Morgunblaðið - 02.08.2012, Side 1
F I M M T U D A G U R 2. Á G Ú S T 2 0 1 2
Stofnað 1913 179. tölublað 100. árgangur
NLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALL
–– Meira fyrir lesendur
FYLGIR MEÐ
MORGUNBLAÐINU
Í DAG
tvær nýjar bragðtegundir!
NÝ
BRAGÐTEGUND- SÍTRÓNA OG
KARRÍ
NÝ
BRAGÐTEGUND- BÉARNAISE
DRAUGUR FORTÍÐ-
ARINNAR BÍÐUR
LANDSLIÐSINS
VIÐSKIPTI TÓNLISTAR-
VEISLUR VÍÐA
UM LANDIÐ
VERSLUNARMANNAHELGIN 35HANDBOLTI Á ÓL ÍÞRÓTTIR
Íslenska fyrir-
tækið Leik-
húsmógúllinn
framleiðir leik-
sýningar í hátt í
30 löndum og er
með þrjú þúsund
sýningar á ári.
Þungamiðjan í
rekstrinum eru
uppsetningar á bandaríska einleikn-
um Hellisbúanum, sem það á heims-
réttinn að. „Þessi sýning er gulleggið
okkar,“ segir Óskar Eiríksson, fram-
kvæmdastjóri fyrirtækisins. Fyrir-
tækið var stofnað um aldamótin og
fyrsta verkefni þess var að setja ein-
leikinn upp í Þýskalandi, Austurríki
og Hollandi. Nú framleiðir fyrirtæk-
ið sex mismunandi sýningar, þar á
meðal söngleikinn Silence! The
Musical þar sem gert er grín að kvik-
myndinni Silence of the Lambs. Fyr-
ir um tveimur vikum var söngleik-
urinn fluttur í leikhús steinsnar frá
Broadway, næsta uppfærsla verður í
Los Angeles og unnið er að uppsetn-
ingu á verkinu í Suður-Afríku.
MLeikhúsmógullinn »Viðskipti
Hellisbúinn gulleggið
Óskar Eiríksson
Framleiðir leiksýningar í 30 löndum
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, og
eiginkona hans, Dorrit Moussaieff, veifa af svöl-
um Alþingishússins til fólks sem fagnaði þeim á
Austurvelli í gær eftir að Markús Sigurbjörnsson,
forseti Hæstaréttar, hafði sett forsetann í emb-
ætti. Ólafur Ragnar sagði það hafa verið jákvætt
að mikil umræða hefði skapast um embættið og
hlutverk þess í tengslum við forsetakosningarn-
ar. „Forsetakjör af slíkum toga er í takti við lýð-
ræðiskröfur okkar tíma, fylgir þeim betur en við-
horfin sem löngum réðu för, að ekki væri við
hæfi að etja kappi við forsetann, að hið fyrsta
kjör skapaði hefðarrétt til langrar setu,“ bætti
hann við. »6
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Fagnað á Austurvelli
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Fulltrúar erlendra og innlendra fyrir-
tækja hafa verið að kanna möguleika á
aðstöðu fyrir gróðurhús til smáþörunga-
ræktunar og framleiðslu efna fyrir
heilsu- og snyrtivöruiðnaðinn. Hafa þeir
meðal annars leit-
að fyrir sér í
Reykjanesbæ.
Árni Sigfússon,
bæjarstjóri í
Reykjanesbæ,
segir að tvö fyr-
irtæki hafi sýnt
því áhuga að
koma upp þör-
ungagróðurhúsum
í Reykjanesbæ.
Hafa fulltrúar
þeirra meðal ann-
ars athugað að-
stöðu á atvinnu-
svæðinu Ásbrú og
í Helguvík.
Kjartan Eiríks-
son, framkvæmda-
stjóri Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar
(KADECO), segir að menn hafi komið til
að skoða aðstöðu á Ásbrú, meðal annars
með það í huga að nýta húsnæði sem til
er og hugsanlega fá lóð til uppbyggingar
í framtíðinni. Hann tekur fram að málið
sé enn á frumstigi. Hins vegar séu að-
stæður á Ásbrú að mörgu leyti sniðnar
fyrir slíka starfsemi. Nefnir hann mögu-
leika á rannsóknum og menntun starfs-
fólks hjá Keili og nálægðina við alþjóða-
flugvöllinn.
Verðmætt efni, astaxanthin, er unnið
úr smáþörungum og notað sem fæðubót-
arefni, litarefni og í snyrtivörur. Það
finnst í ýmsum öðrum lífverum.
„Þessum aðilum líst vel á aðstæður
hér. Fróðlegt verður að sjá hvað úr þessu
verður,“ segir Árni.
Hugað
að þör-
ungarækt
Leitað að plássi fyr-
ir þörungagróðurhús
Iðnaður
» Miklir mögu-
leikar eru taldir
felast í þörunga-
iðnaði hér á
landi.
» Bláa lónið hef-
ur notað smá-
þörunga í Blue
Lagoon snyrti-
vörur og Matís
hefur þróað
þaraskyr.
Samstarfsverkefnið Bændur
græða landið hefur nú staðið yfir í
22 ár og borið ríkulegan árangur.
Landgræðsla ríkisins og bændur
um allt land taka þátt í því og í
fyrra voru þátttakendur orðnir 656
talsins. Samstarfið skilar margfalt
því sem Landgræðslan ein gæti
áorkað með sama fjármagni. Mark-
miðið er að stöðva rof, klæða landið
gróðri og fá stærra nýtanlegt land.
Landgræðslan veitir ráðgjöf og
greiðir niður að hluta áburð og
úthlutar grasfræjum. »14
30.000 hektarar
verið uppgræddir
Uppgræðsla Gömlu heyi blásið í rofabörð.
Færri glæpir
voru á höfuð-
borgarsvæðinu
2011 en 2010. Al-
varlegri glæpir
voru hins vegar
tíðari, meðal
annars þrjú
morðmál. Fíkni-
efnamálum fjölg-
aði og vopnaburður er algengari en
áður. Aðallega er um eggvopn að
ræða og árásir með þeim hafa auk-
ist. Innflutningur kannabisefna hef-
ur dregist verulega saman og fram-
leiðslan aukist jafnhliða hérlendis
auk framleiðslu á öðrum fíkniefn-
um. Innbrotum hefur fækkað mikið
milli ára sem og ofbeldisverkum.
Niðurskurður kemur niður á
umferðareftirliti. »20
Fleiri ganga orðið
um með eggvopn
Spessi ferðaðist á
mótorhjóli um Kansas
FINNUR.IS
Aldrei auðveldara
að opna vefverslun