Morgunblaðið - 02.08.2012, Síða 10
María Ólafsdóttir
maria@mbl.is
V
inkonurnar Ingibjörg
Þóra Gestsdóttir og
Kristín Unnur Þór-
arinsdóttir, eða Inga og
Stína eins og þær kalla
sig, hanna saman teppapeysu undir
nafninu Koffort. Inga er útskrif-
aður fatahönnuður frá Danmörku.
Hún vann um tíma hjá saumastofu
sjónvarpsins og var í hönn-
unarteymi fyrirtækisins Pells og
purpura. Stína hefur starfað sem
flugfreyja hjá Icelandair í 16 ár og
kviknaði hugmyndin að teppapeys-
unni í 40 þúsund fetum yfir Atlants-
hafinu.
Breytt á einfaldan hátt
„Farþegarnir reyndu að hafa
það notalegt undir þunnum teppum
að næturlagi og vaknaði þá sú hug-
mynd að sniðugt væri að sameina
hlýja peysu og teppi í eitt. Ég er
mikil áhugamanneska um fallega
hönnun sem þjónar tilgangi. Ég
ákvað að draga Ingu vinkonu mina
með mér í þetta verkefni enda er
hún mjög fær fatahönnuður. Ég
hefði ekki getað valið betri mann-
eskju með mér í þetta ferðalag.
Þetta er búinn að vera mjög
góður skóli og mikil en skemmtileg
vinna og við erum alltaf að læra
eitthvað nýtt,“ segir Stína.
Teppapeysan er með ermum
og hettu og lokast neðst þannig að
poki myndast fyrir fæturna. Henni
má breyta í peysu á einfaldan hátt
með því að nota lykkjurnar neðst á
pokanum og smeygja þeim upp á
tölur úr kindahorni sem eru á peys-
unni innanverðri. Síðan er hægt að
rúlla allri teppapeysunni upp inn í
hettuna og breyta í kodda. Hún
vegur tæpt kíló.
Smart á ferðalögum
„Hugmyndin er að vera smart
á ferðalögum í fallegri og góðri
lopapeysu sem og dags daglega,“
segir Stína og bætir við í léttum
dúr að í raun séu það mannréttindi
að eiga slíka peysu og hún geti
örugglega bjargað mannslífum í
brekkusöngnum,“ segir Stína.
Þær stallsystur taka það sér-
staklega fram að öll umgjörðin í
kringum teppapeysuna sé íslensk;
hugmyndin, efnisvalið og vinnan, en
flíkin er úr vélprjónaðri íslenskri ull
frá Glófa og síðan saumuð og unnin
af þeim sjálfum, en það gera þær í
frítíma sínum og hafa gaman af.
Þær framleiða einnig jóga-
teppapeysur úr hvítri ull og er hett-
an á henni fóðruð með lífrænni
bómull. Hún hentar sérlega vel í
útijóga.
Einnig hafa þær síðastliðið ár
framleitt ungbarnateppapeysur í
tveimur stærðum, 0-1 árs og 1-3
ára. Hettan á þeim er líka fóðruð
með lífrænni bómull og einnig hægt
að breyta þeim í kodda líkt og stóru
peysunum. Þá má hengja teppið
upp á tölur úr íslensku völubeini og
breyta í peysu á þeirri stærri, 1-3
ára. Gert er ráð fyrir að hægt sé að
Alíslensk og hlý
teppapeysa
Í útilegu er notalegt að geta sveipað um sig einhverju hlýju og notalegu.
Teppapeysan frá Kofforti sameinar eiginleika teppis og peysu og fæst bæði fyrir
börn og fullorðna.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Falleg Teppapeysa fyrir yngstu kynslóðina í blönduðum lit.
