Morgunblaðið - 02.08.2012, Side 19

Morgunblaðið - 02.08.2012, Side 19
FRÉTTASKÝRING Ingvar P. Guðbjörnsson ipg@mbl.is Jákvæð þróun var á síðasta ári á mörgum sviðum glæpa og afbrota. Þetta má sjá í nýlegri ársskýrslu lögreglustjórans á höfuðborgar- svæðinu fyrir árið 2011. Glæpum al- mennt fækkar. Innbrot eru færri en áður og hafa raunar aldrei verið færri frá stofnun embættisins. Merkja mátti minni ölvunarakstur en á móti fjölgaði tilvikum þar sem fólk var undir áhrifum lyfja eða fíkniefna við akstur. Minni háttar of- beldisbrotum fækkar umtalsvert, voru 451 fyrstu sex mánuði árs 2010 en 350 árið 2011. Í ár var örlítil fjölg- un á ný eða 365 á sama tímabili. Vopnaburður orðinn algengari En þrátt fyrir margt jákvætt er einnig margt ógnvænlegt að gerast í samfélaginu og vopnaburður er að verða algengari. Stefán Eiríksson lögreglustjóri segir aðallega um eggvopn að ræða og að það sé að færast í vöxt að menn gangi með þau á sér í miðborginni á síðkvöldum, þegar flestir aðrir eru þar að skemmta sér. Árásir með egg- vopnum og hótanir með þeim eru einnig meira áberandi. Þá segir hann vopnaburð algengari hjá þeim sem stunda skipulagða glæpi og þeim sem tengjast fíkniefnaheim- inum. Af þeim heimi eru einnig um- talsverðar fréttir í skýrslunni. Mun fleiri fíkniefnamál komu upp á síð- asta ári og stærri mál en oft áður. Aukin fíkniefnaframleiðsla Stefán segir að innflutningur á kannabisefnum hafi dregist veru- lega saman og að þau séu að mestu framleidd hér. Hann segir lögreglu hafa tekist vel til að uppræta slíka framleiðslu og segist viss um að framleiðsla á amfetamíni og me- tamfetamíni sé hérlendis og einnig lokaferill framleiðslu á kókaíni. Tollayfirvöld hafi haldlagt bæði fljótandi amfetamín og kókaín. Fyrstu sex mánuði þessa árs komu upp 996 fíkniefnamál, þriðj- ungi fleiri en á sama tíma í fyrra. Í júní komu 145 mál upp og af þeim voru 72% vegna vörslu fíkniefna. 850 mál vegna heimilisofbeldis eða heimiliófriðar komu á borð lög- reglu árið 2011 og var um fjórð- ungur málanna rakinn til ofbeldis. Þrjú morðmál komu upp á síðasta ári, sem er einu færra en samtals á árunum 2007-2010. Í einu tilviki var ung kona drepin af barnsföður og var málið tengt sambandsslitum. Í öðru myrti kona barn sitt í fæðingu og skildi eftir í ruslagámi. Í því þriðja hlaut maður áverka á hálsi eftir eggvopn og lést síðar á spítala. Umferðareftirlit skorið niður Lögreglan fór ekki varhluta af niðurskurði árið 2011. Í leiðara lög- reglustjóra segir: „Að mati undirrit- aðs hefur allt of langt verið gengið í niðurskurði til löggæslu á höfuð- borgarsvæðinu. [...] þá er ljóst að fækkun starfsmanna hefur haft veruleg áhrif á ýmsa þætti og máls- hraði í málum sem ekki teljast til brýnustu forgangsmála er óvið- unandi. Þá hefur öll stoðþjón- usta innan embættisins liðið fyrir niðurskurðinn.“ Stefán segir að niður- skurðurinn komi meðal ann- ars niður á umferðareft- irliti, en færri lögreglumenn séu nú í þeim störfum en áður vegna niðurskurðarins. Umferðarlagabrot eru þó enn umtalsverð og má kannski þakka sjálfvirkum myndavélum og myndavélabíl einhvern hluta þess árangurs að upplýsa um þau. Færri glæpir 2011 en harðari glæpaheimur Morgunblaðið/Júlíus Manndráp Þrjú morðmál voru á borði lögreglu í fyrra. Í einu þeirra ók maður á LSH í Fossvogi með lík barnsmóður sinnar í farangursgeymslu. 20 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. ÁGÚST 2012 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Grímstaða-málið vekuróþægilegar kenndir. Ástæður þess eru auðvitað margar. En hér skulu aðeins nefnd- ar tvær, sem eru sláandi. Ann- ars vegar hve mjög það minnir á svo kallað Magma-mál og hins vegar á stjórnlagaþingsmálið. Þessar tengingar eru ekki síst eftirtektarverðar vegna þess hve ólík málin virðast við fyrstu sýn. Rétt er að bera fyrst saman Magma-málið og hið alþjóðlega braskmál um Grímsstaði á Fjöll- um. Margir minnast þess að þing- flokkur VG fól formanni flokks- ins að fylgjast sérstaklega