Morgunblaðið - 30.07.2012, Page 19
Sunnudaginn 15. júlí sl.
kvaddi ég Guðmund móðurbróð-
ur minn í síðasta sinn. Þá sá ég
að hverju dró og fór að hugsa um
liðna tíð, því margar góðar minn-
ingar komu upp í hugann.
Í daglegu tali var Guðmundur
kallaður Mundi, a.m.k. innan
fjölskyldunnar. Alla mína æsku
hélt hann heimili ásamt Gulla
bróður sínum með afa og ömmu
og þangað vorum við systkina-
börnin ávallt velkomin og eigum
þaðan dýrmætar minningar sem
mig langar til að þakka sérstak-
lega vel fyrir.
Mundi var sérstaklega þolin-
móður og geðgóður við okkur
börnin og hafði alltaf tíma fyrir
okkur. Hann fór oft með okkur í
útreiðartúra, í veiðiferðir í
Bjarmaland og hvatti okkur
óspart til alls konar líkamlegra
æfinga og kenndi okkur svo ótal
margt á því sviði, enda var hann
afburðagóður íþróttamaður á
yngri árum og hann var góður
leiðbeinandi sem kunni að hrósa
okkur hóflega þegar við átti.
Hann tók okkur stundum með á
íþróttaæfingar í Ásbyrgi og ung-
mennasamkomur sem þar voru.
Einnig fór ég með honum á
hestamannamót og ógleymanleg-
ar Atlavíkurhátíðir og Lands-
mót.
Það var ekki heldur leiðinlegt
þegar hann bað okkur frænkurn-
ar að aðstoða sig við sauðburðinn
og við vorum stoltar þegar hann
treysti okkur til að snúa ófæddu
lömbunum sem snéru vitlaust,
því við vorum svo handarsmáar
að okkur veittist auðveldara en
honum að koma höndunum að
því verki. Við fengum líka að
taka þátt í heyskapnum og göng-
um og réttum á haustin. Meira
að segja fengum við stundum að
fara með þeim bræðrum út á
Kópasker í innkaupaleiðangra og
þá stóð ekki á því að við fengjum
eitthvað gott í gogginn og jafnvel
eitthvað fleira.
En ein gömul minning er
býsna lífseig og vill fá að vera
með, það var þegar Mundi fór
með okkur frænkurnar sem er-
um elstar af systkinabörnunum,
upp á Hólsfjöll til að vitja um
greni, en hann var góð refa-
skytta og sennilega ófáar lágfót-
ur sem lutu í lægra haldi fyrir
honum. Það var ógleymanlegt
fyrir barn að fá að sjá refabæli
og lýsingar á öllu í kringum það,
svo ég tali nú ekki um skrítnu
vörðuna sem var eins og mann-
vera og maður gat skriðið á milli
„fóta“ hennar. Mundi skrifaði
síðan nöfnin okkar og dagsetn-
ingu á vegginn í gangnamanna-
kofanum sem var þar rétt hjá,
áður en við héldum aftur heim á
leið. Hann sagði mér fyrir
nokkrum árum að nöfnin okkar
væru þarna ennþá, því hann
hefði gáð að þeim síðast þegar
hann átti þar leið um.
Einn síðasta útreiðartúrinn
með Munda fór ég ásamt eig-
inmanni mínum skömmu eftir
brúðkaup okkar, en þá bauðst
Mundi til að fylgja okkur með-
fram Jökulsárgljúfrunum til að
skoða þann „Undraheim“ sem
Theodór afi minn skrifaði um og
hélt svo mikið uppá. Sú ferð varð
okkur hjónunum ógleymanleg og
verður aldrei fullþakkað fyrir
þann dag eins og svo margar
aðrar samverustundir sem aldrei
gleymast.
Hafðu þökk fyrir allt og allt
kæri frændi, ég samgleðst þér að
vera laus úr viðjum þíns þreytta
líkama og ég treysti því að þú
verðir í móttökuliðinu þegar
minn tími kemur.
