Morgunblaðið - 30.07.2012, Page 20

Morgunblaðið - 30.07.2012, Page 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. JÚLÍ 2012 ✝ Jóhannes Har-aldur Proppé fæddist að Tjarn- argötu 3 í Reykja- vík 26. desember 1926. Hann bjó í Reykjavík alla sína tíð og lést á hjartadeild Land- spítalans laug- ardaginn 21. júlí sl. Foreldrar Jó- hannesar voru Carl Friedrich Proppé stórkaupmaður í Reykjavík, f. 22.11. 1876, d. 3.11. 1942, og Jóhanna Jós- afatsdóttir Proppé húsmóðir, f. 15.6. 1880, d. 10.3. 1935. Systkini Jóhannesar: 1) Laura Hildur Proppé, f. 27.6. 1905, d. 12.7. 1992. 2) Fríða Proppé, f. 25.9. 1906, d. 23.12. 1975. 3) Clara Proppé, f. 17.1. 1908, d. 16.5. 1910. 4) Hugo Adolph Proppé, f. 13.10. 1909, d. 21.12. 1933. 5) Jakob Proppé, f. 15.11.1910, d. 2.3.1911. 6) Carla Hanna Proppé, f. 18.6. 1912, d. 31.10. 1977. 7) Gunnar Knútur Proppé, f. 22.9. 1915, d. 9.6. 2006. 8) Ástráður Jóns- son Proppé, kjörsonur Carls og Jóhönnu, f. 16.8. 1916, d. 21.5. 1995. Jóhannes kvæntist 9. apríl 1948 Unni Guðbjörgu Guð- mundsdóttur Proppé sjúkra- liða, f. 14.6. 1929. Hún er dótt- ir Guðmundar Helga Guðmundssonar skipstjóra, f. 4.3. 1897, d. 3.4. 1971, og Guð- syni, f. 1967, börn þeirra eru þrjú; Íris Hrönn Valsdóttir Proppé, f. 1978, gift Peter Lo- rentsen, f. 1977, börn þeirra eru þrjú; Margrét Ósk Vals- dóttir Proppé, f. 1984, hún á einn son. Dóttir Rögnu: Hafdís Helga Þorvaldsdóttir, f. 1972, maki Sigurður Hilmar Ólafs- son, f. 1968, þau eiga tvær dætur, auk þess á Hafdís einn son. 4) Auður Brynja Proppé, f. 9.8. 1965, gift Jean-Pierre Pascal Bailey, f. 13.8. 1963. Dætur þeirra: Hanna Bryndís Proppé-Bailey, f. 1994, og Isa- belle Helga Proppé-Bailey, f. 1998. Dóttir Auðar: Katrín Björk Proppé-Bailey, f. 1988. Jóhannes útskrifaðist frá Verslunarskóla Íslands 1944, var við nám í trygg- ingafræðum í London 1945- 1946 og starfaði með námi hjá Lloyd‘s. Hann vann hjá Sam- tryggingu ísl. botnvörpunga 1944-1967 og Sjóvátrygginga- félagi Íslands 1967-1992, lengst af sem deildarstjóri. Hann fór á eftirlaun 1992 eftir nær hálfrar aldar starf við tryggingar. Jóhannes gekk í Frímúr- araregluna árið 1950. Hann lét sig áfengisvarnir miklu skipta og átti sæti í ýmsum nefndum og ráðum í þeim málaflokki. Hann var dyggur stuðnings- maður Sjálfstæðisflokksins alla tíð og vann að ýmsum fé- lags- og framfaramálum, var m.a. einn af stofnendum Landssambands ísl. hjarta- sjúklinga og sat í stjórn þess um árabil. Útför Jóhannesar fer fram frá Fossvogskirkju í dag, mánudaginn 30. júlí 2012, og hefst athöfnin kl. 13. finnu Árnadóttur húsmóður, f. 2.6. 1901, d. 30.4. 1975. Börn Jó- hannesar og Unn- ar eru: 1) Sævar Guðmundur Proppé, f. 24.9. 1945, kvæntur Ingu Jónu Sigurð- ardóttur, f. 30.5. 1946. Synir þeirra: Sigurður Sævar Proppé, f. 1971, kvæntur Sig- urbjörgu Ingadóttur, f. 1975, börn þeirra eru þrjú; Jóhannes Haraldur Proppé, f. 1984. Dætur Sævars: Hrafnhildur Proppé, f. 1965, maki Guð- mundur Kristján Sigurðsson, f. 1963, börn þeirra eru tvö, auk þess á Hrafnhildur tvo syni; Jóhanna Sævarsdóttir Proppé, f. 1967, maki Hlynur S. Mid- fjord, f. 1971, þau eiga eina dóttur. Jóhanna á auk hennar tvær dætur. 2) Fríða Proppé, f. 20.4. 