með Magmamálinu, svo engin hætta yrði á að það mál þróaðist eins og það gerði. Ári síðar var það mál komið í öngþveiti og óaftur- kræft nema með bullandi áhættu um skaðabótakröfur á hendur Íslandi. Steingrímur J. hafði haft putta á málinu allan tímann og aldrei svo mikið sem slegið fingri létt á minnstu að- vörunarbjölluna, né sagt félög- um sínum frá hvað væri að ger- ast. Þegar málið sprakk framan í íslenskan almenning þóttist Steingrímur í fyrstu koma af fjöllum, en lét næst eins og farið yrði í að vinda ofan af málinu. Svo voru settir niður marg- víslegir hópar, bæði innan ríkis- stjórnar og svo kallaðar fag- nefndir. Með því var málið þæft mánuðum saman og komist svo að þeirri niðurstöðu að ekki væri hægt að bregðast við því að hinn erlendi aðili hefði farið í kring- um íslensk lög, meðal annars fyrir ábendingu ráðherra í ríkis- stjórn Íslands, sem viðurkenndi aðkomu sína að málinu. Öll svið- setningin var ekki til annars gerð en að ná suðunni niður í þolmörk í þingflokki VG og með- al stuðningsfólks hans vítt og breitt um landið og ýta málinu á braut gleymskunnar. Eftir svik forystu VG í ESB- málum þóttust margir sjá hvers konar menn hún hefði að geyma og eftir framgöngu í Magma- málinu fjölgaði þeim sem vissu að varlegast væri að treysta engu. Sami leikurinn fer nú fram í Grímsstaðamálinu og handritið er nánast notað óbreytt frá upp- setningunni af Magma-fars- anum. Meira að segja orðin „að ekkert óafturkræft hafi enn verið aðhafst“ eru eins í báðum handritunum. Og iðnaðarráðu- neytið hefur lagt sig í framkróka að finna hjáleið og undanþágur fyrir hinn erlenda umsækjanda, sem hafði þó sjálfur tekið fram að hann myndi aldrei fela sig á bak við skúffufyrirtæki eins og gert var í dæmi Magma. En hvað um stjórnlagaþings- málið? Af hverju vekur hið kín- versk-íslenska landabrasksmál hugrenningatengsl við það? Þegar æðsti dómstóll Íslands hafði samhljóða úr- skurðað, með aukn- um fjölda dómenda, að svo yfirþyrmandi annmarkar hefðu verið á stjórnlagaþings- kosningum að ekki yrði komist hjá því að ógilda þær voru að- eins tveir kostir til í stöðunni: Að hætta við hina óskiljanlegu atlögu að stjórnarskránni eða, ef það var pólitískur ómöguleiki, að endurtaka kosningarnar og í þetta sinn með lögmætum hætti. Þriðji kosturinn var ekki til og sá var valinn. Sú skýring hafði verið gefin á kosningunni að hún væri nauð- synleg forsenda þess að stjórn- lagaþingsfulltrúar hefðu ótví- rætt umboð frá þjóðinni til sinna verka. Slíks umboðs yrði ekki aflað nema með nýjum kosningum. En nú var blásið á þessa ófrávíkjanlegu forsendu og minnihluti Alþingis kaus sjálfur þingfulltrúa með hlið- sjón af hinni útköstuðu kosn- ingu! Síðan hefur fitlið við stjórnarskrána verið í full- komnum ógöngum. En hvað um hitt málið? Að lögum var óheimilt að selja hin- um kínverska fjárfesti landið sem hann vildi kaupa. En til varð undantekningarheimild. Slíkar heimildir eru nákvæm- lega það sem þær segjast vera og eingöngu veittar ef óvenju- legar og ríkar ástæður standa til þess og auðvitað fremur þeg- ar um smá mál er að ræða og lítt umdeild. Engu slíku var til að dreifa í þessu tilviki. Innanríkis- ráðherrann, sem málið fellur undir, hafði því enga ástæðu til að veita undanþágu frá lögun- um. Slík gjörð af hans hálfu hefði verið mjög vafasöm, ef ekki beinlínis heimildarlaus. Ráðherrann afgreiddi málið með þeim eina hætti sem fær var. Þá var gripið til stjórnlaga- þingsafbrigðisins. Málið var umsvifalaust fært til innan stjórnarráðsins og nú var leitað allra leiða til að komast framhjá ákvörðun innanríkisráðherrans. Markmiðið var augljóslega að lokaafgreiðslan yrði í raun eins og sá ráðherra hefði samþykkt undanþágubeiðnina en ekki hafnað henni. Ráðherrann varð að vonum bæði hissa og óróleg- ur og tók málið upp í ríkisstjórn. Formaðurinn hans, hinn sér- staki umsjónarmaður Magma- málsins, setti málið, sem áður hafði verið afgreitt, í kunnug- legan farveg. Ekkert óaftur- kræft hefur verið gert, sagði hann og bætti við að starfs- hópur á vegum ríkisstjórnar- innar myndi fara yfir málið. Af hverju? Var ekki búið að af- greiða það með stjórnskipun- arlegum hætti? Það er óvenjulegt að sama leikritið sé sett upp með svo skömmu millibili} Grímsstaða málsins H var eru hægri-kratarnir í Sam- fylkingunni?