björgunarsveitir hættu leitar-
aðgerðum sínum seinni hluta dags í
gær en samkvæmt heimildum var
búið að fínkemba svæðið og telst
ólíklegt að þeir sem enn er saknað
muni finnast. Líklegt er þó leit verði
haldið áfram í dag. Björgunarsveitir
aðstoða nú særða á svæðinu og ann-
ast flutninga á sjúkrahús með
þyrlum.
Innanríkisráðherra Frakk-
lands, Manuel Valls, sagði að ekki
yrði mögulegt að sækja lík allra
þeirra sem létust í flóðinu. „Fjallið
sleppir ekki öllum fórnarlömbum
sínum, leit verður haldið áfram en
aðstæður eru erfiðar,“ sagði Valls á
blaðamannafundi í gær.
Snjóflóðið er það mannskæð-
asta í Frakklandi í mörg ár.
Svæðið er vinsæll viðkomu-
staður fjallgöngumanna á sumrin á
leið þeirra að Mont Blanc fjallinu, en
Mont Maudit er þriðji hæsti tind-
urinn á Mont Blanc fjallgarðinum.
Það er nefnt ,,bölvaða fjallið“ vegna
slæmra skilyrða og erfiðrar veðráttu
á svæðinu.
Óljóst er hvað olli snjóflóðinu,
en að sögn Valls er rannsókn hafin á
tildrögum þess. Ítalskar björgunar-
sveitir voru kallaðar til aðstoðar við
leit að fórnarlömbum flóðsins. Delf-
ino Viglione, stjórnandi fjallabjörg-
unarmanna á svæðinu, sagði í sam-
tali við AFP fréttastofuna að líklegt
þætti að umgangur manna hefði ollið
flóðinu. „Þetta er erfiður og brattur
hluti leiðarinnar. Talsverður vindur
var á þeim tíma sem flóðið varð og
líklegt er að snjór hafi safnast sam-
an og oltið af stað þegar fjallgöngu-
mennirnir gengu framhjá,“ sagði
Viglione en göngumennirnir voru
tengdir saman með böndum í nokkr-
um hópum þegar flóðið féll.
Níu manns látnir
eftir snjóflóð í
frönsku Ölpunum
Mannskætt snjó-
flóð talið vera af
mannavöldum
AFP
9 látnir Flóðið er það mannskæð-
asta í Frakklandi síðan árið 2008.
Rúmlega 100 lét-
ust þegar eldur
kviknaði í olíu-
bifreið á þjóðvegi
í Nígeríu í gær.
Hafði fólkið ætlað
að ná sér í olíu í
tanki bifreið-
arinnar eftir að
hún valt út af veg-
inum. Gríðar-
stórir olíupollar
mynduðust eftir að gat kom á tank
bílsins og kviknaði eldur út frá vél
bílsins sem leiddi á svipstundu um
svæðið með fyrrgreindum
afleiðingum.
Meðal hinna látnu eru ung börn og
um 50 manns liggja slasaðir á
sjúkrahúsi eftir brunann, samkvæmt
upplýsingum af vef fréttastofunnar
AFP. Björgunarsveitir gáfu út við-
vörun til íbúa svæðisins skömmu eft-
ir slysið vegna hinnar miklu eld-
hættu sem skapaðist. Þrátt fyrir það
þyrptist fólk að slysstaðnum til að
reyna að koma höndum yfir olíu og
slösuðust margir vegna of mikillar
nálægðar við eldinn. Bíllinn valt út af
veginum þegar bílstjóri hans reyndi
að forðast árekstur við þrjár bifreið-
ar sem komu úr gagnstæðri átt á
miklum hraða.
Alvarlegt
olíuslys
í Nígeríu
Rúmlega 100 látnir
eftir olíubruna
Bruni Eldurinn
breiddist hratt út.
Dómstóll í Nepal
dæmdi í gær
mann til 170 ára
fangelsisvistar
fyrir mansal á
stúlkum sem
voru neyddar til
að vinna sem
vændiskonur á
Indlandi.
Bajir Singh
Tamang, sem er
37 ára gamall, var sakfelldur fyrir
að lokka stúlkur af landsbyggðinni
í Nepal úr landi með loforðum um
þernustörf í Mið-Austurlöndum og
á Indlandi. Hann seldi hins vegar
vændishúsum stúlkurnar. Singh
Tamang var einnig sakfelldur fyrir
að stjórna vændishring. Sex fórnar-
lambanna, sem voru öll yngri en
sextán ára, var bjargað af mann-
réttindasamtökum á árunum 2007-
2009. Aldrei fyrr hefur jafn þungur
fangelsisdómur fallið í Nepal en
fyrir fimm árum voru lög sem
kveða á um refsingar fyrir mansal
hert í landinu.
Dæmdur fyrir
mansal og að
stjórna vændishring
Mansal Lög hafa
verið hert í Nepal.
NEPAL
Breskir saksóknarar hafa ákært sex
menn fyrir sölu á óvirkum sprengju-
leitarvélum. Meðal annars var stuðst
við vélarnar í leit að sprengjum á
stríðssvæðum í Írak.
Ákærurnar koma í kjölfarið á 30
mánaða alþjóðlegri rannsókn vegna
gruns um að óvirkar leitarvélar hafi
verið seldar til allt að 20 landa.
Meðal hinna ákærðu er milljóna-
mæringurinn og viðskiptajöfurinn
Jim McCormick, framkvæmdastjóri
öryggisfyrirtækis í suðvesturhluta
Englands. Hann var handtekinn í
ársbyrjun 2010 þegar grunur um að
tækin væru seld á fölskum forsend-
um kviknaði fyrst.
Ákærurnar kveða á um svikna
framleiðslu, vörslu og sölu á þremur
gerðum sprengjuleitarvéla.
Vélarnar eru handstýrðar og bún-
ar kortum í kreditkortastærð sem
ætlað er að nema sprengiefni á borð
við C4 og TNT auk vopna.
Óvirkar sprengju-
leitarvélar í Írak
Ákærðir Víðtæk sala óvirkra sprengjuleitarvéla átti sér stað frá Englandi.