Morgunblaðið - 13.07.2012, Blaðsíða 26
26 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. JÚLÍ 2012
Ég ætla að byrja daginn á því að vakna snemma og fara í rækt-ina. Svo hafði ég hugsað mér að baka holla köku og njótaþess að eiga afmæli. Ég fer svo út að borða með manninum
mínum um kvöldið,“ segir Lína Guðnadóttir, en hún er 33 ára í dag.
Lína er nýútskrifuð í einkaþjálfun frá ÍAK, en hún starfar sem
þjálfari hjá Hress í Hafnarfirði. „Ég er með einkaþjálfun, hóp-
þjálfun og fjarþjálfun. Svo hef ég líka verið með kerrupúl fyrir
mömmur,“ segir Lína og bætir við að hreyfing sé eitthvað sem allir
geta stundað.
Lína mun taka deginum í dag með ró, en hún er ekki vön því að
fagna afmæli sínu í júlí. „Ég er vön því að fólk sé í sumarfríi þegar
ég á afmæli. Ég ætla því að halda rækilega upp á afmælið mitt í
ágúst þegar allar vinkonur mínar eru komnar úr fríi,“ segir hún.
Seinna í sumar ætlar Lína að einbeita sér að því að opna vef
tengdan líkamsrækt, en vefurinn mun bera heitið fitline.is. „Ég
stefni á að opna vefinn með pompi og prakt í ágúst. Þar mun ég
bjóða upp á fræðslugreinar, uppskriftir og vonandi æfinga-
myndbönd. Vefsíðan mun einnig nýtast þeim sem eru í fjarþjálfun
hjá mér. Ég er bara á fullu þessa dagana að láta drauma mína ræt-
ast,“ segir Lína, en hún er nýbúin að læra að spila á gítar og leggur
nú stund á mótorhjólanám. pfe@mbl.is
Lína Guðnadóttir er 33 ára í dag
Einkaþjálfari Lína starfar sem þjálfari hjá Hress í Hafnarfirði. Þar
er hún með einka-, hóp- og fjarþjálfun auk kerrupúls fyrir mæður.
Ætlar að opna
nýjan vef í ágúst
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Þórdís Lind Jóns-
dóttir og Karen
Ósk Aradóttir
héldu tombólu fyr-
ir utan Hagkaup í
Spönginni. Þær
söfnuðu 8.628 kr.
sem þær gáfu
Rauða krossi
Íslands.
Hlutavelta
Hafnarfjörður Helga Monika fæddist
1. september kl. 7.17. Hún vó 4.370 g
og var 54 cm löng. Foreldrar hennar
eru Sigrún Dröfn Guðmundsdóttir og
V. Sverrir Lýðsson.
Nýir borgarar
R
únar fæddist í Reykja-
vík en ólst upp í Kópa-
vogi áður en skipulag
og malbik komu þar til
sögunnar. Foreldrar
hans voru þar meðal frumbyggja og
voru lengi með kartöflugarð þar sem
Smáralindin er nú.
Rúnar var í Barnaskóla Kópa-
vogs, Kársnesskóla, Gagnfræða-
skóla Kópavogs og Gagnfræðaskóla
Austurbæjar í Reykjavík.
Fékk áhuga á Rudolf Steiner
Rúnar fór síðan að vinna en síðar
stundaði hann nám í Järna í Svíþjóð
í uppeldisfræði samkvæmt kenn-
ingum Rudolfs Steiners á árunum
1978-82.
Eftir gagnfræðanám við Gagn-
fræðaskóla Austurbæjar starfaði
Rúnar við sölumennsku hjá Sam-
bandi íslenskra samvinnufélaga,
vann síðan hjá Heildverslun J.S.
Rúnar Sigurkarlsson, fyrrv. framkvæmdastjóri Yggdrasils, 60 ára
Morgunblaðið/Jim Smart
Í Yggdrasil Rúnar og Hildur starfræktu Yggdrasil á árunum 1986-2008 og urðu þar með frumkvöðlar á þessu sviði.
Margfölduð eftirspurn
eftir lífrænni ræktun
Systkinin Börn Rúnars og Hildar, frá vinstri: Sigurkarl, Sigrún og Davíð.
Sigtyggur Páls-
son verður sex-
tugur í mán-
uðinum. Af því
tilefni ætla þau
hjónin, Sig-
tryggur og Haf-
dís, að taka á
móti vinum og
vandamönnum
heima hjá sér á morgun, laugardaginn
14. júlí, frá klukkan 19.
Árnað heilla
60 ára
Jarðvegsþjöppur - Vatnsdælur - Malbikunarvélar
Vinnustaðamerkingar - Vélsópar - Hellulagningatæki
A. Wendel ehf - Tangarhöfða 1 - 110 Reykjavík - Sími 551 5464 - wendel.is
Tæki til verklegra
framkvæmda
Stofnað 1957