“ spurði ungur sjálfstæðismaður mig á dög- unum og bætti við: „Eru þeir búnir að gefast upp?“ Senni- lega er ég ekki rétta manneskjan til að svara þessari spurningu því hún hefur svo oft leitað á mig án þess að ég hafi fundið svarið. Svo sannarlega vildi ég vita hvar hægri-kratarnir eru. Þeir eru allavega ekki í Samfylkingunni því þangað eru þeir ekki velkomnir. Helstu talsmenn Samfylkingar stunda sína vinstrisinnuðu pólitík af offorsi og boða að Sjálfstæðisflokkurinn sé flokka verstur. Brýnt er fyrir fólki að það verði að halda vöku sinni því það jafngildi þjóðarógæfu að Sjálf- stæðisflokkurinn komist aftur til valda. Er þetta nú ekki fullmikil paranoja þegar haft er í huga að Sjálfstæðisflokkurinn er hófsamur borg- aralegur flokkur án öfga? Talsmenn Samfylkingar bera svo mikið lof á afturhaldið í Vinstri-grænum og óska eftir áframhaldandi stjórnarsamstarfi við þann flokk. Senni- lega vegna þess að Vinstri-grænum er helst talið treys- andi til að halda áfram skörulegri baráttu gegn atvinnu- rekendum – það er að segja hinu illa auðvaldi sem að vísu skaffar fólki vinnu en gerist sekt um að reka fyrirtæki sín með hagnaði. Menn sem efnast á atvinnurekstri eiga ekki upp á pallborðið hjá þessari ríkisstjórn. Þeir þykja afar tortryggilegir og líklegt efni í fjárglæframenn. Er ekki kominn tími til að einhver sem er í forsvari fyrir Samfylkinguna fari að tala nútímalega? Þegar forystumenn Samfylkingar opna munn- inn streyma upp úr þeim gamlar lummur, sem eru eins og samdar á flokkskontór Vinstri- grænna. Það er svo að segja ekkert í þessu aumlega ríkisstjórnarsamsulli sem minnir á framsýna pólitík. Samt vilja þingmenn Sam- fylkingar endilega endurnýja stjórnarsam- starfið. Einstaka þingmenn Samfylkingar geta greinilega ekki beðið eftir að losna við Jó- hönnu Sigurðardóttur úr formannsstóli og mæta í viðtöl og fara með hina alþekktu þulu um að margir hafi komið að máli við þá og þeir séu tilbúnir að íhuga að bjóða sig fram í for- mannsembættið. Þeir bæta svo við að auðvitað njóti Jóhanna gríðarlegra vinsælda – sem er sérkennileg staðhæfing því allir vita að Jó- hanna er skelfilega óvinsæl. Þessi sjálfumglöðu for- mannsefni vilja umfram allt að Samfylkingin haldi áfram sömu lummulegu stefnunni. Stefnu sem er órafjarri frjálslyndri jafnaðarstefnu, og er sennilega bara gömul alþýðubandalagsstefna. Ekki er vonlaust að í þingflokki Samfylkingar leynist hægri-krati í felum. Einstaklingur sem lætur stundum í sér heyra og gefur til kynna að hann sé ekki sáttur við nú- verandi stefnu flokksins. Kannski væri ráð að þessi ein- staklingur yrði háværari svo hægri-kratarnir sem flúðu Samfylkinguna gætu bent á hann og sagt: „Já sko, það er einn réttlátur meðal þeirra!“ kolbrun@mbl.is Kolbrún Bergþórsdóttir Pistill Hvar eru hægri-kratarnir? STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon „Við gerum könnun á hverju ári um hvort fólk hafi orðið fyrir brotum með því að spyrja það að því og hvort það hafi tilkynnt það til lögreglu. Eftir hrun þá jókst það hlutfall um tilkynnt brot á borð við þjófnað, innbrot og eignaspjöll úr 60% upp í 70%. Í sjálfu sér ættum við því að fá hlutfallslega meira af til- kynningum um þau brot miðað við þær tölur, en það er að draga úr þessu,“ segir Stefán Eiríksson inntur eftir því hvort fækkun brota megi rekja til minna fjármagns til löggæslu- mála. Það vekur at- hygli að flestar handtökur eru á mánudögum, næstum helmingi fleiri en á þriðju- dögum. Stefán segir að skýringin sé að mestu brot frá helginni áður sem leiði til handtaka. Flestir í járn á mánudegi LÖGREGLUSTJÓRINN Stefán Eiríksson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.