Morgunblaðið - 30.07.2012, Qupperneq 10
10 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. JÚLÍ 2012
María Ólafsdóttir
maria@mbl.is
Norræn prjónaráðstefnaGavstrik, danskra gras-rótarsamtaka prjóna-áhuga- og fagfólks,
verður haldin í Borgarnesi í byrjun
ágúst. Það er prjónablaðið Lopi og
band sem skipuleggur ráðstefnuna
sem er haldin til skiptis í litlum
bæjum eða þorpum á Norðurlönd-
unum. Gavstrik-samtökin voru
stofnuð fyrir rúmlega 20 árum og
er þetta í annað sinn sem þingið er
haldið á Íslandi.
Rík handverkshefð
á svæðinu
„Ég kynntist þessum sam-
tökum fyrir nokkrum árum þegar
slíkt þing var haldið á Hellu og ég
var þá á meðal kennara. Það voru
nokkrar konur sem starfað hafa hjá
Kvenfélagasambandinu sem tóku
að sér skipulagninguna en
þingið er ætíð unnið af heima-
fólki á þeim stöðum sem það er
haldið. Mér fannst síðan tími til
kominn að halda slíkt þing hér aft-
ur og hafði samband við stjórn Gav-
strik í nafni Prjónablaðsins Lopi og
Band sem ég rek ásamt vinkonu
minni Margréti Lindu Gunnlaugs-
dóttur. Tekið var vel í þá hugmynd
að halda þingið í ár á Íslandi og
hófst undirbúningur fyrir tveimur
árum síðan. Borgarnes varð fyrir
valinu því staðsetningin er þægileg
og eins mikil handverkshefð á
svæðinu og marga spennandi staðir
þar að skoða sem tengjast prjóni,“
segir Ásdís Birgisdóttir textíl- og
prjónahönnuður.
Framandi prjónaland
Þátttakendur á þinginu verða
Prjónakonur sam-
einast í Borgarnesi
Áhugafólk um prjónaskap víða um heim kemur saman á norrænni prjónaráð-
stefnu í Borgarnesi í byrjun ágúst. Á ráðstefnunni verða námskeið í hefðbundinni
tækni og handverksþekkingu jafnt sem skapandi og frumleg verkefni og útfærslur.
Skipuleggjandi Ásdís Birgisdóttir gefur út prjónablaðið Lopi og Band.
Heklgraff Hægt verður að fylgjast með vinnu Tinnu Þóru Þorvaldsdóttur.
Uppskriftirnar á vefsíðunni
smoothieweb.com eru fjölbreyttar og
sumar öðruvísi og skemmtilegar. Þar
er að finna uppskriftir að alls konar
þeytingum sem er gott að fá sér í
morgunmat eða á milli mála. Sem
dæmi má nefna karamellu- og ban-
anahristing sem í er létt vanillujóg-
úrt, banani, möndlu- eða sojamólk,
karamellusósa eða síróp og síðan
klaki og kanill, engifer eða negull eft-
ir smekk. Næst þegar þig vantar ný-
stárlega hugmynd að þeytingi er góð
hugmynd að kíkja inn á smoothie-
web.com og athuga hvort ekki sé
eitthvað þar sem þér líst vel á.
Vefsíðan www.smoothieweb.com
Þeytingur Jógúrt, bananar og karamella geta varla klikkað.
Þeytingar af ýmsum gerðum
Sjálfboðaliðar fara nú um Goðahverf-
ið í miðbæ Reykjavíkur og víðar og
leita uppi afleggjara og fleira blóm-
legt sem borgarbúar vilja ánafna í
samfélagsbeð á Óðinstorgi.
Milli Óðins- og Týsgötu er nú komin
útiaðstaða fyrir íbúa og gesti svæðis-
ins en hópur fólks hefur tekið það í
fóstur, undir merkjum verkefnis á
vegum borgarinnar sem kennt er við
Torg í biðstöðu. Markmið þess er að
gæða vannýtt almenningsrými lífi og
hvetja íbúa og gesti til umhugsunar
og umræðu um framtíð þeirra.
Markmiðið nú er að fylla blóma-
beðið af fjölbreyttri flóru úr borgar-
landslaginu og er öllum frjálst að
koma með plöntur á torgið, þó síður
ágengar plöntur með mikinn út-
breiðsluvilja, og planta í beðið.
Einnig ef einhver er aflögu-græn/n
eða að grisja í garðinum má hafa
samband gegnum netfangið
odinstorg@gmail.com
Endilega…
…leggið til
plöntur í beðið
Samfélagsbeð Ræktað á Óðinstorgi.
Flestir hafa sjálfsagt einhverntímann keypt sér flík semvirtist algjörlega fullkomin
á því augnabliki en endaði síðan
inni í skáp ónotuð. Þá er tilvalið að
nýta sér vefsíður á borð við
www.fataskipti.is. Þar geta not-
endur bæði skipt og selt og keypt
fatnað. Myriam Marti Guðmunds-
dóttir, ljósmyndaranemi hjá Birt-
ingi og áhugakona um tísku, heldur
úti vefsíðunni en hugmyndin kvikn-
aði í verslunarleiðangri.
„Í verslunarleiðangri sá ég peysu
sem var mjög lík peysu sem ég átti
en í öðrum lit. Þá hugsaði ég með
mér hvað það væri nú gaman að
geta skipt á peysunum. Þannig þró-
aðist hugmyndin yfir í það að búa
til vettvang þar sem fólk gæti
skipst á fötum. Ég fékk vin minn í
lið með mér til að hanna síðuna og
nú eru þar skráðir 700-800 not-
endur,“ segir Myriam Marti.
Fólk skráir sig inn á síðuna ann-
aðhvort í gegnum Facebook eða á
síðunni sjálfri með notendaorði og
lykilorði. Notendur setja síðan inn
Rafrænn fatamarkaður
Hrist upp í fataskápnum
Sætur Kjóll sem fékkst af síðunni.Kjóll Sniðugt er að skiptast á fötum.
Skannaðu kóðann
til að fara inn á
vefsíðuna.
HAMRABORG 10, KÓPAVOGI – SÍMI: 554 3200 – OPIÐ: VIRKA DAGA: 10-18, LAUGARDAGA: LOKAÐ
MIKIÐ ÚRVAL AF UMGJÖRÐUM
SJÓNMÆLINGAR– LINSUMÁTANIR
TRAUS
T
OG GÓ
Ð
ÞJÓNU
STA
Í YFIR 1
5 ÁR
T I L B O Ð
GLERAUGU
FRÁ 19.900,-
DAGLINSUR
FRÁ 2.500,-
PAKKINN