Sólveig Sigurðardóttir.
Það var árið 1977 sem ég var
fyrst kynnt fyrir Guðmundi í
gegnum konu sem var mjög hrif-
in af fjölskyldu hans og hafði
fengið þær upplýsingar hjá
Landbúnaðarstofnun að ég væri
föl fyrir ráðskonustarf. Hún
hringdi fyrst en birtist svo og
var mjög annt um að ég myndi
fást til að ráðast að Austara
Landi fyrir næsta ár. Henni
þótti mjög vænt um þá bræður
og það voru góð meðmæli hvern-
ig hún lýsti þeim. Og nú er Guð-
mundur farinn sem var sá sem
ég og við eyddum mestum tíma
með af því að Gulli var í vega-
vinnu.
Gulli átti svo eftir að vera sá
sem hefur sinnt Guðmundi lengi
framan af eftir að heilsu hans fór
að hraka. Svo hringdi Guðmund-
ur og röddin var sem kunnugleg
fyrir mér og hann spurði mig
hvort ég reykti og ég sagði nei.
Það varð svo úr að ég samþykkti
að ferðast með börnin mín tvö
alla þessa leið frá Reykjavík og
norður í Axarfjörð.
Þegar flugvélin lenti á Húsa-
víkurflugvelli kom þar maður í
hversdagslegum fötum og keyrði
Landrover sem við fórum svo
upp í og hann tók okkur fyrst til
Þorbjargar systur sinnar þar
sem vel og hlýlega var tekið á
móti okkur og okkur gefið að
borða og drekka áður en við
lögðum í hann lengra norður. Og
oft áttum við eftir að stoppa hjá
Þorbjörgu og vera nærð þar.
Hlýjan alltaf söm.
Ég hafði verið ráðskona á öðr-
um tveggja bræðra bæ áður, en
móttakan þarna var svo hlýleg
að margt hreinlega þiðnaði í mér
sem hafði beðið eftir að þiðna í
langan tíma.
Ég sagði Guðmundi að ég
hefði átt nokkrar nætur þar sem
ég hafði ekki sofið lengi og þyrfti
að fá að sofa út. Nokkuð sem
flestir atvinnurekendur myndu
hafa séð sem slæmt merki. En
Guðmundur skildi það fullkom-
lega. Enda var ég fljót að jafna
upp svefninn, og vistin var ekki
neitt þrælahald. Ég gat verið
meira eins og á eigin heimili
frjáls til að gera eitt og annað
fyrir utan húsverkin.
Næsta morgun, fyrsta morg-
uninn þar, voru börnin komin
fram úr löngu á undan mér og
Guðmundur hafði eldað hafra-
graut og séð um þau á allan hátt
eins og hann væri afi eða pabbi
þeirra en þannig voru þeir við
börnin allan þann tíma sem við
vorum þar. Guðmundur ók dótt-
ur minni langa vegalengd hvern
dag þangað sem skóli var, sem
var þá í Ærlækjarseli hjá Línu.
Þá munu þau hafa átt margskon-
ar samræður sem bara hún gæti
munað núna. Björn sem var bara
fjögurra ára var settur í að lesa
póstinn í sundur og þekkti öll
nöfn okkar frá sjónskynjun og
var það frá hvatningu þeirra.
Þau voru með þeim í fjárhús-
unum og bræðrunum var mjög
eðlilegt að hafa börn með sér í
vinnu og voru ekki með nein ónot
við þau. Þau nutu þess að vera
með í þessum störfum, að gefa
kindunum og Björn hafði sér-
staka kind sem var kölluð Gæf
og tengdi við hann þann tíma þar
til að hún eignaðist sitt fyrsta
lamb.
