Morgunblaðið - 13.07.2012, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 13.07.2012, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. JÚLÍ 2012 Björn Friðfinnsson, lögfræðingur og fyrr- verandi ráðuneyt- isstjóri, lést á miðviku- dag, 72 ára að aldri. Björn fæddist 23. desember 1939 á Ak- ureyri, sonur hjónanna Friðfinns Ólafssonar, forstjóra, og Halldóru Sigurbjörnsdóttur. Björn lauk stúdents- prófi frá Mennta- skólanum á Akureyri árið 1959, lögfræðiprófi frá Háskóla Íslands 1965 og fékk héraðs- dómslögmannsréttindi 1970. Björn var fulltrúi yfirborgardóm- ara 1965-1966, bæjarstjóri á Húsavík 1966-1972, framkvæmdastjóri Kís- iliðjunnar hf. í Mývatnssveit 1973- 1976, fjármálastjóri Rafmagnsveitu Reykjavíkur 1977-1978, fjár- málastjóri Reykjavíkurborgar 1978- 1982, framkvæmdastjóri lögfræði- og stjórnsýsludeildar Reykjavík- urborgar 1983-1987. Hann var aðstoðarmaður dóms-, kirkju- og viðskiptaráðherra 1987- 1988, aðstoðarmaður viðskipta- og iðnaðarráðherra 1988-1989 og ráðu- neytisstjóri í viðskiptaráðuneytinu 1989 og jafnframt settur ráðuneyt- isstjóri í iðnaðarráðuneytinu 1990- 1993. Björn þátt í samningagerðinni um Evrópska efnahagssvæðið, EES, 1989-1992 og var einn af framkvæmdastjór- um Eftirlitsstofnunar EFTA 1993-1996. Ráð- gjafi ríkisstjórn- arinnar um EES-mál 1997-1998. Settur ráðuneytisstjóri í dóms- og kirkju- málaráðuneytinu 1999- 2003. Eins vann Björn ýmis verkefni á vegum ríkisstjórnarinnar 2004-2006, var m.a. formaður nefndar um aðgerðir gegn pen- ingaþvætti. Björn gegndi margvíslegum trún- aðarstörfum, var stundakennari og prófdómari í opinberri stjórnsýslu og Evrópurétti við lagadeild Háskóla Íslands og skrifaði meðal annars kennslubók í opinberri stjórnsýslu. Þá hélt hann fjölda fyrirlestra um Evrópurétt og skrifaði greinar í blöð og tímarit um fræði- og þjóðfélags- mál. Hann átti einnig sæti í stjórn Norræna fjárfestingabankans. Björn átti m.a. sæti í stjórn Rauða kross Íslands og var formaður flótta- mannaráðs RKÍ á áttunda áratugn- um þegar tekið var á móti hópum flóttamanna frá Víetnam og Póllandi. Eftirlifandi eiginkona hans er Ið- unn Steinsdóttir kennari og rithöf- undur. Börn þeirra eru þrjú, barna- börnin níu og barnabarnabörnin tvö. Andlát Björn Friðfinnsson FRÉTTASKÝRING Skúli Hansen skulih@mbl.is Forsætisnefnd Alþingis hefur borist bréf frá innanríkisráðuneytinu þar sem óskað er staðfestingar Alþingis á því hvort 20. október næstkom- andi verði kjördagur þjóðarat- kvæðagreiðslunnar um tillögur stjórnlagaráðs. Í bréfinu, sem dagsett er 6. júlí síðastliðinn og Morgunblaðið hefur undir höndum, segir meðal annars: „Með þingsályktun, sem samþykkt var á Alþingi 24. maí 2012, ákvað þingið að ráðgefandi þjóðarat- kvæðagreiðsla, sbr. 1. mgr. 1. gr. laga um framkvæmd þjóðarat- kvæðagreiðslna nr. 91/2010, færi fram eigi síðar en 20. október 2012. Í 1. mgr. 5. gr. framangreindra laga segir m.a. að Alþingi ákveði kjördag þjóðaratkvæðagreiðslu samkvæmt 1. mgr. 1. gr. laganna og í 2. mgr. 5. gr. segir að innanríkisráðuneytið auglýsi atkvæðagreiðsluna á sem heppilegustum tíma en í síðasta lagi einum mánuði fyrir kjördag.