Morgunblaðið - 02.08.2012, Síða 14

Morgunblaðið - 02.08.2012, Síða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. ÁGÚST 2012 Tónastöðin • Skipholti 50d • Reykjavík • sími 552 1185 & Strandgata 25 • Akureyri • sími 456 1185 • www.tonastodin.is Tónastöðin býður upp á mikið úrval hljóðfæra og nótnabóka fyrir allar tegundir tónlistar og leggur áherslu á góða og persónulega þjónustu. Hjá okkur færðu faglega þjónustu, byggða á þekkingu og áratuga reynslu. Viðskiptavinir ÓB og Olís hafa notið góðs gengis íslenska handbolta- landsliðsins á Ólympíuleikunum til þessa með því að fá afslátt á elds- neytislítranum sem nemur vinnings- forskoti liðsins. Eftir leikinn gegn Argentínu var afslátturinn sex krón- ur og tíu krónur eftir sigur á Túnis. Önnur olíufélög höfðu síðdegis í gær ekki enn brugðist sérstaklega við þessu útspili ÓB, sem er í eigu Olís. Talsmenn félaganna segja að það verði gert með einhverjum hætti áður en langt um líður, enda versl- unarmannahelgi framundan og landsmenn á faraldsfæti. Framundan er leikur gegn Sví- þjóð í kvöld og Frökkum á laugar- dagskvöld. Það gætu orðið erfiðari leikir og spurður hvort ÓB muni hækka verðið ef Ísland tapar þeim leikjum segir Sigurjón Bjarnason, rekstarstjóri ÓB-stöðvanna, svo ekki vera. „Að sjálfsögðu vonumst við til að þeir vinni, ef þeir tapa þá munum við samt gera eitthvað,“ seg- ir Sigurjón, fyrrum handboltakappi og landsliðsmaður. Síðasti leikur Ís- lands í riðlinum er gegn Bretum á mánudag. Þeir hafa verið að tapa sínum leikjum með allt að 30 mörk- um og því eiga viðskiptavinir ÓB og Olís í vændum vænan afslátt eftir þann leik. „Við lítum svo á að ÓB sé að bregðast við okkar tilboðum í sumar og þess verður ekki langt að bíða að við bregðumst við þessu,“ segir Ein- ar Örn Ólafsson, forstjóri Skeljungs, sem á og rekur Orkuna. Hugi Hreið- arsson, markaðsstjóri Atlantsolíu, segir félagið fylgjast vel með og „standa sína plikt, sama á hverju dynur.“ Hann segir þetta sýna að það sé líf á markaðnum. bjb@mbl.is Olíufélögin ætla að bregðast við  Viðskiptavinir ÓB og Olís hafa notið góðs gengis „strákanna okkar“ á ÓL Morgunblaðið/Frikki Samkeppni Önnur olíufélög boða viðbrögð við útspili ÓB og Olís. Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is Markmið verkefnisins Bændur græða landið er að stöðva rof og klæða landið gróðri á ný. Verkefnið hefur staðið yf- ir í 22 ár, frá 1990, en á því tímabili hafa 30.000 hektarar af gróðurvana landi breyst í frjósaman jarðveg. Verkefnið er samvinna bænda og Landgræðslunnar. Landið er tekið út og í kjölfarið fá bændur áburð og grasfræ ef þurfa þykir, húsdýra- áburður og úrgangshey eru einnig notuð í ríkum mæli. Áburðurinn er niðurgreiddur að hluta en bændur sjá um að vinna verkið. Verkefnið hefur gengið vonum framar, mælst vel fyrir og árangurinn lætur ekki á sér standa. Hækkun á áburðaverði hefur þó bitnað á verkefninu. „Þetta eru vá- gengistímar. Þegar betur árar og við höfum meiri pening en núna þá langar okkur að efla verkefnið. Við þurfum að fá fleiri þátttakendur og einnig mæta þörf þeirra þátttakenda sem fyrir eru,“ segir Guðmundur Stefáns- son, sviðsstjóri landverndarsviðs hjá Landgræðslunni. Þrátt fyrir það segir hann: „margir bændur sem taka þátt í verkefninu gera meira en sem nemur okkar stuðningi.