Morgunblaðið - 30.07.2012, Síða 16
16 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. JÚLÍ 2012
Laugardaginn
21. júlí s.l. auglýsti
Landsvirkjun (Lv)
bæði í Frétta-
blaðinu og Morg-
unblaðinu, undir
fyrirsögninni
„Stöðvargæsla á
Mývatnssvæðinu“.
Í næstu línu kem-
ur fram að Lv óskar eftir því
að ráða starfsmann til stöðv-
argæslu á nefndu Mývatns-
svæði.
Við fyrstu sýn hljóta þeir
sem ekki þekkja til rekstrar
Lv að velta því fyrir sér hvaða
verkefnum væntanlegum
starfsmanni sé ætlað að sinna.
Fyrst kemur trúlega upp í
hugann að honum sé ætlað að
hafa eftirlit með húseign-
unum ásamt næsta nágrenni
þeira. Tryggja að óboðnir
gestir séu hvorki að flandra
þar í kring við stíflurnar né
inni í stöðvarbyggingunum.
(svona einhverskonar hús-
vörður.) Trúlega rík þörf fyrir
gæslu af þessu tagi miðað við
þann mikla fjölda ferðamanna
sem er á faraldsfæti, vítt og
breitt um landið á öllum tím-
um árs.
Sé lesið áfram kemur skýrt
fram að það er verið að leita
að starfsmanni með vélfræð-
ingsmenntun til að sinna:
„eftirliti og viðhaldi aflstöðva
og veitumannvirkja á svæðinu
ásamt verkefnabundinni
vinnu við framþróun og við-
hald vottana í gæða-, öryggis-
og umhverfismálum.“
Síðan er talið upp hver sé
æskileg starfsreynsla þessa
manns:
Reynsla af vinnu við afl-
stöðvar og raforkuvirki
Rekstur og viðhald loft-,
kæli-, vökva- og rafkerfa
Reynsla af vélarupptektum
og verkstæðisvinnu
Reynsla af vinnu við iðn-
tölvur og skjámyndakerfi
Reynsla af verkefnum á
sviði viðhalds-, gæða- og ör-
yggisstjórnunar
Upptalningin
dregur upp nokk-
uð skýra mynd af
þeim störfum sem
væntanlegum
starfsmanni er
ætlað að sinna
Óskiljanleg
fyrirsögn
Verð ég að játa
að eftir að hafa les-
ið alla auglýsinguna er mér
ekki nokkur leið að átta mig á
fyrirsögninni þar sem áhersl-
an er lögð á að starfsmað-
urinn eigi að sinna einhverju
sem Lv kallar stöðvargæslu
en m.v. þá merkingu sem ég
a.m.k. legg í orðið gæsla þá er
óravegur frá því að það sé lýs-
andi fyrir störfin sem vænt-
anlegum starfsmanni er ætlað
að sinna ef tekið er mið af
þeirri starfsreynslu sem Lv.
telur æskilega.
Ef ég ætti að lýsa starfinu
m.v. starfsreynslu-upptaln-
inguna hér að framan, í fáum
orðum, mundi ég telja að hans
hlutverk væri að sinna
„tæknilegum rekstri stöðv-
anna“. Danir reka orkuver
sem eru að vísu ekki knúin
vatnsorku, þess í stað kolum
eða olíu, sem hefur nú ekki
veruleg áhrif á eðli starfanna.
Í orkuverunum er flestum
stjórnunarstörfunum sinnt af
vélfræðingum sem oftar en
ekki eru stöðvarstjórar. Þeir
sem ekki eru stöðvarstjórar
sinna annað hvort störfum
sem við þá eru kennd þ.e. vél-
fræðingastörfum eða störfum
tæknilegra yfirmanna. Þetta
séríslenska gæslumanns-
starfsheiti finnst a.m.k. ekki í
dönskum orkuverum.
Með aukinni tæknivæðingu
færist það í vöxt að fyrirtæki
ráði til sín sérhæfða ein-
staklinga til að sinna tækni-
legum rekstri þeirra. Nefna
má útgerðir sem eru með í
sinni þjónustu sérhæfða ein-
staklinga sem hafa með
tæknilega reksturinn að gera.
Vafalítið má halda því fram
af þokkalegri nákvæmni að í
flestum störfum felist gæsla
af einhverju tagi. Ef við t.d.
lítum til forstjóra Lv þá má
trúlega, með nokkrum rökum,
halda því fram að hans starf
sé að stærstum hluta gæslu-
starf, þ.e. að vaka yfir hags-
munum fyrirtækisins á öllum
sviðum. Fjármálastjórinn er
sömuleiðis gæslumaður, hans
hlutverk er að vaka yfir fjár-
hagslegri stöðu fyrirtækisins
sem best hann getur og þann-
ig mætti áfram telja hvert
starfið á fætur öðru hjá Lv.
