Morgunblaðið - 30.07.2012, Blaðsíða 15
15
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. JÚLÍ 2012
Áfram Ísland! Stemningin var gríðarlega góð meðal stuðningsmanna Íslands í gærmorgun á Ólympíuleikunum í London þegar handknattleikslið karla mætti Argentínu og hafði sigur.
Golli
Í lok síðasta árs
lagði ég fram þingmál
á Alþingi þess efnis að
settar verði skorður
við meiri háttar upp-
kaupum á landi, jarð-
næði og auðlindum
hérlendis. Í ítarlegri
greinargerð var farið
yfir nauðsyn þess að
ráðast í grundvallar
stefnumótun og heild-
arendurskoðun á þeim
lagabálkum sem að þessum málum
lúta. Þessa dagana brenna á okkur
fjárfestingarhugmyndir kínversks
auðhrings á Grímsstöðum á Fjöllum
og við horfum upp á landeigendur og
fjárvana sveitarfélög taka ákvarð-
anir sem varða heildarhagsmuni
lands og þjóðar langt inn í framtíð-
ina. Slíkt er óboðlegt. Til allrar ham-
ingju nýtti innanríkisráðherra þær
lagaskorður, sem þó eru fyrir hendi,
til að koma í veg fyrir að eignarhald
Grímsstaða á Fjöllum yrði flutt úr
landi. En betur má ef duga skal. Nú
hefur það gerst að með góðra vina
hjálp hefur auðhringurinn fundið
gat á lögunum og fengið heimild til
fjárfestinga þvert á það sem áður
hafði verið úrskurðað.
Hver á að njóta landgæðanna?
Fátt í mannkynssögunni hefur
verið uppspretta jafn harðra deilna
og átaka en einmitt spurningin um
það hver eigi land og hver fái notið
hlunninda lands. Ein afdrifaríkasta
spurning okkar tíma snýst nú sem
fyrr um það hver fái notið landgæða
og auðlinda jarðar og með hvaða
hætti.
Það ætti því ekki að
koma á óvart að ýmis
ríki setja sér lög og
reglur sem takmarka á
ýmsan hátt aðilaskipti
að fasteignum, ekki
síst landbúnaðarlandi.
Þessar reglur miða
m.a. að því að tryggja
að samfélagið hafi með
einhverju móti stjórn á
viðskiptum með land
og yfirsýn yfir eign-
arhald á því. Inn í
þessa þróun blandast
síaukin togstreita sem
tengist áhrifum auðmanna, al-
þjóðlegra auðhringa og erlendra
ríkja í gegnum eignarhald á landi og
auðlindum víða um heim. Slík um-
ræða samtvinnast áhyggjum manna
af þverrandi auðlindum jarðar, ekki
síst þeirrar auðlindar sem mun
verða einna dýrmætust til langrar
framtíðar, þ.e. vatnsins.
Á alþjóðavísu er einnig æ betur
staðfest hvílík verðmæti felast í
eignarhaldi eða rétti til afnota á
jarðnæði og landi, burtséð frá þeim
auðlindum öðrum sem slíku landi
fylgja. Í því sambandi má til að
mynda benda á að gott ræktar- og
landbúnaðarland er víða orðið af
skornum skammti. Tiltölulega lítil
almenn umræða hefur farið fram
hérlendis um þessi efni og mörgum
spurningum er enn ósvarað. Þær
snúa ekki einungis að því hvernig
varðveita skuli hér landbúnaðarland
til frambúðar í heimi sem horfir
fram á að fæða milljarða manna við
erfið skilyrði. Þær spurningar snúa
einnig að því hvernig skuli farið með
öræfi landsins og óbyggðir, lands-
lag, náttúrufarsleg gæði og jarð-
sögulegar minjar og á hvaða for-
sendum land skuli metið.
Þegar rætt er um framtíðarsýn
fyrir land og þjóð í þessum efnum
skiptir eignarhald og afnotaréttur á
landi og auðlindum til langs tíma
augljóslega sköpum. Það er þyngra
en tárum taki af hve mikilli léttúð
ýmsir þeir sem valdið hafa hérlendis
virðast umgangast þessi afdrifaríku
alþjóðlegu úrlausnarefni.
Upphaflegum viðmiðum
snúið á haus
Í seinni tíð hefur þróun í löggjöf
hérlendis verið í þá átt að aflétta
hömlum á viðskiptum með fasteignir
og afnema heimildir stjórnvalda til
að hafa áhrif á aðilaskipti að þeim.
Þannig hefur verið gengið gegn
þeirri meginforsendu sem frá upp-
hafi fullveldis íslenska ríkisins var
rauður þráður í umræðum um þessi
mál – að vegna smæðar þjóðarinnar
og víðfeðmi landsins væri þörf á
strangari löggjöf í þessum efnum
hérlendis en tíðkast víða erlendis.
