Morgunblaðið - 13.07.2012, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 13.07.2012, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. JÚLÍ 2012 Í rafhlöðum eru efni sem eru skaðleg náttúrunni. Þær mega því alls ekki fara í almennt sorp að notkun lokinni. Efnamóttakan leggur heimilum og fyrirtækjum til ókeypis kassa til að auðvelda söfnun á ónýtum rafhlöðum. Einnig má setja í hann ónýt smáraftæki. Kassinn er margnota og hann má nálgast á söfnunarstöðvum sveitarfélaga. Gufunesi · 112 Reykjavík · Sími 559 2200 · efnamottakan.is Rafhlöðukassi Það má losa úr kassanum á söfnunarstöðvum sveitarfélaga (endurvinnslustöðvum). Einnig er víða tekið á móti rafhlöðunum í sérstakar rafhlöðutunnar á bensínstöðvum N1 og Skeljungs. Hvert á að skila? SVIÐSLJÓS Guðni Einarsson gudni@mbl.is Kreppan í evrulöndum hefur haft áhrif á viðskipti með íslenska hesta. Afleiðingar kreppunnar ytra þurfa ekki endilega að vera slæmar fyrir íslenska hrossabændur, að mati Einars Öder Magnússonar, reið- kennara og hrossaræktanda. Hann hefur lengi haldið námskeið í reið- mennsku fyrir eigendur íslenskra hesta, aðallega í Norður-Evrópu. „Ég finn að kreppan er farin að segja til sín þar,“ sagði Einar. „Námskeiðahaldið gengur mjög vel, fólk kostar því upp á sig, en ég finn að það hugsar sig tvisvar um áður en það kaupir næsta hest.“ Hann taldi ástandið vera skást í Noregi. En er einhver hestasala? „Það hefur komið margt fólk og víða að erlendis frá til mín að skoða hesta og kaupa. Ég veit að það eru sölur í uppsiglingu og á von á að af þeim verði,“ sagði Einar. Hann sagði viðskiptavinina vera úr hópi eigenda íslenskra hesta sem hann hefur ræktað tengsl við undanfarin þrjátíu ár í gegnum námskeiðin. „Maður finnur að fólk leitar núna í öruggari viðskipti en áður. Það kaupir meira gelta hesta og ekki eins mikið ótamið og áður,“ sagði Einar. Hann kvaðst hafa haldið því fram í gegnum tíðina að þegar gangi illa að selja hesta þá eigi hrossa- ræktendur að vinna vöruna meira. Með því á Einar við að hestarnir séu vel tamdir og fullunnir reiðhestar. Þessir hestar eru oft 6-10 vetra gamlir, eru þægir þegar farið er á bak, góðir í beisli og kunni bending- arnar, þekki fótastjórnun og handa- hreyfingar. Einar sagði útlenda eigendur ís- lenskra hesta t.d. bregðast við kreppunni með því að hætta að rækta hesta því það sé kostnaðar- samt. „Menn þurfa samt að kaupa hesta einhvers staðar og ég sé fyrir mér að það verði á Íslandi. Ég hef á tilfinningunni að sá tími geti komið og það fljótlega að eftirspurnin eftir hestum aukist hér vegna þess að fólk hafi séð að það borgi sig ekki að rækta hestana í útlöndum,“ sagði Einar. „Það eru jákvæð teikn á lofti í bransanum.“ Senda út hesta í hverri viku „Við sendum út hesta í hverri viku, alveg upp undir 30 hesta í hverju flugi og það eru heilmiklar bókanir fyrir hesta í flug fram eftir hausti,“ sagði Gunnar Arnarson hrossabóndi og útflytjandi í Auðs- holtshjáleigu. Hann og Kristbjörg Eyvindsdóttir, kona hans, hafa stundað hrossaútflutning allt frá árinu 1986 og hafa þau flutt út lang- flest hross allra útflytjenda frá þeim tíma eða 10-12 þúsund hesta. Gunnar sagði að hestapest sem kom hér upp fyrir um tveimur árum hefði stoppað útflutning um hríð. Salan tók svo aftur við sér og fram- an af síðasta vetri var útflutningur með svipuðu móti og verið hafði áð- ur en pestin kom upp. Gunnar sagði að sumarið væri alltaf rólegasti tím- inn í útflutningi hesta. Kaupendur í útlöndum vilji ekki fá hestana yfir heitasta tímann. Aðaltíminn í útflutningi er á tímabilinu frá ágúst og fram í nóvember. En hvernig finnst Gunnari þróunin vera? „Miðað við þær aðstæður sem eru í Evrópu þá finnst mér þetta halda velli ótrúlega vel. Það eru aðeins breyttar línur í þessu, en þetta er alls ekki dautt,“ sagði Gunnar. Hann sagði að hægt hafi á hrossa- sölu til Danmerkur og Svíþjóðar en önnur lönd komið sterkari inn. „Það hefur farið meira niður til Þýska- lands og Sviss. Svisslendingar kaupa yfirleitt bara mikið tamin og góð hross. Þeir hafa lítið landrými og gera miklar kröfur til hrossa sem þeir taka yfirhöfuð.