Engu að síður er ég helst á
því að ekki þætti við hæfi, ef
auglýsa þyrfti eftir ein-
staklingum til að sinna öðru
hvoru eða báðum þessum
störfum, að fyrirsögn auglýs-
ingarinnar yrði eitthvað á
þessa leið: Lv óskar eftir
gæslumönnum með aðsetur í
höfuðstöðvunum á Háleit-
isbrautinni.
Síðan yrði tíundað í hverju
störfin fælust, æskileg
menntun o.s.frv.
Fyrirsögnin átti að vera
Auðvitað átti fyrirsögn
þeirra auglýsinga sem hér eru
gerðar að umfjöllunarefni að
vera einföld og lýsandi eða
bara: Lv. óskar að ráða vél-
fræðing til starfa á Mývatns-
svæðinu. Síðan kæmi upptaln-
ingin sem fram kemur í
nefndum auglýsingum að
undanskilinni mennt-
unarkröfunni sem þegar var
komin fram.
Stöðvargæsla
á Mývatnssvæðinu
Eftir Helga
Laxdal » Verða fyr-
irsagnir starfs-
auglýsinga almennt
hjá Lv. eitthvað á
þessa leið í framtíð-
inni: Lv óskar að
ráða gæslumann,
aðsetur o.s.frv.Helgi Laxdal
Höfundur er vélfræðingur
og fyrrv. yfirvélstjóri.
Þeim sem
áhuga hafa og
treysta sér til er
velkomið að taka
undir með mér í
eftirfarandi bæn.
Kærleiksríki
Guð á himnum,
þú sem sendir
son þinn, Jesú
Krist, til þess að taka á sig
mínar syndir, deyja í minn
stað, rísa upp frá dauðum og
tileinka mér sigur lífsins,
vertu mér syndugum líkn-
samur. Miskunna þú mér sak-
ir gæsku þinnar og eilífrar
náðar.
Í þínar hendur fel ég öll mín
verk og áform. Blessaðu allar
mínar athafnir og gefðu að
þær mættu verða þér til dýrð-
ar, samferðafólki mínu til
blessunar og sjálfum mér til
heilla. Forðaðu mér frá því að
lenda í útistöðum við fólk og
gefðu að ég eignist ekki hat-
ursmenn eða ofsækjendur.
Gefðu að enginn vilji mér illt
og hjálpaðu mér að vilja eng-
um manni illt á nokk-
urn hátt. Hjálpaðu
mér að stuðla að friði
í samskiptum við
samferðamenn mína
og bægðu öfund og
illum hugsunum frá
mér.
Hjálpaðu mér að
biðja fyrir þeim sem
einhverra hluta
vegna fara í taug-
arnar á mér. Veit
þeim þinn frið og
forða þeim frá öllu illu. Einnig
bið ég þig fyrir þeim sem ég
fer í taugarnar á, Þakka þér
fyrir umburðarlyndi þeirra.
Gef að þau fái séð til sólar
þrátt fyrir mig og mína galla.
Gefðu mér hugarfar auð-
mýktar. Hjálpaðu mér að vera
tillitssamur og nærgætinn,
hjálplegur og uppörvandi.
Hjálpaðu mér að rækta með
mér að vera góður hlustandi
og forðaðu mér frá því að finn-
ast ég alltaf þurfa að eiga síð-
asta orðið. Hjálpaðu mér að
temja mér jákvætt hugarfar,
hugarfar fyrirgefningar og
þakklætis.
Þess leyfi ég mér að biðja, í
Jesú nafni. Amen.
Biðjum fyrir hvert öðru
Mundu að bænin er kvíða-
stillandi og streitulosandi.
Hún skerpir einbeitingu og
veitir huganum ró. Bænin
mýkir hjartað og stillir okkur
af svo markmið okkar verða
skýrari. Með bæninni tökum
við að sjá Guð, samferðamenn
okkar, umhverfið allt og okkur
sjálf í nýju ljósi. Bænin styrkir
fjölskyldubönd, samkennd
vex, umburðarlyndið eykst og
umhyggjan dýpkar. Hún er
góð forvörn og besta áfalla-
hjálpin. Hún er sem græðandi
smyrsl sem líknar og læknar,
laðar og leiðir, uppörvar og
hvetur. Hún er ekki spurning
um orðalag heldur hjartalag.