Þetta ár var mjög innihalds-
ríkur tími margs konar upplif-
unar og eftir næstum ár þar var
kominn tími til að kveðja og
halda aftur suður í nýja reynslu
og upplifun. En í hjartanu var
alltaf þakklæti fyrir þennan tíma
og hvað allir voru góðir við börn-
in mín og tóku þeim vel. Blessuð
sé minning hans og vonandi fær
hann eigin fjölskyldu ef hann
kemur aftur til jarðar til að upp-
lifa meira.
Matthildur Björnsdóttir,
Ástralíu.
Þegar árin færast yfir mann
er oft gaman að rifja upp gamlar
minningar frá bernsku- og æsku-
árunum. Eftirminnilegust eru
sennilega sumrin mín þrjú hjá
bestu fjölskyldu sem ég hef
kynnst um dagana.
Ég fór þá í sveitina hans
pabba míns, í Axarfjörðinn, til
Theódórs Gunnlaugssonar á
Bjarmalandi, landsfrægrar refa-
skyttu, náttúruunnanda, fræði-
manns og rithöfundar.
Næstelstur barna Theódórs
og Guðrúnar Pálsdóttur var
Guðmundur, sem þá var á þrí-
tugsaldri, búfræðingur frá
Hvanneyri. Þótti mér alltaf mik-
ið til hans koma, hann hljóp allra
manna hraðast, stökk lengra en
flestir aðrir á íþróttamótunum í
Ásbyrgi. Hann var sko minn
maður, en hans maður var auð-
vitað Finnbjörn Þorvaldsson.
Þeir urðu síðar góðkunningjar.
Guðmundur var vel af guði
gerður, mikið hraustmenni, allt-
af glaður og reifur með spaugs-
yrði á vörum. Hann fór gjarnan
með föður sínum til refaveiða út
um alla sveit og upp um Hóls-
fjöll.
Heldur sýndist mér farangur-
inn oft lítilfjörlegur og líklega
notuðu þeir feðgar ekki tjald né
slíkan óþarfa. Komu þeir oftast
með tófur úr ferðum þessum,
jafnvel lifandi yrðlinga sem snill-
ingurinnTheódór gaggaði út úr
grenjum. Þá gladdist litli strák-
urinn.
Guðmundur varð síðar lengi
bóndi á Austara-Landi ásamt
Gunnlaugi bróður sínum.
Heilsa og þrek Guðmundar
entist þó ekki nema fram yfir
miðjan aldur og þá fluttu þeir
bræður til Húsavíkur.
Ég kveð þennan öðling og
þakka honum og fjölskyldunni
allri fyrir ógleymanlega samveru
og öll þeirra gæði ætíð síðan í
garð litla kúarektorsins.
Svanur Eiríksson.
MINNINGAR 19
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. JÚLÍ 2012
ættir fólks og ég man hve
hræddur ég var að kynna þig
fyrir kærustunni, en sem betur
fer slapp það.
Ég man alltaf þegar við fór-
um öll saman í Veiðileysu, það
voru einstakir tímar. Þú fórst
með okkur út í náttúruna og við
tíndum saman blóðberg, ljóns-
lappa og rjúpnalauf. Síðan
bjuggum við til te úr grösunum,
eftir uppskrift sem amma þín
hafði kennt þér.
Takk fyrir allar góðu stund-
irnar, elsku amma.
Marteinn og Ragnar.
Elsku besta amma mín. Nú
ertu farin og komin á góðan stað
þar sem afi hefur tekið vel á
móti þér.
Nú hugsa ég um tímann sem
við áttum saman, það var ynd-
islegur og góður tími. Þú varst
alltaf svo góð, glöð og skemmti-
leg.
Það var alltaf svo gott að
koma í heimsókn til þín og fá
hjá þér risastórt ömmuknús. Þú
varst yndisleg amma og hafðir
unun af börnum. Þú áttir stórt
hús með fallegum garði og ynd-
islegum blómum sem var frá-
bært að fá að skoða og leika sér
í. Ekki má gleyma fallega
sólberjarunnanum sem við feng-
um oft ber til að sulta úr.