“ Gunnar sagði að Bandaríkja- markaður hefði verið dapur undan- farin ár og engan veginn staðið und- ir þeim væntingum sem til hans voru gerðar. „Það er erfið staða í öllum þess- um löndum og ástandið í Evrópu kannski eitthvað svipað því sem var hér fyrir 2-3 árum. Menn halda að sér höndum þar eins og eðlilegt er í þessu árferði,“ sagði Gunnar. Hann sagði að í útlöndum hefði verið markaður fyrir 1.000-1.500 ís- lenska hesta að jafnaði á ári. Innan- landsmarkaðurinn var orðinn tvö- falt stærri en útflutnings- markaðurinn en nú er hann ekki nema svipur hjá sjón miðað við það sem var, ef til vill ekki nema um 30% af því sem var þegar best lét, að mati Gunnars. „Þetta ástand hér innanlands vegur þyngst í dag. Þeir sem voru kaupendur hér þegar best lét vilja nú fækka hrossunum. Það skapar mikið það yfirframboð sem er á hestum,“ sagði Gunnar. Morgunblaðið/Heiðar Skoðun Dýralæknar skoða alla hestana áður en þeir fara úr landi og eins við komuna til útlanda. Við komuna út fara þeir beint í hesthús. Hrossakaup í kreppunni  Kreppan í evrulöndum hefur haft áhrif á viðhorf kaupenda íslenskra hesta  Meiri eftirspurn er eftir vel tömdum hestum og ræktendur ytra rifa seglin Íslenska upplýsingatæknifyrirtækið Maritech hefur í þriðja sinn verið valið í forsetaklúbb Microsoft Dyna- mics sem einn stærsti söluaðili Dynamics NAV kerfisins með „framúrskarandi árangur í sölu“ og fyrir „stöðuga viðleitni til að mæta þörfum viðskiptavina með lausnum og þjónustu sem henta þeim“. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Maritech og segir þar að aðeins bestu 5% af söluaðilum Dynamics NAV komist í forsetaklúbbinn. Maritech er upplýsingatækni- fyrirtæki sem hefur þróað sérkerfi fyrir Dynamics NAV á borð við Wise-vörulínuna. Viðskiptavinir hér á landi eru til dæmis HB Grandi, Össur og CCP en fyrirtækið þjón- ustar í heild 500 viðskiptavini um all- an heim. Haft er eftir Jóni Heiðari Páls- syni, sviðsstjóra sölu- og markaðs- sviðs Maritech, í tilkynningu að lyk- illinn að árangri og vexti Maritech sé sú áhersla sem lögð hefur verið á viðskiptalausnir, einkum fyrir sjáv- arútveginn, og viðskiptagreind. Maritech hafi lagt mikla vinnu í þró- un á þessum sviðum. Í forseta- klúbbi Microsoft  Tæknifyrirtækið Maritech heiðrað Orra Vigfússyni, formanni vernd- arsjóðs villtra laxastofna, verð- ur veitt franska heiðursorðan Chevalier du Mé- rite agricole 14. júlí á þjóðhátíð- ardegi Frakka. Sendiherra Frakklands, Marc Bouteiller, mun afhenda Orra heiðursorðuna í franska sendiráðinu í Reykjavík. Í tilkynningu frá sendi- ráðinu segir að Orri hafi unnið mikið starf síðastliðin 20 ár til verndar villta laxastofninum, og einnig beitt sér fyrir því að koma ám í Frakk- landi í náttúrulegt horf. „Orri Vig- fússon hefur breitt út hugmyndir um endurbætur á ám til síns nátt- úrulega horfs, órofið samband vist- kerfa og sjálfbæra notkun vatns- orku. Með starfi sínu með frönskum yfirvöldum og samtökum hefur hann fundið lausnir og auðveldað sameig- inlega ákvarðanatöku, til bóta fyrir alla aðila.“ Orra veitt frönsk heiðursorða Orri Vigfússon „Allir hestar sem fara til útlanda fara um mínar hendur,“ sagði Sig- urður Jónsson, en hann er fylgd- armaður eða „flugfreyja“ hest- anna sem fluttir eru úr landi. Sigurður sagði að frá ársbyrjun til 8. júlí s.l. hefðu verið flutt út 574 hross en á sama tímabili í fyrra voru þau 494. Hrossin eru flutt með fraktflugi Icelandair Cargo a.m.k einu sinni í hverri viku. Sigurður sagði misjafnt hvað margir hestar færu í hverri ferð, allt frá tíu og upp í 84. Helstu áfangastaðir eru Billund í Danmörku, Liége í Belgíu, Norrköping í Svíþjóð og New York í Banda- ríkjunum, Flug- ið til meg- inlands Evrópu tekur um þrjár klukkustundir. Eftir lendingu fara hestarnir beint í hesthús og er gefið bæði þar vatn og hey. Meira flutt út nú en í fyrra SIGURÐUR JÓNSSON ER „FLUGFREYJA“ HESTANNA Folald Frá Auðs- holtshjáleigu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.