Með bæninni upplifum við feg-
urð lífsins.
– Biðjum reglulega fyrir
hvert öðru!
Bæn fyrir
samskiptum fólks
Eftir
Sigurbjörn
Þorkelsson
» Gefðu mér hug-
arfar auðmýkt-
ar, fyrirgefningar
og þakklætis.
Sigurbjörn
Þorkelsson
Höfundur er rithöfundur.
✝ Grétar Hann-esson fæddist í
Reykjavík 9. apríl
1937. Hann lést á
líknardeild Land-
spítalans 22. júlí
2012.
Foreldrar hans
voru Svanlaug
Thorlacius Péturs-
dóttir, verkakona,
f. 27.12. 1910, d.
3.2. 1991, og Hann-
es Sigurbjartur Guðjónsson
verkamaður, f. 12.8. 1911, d.
24.5. 1994. Systkini Grétars eru:
Unnur Hannesdóttir (hálfsystir
), f. 1.3. 1930, Guðjón Hermann,
f. 8.8. 1932, Tryggvi Þórir, f.
29.4. 1935 og Guðni Jóhann, f.
3.1. 1944.
Eiginkona Grétars er Sigrún
Steingrímsdóttir, f. 27.2. 1938.
Þau voru gefin saman í hjóna-
band 11. apríl 1958 og hófu bú-
skap að heimili móður Sigrúnar,
Grettisgötu 20c Reykjavík. Börn
Sigrúnar og Grétars eru: 1) Jón-
ína Björg, f. 11.8. 1957, maki
Þóroddur Sveinsson, f. 1.8.
1956. Þeirra synir eru a) Gunn-
ar hóf snemma að vinna hin
ýmsu störf til sjós og lands.
Hann hóf verslunarstörf hjá
Ludvig Storr en árið 1957 tók
hann það gæfuspor að hefja
störf hjá Jóni í Staumnesi við
Nesveg í Reykjavík og vann
hann þar í 30 ár. Síðustu 20
starfsárin vann hann hjá Verzl-
unarmannafélagi Reykjavíkur.
Grétar var mjög virkur í
félagsmálum og hafði mikla
ánægju af þeim. Hann byrjaði að
starfa fyrir VR fljótlega eftir að
hann hóf verslunarstörf. Þar
sinnti hann hinum ýmsu trún-
aðarstörfum og sat jafnframt í
stjórn VR 1974-1994. Einnig sat
hann ASÍ-þing í 40 ár og LÍV-
þing í 30 ár. Í gegnum þessi
störf eignaðist hann marga góða
félaga. Hann var einn af stofn-
félögum Kiwanisklúbbsins El-
liða en sá klúbbur var stofnaður
1972 í Breiðholti. Þar vann hann
alla tíð óeigingjarnt starf í þágu
klúbbsins og árið 2011 var hon-
um veitt Walter Zeller-orðan
sem er ein æðsta viðurkenning
Kiwanis. Hafa félagar hans þar
reynst þeim hjónum afar vel í
veikindum Grétars.
Útför Grétars Hannessonar
verður gerð frá Fossvogskirkju
í dag, 30. júlí 2012, kl. 15.
ar, maki María Sig-
ríður Kjartans-
dóttir, þeirra synir
eru Kjartan Breki,
Alvar Brandur og
Grétar Ingi og b)
Snorri Sveinn. 2)
Hannes Svanur, f.
29.9. 1959, maki
Helga Marta Helga-
dóttir, f. 7.12. 1961.
Þeirra synir eru a)
Grétar, maki Edda
Ósk Ólafsdóttir, b) Hermann,
sambýliskona Henny Lindquist,
þeirra dóttir er Freyja Nikki, c)
Anton Helgi. 3) Ingvar, f. 12.11.
1963, maki Vigdís Þórisdóttir f.
28.10. 1963. Þeirra sonur er
Þórir, maki Júlía Bjarney
Björnsdóttir. 4) Margrét, f. 1.11.
1971, maki Guðjón Guðjónsson,
f. 9.6.1966.
Grétar sleit barnsskónum
með fjölskyldu sinni í Klepps-
holtinu, þau bjuggu síðan um
tíma í Markholti í Mosfellssveit
og þaðan fluttu þau að Hraun-
prýði í Hafnarfirði. Lengst af
hafa Sigrún og Grétar búið í
Skriðustekk 3 í Breiðholti. Grét-
Elsku pabbi okkar, við systk-
inin viljum minnast þín í fáeinum
orðum.