Ég man mjög vel eftir
skemmtilegri ferð, sem við fjöl-
skyldan og báðar ömmur fórum
saman í, á Snæfellsnesið. Við
fórum víða en eftirminnilegast
úr þeirri ferð er þegar við
stoppuðum í Bjarnarhöfn og
skoðuðum þar Bjarnarhafnar-
kirkju. Þú varðst alveg heilluð af
þessari kirkju, þar sem altaris-
taflan í kirkjunni er mjög falleg
og lifandi. En það sem toppaði
þessa skemmtilegu heimsókn
varst þú og Setta amma sem
spjölluðuð heilmikið við bóndann
sem að lokum gaf ykkur tvo
stóra mjólkurbrúsa sem mömmu
langaði svo mikið í.
Það var alltaf líf og fjör í
kringum þig og þér þótti ekki
leiðinlegt að ferðast. Við fórum
oft saman á uppáhaldsstaðinn
þinn, Veiðileysu á Ströndum.
Þar hittumst við stórfjölskyldan
og áttum saman skemmtilega
vikudvöl. Þú bakaðir alltaf heil-
an helling áður en við lögðum í
hann og svo sátum við í kaffitím-
anum öll saman og gúffuðum í
okkur ljúffenga bakkelsið þitt.
Þar var mikið hlegið og borðað.
Sömuleiðis er hangikjötið og
baunirnar mér minnisstætt en
það tókstu alltaf með þegar þú
lagðir leið þína í Veiðileysu.
Þetta voru eins og jól hjá okkur.
Við fórum oft í verslunarleið-
angur og þótti þér það mjög
skemmtilegt. Þér leiddist það
ekki að kaupa þér falleg föt
ásamt því að kaupa eitthvað fal-
legt handa öðrum.
Við fórum oft í bíltúr upp í
bústað og áttum þar yndislegar
stundir ásamt fjölskyldunni. Þú
komst oft færandi hendi með
eitthvað gómsætt eða jafnvel
heilu steikurnar. Það var mikið
spjallað og hlegið.
Oft hélst þú upp á afmælið
þitt á flottan máta. Það gerðir
þú með því að leigja heilu húsin
fyrir stórfjölskylduna. Það hitt-
ist þannig á að þú áttir mjög oft
afmæli um verslunarmannahelgi
og þá var fólkið þitt á flakki um
landið en þú kunnir ráð við því.
Þú kallaðir alla stórfjölskylduna
saman og hélst upp á afmælið
þitt með glæsibrag. Eins og
þegar þú hélst upp á 70 ára af-
mælið þitt við eina laxá landsins.
Mikið var gaman að gista þar og
eiga þar góða stund með þér.
Takk fyrir allar góðu stund-
irnar, amma mín. Hvíldu í friði
hjá afa.
Guðbjörg Rúna.
Elsku amma, það er svo sárt
að geta ekki faðmað þig lengur
en ég vona að þú sért komin til
elsku afa sem fór allt of fljótt frá
okkur. Þú talaðir svo mikið um
hann, hvað hann var góður, gjaf-
mildur og duglegur. Ég var svo
lítil þegar hann dó en sem betur
fer á ég nokkrar minningar sem
ég geymi vel með öllum minn-
ingunum um þig.
Manstu þegar ég var lítil og
við vorum oft bara tvær í Köldu-
kinninni, það var svo kyrrlátt og
notalegt.
Þú kenndir mér að baka jóla-
kökur, púðursykurmarens og
pönnukökur, mér fannst svo
gaman að fá að hella deigi á
pönnuna, snúa pönnukökunum
og auðvitað borða þær. Það er
samt eitt sem ég lærði sérstak-
lega vel hjá þér, það er aldrei of
mikið af vanilludropum. „Fáið
ykkur vöpplur krakkar mínir,“
sagðir þú í hvert skipti sem við
komum til þín. Hlaðborð af
kræsingum er það sem lýsti eld-
húsborðinu þínu best.
