Morgunblaðið - 02.08.2012, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 02.08.2012, Blaðsíða 23
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. ÁGÚST 2012 ✝ Gréta Guð-mundsdóttir fæddist á Akranesi 24. mars 1917. Hún lést á dvalarheim- ilinu Brákarhlíð, Borgarnesi 25. júlí 2012. Foreldrar henn- ar voru hjónin Kristín Jónsdóttir, f. 10. ágúst 1881, d. 3. mars 1966, og Guðmundur Guðmundsson, f. 4. september 1884, d. 24. júlí 1937, sem bjuggu á Sigurstöðum, Akranesi. Alsystkin: Rósa, f. 1908, d. 1909, Sigríður, f. 1910, d. 2012, Halldór, f. 1911, d. 1989, f. Sigurrós 1912, d. 1990, Guð- mundur, f. 1913, d. 1990, Jón- mundur, f. 1915, d. 1988, Júl- íanna, f. 1918, d. 2010, Petrea, f. 1921, Ester Aðalheiður, f. 1923, d. 2002. Hálfsystkin sammæðra: Ástríður Þórey, f. 1899, d. 1926, og Valdimar, f. 1902, d. 1996, Sigurðarbörn. Gréta giftist 14. nóvember 1935 Kristni Hannesi Guð- mundssyni, f. 14. nóvember 1910, d. 13. desember 1995, bónda á Grímsstöðum í Reyk- holtsdal. Kristinn var sonur hjónanna Sigríðar Andrésdóttur, Munda. Hörður, f. 1967, hans kona: Anna Margrét Péturs- dóttir. Þeirra dætur: Hekla Sól, Mía Malín og Úlfhildur Ellen. 4) Guðmundur, f. 7.10. 1945, kvæntur Jóhönnu Steinunni Garðarsdóttur. Þeirra börn: Kristbjörg, f. 1965, hennar mað- ur Sigurður Bragi Sigurðsson. Börn: Aðalberg Snorri (faðir: Gestur Snorrason), sonur Snorra með Elínu Gestsdóttur, Gestur Helgi. Katla Lind, Jóhann Stein- ar og Hekla Rún. Gréta, f. 1970, hennar maður Atli Steinn Jóns- son. Þeirra börn: Steinunn Arna og Egill Örn. Kristinn Hannes, f. 1973, hans kona Kolbrún Elsa Smáradóttir. Börn: Guðmundur Atli (móðir: Ingibjörg Ó. Finn- bogadóttir), Daði Már og Daníel Breki Gunnarssynir og Kristín Embla. Jóhanna Sjöfn, f. 1975, gift Herði Guðmundssyni. Þeirra börn: Elías Andri, Tómas Orri og Adda Karen. 5) Sigurður, f. 7.3. 1948, kvæntur Ósk Maren Guðlaugsdóttur. Þeirra börn: Jóna Guðlaug, f. 1971. Hennar maður Jónmundur Ingvi Að- alsteinsson. Þeirra börn: Sig- urbjörn Máni, Una Sól og Teitur Bjarmi. Sigurgeir, f. 1976, hans kona: Bettina Björg Hougaard. Þeirra dætur Thelma Ósk og Milla Kristín. Sunna Kristín, f. 1980, gift Danial Joseph Bishop. Þeirra börn: Jacob Sindri og Er- in Sóley. Gréta verður jarðsungin frá Reykholtskirkju í dag, 2. ágúst 2012, og hefst athöfnin kl. 14. f. 1883, d. 1959, og Guðmundar Hann- essonar, f. 1881, d. 1952. Gréta og Kristinn eignuðust fimm börn. Þau eru: 1) Adda, f. 26.9. 1936, d. 22.12. 1936. 2) Andrés, f. 21.3. 1938, d. 5.12. 2009. Kvæntur Ástu K. Ragnarsdóttur. Þeirra börn: Ragn- ar Ingimar, f. 1961, kvæntur Magneu Kristínu Jakobsdóttur, hennar dóttir: Gréta Bogadóttir. Sigríður, f. 1964, gift Ingólfi Magnússyni. Þeirra börn: Bjarki Már, Ásta Kristín, gift Pétri Hanssyni, og Linda Björk. Krist- inn Grétar, f. 1965, kvæntur Ástríði Björgu Bjarnadóttur. 