Morgunblaðið - 30.07.2012, Síða 9

Morgunblaðið - 30.07.2012, Síða 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. JÚLÍ 2012 –– Meira fyrir lesendur Katrín Theódórsdóttir Sími : 569 1105 kata@mbl.is Meðal efnis verður: Endurmenntun, símenntun, iðnnám, tómstundarnámskeið, tölvunám, háskólanám, framhaldsskólanám, tónlistarnám, skólavörur, skólatölvur, ásamt full af spennandi efni. NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA: Fyrir kl. 16, mánudaginn 13. ágúst Þann 17. ágúst kemur út glæsilegt sérblað um skóla og námskeið sem mun fylgja Morgunblaðinu þann dag Skólar & námskeið SÉRBLAÐ Skó lar & nám ske ið Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is „Ég er kominn til þess að hressa ykkur við,“ sagði breski rithöfund- urinn Matt Ridley á íslensku í upp- hafi fyrirlesturs síns í Öskju á föstudaginn, en hann fjallaði um ástæður þess af hverju fólk ætti að vera bjartsýnt á framtíðina. Byggði Ridley fyrirlesturinn á bók sinni, The Rational Optimist, eða skyn- sami bjartsýnismaðurinn. Fyrir- lestur Ridleys var sá fyrsti sem haldinn er á vegum hins nýstofnaða Rannsóknaseturs um nýsköpun og hagvöxt og sóttu hann um 90 manns. Þó að takmarkið væri, líkt og sagði í byrjun, að hressa áheyr- endur við sagði Ridley að þetta væri hræðilegur tími til þess að vera á lífi. Svo virtist sem frétt- irnar væru uppfullar af hörm- ungum og framtíðin liti út fyrir að vera svört, einkum í Evrópu. Þegar litið væri til allrar heimsbyggðar- innar kæmi hins vegar í ljós að ástandið væri ekki jafn slæmt og af er látið. Þegar farið væri yfir alla helstu tölfræði kæmi í ljós að mann- kynið væri heilbrigðara, ánægðara, gáfaðra, hreinna, velviljaðra, frjálsara, friðsælla og jafnara en nokkru sinni fyrr í skráðri sögu mannsins. Spurningin væri þá hvernig þetta væri mögulegt. Frá örvaroddum til tölvumúsa Útskýring Ridleys var sú að mannkynið stundaði með sér skipti, hvort það væru viðskipti með vörur og þjónustu eða skipti á hug- myndum og uppfinningum. Ridley nefndi sem dæmi að Neanderdals- menn hefðu haft stærri heila en nú- tímamaðurinn, en þeir hefðu aldrei þróað með sér slík skipti, öll þeirra tækni hefði verið staðbundin innan hvers ættbálks. Þeir hefðu því orð- ið undir í samkeppni við nútíma- manninn sem gat nýtt sér nýsköp- unarmátt allrar tegundarinnar með skiptum í staðinn fyrir að treysta bara á staðbundna reynslu eins ættbálks. Ridley tók dæmi af tveimur hlutum sem báðir eru hannaðir til þess að komast fyrir í mannshendinni. Annar var örvar- oddur frá steinöld, og hinn var tölvumús. Hinn fyrri hefði verið bú- inn til með sköpunarkrafti eins ein- staklings, en hinn síðari hefði orðið til fyrir tilstuðlan fjölda ein- staklinga, en enginn þeirra gæti búið til tölvumús upp á eigin spýtur. Ridley fór yfir ýmsa spádóma um hrakfarir mannkynsins og útskýrði meðal annars hvers vegna spádóm- ar um fæðuskort vegna offjölgunar mannkyns hefðu ekki ræst. Þá nefndi hann hnatthlýnun af manna- völdum, sem væri vandamál, en að hlýnunin hefði ekki verið jafnhröð og menn hefðu spáð. Þá væri mann- kynið sífellt að finna nýjar leiðir til þess að bregðast við. „Við erum ekki sitjandi skot- mark,“ sagði Ridley. „Með því að fara frá gáfum einstaklingsins sem gat búið til örvarodda til gáfna heildarinnar sem býr til tölvumýs þá höfum við gefið okkur bjarta framtíð, svo lengi sem við klúðrum henni ekki,“ sagði Ridley að lokum. Höfum gefið okkur bjarta framtíð  Matt Ridley segir ástandið í heim- inum ekki jafn slæmt og af sé látið Morgunblaðið/Sigurgeir S. Matt Ridley Mannkynið finnur sífellt nýjar leiðir til þess að bregðast við. Davíð Már Stefánsson davidmar@mbl.is „Þetta er stytta af séra Bjarna Þor- steinssyni. Hann var allt í öllu á sín- um tíma á Siglufirði, nefndur faðir Siglufjarðar. Hann var tónskáld, þjóðlagasafnari og prestur hér í yfir 40 ár; heiðursborgari Siglufjarðar,“ segir Vigfús Þór Árnason, fyrrver- andi sóknarprestur Siglufjarðar, en hann kemur, ásamt öðrum, að gerð styttunnar. „Séra Bjarni og frú Sigríður Lárusdóttir Blöndal eru jarðsett í fyrsta kirkjugarðinum á Siglufirði sem heitir að Hvanneyri og þar er fallegur minnisvarði um Bjarna en engin stytta. Hann stofnaði fyrstu sparisjóðina, fyrstu rafveituna og teiknaði bæinn. Hann var eiginlega allt í öllu og mikill frumkvöðull,“ segir Vigfús. Arnold Bjarnason, afabarn séra Bjarna, gefur Siglufjarðarbæ stytt- una og Páll Samúelsson gefur Bjarnatorgið svokallaða sem styttan mun standa á. Þar munu lög og sálmar Bjarna mögulega vera greypt í stein en torgið mun standa við kirkjuna á Siglufirði. Styttan, sem er brjóstmynd, mun verða steypt í brons í Skotlandi og verður að sögn Vigfúsar mjög flott. „Hún heitir Ragnhildur Stefáns- dóttir sem gerir styttuna, hún er mikil listakona,“ segir sr. Vigfús. Morgunblaðið/Árni Sæberg Myndhöggvari Ragnhildur Stefánsdóttir gerir styttuna sem mun verða steypt í brons í Skotlandi. Frumkvöðull fær styttu  Skrifað undir samning um gerð brjóstmyndar af séra Bjarna Þorsteinssyni, heiðursborgara Siglufjarðar Morgunblaðið/Árni Sæberg Undirskrif Þór Sigmundsson steinsmiður, Fanney Hauksdóttir arkitekt, Ragnhildur Stefánsdóttir og sr. Vigfús Þór Árnason. Gefendur sitja fremst.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.