Þessu hefur í reynd verið snúið við
og opnað á heimildir hér sem önnur
mun fjölmennari ríki setja skýrari
skorður við.
Ákveðin vatnaskil urðu með aðild
Íslands að EES-samningnum. Djúp-
ur ágreiningur var einmitt á sínum
tíma um þau ákvæði er sneru að
kaupum á landi sérstaklega og kall-
að var eftir því að setja skýrari
skorður í samningsgerðinni. Sam-
anburður við dönsk og norsk lög
sýnir að íslensk löggjöf setur minni
hömlur á aðilaskipti og ráðstöfun
fasteigna en löggjöf þessara frænd-
þjóða okkar. Frá því að umræðurnar
um EES-samninginn stóðu sem
hæst hafa breytingarnar sem hafa
verið gerðar á löggjöf gengið í gegn
án mikillar opinberrar umræðu. Þá
er með nokkrum ólíkindum hversu
langt er gengið hérlendis við að
samsama eignarhald á landi eign-
arhaldi á auðlindum og fyrir löngu
komin brýn þörf til að endurskoða
þau mál sérstaklega.
Lærdómur af Magma?
Magma-málið afhjúpaði m.a.
óskýrleika laga um fjárfestingu er-
lendra aðila í atvinnurekstri. Á þetta
er bent í skýrslu nefndar um orku-
og auðlindamál að því er varðar
Magma-málið, en við þeim ábend-
ingum hefur ekki verið brugðist sem
skyldi.
Í framangreindri skýrslu er m.a.
að finna greiningu á þeim hags-
munum sem tengdir eru eignarhaldi
á orkuauðlindum og orkufyr-
irtækjum. Þar er t.a.m. vikið að
þeim efnahagslegu og pólitísku
áhrifum sem bundin eru eignarhaldi
á mikilvægum auðlindum. Bent er á
þær áskoranir sem leiða af smæð ís-
lenska hagkerfisins. Fram kemur að
í stærri ríkjum kunni að vera nóg að
setja ákvæði um forkaupsrétt eða
heimildir til eignarnáms til að
tryggja hagsmuni ríkisins gagnvart
erlendu eignarhaldi. Hér kunni hins
vegar slík úrræði að koma að litlu
haldi ef verð og bótagreiðslur reyn-
ast ríkinu ofviða þannig að það hafi
ekki burði til að leysa til sín nauð-
synleg réttindi. Þær röksemdir sem
þarna koma fram eiga einnig við um
kaup á stórum landsvæðum á Ís-
landi og undirstrika mikilvægi þess
að löggjöf um þetta réttarsvið sé
markviss. Slíku er því miður ekki til
að dreifa. Þar með eykst hættan á að
réttur almennings verði fyrir borð
borinn þegar kemur að aðgengi
komandi kynslóða að eigin landi og
auðlindum. Smæð íslenska hagkerf-
isins er nokkuð sem aldrei verður
umflúið og við verðum fyrr en
seinna að horfast í augu við. Það er
auðvelt að kaupa okkur ef við erum
á annað borð til sölu. En viljum við
vera til sölu?
Aðgerða er samstundis þörf
Eru stórfelld landakaup af hálfu
erlendra auðmanna, auðhringa eða
jafnvel ríkja í sátt við fólkið í land-
inu? Fullyrða má í það minnsta að
regluverkið hérlendis þarfnist mun
ítarlegri, opnari og upplýstari um-
ræðu en hingað til hefur farið fram
svo að ljóst megi verða hvert beri að
stefna. Þar hlýtur réttur komandi
kynslóða að vega þyngra en meintir
stundarhagsmunir.
Til lengri tíma litið ríður á að ráð-
ast í nauðsynlega vinnu til að endur-
skoða laga- og regluumhverfið allt í
þessum efnum. En hér og nú þarf
aðeins eitt – það þarf viljann til að
segja nei. Það er eitt brýnasta verk-
efni stjórnmálanna að tryggja að
eignarhald og langtíma yfirráða-
réttur yfir landi og auðæfum lands
og sjávar fari ekki út úr okkar sam-
félagi. Við megum engan tíma
missa.
Eftir Guðfríði Lilju
Grétarsdóttur »Einstakir landeig-
endur og fjárvana
sveitarfélög taka
ákvarðanir sem varða
heildarhagsmuni lands
og þjóðar langt inn í
framtíðina. Slíkt er
óboðlegt.
Guðfríður Lilja
Grétarsdóttir
Höfundur er alþingismaður.
Hver á að eiga Ísland?