1949, gift Helga Skúla- syni, f. 26.2. 1945. Börn Fríðu: Halldóra Gyða Matthíasdóttir Proppé, f. 1969, gift Óla S. Hallgrímssyni, f. 1968, þau eiga einn son; Jóhannes Frið- rik Matthíasson, f. 1974. Sonur Helga: Helgi Skúli, f. 1971, kvæntur Ölrúnu Marðardóttur, f. 1971, börn þeirra eru þrjú. 3) Ragna Björk Proppé, f. 9.8. 1954, gift Vali Friðrikssyni, f. 14.1. 1953. Dætur þeirra: Unn- ur Þóra Valsdóttir Proppé, f. 1975, gift Kolbeini Björgvins- Nú hefir kvatt okkur æskuvin- ur minn Jóhannes Haraldur Proppé eftir langt og viðburða- ríkt líf. Kynni okkar hófust í 9 ára bekk í Miðbæjarbarnaskóla. Þá tók við Verslunarskólinn það- an sem við útskrifuðumst vorið 1944. Að Verslunarskólaprófi loknu hófst starfsævin. Starfandi tryggingafélag hér var þá Sam- trygging íslenskra botnvörpunga sem Ásgeir Þorsteinsson verk- fræðingur veitti forstöðu og bauð honum starf sem átti eftir að verða hans ævistarf. Haustið 1945 var ákveðið að Jóhannes sigldi til Bretlands, færi þar í kvöldskóla og ynni svo hjá miðl- urum á daginn. Þetta var mikið gæfuspor, auk þess sem það sýndi hvaða traust vinnuveitandi hans bæri til hans, svo og þýð- ingamikill menntunarferill fyrir Jóhannes sjálfan, Svo lengi fékkst Jóhannes við trygginga – tjónamál, að ég er þess fullviss að hann hefur verið einn af hæfustu mönnum á þessu sviði hér á landi á þeim tíma. Ávöxtun Lundúnafararinnar árið 1945 var ekki einungis starfsins vegna, heldur endur- nýjuðust þar kynnin við Unni, hans traustu eiginkonu, sem varð hans mesta gæfuspor. Þau gengu í hjónaband þann 9. apríl árið 1948, og var ég svaramaður hans við þá athöfn. Jóhannes átti stóra fjölskyldu sem stóð vel saman. Proppé nafnið var honum mjög heilagt. Nánasta fjölskylda hans umvafði hann ást og umhyggju, en hann var yngsta systkini. Hann tengd- ist vel Patreksfirði þar sem Lára systir hans bjó með manni sínum Garðari Jóhannessyni, sem var umsvifamikill útgerðarmaður þar og fjölskyldu. Oft heimsótt- um við Garðar á Hótel Íslandi á ferðum hans til Reykjavíkur. Þá var boðið upp á appelsín og fína tertu. Á Patreksfirði starfaði lengi Gunnar bróðir hans með sinni fjölskyldu. Einnig var Jó- hannes oft sumarlangt við störf þar. Sía eða Fríða systir hans, apó- tekari á Akranesi, mikill tengilið- ur og uppáhald, var ógift og barnlaus. Frumburð sinn skírði Jóhannes Fríðu í höfuðið á syst- ur sinni. Í Reykjavík var svo kjölfestan Carla, sem síðar gift- ist Þóri Kristinssyni. Líður brú- kaup þeirra mér seint úr minni. Jóhannes bar mikla virðingu fyrir föður sínum og móður, en hún lést þegar hann var aðeins 10 ára gamall. Snyrtilegt höku- skegg sitt tók hann snemma upp til minningar um föður sinn, og vildi á þann hátt líkjast honum. Jóhannes fetaði í fótspor föður síns og gekk í Frímúrararegluna sem var honum mjög kær. Sagði Jóhannes mér eitt sinn að þegar hann gekk í regluna, muni hann hafa verið einna yngstur þeirra sem gengið höfðu í regluna. Taldi hann að þar hefði hann notið föð- ur síns. Jóhannes barðist við ýmsa kvilla á lífsgöngu sinni. Hann gerði sér grein fyrir þeim og fann á þeim lausnir. Hann var þeirrar manngerðar að hann lagði sig fram um það að geta orðið samferðamönnum sínum að liði og sýnir það þá fórnfýsi sem í honum bjó.