“ Þá kemur fram í bréfinu að ráðu- neytið hafi nú hafið undirbúning að þjóðaratkvæðagreiðslunni og því sé nauðsynlegt að fá staðfestingu Al- þingis á því hvort 20. október 2012 verði kjördagur atkvæðagreiðslunn- ar, en í bréfinu segir jafnframt að sú dagsetning henti vel skipulagi ráðuneytisins við þetta kosninga- ferli og sömuleiðis að öðru leyti öllu regluverki viðkomandi kosningalög- gjafar. Þingsins að ákveða kjördag „Nei, þetta eru náttúrlega ekki venjubundnar kosningar. En þetta mál er algjörlega á vegum Alþingis og við lítum svo á að aðkoma okkar sé sú að gera þinginu grein fyrir því hvort við teljum tæknilega gerlegt að verða við ósk þess en það sé þingsins að ákveða hvenær kosningin fari fram,“ segir Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, aðspurður hvort það sé venjubundið að ráðuneytið sendi bréf eins og þetta til forsæt- isnefndar Alþingis í aðdraganda kosninga. Að sögn Ögmundar vill ráðuneyt- ið fá það staðfest hvað þingið vilji í þessu efni. Aðspurður hvort innan- ríkisráðuneytið líti ekki svo á að 20. október sé staðfestur kjördagur segir Ögmundur: „Við lítum svo á að það sé Alþingis að ákveða hve- nær kosningin eigi að fara fram og að eina aðkoma ráðuneytisins að því sé að gera grein fyrir því hvort sú ákvörðun sé tæknilega framkvæm- anleg eður ei. Við erum að fram- kalla vilja Alþingis í þessu efni.“ Yfirlögfræðingur skoðar bréfið Þegar blaðamaður hafði samband við Ástu Ragnheiði Jóhannesdóttur, forseta Alþingis, í gær fengust þau svör að henni hefði borist bréfið frá innanríkisráðuneytinu og að hún hefði beðið yfirlögfræðing Alþingis að skoða efni þess. Óska eftir kjördegi  Ráðherra segir það hlutverk Alþingis að ákveða kjördag fyrir þjóðaratkvæða- greiðslu um tillögur stjórnlagaráðs  Óskar eftir staðfestingu á kjördegi Morgunblaðið/Golli Kjördagur Alþingi á enn eftir að staðfesta dagsetningu kjördags fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögur stjórnlaga- ráðs. Innanríkisráðuneytið hefur nú sent forsætisnefnd Alþingis bréf þar sem óskað er slíkrar staðfestingar. „Okkur hafa borist kvartanir frá fé- lagsmönnum. Af þeim að dæma er skýrt að Lýsing hf. hefur neitað að viðurkenna endurkauparétt við- skiptavina sinna í lok samningstíma eða við sölu samningsandlagsins, þrátt fyrir að um það hafi verið sam- ið í upphafi og fyrir liggi löng fram- kvæmd fyrirtækisins í þá veru,“ seg- ir Almar Guðmundson, framkvæmdastjóri Félags atvinnu- rekenda. Í yfirlýsingu félagsins er Fjármálaeftirlitið hvatt til þess að taka Lýsingu til rannsóknar vegna fjármögnunarleigusamninga. Ástunda önnur vinnubrögð „Til þess að það verði látið reyna á viðskiptahætti Lýsingar förum við þess á leit að til þess bært eftirlit fari í málið. Miðað við þau gögn sem við höfum frá félagsmönnum og öðr- um teljum við að Lýsing ástundi aðra hluti núna en fyrirtækið gerði. Það hlýtur að vera einkennilegt að eiga í viðskiptum við fyrirtæki sem horfir öðrum augum á hlutina nú en þegar samningarnir voru gerðir,“ segir Almar Guðmundsson. Hvorki náðist í Lilju Dóru Hall- dórsdóttur, forstjóra Lýsingar, né Magnús Scheving Thorsteinsson, stjórnarformann Lýsingar. Morgunblaðið/Ómar Fjármögnun Lýsing lánar fyrir atvinnutækjum og atvinnubílum. Rannsaki viðskipti Lýsingar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar við gylliboðum eins og þeim þegar heimilishjálp er boðin ókeyp- is. Svo virðist sem eldri borgurum sé boðin þessi þjónusta og þeim að kostnaðarlausu. Lögreglan segir að ellilífeyris- þegi hafi fengið hringingu af þessu tagi, en hringjandi sagði þjón- ustuna í boði tiltekinna samtaka. Hringt var úr leyninúmeri, en þeg- ar haft var samband við umrædd samtök kannaðist enginn við málið og þjónustan var ekki á þeirra vegum. Lögreglan segir, að rétt sé því að vara fólk við þessum gylliboðum enda leiki grunur á að eitthvað ann- að og verra búi þar að