Nú hefur þú fengið hvíld eftir
þau erfiðu veikindi sem þú hefur
gengið í gegnum síðastliðið eitt
og hálft ár.
Við minnumst öll skemmtilegu
sögustundanna þar sem þér
fannst ekki nóg að lesa söguna
heldur lékstu fyrir okkur allar
persónurnar í sögunni og stund-
um varð mamma að koma og róa
okkur niður eftir spennandi leik-
þátt. Einnig kunnir þú ógrynni af
vísum, þulum, ljóðum og kvæðum
sem þú gæddir lífi með þinni
túlkun. Þú samdir mikið af vísum
sem þú fórst með á mannamótum
þar sem þú hélst ræður á léttu
nótunum enda ávallt hrókur alls
fagnaðar.
Það var mjög gaman að rifja
upp gamla daga með þér og
heyra allar sögurnar af bernsku-
brekum þínum, sjálfsbjargarvið-
leitni þín kom fljótlega í ljós og
aðeins sjö ára gamall byrjaðir þú
að selja blöð, merki og annað sem
til féll. Þrettán ára gamall réðir
þú þig á Tryggva gamla sem var
síðasti kolakynti togarinn í flot-
anum, sem segir okkur að lífs-
baráttan hafi verið hörð.
Það var alltaf tilhlökkun þegar
tjaldið var tekið og viðrað, þá
vissum við að ferðalag var í
vændum. Þú pakkaðir vel í bíl-
inn; hver hlutur átti sinn stað og
hver staður sinn hlut, eins og þú
sagðir alltaf, setið á svefnpokum
til að spara pláss og toppgrindin
með appelsínugulu yfirbreiðsl-
unni trónaði hátt í loft upp. Vin-
ahjón ykkar mömmu, Einar og
Björg, voru oftar en ekki með í
för. Þá var glatt á hjalla og gjarn-
an spiluð ein hálf á nestiskass-
anum. Þú þekktir landið vel og
þekktir nánast hverja þúfu.
Okkur þótti öllum gaman að
fara með þér utan, þar sem þú
naust þín vel. Með Svani og
Helgu til Svíþjóðar að heimsækja
Hemma, Henný og Freyju-skott,
þar sem þér þótti ekki leiðinlegt
að komast á slóðir Wallanders.
Með Ingvari og Vigdísi til Eng-
lands, þar sem þið heimsóttuð
Rosie eiginkonu Malcolms heit-
ins, sem lá með þér á spítala í
London 1965, en þar bundust þið
órjúfanlegum vinaböndum. Mar-
grét, Gaui og Ninna fóru með
ykkur til Mallorca, þar sem við
áttum afar skemmtilegar stundir
saman.
Þú smitaðir okkur af tilhlökk-
un fyrir hver jól, þú varst svo
mikið jólabarn. Ekki leiddist þér
að bregða þér í jólasveinabúning
og skemmta krökkunum við jóla-
tréssölu hjá Kiwanis eða afa-
strákunum.
Félagsmálin voru þér mjög
hugleikin alla tíð, máttir helst
ekki missa af einum einasta
fundi, hvort sem var í Kiwanis,
VR, LÍV, ASÍ-þing, sækja nám-
skeið í Njálu, læra sænsku o.fl.
Snyrtimennska var þér í blóð
borin, allt þurfti að vera á sínum
stað svo hægt væri að ganga að
því vísu. Þetta reyndir þú alla tíð
að kenna okkur og höfum við
reynt eftir bestu getu að fara eft-
ir því. Þú varst alltaf afar stund-
vís, mættir alltaf 10 mínútum fyr-
ir tilsettan tíma, heiðarleiki og
nákvæmni var þér alltaf ofarlega
í huga.
Ástin og umhyggjan sem þið
mamma sýnduð hvort öðru hefur
verið okkur gott veganesti í líf-
inu.
Elsku pabbi okkar, minningin
um þig mun lifa með okkur alla
tíð.
Jónína Björg (Ninna),
Svanur og Ingvar.
Elsku yndislegi pabbi minn,
nú ertu farinn í síðustu ferðina.
Mikið er erfitt að kveðja en ég
veit að þrautirnar eru farnar og
þú, elsku pabbi, kominn á falleg-
an stað þar sem margt fólk tekur
á móti þér.
