Morgunblaðið - 30.07.2012, Qupperneq 11
Ull Íslensk ull er vinsæl víða erlendis og á prjónaþingið koma prjónakonur f́rá hinum ýmsu heimshornum.
tæplega 100 og koma mikið til frá
Norðurlöndunum en einnig Evrópu
og Bandaríkjunum. Þá koma
nokkrar konur á þingið alla leið frá
Japan og Kóreu. Prjónaþing hefur
verið haldið einu sinni í Japan þar
sem Ásdís segir gæta nokkurs
áhuga á norrænni prjónahefð.
„Í Japan hafa verið gefnar út
nokkrar mjög fínar prjónabækur
um evrópskar hefðir í prjóni. Kon-
urnar sem hingað koma frá Japan
og Kóreu hafa sótt þingin áður og
ég finn fyrir því að það þykir
óskaplega spennandi og framandi
að koma til Íslands,“ segir Ásdís.
Alls koma 15 kennarar og
fyrirlesarar að þinginu í heild en
áhersla er lögð á að bjóða upp á
kennara og fyrirlesara af Vestur-
landi. Þá er venjan að bjóða erlend-
um kennurum á hvert þing og
koma tveir danskir kennarar á
þingið, þær Vivian Höxbro og
Bente Geil. Vivian er prjónahönn-
uður og hefur gefið út margar bæk-
ur um það efni en hún mun segja
frá ferli sínum og störfum í fyr-
irlestri undir yfirskriftinni „Líf
mitt og prjón“.
Þá mun Vivian halda fáein
námskeið, m.a. í svokölluðu dóm-
ínó-prjóni, en þá kúnst hefur hún
gert að vörumerki sínu. Bente Geil
er ungur prjónahönnuður og
prestsfrú og hannar og lætur fram-
leiða garn eftir sinni hönnun.
Jurtalitun og heklgraff
Á ráðstefnunni verða námskeið
í hefðbundinni tækni og handverks-
þekkingu jafnt sem skapandi og
frumlegum verkefnum og út-
færslum. Þar má nefna námskeið
um jurtalitun, rósleppaprjón, hekl-
að skart, endurvinnslu prjónless,
skapandi spuna og margt fleira.
Sigríður Ásta Árnadóttir mun t.d.
halda nokkur námskeið: Endurunn-
inn kragi, lambagarnshúfa og leik-
ur með liti.
Tinna Þóra Þorvaldsdóttir
leyfir íbúum Borgarness að fylgjast
með sér vinna við heklgraffað úti-
listaverk og fjallað verður um ís-
lenska kasmír-verkefnið þar sem
verður kynnt þróunarverkefni um
verndun íslenska geitastofnsins og
nýtingu á afurðum geitarinnar. Um
fyrirlestur og námskeið í jurtalitun
sér handverkskonan og plöntu-
líffræðingurinn Guðrún Bjarna-
dóttir. Eins verður verkefnið Kind-
ur.is, sem er vefur fyrirtækisins
Eigið fé á Snæfellsnesi, kynnt í
fyrirlestri svo fátt eitt sé nefnt.
„Margvíslegt prjón er nýtt af
nálinni og undanfarið hefur verið í
tísku að endurnýta í prjónaskapn-
um. Þær Hanna Jónsdóttir mynd-
listarkona og Sigríður Ásta Árna-
dóttir sem er lærður textíl-
hönnuður og betur þekkt sem Frú
Kitschfríður halda hvor sitt nám-
skeiðið í því að endurvinna flíkur
til að nýta þær aftur,“ segir Ásdís.
Opið prjónakaffi
Á ráðstefnunni er í boði að
skrá sig á stök námskeið sem Ásdís
segir að Íslendingar hafi nýtt sér.
Vissulega geti Íslendingar komið
inn á þingið en þá sé kostnaður öllu
meiri.
Prjónaþingið hefst þann 6.
ágúst en fimmtudagskvöldið 9.
ágúst verður haldið opið prjóna-
kaffi þar sem almenningi gefst
tækifæri á að koma og prjóna í
góðum félagsskap prjónakvenna.
Þar mun Vivienne Höxbro einnig
halda fyrirlestur.
Þá verður haldinn markaður á
föstudeginum 10. ágúst sem hefst
klukkan 15. Taka nemendur og
kennarar þátt í honum með list-
handverk, bækur og fleira sem þeir
gefa út. Öll námskeið og viðburðir,
að undanskildu námskeiði í jurta-
litun, fara fram í Hjálmakletti,
Menningarhúsi Borgarness þar
sem Menntaskóli Borgarfjarðar er
meðal annars til húsa. Nánari upp-
lýsingar á www.lopiogband.is.
Prjónaþing hefur verið
haldið einu sinni í Japan
þar sem Ásdís segir
gæta nokkurs áhuga á
norrænni prjónahefð.
Geit Kynnt verður þróunarverkefni
um verndun íslenska geitastofnsins
og nýtingu á afurðum geitarinnar.
DAGLEGT LÍF 11
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. JÚLÍ 2012
Á næstu sumartónleikum Listasafns
Sigurjóns Ólafssonar munu Júlía
Traustadóttir sópransöngkona og
Sólrún Gunnarsdóttir fiðluleikari
leika verk eftir bresk tónskáld frá
fyrri hluta 20. aldar sem eru samin
undir áhrifum þjóðlaga. Á efnis-
skránni eru Þrír írskir sveitasöngvar
eftir Rebeccu Clarke, Fjögur lög óp.
