Morgunblaðið - 30.07.2012, Síða 29
MENNING 29
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. JÚLÍ 2012
Hvað ertu að hlusta á
um þessar mundir?
Ekkert – ipodinn
minn krassaði.
Hvaða plata er sú
besta sem nokkurn
tíma hefur verið
gerð að þínu mati?
Ok Computer á í
harðri samkeppni við
the Wall.
Hver var fyrsta
platan sem þú
keyptir og
hvar keypt-
irðu hana?
Fear of the
dark planet
með Public
Enemy og
hún var
keypt á
Costa del
Sol á
Spáni.
Hvaða íslensku plötu þykir þér
vænst um?
Gling Gló með Björk og Tríói
Guðmundar Ingólfssonar.
Hvaða tónlistarmaður værir þú
mest til í að vera?
Bono!
Hvað syngur þú í sturtunni?
Ég syng í hljóði.
Hvað fær að hljóma villt og
galið á föstudags-
kvöldum?
Bongótromm-
urnar
En hvað yljar
þér svo á
sunnudags-
morgnum?
Þetta er
allt of per-
sónuleg
spurning.
Vildi vera Bono og dillar
sér við bongótrommur
Í mínum eyrum
Þorleifur Örn Arnarsson leikstjóri
„Við segjum að þetta sé raftónlist
með smá „dub“ innblæstri, en líka
nokkur rokk element, gítar og
trommur. Kannski hægt að segja að
þetta sé svona poppuð elektrónísk
rokktónlist,“ segir Brynjar Bjarn-
foss, forsprakki hljómsveitarinnar
Kúra. Hana skipa þrímenningarnir
Brynjar ásamt frænku sinni Fann-
eyju Ósk Þórisdóttur og Dananum
Rasmus Liebst.
„Þetta var ótrúlega fyndið. Við vor-
um að rölta um á tjaldsvæðinu á Hró-
arskeldu og þá var fullt af fólki sem
var að spila tónlistina okkar. Margir
þekkja okkur núna og við heyrum
fólk úti í bæ hlusta á okkur, en það er
eitthvað sem við vissum ekki af,“ seg-
ir Brynjar. Kúra spilaði á Hróars-
keldu í ár og fékk lof danskra fjöl-
miðla fyrir frammistöðu sína þar, til
að mynda gaf danska tónlistarblaðið
Sound venue þeim fimm af sex stjörn-
um fyrir tónleikana. Hljómsveitin gaf
EP plötuna Multi Color sem kom út
2011 og nýlega í vor gaf hún út hljóm-
plötuna Half Way to the Moon. Þau
spiluðu einnig á SPOT festival í Árós-
um en Brynjar segir það hafa komið
ánægjulega á óvart þegar þeim hafi
verið lýst sem framtíðar rafhljóðinu
og líkt við hljómsveitirnar Portishead
og Massive Attack.
Í kjölfar SPOT hátíðarinnar var
Kúra boðið að koma á tónlistarhátíð í
Madríd til þess að kynna Ísland og ís-
lenska tónlist.
„Við byrjuðum árið 2010 þegar ég
var í sumarfríi á Íslandi og hitti
frænku mína, Fanneyju. Mér fannst
hún syngja svo ótrúlega vel að ég
stakk upp á því að hún kæmi til Dan-
merkur, sem hún gerði. Fyrir ári síð-
an buðum við Rasmusi að slást í hóp-
inn. Hann er mjög góður gítarleikari
og við sáum möguleika á að gera
hljómsveitina aðeins minni elektrón-
íska og meira órganíska,“ segir
Brynjar. Önnur EP plata og tónleika-
hald er svo á döfinni hjá Kúra í fram-
haldi af Madrídarferðinni.
larah@mbl.is
Kúra hlýtur lof áhorf-
enda og fjölmiðla
Kúra „Danirnir bera þetta oft fyndið fram, en fyrir utan það fannst okkur
þetta flott nafn og í samræmi við tónlistina sem er svolítið draumkennd.“
Fékk fimm af sex stjörnum fyrir Hróarskeldutónleikana
„Við erum fyrst núna að gera okkur
grein fyrir stærð sýningarinnar, eft-
ir að hafa skoðað umfjöllun danskra
miðla og heyrt í hönnuðum sem taka
þátt í henni. Þetta er ein af stærstu
samnorrænu sýningum í arkitektúr.
Það sem er merkilegt við þessa sýn-
ingu er að verið er að bera saman
það sem einkennir skandinavískan
arkitektúr og hvernig sérkenni
hvers lands birtist. Skandinavísk
hönnun er þekkt á heimsvísu en Ís-
land hefur hingað til ekki fallið í
þann flokk en gerir það nú,“ segir
Hafsteinn Ævar Jóhannsson, verk-
efnastjóri Hönnunarmiðstöðvarinn-
ar.
Hafsteinn vísar í umfjöllun er-
lendra miðla og ekki síst orð Mikkos
Kalhama, framkvæmdastjóra De-
sign Forum Finland, sem lét hafa
eftir sér að „íslensk hönnun er loks-
ins að skapa sér það rými og þann
sess sem hún á skilið innan skandin-
avískrar hönnunarhefðar“.