Við eigum svo margar og fal-
legar minningar saman og þær
eiga eftir að ylja. Þú varst alltaf
hrókur alls fagnaðar og þér leið
best þegar nóg var að gera. Kiw-
anis-klúbburinn Elliði var þér
mikilvægur og þar áttir þú
marga góða og trausta vini sem
studdu vel við þig og mömmu í
veikindum þínum, það erum við
þakklát fyrir. Verslunarstörf
urðu þér snemma hugleikin og
þú talaðir alltaf um að eitt af þín-
um gæfusporum í lífinu hafi verið
þegar þú hófst störf hjá Jóni í
Straumnesi, sem var einn af þín-
um bestu vinum í lífinu, og hans
yndislegu fjölskyldu sem ávallt
hefur fylgst vel með þér og þín-
um.
Við ferðumst mikið og Ísland
þekktir þú ákaflega vel og varst
duglegur að miðla visku þinni og
reyndir að kenna mér heiti og
sögu staðanna sem við sóttum
heim, ég var nú kannski ekki allt-
af að hlusta en eitthvað hefur sí-
ast inn í kollinn hjá litlu stelpunni
þinni. Oftar en ekki voru okkar
einstöku vinir, Einar og Björg,
með í ferð og þá var hlegið hátt.
Vísur og ljóð voru þér hugleik-
in og kunnir þú urmul af þeim og
ófá eru ljóðin sem þú samdir við
hin ýmsu tækifæri handa okkur
fjölskyldunni og vinum. Þú hlust-
aðir mikið á tónlist og eitt útvarp
í hverju herbergi var nauðsyn.
Félagsstörfin áttu hug þinn,
VR, Kiwanis, ASÍ, LÍV og alltaf
vannstu störf þín af nákvæmni og
heiðarleika og marga vini eign-
aðist þú í gegnum öll störf þín.
Þú hafðir ekki margar reglur
sem við systkinin áttum að fylgja
en þeim áttum við að hlýða. Heið-
arleiki, kurteisi, stundvísi og
reglusemi. Sem dæmi má nefna
að mæta 10 mín. fyrir vinnutíma
svo við værum tilbúin þegar
vinnutíminn hæfist, hringja aldr-
ei í heimahús eftir klukkan 22 og
kynna sig með nafni, þetta hefur
fylgt mér alla tíð.
Elsku pabbi, mikið á ég eftir
að sakna fíflalátanna í okkur, við
hvern á ég núna að tala milliríki-
málið okkar, syngja „ó sóló mío,
ég fór í bíó,“ hlægja með af fim-
maurabröndurunum sem engum
fannst fyndnir nema okkur,
spyrja alla spurninganna um Ís-
land og allt hitt sem við áttum
saman.
Elsku pabbi minn, þið mamma
hafið leiðst í gegnum lífið í næst-
um 60 ár og haft kærleikann að
leiðarljósi, hennar missir er mik-
ill. Við reynum okkar besta til
halda utan um hana og ég veit að
þú heldur áfram að fylgjast með
okkur öllum, og það kæmi mér
ekki á óvart ef þið Kiwanisfélag-
ar sem hafa kvatt okkur haldið
fundi á mánudögum og ef það eru
verkalýðsfélag í nýjum heim-
kynnum verður þú kominn í allar
stjórnir og ráð þar líka.
Elsku pabbi, takk fyrir allt
þúsund kossar og knús frá litlu
pabbastelpunni þinni.
Þín dóttir,
Margrét.
Elsku tengdapabbi minn er
fallinn frá, tapaði stríðinu við
krabbann og háði hetjulega bar-
áttu af miklu æðruleysi. Á svona
tíma er hugurinn á reiki og
margs er að minnast.
Ég var nú bara stelpukjáni
þegar ég kynntist syni ykkar,
Hannesi, en mér var strax afar
vel tekið af ykkur hjónum. Síðan
eru liðin yfir 30 ár. Ykkar heim-
sóknir til okkar á Höfn og útileg-
urnar sem við fórum í áður fyrr.
Þú varst mikill föðurlandsvinur
og hafðir mikið dálæti á íslenskri
náttúru.
Í minningum mínum um
verslunarmannahelgar á Mæri
varst þú sitjandi uppi á hól við
brennuna, syngjandi með hjarta-
styrkjandi í vasanum.
Aldrei var stórveisla í fjöl-
skyldunni haldin öðruvísi án þess
að þú segðir falleg orð um gest-
gjafa og laumaðir einni vísu með
um viðkomandi.
En kærust er mér ferðin til
Svíþjóðar í fyrrasumar með ykk-
ur hjónum. Þá höfðu veikindin
komið fram og þú vildir heim-
sækja börnin okkar, Hemma,
Henný og Freyju litlu á meðan
heilsan leyfði. Á Jónsmessu í Sví-
þjóð voru ungu fallegu stelpurn-
Grétar Hannesson