3) Kristín Munda, f. 5.4. 1941, hennar maður var Hörður Stef- ánsson, d. 2007. Þeirra synir: Stefán Karl, f. 1961, kvæntur Sólveigu M. Magnúsdóttur. Börn: Aðalheiður Kristín (móðir: Guðrún Ingþórsdóttir), Hörður, Silja Margrét, Magnús og Hreinn Andri. Kristinn Grétar, f. 1963, kvæntur Aðalheiði Ás- geirsdóttur. Börn: Magnús Freyr Hlynsson, hans sonur: Patrekur Loki. Hugi og Kristín Elsku amma okkar. Við systk- inin nutum þeirra forréttinda að alast upp með ykkur afa í næsta húsi við okkur á Grímsstöðum. Til þín gátum við alltaf leitað með allt. Meðan mjaltir stóðu yfir var gott að skreppa inn til þín og fá brauð með mysingi, nýsteiktar kleinur og hveitikökur. Alltaf hafðir þú tíma til að lesa sögur og afi var alltaf til í að taka í spil. Elsku fallega amma okkar, takk fyrir að gefa okkur ómetan- leg æskuár og minningar sem munu lifa í hjörtum okkar um ókomna tíð. Amma kær, ert horfin okkur hér, en hlýjar bjartar minningar streyma um hjörtu þau er heitast unnu þér, og hafa mest að þakka, muna og geyma. Þú varst amma yndisleg og góð, og allt hið besta gafst þú hverju sinni, þinn trausti faðmur okkur opinn stóð, og ungar sálir vafðir elsku þinni. Þú gættir okkar, glöð við undum hjá, þær góðu stundir blessun, amma kæra. Nú hinstu kveðju hjörtu okkar tjá í hljóðri sorg og ástarþakkir færa. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Hvíl í friði elsku amma. Þín barnabörn, Kristbjörg, Gréta, Hannes og Hanna Sjöfn. Ég er þakklát fyrir góðar stundir, kúr á milli ömmu og afa, hindberjasaft, kæfubrauð og stappaða ýsu, alltaf borðuð með gulu skeiðinni. Grímsævintýrin, Stúf og Rauðhettu. Svarta Pétur og Osen Olsen. Takk fyrir fallegar minningar. Í bljúgri bæn og þökk til þín, sem þekkir mig og verkin mín. Ég leita þín, Guð leiddu mig og lýstu mér um ævistig. Ég reika oft á rangri leið, sú rétta virðist aldrei greið. Ég geri margt, sem miður fer, og man svo sjaldan eftir þér. Sú ein er bæn í brjósti mér, ég betur kunni þjóna þér, því veit mér feta veginn þinn, að verðir þú æ Drottinn minn. (Pétur Þórarinsson) Þín, Sunna Kristín Sigurðardóttir. Takk fyrir að vera yndisleg amma sem notalegt var að koma til. Frábær amma, þar sem lítil stelpa fékk að róta á háaloftinu, gekk á háhæla skónum hennar og skoðaði gull og gimsteina í göml- um hirslum. Takk fyrir umhyggju og ástúð. Takk fyrir brauð með mysingi á milli mála. Takk fyrir að hafa alltaf haft tíma. Takk fyrir að vefja sænginni utan um mig þegar ég gisti. Takk fyrir að kenna mér bænir. Takk fyrir sög- ur og vísur. Takk fyrir dýrmætar æskuminningar. Ég mun alltaf minnast þín með hlýju. Takk fyrir allt. Jóna Guðlaug Sigurðardóttir. Í dag er komið að kveðjustund, þar sem kveðja á langömmu mína, hana Grétu. Ég veit að það er alls ekki sjálf- gefið að fólk á mínum aldri eigi