“ Landgræðslan vinnst ekki á einni nóttu. „Í landgræðslu, bæði á láglendi og hálendi eru óþrjótandi verkefni um ófyrirsjáanlega framtíð. Það er tals- vert af landi sem liggur lágt, nytjalönd og afréttir, sem er verið að græða upp og þyrfti að gera betur. Þetta gengur allt vel en eini gallinn er að við getum aldrei gert nógu mikið, þó vissulega séum við ánægð með árangur verk- efnisins,“ segir Guðmundur. Samskipti lykillinn „Samfélagslegi þátturinn og sam- skipti bænda og sérfræðinga er annar skemmtilegur flötur á verkefninu, þó landgræðslan sem slík sé mikilvæg,“ segir Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, héraðsfulltrúi Vesturlands og Vest- fjarða, einn umsjónarmanna verkefnisins. „Við erum í ofsalega miklum og góðum tengslum við bændur. Ég er héraðsfulltrúi á Vesturlandi og Vest- fjörðum og heimsæki bændur um allt svæðið. Eftir að hafa tekið þátt í þessu verkefni hef ég náð að mynda góð tengsl og við erum sýnilegri fyrir vikið. Það eru allir að vinna saman að sameiginlegu markmiði. Það er ávísun á að ná árangri.“ Undir þessi orð tekur Brita Berg- lund landfræðingur. Mastersritgerð hennar í umhverfissamskiptum (e. environmental communication), fjallar um verkefnið Bændur græða landið. Brita skoðar mannleg sam- skipti í kringum umhverfismál. Hún segir að vandamálin liggi oft í mann- legum samskiptum og lausnirnar þá oftast líka. „Hugmyndir liggur í því að koma ekki með boð og bönn heldur ræða saman. Lausnin felst í sam- skiptunum. Ótrúlegir hlutir áttu sér stað þegar bændum gafst tækifæri á að ræða við sérfræðinga Landgræðsl- unnar og öfugt,“ segir Brita. Notast var við svokallaða þátttöku- nálgun í verkefninu, að nálgast bónd- ann út frá hans forsendum. „Flestallir bændurnir voru byrjaðir að græða upp landið áður en þeir tóku þátt í verkefninu, en þó af veikum mætti.“ Með því að fá bændur til að leggja meiri rækt við heimahagana minnk- aði álagið á afréttina sem veitti ekki af hvíld frá ágangi búfénaðarins. Með því að beita þessum hætti hafði það ákveðin margveldisáhrif.“ Fikt endaði með ástríðu Bændurnir Þorvaldur Jónsson og Ólöf Guðmundsdóttir að Brekkukoti í Reykholti hlutu landgræðsluverðlaun ríkisins 2011. Þau hafa unnið þrot- laust að uppgræðslu landsins frá 1990. Fljótlega upp úr því bauðst þeim þátttaka í verkefninu og sjá ekki eftir því. „Þetta voru 75 hektarar af ógrón- um mel sem nú er alþakinn gróðri. Nú eru um 5 hektarar eftir. Verkefnið flýtti mikið fyrir,“ segir Þorvaldur. Aðspurður um hvort þetta sé ekki mikil þolinmæðisvinna segir hann; „Ég tek ekkert eftir því ég hef svo gaman af þessu. Maður veit að þetta tekur tíma og það er svo gaman að sjá þegar þetta gerist.“ Landgræðsla eilífðarverkefni Auðn Ógrónir melarnir á Brekkukoti árið 1997. Ljóst er að mikið starf beið þeirra hjóna en með elju og þrautseigju að vopni náðu þau settum árangri.  30.000 hektarar hafa verið græddir upp í Bændur græða landið, verkefni Landgræðslu ríkisins  Samskipti bænda og sérfræðinga einstaklega árangursrík  Bændur um allt land þátttakendur Gróður Árangursríkt landgræðslustarf og melarnir orðnir grónir árið 2011. Stöku sinnum mætir brottfluttur sonur á svæðið og lendir flugvél sinni þar. Þátttakendur í Bændur græða landið Grunnkort/Loftmyndir ehf. Staðsetninga þáttakenda Héraðssetur Hvanneyri Gunnarsholt Egilsstaðir Húsavík Sauðárkrókur Dýrmætt samstarf » Árið 2011 voru þátttakendur 656 og fjölgaði um 16 milli ára. » Sumarið 2011 var dreift 1.159,8 tonnum af áburði og sáð 8.584 kg af fræi. » Hver virkur þátttakandi dreifði að meðaltali 2,3 tonnum af áburði og sáði 16,7 kg af fræi. » Landgræðslan greiðir þátt- takendum sem nemur 85% kostnaðar vegna áburðakaupa og lætur þeim í té grasfræ þar sem þess er talin þörf. » Kortlagning uppgræðslu- svæða hófst með markvissum hætti 2010. 85% af svæðunum hafa verið kortlögð. Í þeirri vinnu var farið á vettvang með þátttakanda og mörk svæðanna dregin inn á loftmynd og að- gerðir á svæðunum skráðar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.