10 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. ÁGÚST 2012
Bonito ehf. | Friendtex | Faxafen 10 | 108 Reykjavík | sími 568 2870 | www.friendtex.is
OPNUNARTÍMI
mánudag - föstudag 11:00-18:00
LOKAÐ á laugardögum
ÚTSALA
40%
50%
60%
70%
Ný frábær tilboð
Kíktu, það borgar sig
Þær eru margar aðferðirnar við að
svala sér í hitanum sem gleður okkur
þessa dagana, en ein þeirra er að búa
sér til dásamlegt ískaffi. Það er ekki
leiðinlegt að koma í heimsókn í garð-
inn til einhvers og vera boðið upp á
slíkt gómsæti, svo nú er um að gera
að æfa sig. Þá er tilvalið að fara inn á
ofangreinda vefsíðu, sheknows.com,
og prófa einhverjar af þeim upp-
skriftum að ískaffi sem þar er að
finna. Ekki vilja allir hafa sitt ískaffi
eins, sumir vilja hafa það einfalt,
sterkt kaffi með ísmolum. Aðrir vilja
hafa það sætt og orkumikið, til dæm-
is með bragðbætandi sírópi og/eða
þeyttum rjóma. Súkkulaðiflögur gera
líka gæfumuninn með útlitið en í ís-
kaffi eins og öðru sem for ofan í okk-
ur skiptir hið sjónræna miklu máli.
Svo getur hver og einn prófað sig
áfram og um að gera að láta vaða og
gera eitthvað óvenjulegt.
Vefsíðan www.sheknows.com/food-and-recipes
Ískaffi Súkkulaðiflögur á rjómann gera gæfumuninn fyrir útlit drykksins.
Svalandi ískaffi í hitanum
Helgin framundan er jú ein mesta
ferðahelgi sumarsins og úr mörgu að
moða. Sumir hafa fyrir löngu ákveðið
hvert þeir ætla að fara en aðrir fá val-
kvíða. Vert er að minna á dásemdir
Norðurlandsins, en þar verður margt
um að vera. Á Akureyri verður fjöl-
skylduhátíðin Ein með öllu og þar
verður mikið um dýrðir, útitónleikar
með heitasta tónlistarfólki landsins,
Dynheimaball og flugeldasýning svo
fátt eitt sé nefnt. Á Siglufirði verður
hið árlega Síldarævintýri og um að
gera að heimsækja þennan frábæra
bæ sem iðar af lífi um helgina. Svo
eru ótalmargt fleira á Norðurlandi.
Endilega …
… njótið Norð-
urlandsins
Ljósmynd/Þórhallur
Mannfögnuður Njótum helgarinnar.
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
Séra Matthías setti sterkansvip á bæjarlífið á sínumtíma. Davíð Stefánssonsagði að það hefði verið
eins og að mæta fjalli að mæta
honum á götu, og þá ekki fyrir það
að hann væri stór og feitur, heldur
vegna þess hversu persónuleikinn
var stór og útgeislunin mikil,“ segir
Gísli Sigurgeirsson sagnaþulur,
sem ætlar að leiða fimmtudags-
gönguna í kvöld á Akureyri og
fræða göngugesti um skáldið og
mannvininn Matthías Jochumsson.
Gengið verður frá Minjasafns-
kirkjunni á Akureyri, þar sem
Matthías steig sín fyrstu spor á
Akureyri, og að Sigurhæðum, þar
sem Matthías bjó síðustu æviárin.
Gangan tekur um klukkustund og
er þátttakendum að kostn-
aðarlausu.
„Matthías er Breiðfirðingur,
fæddur á Skógum við Þorskafjörð.
Hann vígðist þrítugur prestur að
Móum á Kjalarnesi og seinna var
hann með blaðaútgáfu í Reykjavík
og gaf út Þjóðólf sem var einhvers
konar Morgunblað þess tíma. Síðan
var hann í sex ár prestur í Odda á
Rangárvöllum, en flytur að lokum
hingað til Akureyrar í lok nítjándu
aldar, árið 1887. Hann bjó hér til
æviloka en hann lést árið 1920, viku
eftir að hann hafði verið gerður að
fyrsta heiðursborgara Akureyrar,“
segir Gísli og bætir við að Matthías
segi í minningum sínum að Akur-
eyringar hafi tekið honum heldur
fálega í byrjun. „Hann var fátækur
prestur með stóran barnahóp og
hann hafði á tilfinningunni að Ak-
Að mæta Matthíasi var
eins og að mæta fjalli
Skáldaganga í kvöld á Akureyri
Matthías Hann var húmanisti,
opinn og fljótur að kynnast fólki.
Skannaðu kóðann
til að fara inn á
vefsíðuna.