Morgunblaðið - 02.08.2012, Qupperneq 15
FRÉTTIR 15Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. ÁGÚST 2012
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Júlímánuður var mjög hlýr um landið
suðvestan- og vestanvert og hiti var
yfir meðallagi um land allt. Að tiltölu
var kaldast austanlands. Úrkoma var
nær alls staðar undir meðallagi en þó
var ekki nærri því eins þurrt og í júní.
Sólskinsstundir voru óvenjumargar
norðanlands og vel yfir meðallagi
syðra. Hægviðrasamt var í
mánuðinum.
Þetta er niðurstaða Trausta Jóns-
sonar veðurfræðings, sem tekið hefur
saman yfirlit um veðrið á landinu í ný-
liðnum júlímánuði.
Meðalhiti í Reykjavík í júlí mældist
12,5 stig, 1,9 stigum ofan meðallags og
er þetta tíundi hlýjasti júlímánuður
sem vitað er um i Reykjavík. Er þá
tekið tillit til flutninga veðurmæling-
arstöðvarinnar um bæinn síðan mæl-
ingar hófust fyrir rúmlega 140 árum.
Júlí 2010 var hlýrri heldur en júlí nú.
Sá 7. hlýjasti í Stykkishólmi
Í Stykkishólmi var meðalhitinn 11,8
stig og er það 1,9 stigum yfir með-
allagi. Er þetta 7. hlýjasti júlí í þau
167 ár, sem hiti hefur verið mældur
þar í bæ.
Að tiltölu var nokkuð kaldara um
landið austanvert. Á Akureyri var
meðalhitinn 11,7 stig, eða 1,2 stigum
yfir meðallagi og á Egilsstöðum var
hiti í meðallagi. Þetta er hlýjasti júlí-
mánuður síðan mælingar hófust á
Stórhöfða í Vestmannaeyjum haustið
1921. Áður var mælt í kaupstaðnum
og þar varð ámóta hlýtt í júlí 1880 og
nú – en hafa verður í huga að mæli-
aðstæður eru nokkuð aðrar, segir
Trausti. Meðalhitinn á Stórhöfða var
11,9 stig.
Meðalhiti mánaðarins var hæstur í
Skarðsfjöruvita, 13,1 stig, og 12,8 stig
í Surtsey. Lægstur var meðalhitinn á
Brúarjökli, 3,3 stig. Á láglendi var
meðalhitinn lægstur í Seley, 7,6 stig.
Hæsti hiti mánaðarins mældist á
Stjórnarsandi á Kirkjubæjarklaustri
þann 8. júlí, 24,8 stig. Sama dag
mældist hæsti hiti á mannaðri stöð í
mánuðinum 24,0 stig. Það var einnig
á Kirkjubæjarklaustri. Hiti komst í
20 stig nítján daga í mánuðinum.
Lægstur mældist hitinn á Gagn-
heiði þann 1., -3,5 stig. Í byggð mæld-
ist hitinn lægstur -2,4 stig í Fáskrúðs-
firði þann 1. júlí. Sama dag mældist
lágmarkshiti -0,7 stig á Torfum í
Eyjafirði. Var það lægsta lágmark á
mannaðri stöð í mánuðinum. Hiti fór
niður fyrir frostmark á landinu 14
daga mánaðarins og í byggð mældist
frost átta daga í mánuðinum.
Tvö landsdægurmet féllu í mán-
uðinum. Þann 1. júlí mældist frost
-3,5 stig á Gagnheiði – eldra met var
-3,0 stig sett á Staðarhóli í Aðaldal
2001 og þann 10. mældist frostið -2,8
stig á Gagnheiði – eldra met var sett
á Vöglum í Fnjóskadal 1963.
Þurrt var á landinu
Fremur þurrt var á landinu og úr-
koma alls staðar minni en í meðalári.
Ekki var þó jafnþurrt og verið hefur
mánuðina á undan. Úrkoma mældist
35,0 millimetrar í Reykjavík og er
það um tveir þriðju hlutar meðal-
úrkomu. Á Akureyri mældist úrkom-
an í júlí 25,4 millimetrar og er það um
77 prósent meðalúrkomu. Á Höfn í
Hornafirði mældist úrkoman 59,0
millimetrar. Á Stórhöfða í Vest-
mannaeyjum var heildarúrkoma
mánaðarins 39,7 millimetrar sem er
42 prósent meðalúrkomu.
Meðalloftþrýstingur í Reykjavík
mældist 1012,5 hPa og er það 2,4 hPa
ofan við meðallag.
Loftþrýstingur mældist mestur
1029,0 hPa á Keflavíkurflugvelli þann
6. júlí, en lægstur á Stórhöfða í Vest-
mannaeyjum þann 22. júlí, 972,8 hPa.
Þetta er lægri þrýstingur en áður
hefur mælst hér á landi í júlí.
Hægviðrasamt var í mánuðinum.
Meðalvindhraði var um 0,5 m/s undir
meðallagi, svipað og varð síðast 2003.
Hiti var yfir meðallagi um land allt
Hlýjasti júlímánuður síðan mælingar hófust á Stórhöfða árið 1921 Úrkoma var nær alls staðar
undir meðallagi en þó var ekki nærri því eins þurrt og í júní Meðalvindhraði var undir meðallagi
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Góðviðri Landsmenn allir nutu einstakrar veðurblíðu í nýliðnum júlí. Úti-
kaffihúsin voru þéttsetin á sólardögum og komust færri að en vildu.
Sólríkt var bæði í Reykjavík og á
Akureyri í júlí.
Í Reykjavík mældust sólskins-
stundirnar 219,7 og er það 48
stundum umfram meðallag.
Þetta er svipað og í júlí 2010 en
nokkru minna en í júlí 2009. Á
Akureyri mældust sólskinsstund-
irnar 237,4. Þetta er nærri því
jafnmikið og mest hefur mælst
þar í júlí áður, en í sama mánuði
1929 skein sól í 238,6 stundir.
Í Reykjavík eru sólskinsstund-
irnar síðustu þrjá mánuði nú
orðnar 836,6 og hafa aldrei orðið
fleiri í þessum sömu mánuðum
ársins. Sól hefur skinið í samtals
783 klukkustundir síðustu þrjá
mánuði á Akureyri (maí til júlí)
og er það nýtt met í þessum
mánuðum.
Óvenjusólríkt var einnig í júní,
bæði í Reykjavík og á Akureyri. Í
Reykjavík mældust sólskins-
stundirnar 320,6 og hafa aðeins
einu sinni orðið fleiri í júní. Það
var 1928 þegar þær mældust
338,3.
Á Akureyri mældust sólskins-
stundirnar 258,4 og er það 82
stundum umfram meðallag.
Sólskinsmet
hafa fallið
FÁDÆMA BJARTVIÐRI
HEFUR VERIÐ SÍÐAN Í MAÍ