Það var oft fjör hjá okkur
þegar við fórum saman í bæinn,
við hlógum mikið og skemtum
okkur vel, löbbuðum búð úr búð
og vorum oft uppgefnar á eftir.
Skemmtilegast fannst mér að
fara með þér í gróðrarstöðvarn-
ar og þú gast sagt mér hvað öll
blómin hétu, við elskuðum blóm-
in og okkur langaði að kaupa all-
ar rósirnar en við dáðumst bara
að þeim og keyptum síðan gular
stjúpur og stundum bláar.
Manstu þegar við keyptum átta
potta af risamjaðurjurt og gróð-
ursettum frumskóginn þinn í
garðinum.
Elsku amma, þú varst svo
fróð og vissir svo margt. Þú gast
rakið allar ættirnar og varst
fljót að finna út að hann Róbert
minn væri skyldur okkur, jú
hann er af Bergsætt. Þú talaðir
oft um það hvað hann væri dug-
legur og góður maður, svo
fannst þér svo gaman að spjalla
við hann um ættfræði. Mikið
hlógum við þegar við bjuggum í
kjallaranum og krakkarnir voru
uppi að spjalla við þig og komu
svo hlaupandi niður og spurðu
hvort ég ætti fimmhundruðkall,
jú ég átti einn. „Mamma, þetta
er frændi okkar, amma segir
það,“ sögðu krakkarnir og bentu
mér á Jón Sigurðsson. Þeim
fannst svo gaman að vera hjá
þér, spjalla og fá að baka eins
og ég hafði fengið að gera þegar
ég var lítil.
Ef einhver getur sagst hafa
átt ofurömmu þá erum það við
krakkarnir þínir, Þú varst
ótæmandi viskubrunnur og hvað
þú skrifaðir fallega, spilaðir fal-
lega á píanóið og vissir margt,
þú varst ekki nema tólf ára þeg-
ar þú hættir í skóla. Alveg fram
á síðasta dag komstu öllum á
óvart með brosi, hlátri, dugnaði,
ótrúlegum styrk og minni.
Mig langar að kveðja þig með
tveimur bænum sem þú kenndir
mér þegar ég var lítil og gisti
hjá þér, ég man svo vel að ég
kúrði hjá þér og við fórum með
bænirnar, svo spurði ég þig
hvað þetta þýddi. Ég man að ég
sá fyrir mér fullt af litlum sæt-
um englum sitjandi í hring á
sænginni okkar, þar sem við
vorum umvafðar Guði og bless-
un hans.
Vertu, Guð faðir, faðir minn,
í frelsarans Jesú nafni,
hönd þín leiði mig út og inn,
svo allri synd ég hafni.
(Hallgrímur Pétursson)
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum)
Hvíl í friði elsku amma.
Sólveig, Róbert,
Rúnar Ingi Freyr og
María Elísabet Kristín.
Elsku amma, nú komum við
systkinin saman og rifum upp
góðar minningar sem við áttum
með þér. Það fyrsta sem kom
upp í hug okkar var hversu vel
þú hugsaðir um okkur. Alltaf
var til nóg af kökum, vöfflum og
mjólk til þess að skola kræsing-
unum niður. Ekki má gleyma
púðurssykurstertunni og korn-
flextertunni góðu. Með því
fylgdu góðar sögur um Öldugöt-
una, Veiðileysu og gamla tíma.
Sögunum fylgdi oft ættfræðin
sem þú kunnir vel og var þér
kær.
Þú varst mikill grallari og þú
komst fólki til að hlæja. Upp í
hugann kemur hversu spennt þú
varst fyrir jólunum og fengum
við oft að gægjast í pakkana fyr-
ir jól. Sjálf gast þú ekki beðið
með að opna þína pakka.