Sýningin sem um ræðir nefnist
„New Nordic – Arkitektúr og sér-
kenni“ og er í Louisiana-safninu fyr-
ir utan Kaupmannahöfn.
Sýningin hefur fengið fullt hús
stiga í Berlingske Tidende og Politi-
ken.
Studio Granda var boðin þátttaka
fyrir Íslands hönd og hönnun ís-
lenska sýningarskálans. Hann er
samsettur úr tveimur bárujárns-
skeljum sem umlykja rautt hraun-
berg. Gólfið er þakið muldu hraun-
bergi sem snarkar og brestur í þegar
gengið er um skálann.
Auk íslenska skálans eru fjöl-
margir aðrir íslenskir listamenn sem
birta verk sín. Þeir voru fengnir til
að túlka sérkenni sinnar þjóðar og
nota ólíka miðla, m.a. innsetningar,
nytjahluti og bækur. Listamennirnir
sem um ræðir eru: ARKIS, Arki-
tema, Basalt Arkitektar, Studio
Granda, Ola Steen, Kolbrún Ragn-
arsdóttir, Ólafur Elíasson, Pálmar
Kristmundsson, Fanney Antons-
dóttir, Dögg Guðmundsdóttir, Guð-
rún Lilja Gunnlaugsdóttir, Kristinn
E. Hrafnsson, Sruli Recht og Hall-
grímur Helgason.
Íslensk hönnun skapar sér sess
Hönnun Samnorræn sýning í Kaup-
mannahöfn til 21. október.
Tónlistarmaðurinn Borko nýlega frá
sér lagið Born to Be Free en það er
titillag samnefndrar hljómplötu sem
er væntanleg frá Borko. Á „B-hlið“
breiðskífunnar er að finna endur-
hljóðblöndun af laginu sem Hermi-
gervill sá um. Lagið er hægt að
nálgast á tónlistarveitunni Gogo-
yoko. Útgáfa Born to Be Free verð-
ur 16. október á Íslandi og kemur
hún svo út á heimsvísu 23. október.
Fyrsta plata tónlistarmannsins kom
út árið 2008 hjá útgáfufyrirtækjun-
um Kimi Records og Morr Music,
og nefndist Celebrating Life en
„ljóst er að talsverð eftirvænting er
meðal tónlistarunnenda eftir nýju
efni frá Borko“.
Þeir sem geta ekki beðið þangað
til í október geta hins vegar heyrt
forsmekkinn af því sem koma skal
fimmtudagskvöldið 2. ágúst á Kex
Hosteli og á Innipúkanum í Iðnó
fimmtudaginn 3. ágúst.
Nýtt efni af
væntanlegri
plötu Borko
STÆRSTA MYND ÁRSINS
EMPIRE
KVIKMYNDIR.IS
HOLLYWOOD REPORTER
SÉÐ OG HEYRT
EGILSHÖLL
VIP
12
12
12
12
12
12
12
KRINGLUNNI
L
L
L
12
12
12
16
16
L
L
L
KEFLAVÍK
16
ÁLFABAKKA
THE DARK KNIGHT RISES
kl. 2 - 4:30 - 5:30 - 6 - 8 - 9 - 10 - 10:20 2D
DARK KNIGHT RISES VIP kl. 2 - 6 - 10 2D
MAGIC MIKE kl. 3:40 - 5:50 - 8 - 10:10 2D
DREAMHOUSE kl. 8 2D
MADAGASCAR 3 ísl.Tali kl. 1:30 - 3:40 - 5:50 2D
MADAGASCAR 3 ísl.Tali kl. 1:30 - 3:40 3D
UNDRALAND IBBA ísl.Tali kl. 1:30 2D DARK KNIGHT RISES kl. 5:30 - 6 - 9 - 10 2D
MAGIC MIKE kl. 8 - 10:20 2D
MADAGASCAR 3 ísl.Tali kl. 5:50 3D
AKUREYRI
DARK KNIGHT RISES kl. 7 - 10:20 2D
LOL kl. 6 2D
DREAM HOUSE kl. 8 - 10:20 2D DARK KNIGHT RISES kl. 10:30 2D
DREAMHOUSE kl. 8 - 10 2D
DARK KNIGHT RISES
1 - 2 - 4 - 5 - 6 - 7 - 8 - 9 - 10:10 - 11:10 2D
TED kl. 5:40 - 10:30 2D
MAGIC MIKE kl. 8 2D
ÍSÖLD 4 ísl.Tali kl. 2 - 4 3D
MADAGASCAR 3 ísl.Tali kl. 1 - 3 2D
TRYGGÐU ÞÉR MIÐA Á
Tilboð
:
Fólksbíll – 6500,-
(fullt verð 9000,-)
Jepplingur – 8000,-
(fullt verð 12.000,-)
Pantaðu alþrif strax í dag
Handþvottur / Handbón
Er bíllinn þinn skítugur eftir helgina?
BÓNSTÖÐIN
DALVEGI 16C
Sími 571-9900 / 695-9909