Það gat verið spaugi- legt að ræða við hann um stjórn- mál og það lifði lengi í gömlum glæðum. Við Sigríður og fjölskylda okk- ar öll, vottum Unni og fjölskyldu allri innilegustu samúðarkveðj- ur. Minningin um góðan dreng og vin lifir. Hjalti Geir Kristjánsson. Jóhannes Haraldur Proppé ✝ Jónas Egilssonvar fæddur í Reykjavík 16. júlí 1969. Hann lést á krabbameinsdeild LSH þann 20. júlí 2012. Hann var son- ur hjónanna Egils Jónassonar f. 1.10. 1944, d. 2.7. 2005 og Aðalheiðar Hann- esdóttur f. 18.11. 1946. Bræður Jón- asar eru Hannes Ingi Jónsson giftur Signýju Knútsdóttur og á Höfn þar sem hann lauk hefð- bundnu skólanámi, eftir það fór hann á sjó og í framhaldi af því lauk hann fiskimannaprófi frá Stýrimannaskólanum í Reykja- vík 1990. Hann var á fiskibátum og togurum þar til hann lauk Farmannaprófi 1999 og var þá ráðinn til Samskipa sem stýri- maður og síðar skipstjóri. Jónas tók virkan þátt í félags- málum hjá Farmanna- og fiski- mannasambandi Íslands og var meðal annars fulltrúi á þingum þess. Útför Jónasar verður gerð frá Langholtskirkju í dag, mánudag- inn 30. júlí 2012 og hefst athöfnin kl 15. Borgþór Egilsson giftur Örnu Ás- mundardóttur. Jón- as var giftur Bryn- hildi Hall, foreldrar hennar Jónatan Hall f. 15.11. 1942, d. 20.1. 2009 og Sigrún Jónsdóttir f. 8.9. 1939. Þeirra sonur er Egill f. 6.11. 2006. Fyrir átti Brynhild- ur Sigrúnu og Sylvíu Hall, sem Jónas gekk í föðurstað. Jónas ólst upp í foreldrahúsum Elsku pabbi Lífið er svo ósanngjarnt, að þurfa að sjá á eftir þér er svo ótrú- lega vont og erfitt en eins og þú varst alltaf þá ætlum við að vera sterk. Þér líður vel núna og ert á góðum stað. Í bljúgri bæn og þökk til þín, sem þekkir mig og verkin mín. Ég leita þín, Guð, leiddu mig, og lýstu mér um ævistig. Ég reika oft á rangri leið, sú rétta virðist aldrei greið. Ég geri margt sem miður fer, og man svo sjaldan eftir þér. Sú ein er bæn í brjósti mér, ég betur kunni þjóna þér. Því veit mér feta veginn þinn og verðir þú æ Drottinn minn. (Pétur Þórarinsson.) Við eigum eftir að sakna þín al- veg endalaust, þú varst besti pabbi í heimi. Sigrún, Sylvía og Egill. Hann var bara fimm ára gló- kollur þegar við sáum hann fyrst heima á Hornafirði sumarið 1974. Svona eins og litli drengurinn hans er í dag sem þarf að sjá á eft- ir pabba sínum svona ungur. Þegar Jónas kom seinna til Reykjavíkur til að fara í Stýri- mannaskólann fannst honum bara ágætt að heimsækja okkur gamla settið. Já hann varð eiginlega þriðji sonur okkar. Það var alltaf ljúft að fá hann prúðan, ljúfan og mikinn stríðnispúka í heimsókn. Svo útskrifaðist hann úr skól- anum og fékk auðvitað strax skipspláss. Lengst af var hann við fiskveiðar en þegar hlutur sjó- mannsins var rýrður tók hann pokann sinn, settist aftur á skóla- bekk og bætti við sig réttindum og réð sig á kaupskip. Hann réðst til Samskipa sem annar stýrimaður árið 1999. Níu árum seinna var hann orðinn skipstjóri. Þetta segir meira en mörg orð um Jónas. Þótt hann væri hinn mesti grallaraspói var hann fyrst og fremst traustur, áreiðanlegur og góður drengur. Aldrei heyrð- um við hann hallmæla