35 eftir Gustav Holst, Stef og til-
brigði fyrir einleiksfiðlu óp. 33, nr. 1
eftir Lennox Berkely og tvö verk eftir
Ralph Vaughan Williams; Á enginu og
Tvö ensk þjóðlög.
Júlía Traustadóttir hóf nám í fiðlu-
leik fimm ára gömul við Suzuki-
tónlistarskólann í Reykjavík hjá Lilju
Hjaltadóttur. Tólf ára fór hún í Tón-
listarskólann í Reykjavík þar sem hún
lauk síðar sjöunda stigi í fiðluleik.
Hún stundaði söngnám í sama skóla
frá árinu 2004, fyrst hjá Elísabetu Er-
lingsdóttur og síðar hjá Hlín Péturs-
dóttur. Í lok árs 2006 hlaut Júlía inn-
göngu í Royal College of Music í
Lundúnum, þar sem hún hóf söng-
nám haustið 2007 undir handleiðslu
Jennifer Smith. Þaðan útskrifaðist
hún með BMus (hons.) í sönglist
sumarið 2011.
Sólrún hefur leikið einleik bæði
með Strengjasveit Tónlistarskólans í
Reykjavík og Hljómsveit Tónlistar-
skólans í Reykjavík í Brandenburgar-
konsert eftir Bach, Rómönsu eftir
Árna Björnsson og fleiri verkum. Hún
hlaut styrk úr sjóði Violet Wright árið
2008 til náms við Trinity College of
Music. Hún er nú lausráðin við Sin-
fóníuhljómsveit Íslands og starfar að
ýmsum verkefnum á tónlistarsviðinu.
Sumartónleikar Listasafns
Sigurjóns Ólafssonar
Samspil Júlía Traustadóttir og Sól-
rún Gunnarsdóttir halda tónleika.
Verk eftir
bresk tónskáld
myndir af þeim fatnaði sem þeir
vilja selja eða skipta fyrir annað og
hafa samband sín á milli í einka-
skilaboðum til að semja um kaup og
kjör. Myriam Marti segir þægilegt
að geta selt föt á netinu og þurfa
þannig ekki að standa sveittur yfir
fatasölunni heldur geta gert þetta í
rólegheitum.
„Það kemur eitthvað nýtt inn á
hverjum degi. Fólk er meira að
selja en það er líka nóg af fólki sem
er til í að skipta. Ég hef býttað við
stelpur út um allt land og það hefur
reynst vel – ég fékk t.d. fallegan
samfesting um daginn. Svo hef ég
líka selt þó nokkuð í gegnum síð-
una. Maður tímir ekki að henda föt-
unum sínum og svo á maður
kannski flík sem maður tímir ekki
að gefa en vill selja og þá er fínt að
geta nýtt sér þessa leið,“ segir
Myriam Marti og samsinnir því að
slíkar síður svo og fatamarkaðir
verði sífellt vinsælli.
Myriam Marti vann hjá Eskimo
Models í sex ár og fékk þá mikinn
áhuga á ljósmyndun og tísku.
„Mér finnst gaman að fylgjast
með tískunni þótt ég fylgi henni
ekki sjálf. Sjálf er ég dagsdaglega
mikið í kjólum, sama hvort það er
við gallabuxur eða sokkabuxur,“
segir Myriam Marti.
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Fataskipti Myriam Marti hefur nýtt sér síðuna sjálf og býttað og selt.
Námskeiðin á ráðstefnunni eru
fjölbreytt og lögð áhersla bæði
á hefðbundnar útfærslur og nýj-
ar hugmyndir og ögrandi verk-
efni. Á ráðstefnunni verða nám-
skeið í tóvinnu, jurtalitun,
vattarsaumi, rósaleppaprjóni,
vestfirskum og skagfirskum
vettlingum, íslenskum þríhyrn-
um og auk þess í lopapeysupr-
jóni, dómínóprjóni, endur-
vinnslu prjónless og fleiru.
Einnig verður farið í vett-
vangsferð um Borgarfjörðinn
þar sem meðal ann-
ars verður far-
ið í heim-
sókn í
hand-
verkshús,
söfn,
bóndabæ og
á heimili lista-
manns.
Fjölbreytt
námskeið
PRJÓNARÁÐSTEFNA
Stórhöfða 21 | sími 545 5500 | flis.is
Útiflísar á frábæru verði
Gæði og glæsileiki á góðu verði
Eigum á lager yfir 1.000m2
á sérverði (4 litir) 3. flokkur.
ATH fleiri litir væntanlegir
Af hverju lenda flísar í 3. flokki?
Flísarnar hugsanlega hornskakkar.
– Eitthvað að yfirborði flísanna.
–Litatónar etv. ekki alveg réttir.
– Kannski aðeins kvarnað úr hornum.
– Afgangar af framleiðslu frá 1. og 2. flokk.
ATH! 3. flokkur er aðeins seldur í heilum
pakkningum og ekki er hægt að skila
afgöngum.
1.790 kr. fm
2