baki. Mikil- vægt sé, að fólk hleypi ekki ókunnugum inn á heimili sín nema kanna fyrst hvort viðkomandi sé sá sem hann segist vera. Í því felist, að sannreyna að sá hinn sami sé frá þeim samtökum sem tilgreind séu líkt og var gert í áðurnefndu tilviki. Varað við gylliboð- um um heimilishjálp Harður árekstur varð á Húsavík um hálf sjöleytið í gærkvöldi. Slysið bar þannig að að bíl var ekið aftan á annan með þeim afleið- ingum að tveir hlutu minni háttar meiðsli og voru fluttir til skoðunar. Fremri bifreiðin var við gang- braut þegar þeirri aftari var ekið á hana. Kvaðst ökumaður þeirrar aft- ari hafa blindast af sól og því ekki séð bifreiðina sem hann ók á fyrr en um seinan. Líðan fólksins sem slasaðist er eftir atvikum en það er sem fyrr segir ekki alvarlega slasað. Harður árekstur við gangbraut Með þingsályktun, sem samþykkt var á Alþingi 24. maí 2012, ákvað þingið að ráðgefandi þjóðar- atkvæðagreiðsla, sbr. 1. mgr. 1. gr. laga um framkvæmd þjóðar- atkvæðagreiðslna nr. 91/2010, færi fram eigi síðar en 20. október 2012. Í 1. mgr. 5. gr. framangreindra laga segir að Alþingi ákveði kjördag þjóðaratkvæðagreiðslu samkvæmt 1. mgr. 1. gr. laganna og í 2. mgr. 5. gr. segir að innanríkisráðuneytið auglýsi atkvæðagreiðsluna á sem heppilegustum tíma en í síðasta lagi einum mánuði fyrir kjördag. Í bréfi, dags. 15. júní 2012, fór aðstoðarskrifstofustjóri Alþingis þess á leit við ráðuneytisstjóra innanríkisráðuneytisins að skrif- stofa Alþingis fengi afnot af tveimur lénum ráðuneytis- ins til þess að standa að kynningu á því málefni sem borið yrði undir þjóðar- atkvæðagreiðslu 20. október 2012, sbr. ályktun Alþingis 24. maí 2012. Ráðuneytið hefur nú hafið undir- búning að þessari þjóðaratkvæða- greiðslu og er því nauðsynlegt að fá staðfestingu Alþingis á því hvort 20. október 2012 verði kjördagur atkvæðagreiðslunnar. Tekið skal fram að 20. október hentar vel skipulagi ráðuneytisins við þetta kosningaferli og að öðru leyti öllu regluverki viðkomandi kosningalöggjafar. Í þessu sambandi ber að hafa í huga að atkvæðagreiðsla utan kjör- fundar skal hefjast svo fljótt sem kostur er eftir að kjördagur hefur verið auglýstur, þó eigi fyrr en átta vikum fyrir kjördag, sbr. 57. gr. laga um kosningar til Alþingis nr. 24/ 2000, sbr. 1. mgr. 12. gr. laga nr. 91/2010. Staðfesting Alþingis nauðsynleg BRÉF INNANRÍKISRÁÐUNEYTISINS Ögmundur Jónasson Velta skóverslunar jókst um 16,8% í júní á föstu verðlagi og um 19,5% á breytilegu verðlagi miðað við sama mánuð fyrir ári. Verð á skóm hækkaði um 2,3% frá júní í fyrra. Þetta kemur fram í nýjum tölum Rannsóknaseturs verslunarinnar en af öðrum vöruflokkum má nefna að sala á raftækjum jókst um 10,6% í júní á föstu verðlagi og um 10,5% á breytilegu verðlagi. Verð á raf- tækjum lækkaði um 0,1% frá júní 2011. Hins vegar dró úr sölu áfeng- is um 2,8% frá júní í fyrra ef leiðrétt er fyrir árstíðabundnum þáttum. Á vef rannsóknasetursins er bent á að í júní síðastliðnum voru fimm helgar en í sama mánuði í fyrra voru þær fjórar. „Þetta skýrir ástæðu þess að velta jókst að nafn- virði í dagvöruverslun,“ segir í umsögn setursins. Mikil aukning í skósölu milli ára einfaldlega betri kostur ILVA Korputorgi, s: 522 4500 www.ILVA.is Verslun: lau. 10-18, sun. 12-18, mán - fös. 11-18:30 Kaffihús: lau. 11-17:30, sun. 12-17:30, mán - fös. 11-18 Skinkubeygla. Skinka, gúrkur, egg, rauðlaukur, sinnepssósa og salatblanda TAKTU HANA MEÐ! NÝTT Á KAFFIH ÚSINU 595,-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.