nokkrum manni. Hann hafði einstaklega gaman af að stríða kratakerlingunni sinni og átti ég að hans mati að svara fyrir alla sem komu þeirri „trú“. Hann kallaði alla ýmist frændur mína eða frænkur. Ég hafði bara gaman af og skemmti mér vel á þessum stundum okkar. Hann var ekki fyrr kominn í land en hann hringdi til að láta okkur vita af sér. Hann eyddi tvennum jólum hjá okkur en þá kom hann ekki að landi fyrr en á aðfangadag. Það var mjög ljúft að fá þriðja soninn í hópinn. Þegar hann fór að sigla keypti hann stundum einhvern framandi mat og bað mig að elda fyrir sig. En allt í einu fór heimsóknum Jónas Egilsson ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ANNA GUÐJÓNSDÓTTIR frá Núpi í Fljótshlíð, Bólstaðarhlíð 41, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 1. ágúst kl. 15.00. Guðrún Pétursdóttir, Kristján Aðalsteinsson, Guðjón Örn Pétursson, Ágústa Sumarliðadóttir, Hólmfríður Pétursdóttir, Ólafur M. Óskarsson, Guðbjörg Pétursdóttir, Ólafur Ragnarsson, Karítas Pétursdóttir, Símon Sigurpálsson, Dóra Pétursdóttir, Jón Á. Kristjánsson, Hrund Logadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Elsku besti vinur minn, ástkær faðir, tengda- faðir, afi, langafi, langalangafi og bróðir, BRAGI VESTMAR BJÖRNSSON skipstjóri frá Sjónarhóli, Hafnarfirði, til heimilis að Ásbúð 96, Garðabæ, lést á heimili sínu mánudaginn 23. júlí. Bálför hans fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 31. júlí kl. 15.00. Þeim sem vildu minnast hans er bent á Heimahlynningu LSH, sími 543 1159. Fyrir hönd aðstandenda, Anna Luckas, Guðbjörg Birna Bragadóttir, Rolf Aage Larsen, Harpa Bragadóttir, Þóra Bragadóttir, Hafsteinn Ólafsson, Geir Bragason, Erna Dóra Bragadóttir, Arnfinn Johnsen, Guðmundur Ýmir Bragason, Guðrún Hallgrímsdóttir, Karl Udo Luckas, Rósa Linda Thorarensen, Claudia M. Luckas, Þórður Bachmann, Frank D. Luckas, Gígja Magnúsdóttir. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN ÓLAFSDÓTTIR, Dúnna, Lækjasmára 4, Kópavogi, lést fimmtudaginn 26. júlí. Halldór Ólafsson, Gyða Þórisdóttir, Inga Ólafsdóttir, Guðmundur Jónsson, Sigrún Ólafsdóttir, Guðmundur Ingi Ásmundsson, Ómar Örn Ólafsson, Sigurbjörg Alda Guðmundsdóttir, Gunnar Ólafsson, Brynhildur Ásgeirsdóttir, Ólafur Jóhann Ólafsson,Sigríður Einarsdóttir, barnabörn og langömmubarn. ✝ Elskulegur faðir minn, tengdafaðir og afi, HALLVARÐUR SIGURÐUR GUÐLAUGSSON húsasmíðameistari frá Búðum, Hlöðuvík, til heimilis á Furugrund 12, lést miðvikudaginn 18. júlí. Jarðarförin fer fram frá Digraneskirkju þriðjudaginn 31. júlí kl. 11.00. Guðmundur Hallvarðsson, Anna Margrét Jónsdóttir, Lilja Dögg Guðmundsdóttir, Elvar Már Ólafsson, Hallvarður Jón Guðmundsson, Elfa Rún Guðmundsdóttir. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, GRÉTA GUÐMUNDSDÓTTIR Grímsstöðum, Reykholtsdal, lést í Brákarhlíð, Borgarnesi, miðvikudaginn 25. júlí sl. Útför hennar fer fram frá Reykholtskirkju, fimmtudaginn 2. ágúst nk. kl. 14. Fyrir hönd aðstandenda, Kristín M. Kristinsdóttir, Ásta K. Ragnarsdóttir, Guðmundur Kristinsson, J. Steinunn Garðarsdóttir, Sigurður Kristinsson, Ósk Maren Guðlaugsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.