Morgunblaðið - 02.08.2012, Síða 17

Morgunblaðið - 02.08.2012, Síða 17
FRÉTTIR 17Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. ÁGÚST 2012 Sjáðu Við erum flutt Sjáðu, Hverfisgötu 52, 101 Reykjavík Sími: 561-0075 - sjadu.is Samskip lýstu því yfir við Sjó- mannafélag Íslands í fyrrinótt að séð yrði til þess að íslenskir sjó- menn yrðu ráðnir í hásetastöður á Helgafelli og erlendir hásetar sem nú eru um borð verði farnir úr skipsrúmi eigi síðar en þegar skipið kemur til Reykjavíkur úr næstu ferð. Sjómannafélagið aflýsti í kjöl- far þess banni við losun og lestun skipsins á Grundartanga svo og lestun og losun Arnarfells í Rotter- dam. „Á þessum árstíma hafa íslensk fyrirtæki gjarnan þurft að ráða er- lenda starfsmenn vegna þenslu á vinnumarkaði. Ekki fæst fólk til starfa,“ segir Anna Guðný Aradótt- ir, markaðsstjóri Samskipa. Hún bendir á að sama eigi við um Sam- skip og fyrirtæki í mörgum öðrum atvinnugreinum, ekki hafi fengist fólk með sérþekkingu á þessum tíma. Hún segir að reynt verði til hins ýtrasta að fá hæft fólk hér- lendis til starfa þegar skipið kemur aftur til Reykjavíkur. Helgafell sigldi frá Grundar- tanga til Reykjavíkur í fyrrinótt og heldur í dag áfram til Evrópu í hálfsmánaðarlanga áætlunarferð. Sjómannafélagið hefur haldið því fram að tveir erlendir hásetar, sem deilan snýst um, hafi aðeins um fimmtung þeirra launa sem kjara- samningar hér á landi kveða á um. Jónas Garðarsson, formaður Sjó- mannafélagsins, vísar til ráðning- arsamninga mannanna sem hann segist hafa afrit af. Anna Guðný segir að fullyrðing Sjómanna- félagsins um laun hásetanna sé al- röng en segist ekki geta tjáð sig um launamál starfsfólks. helgi@mbl.is Morgunblaðið/Sigurgeir S. Bann Ekki var unnið við Helgafell á meðan málin voru rædd við útgerðina. Íslenskir sjómenn fá hásetastöðurnar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.