Þú gerðir börnin að þínu ævi-
starfi. Varst dagmamma í 30 ár
og öll fengum við að njóta góðs
af því. Lagðir heitan mat á borð-
ið í hádeginu. Varst alltaf svo
góð og blíð við okkur og öll hin
börnin. Eflaust eiga margir aðr-
ir góðar minningar frá dögum
sínum hjá þér. Þú átt stóran
sess í lífi okkar.
Minning þín mun alltaf lifa í
hug og hjörtum okkar.
Þín barnabörn,
Bjarnþór, Margrét Dóra,
Marteinn Guðberg.
Elsku besta amma mín.
Um leið og ég kveð þig með
söknuði, hrannast upp minning-
ar um okkar yndislegu tíma.
Þú ert ljósgeislinn minn og
veit ég að þú lýsir áfram minn
veg eins og þú hefur ávallt gert.
Það er mér minnisstætt er ég
ólst upp á heimili ykkar afa í
Köldukinn með foreldrum mín-
um, lítil skotta sem læddist upp
stigann um nætur og kúrði mig
hjá ykkur.
Að liggja í þínum yndislega
faðmi er þú straukst mína
vanga.
Eins eru mér ofarlega í huga,
ferðir okkar uppí kindakofa þar
sem þú skildir ekkert í okkur
afa, hvernig við lékum okkur við
dýrin, tókum þau heim, en í
skjóli nætur varst það þú sem
hlúðir að þeim eins öllu sem þú
hefur komið nálægt.
Já, stundirnar okkar amma í
Köldukinn eru ógleymanlegar
og manstu? Er ég hóf minn
fyrsta búskap nítján ára gömul í
kjallaranum, eignaðist minn
fyrsta gullmola og þú við hlið
mér öllum stundum.
Edinborg! Amma, ég fæ hlát-
urskast er ég hugsa um þessa
ferð okkar saman, sem var svo
æðisleg í alla staði, þú fórst á
kostum og eru m.a. skoskir
verslunarmenn örugglega enn
að jafna sig.
Elsku besta amma mín, þú
ert gimsteinninn minn og um
leið og ég bið Guð að blessa þig
og varðveita, veit ég að afi tekur
á móti þér opnum örmum og
saman skínið þið skært um alla
tíð.
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Þýð./Sveinbjörn Egilsson.)
Amma, ég elska þig
Þín alnafna,
Halldóra Guðbjörg
Jónsdóttir, Sigmar Rafn,
Jón Ísak, Kolbrún.
Okkar ástkæri,
GUNNAR J. KRISTJÁNSSON
húsasmíðameistari og matsmaður,
Kársnesbraut 139, Kópavogi,
lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ þann
27. júlí sl. Útförin verður auglýst síðar.
Birna Ólafsdóttir,
Guðrún Halla Gunnarsdóttir,
Gunnar Ólafur Gunnarsson,
tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.
Morgunblaðið birtir minning-
argreinar endurgjaldslaust
alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi
blaðsins. Neðst á forsíðu mbl.is
má finna upplýsingar um inn-
sendingarmáta og skilafrest.
Einnig má smella á Morgunblaðs-
lógóið efst í hægra horninu og
velja viðeigandi lið.
Skilafrestur | Sé óskað eftir birt-
ingu á útfarardegi þarf greinin að
hafa borist á hádegi tveimur virk-
um dögum fyrr (á föstudegi ef út-
för er á mánudegi eða þriðju-
degi).
Þar sem pláss er takmarkað get-
ur birting dregist, jafnvel þótt
grein hafi borist innan skilafrests.
Lengd | Hámarkslengd minning-
argreina er 3.000 slög. Lengri
greinar eru eingöngu birtar á
vefnum. Hægt er að senda stutta
kveðju, Hinstu kveðju, 5-15 línur.
Formáli | Minningargreinum
fylgir formáli sem aðstandendur
senda inn. Þar kemur fram hvar
og hvenær sá sem fjallað er um
fæddist, hvar og hvenær hann
lést og loks hvaðan og hvenær út-
förin fer fram.
Minningargreinar