langömmu eða hafi nokkurn tíma haft tækifæri til að kynnast for- feðrum sínum. Þess vegna er ég lánsöm. Mér finnst ég svo heppin að eiga góðar minningar um hana ömmu Grétu. Minningar sem ég get haldið í og svo deilt með öðr- um. Það gerist nefnilega ósjaldan að ég er eitthvað að monta mig af henni langömmu minni. Mér er sérstaklega minnis- stætt sumarið sem ég var 17 ára og bjó hjá ömmu Stínu í Hvera- gerði. Þá var langamma hjá okk- ur um tíma og í þá daga var ekki til í dæminu að ég gengi frá eftir mig að loknum kvöldmat. Hún gat sko alveg gert það. Enda ekk- ert skrítið við það að manneskja alveg að skríða í nírætt myndi ganga frá „eftir stelpuna“. Er það nokkuð? Lengi vel, þegar við systkinin vorum yngri, fengum við alltaf ullarsokka frá ömmu á jólunum. Það má eiginlega segja að jólin hafi ekki komið fyrr en við vorum spariklædd og pakksödd í ullar- sokkunum frá ömmu. Mér þykir sérstaklega vænt um þessa minn- ingu því mér fannst alltaf svo ótrúlegt að amma gamla skyldi hafa nennu í að prjóna alla þessa sokka. Seinna meir kom líka að því að þetta var orðið of stórt verkefni og við skildum það að sjálfsögðu. Enda auðvitað algjör óþarfi að fá nýja sokka á hverju ári þar sem þeir sem við áttum fyrir voru að sjálfsögðu gæða- handverk. Ég verð nú samt að viðurkenna að ég er enn þann dag í dag að átta mig á því hversu mikið af fólki átti langömmu mína með mér. Hversu rík hún var af góðu fólki og mér finnst það hreint ekki vera tilviljun því hún langamma mín var einstaklega góð og hlý kona. Það var alveg sama hversu langt leið á milli samtala eða heimsókna, alltaf var hún jafn- áhugasöm um hagi mína og hvað ég tæki mér fyrir hendur. Það fór svo sannarlega ekki á milli mála að ég átti minn stað í hjarta henn- ar og hún mun alltaf eiga góðan stað í mínu. Hörpu þinnar ljúfa lag lengi finn í muna. Því ég minnist þín í dag, þökk fyrir kynninguna. (ÁK) Elsku amma mín, takk fyrir allt. Þín Silja Margrét. Gréta Guðmundsdóttir HINSTA KVEÐJA Elsku mamma. Guð þig leiði sérhvert sinn sólarvegi alla. Verndarengill varstu minn vissir mína galla. Hvar sem ég um foldu fer finn ég návist þína. Aldrei skal úr minni mér mamma, ég þér týna. (Jón Sigfinnsson) Kveðja frá börnunum þínum, Kristín Munda, Guðmundurog Sigurður. ✝ GuðveigBjarný Ragnarsdóttir fæddist í Nausta- hvammi í Norð- firði 30. apríl 1925. Hún lést á sjúkrahúsinu í Neskaupstað 26. júlí 2012. Foreldrar henn- ar voru Ragnar Rósant Bjarnason útvegsbóndi í Naustahvammi, fæddur að Gerðabakka í Gerð- um 28. desember 1900, d. 18. september 1978 í Neskaupstað og Gyða Björný Aradóttir, fædd 2. október 1901 í Naustahvammi, d. 2. ágúst ur á Barðsnesi í Norðfirði 11. apríl 1921, d. 9. mars 1983 í Neskaupstað, og eignuðust þau þrjú börn: 1) Guðmundur, safnvörður, f. 24. maí 1945, kona hans er Ásta Sæbjörg Jóhannsdóttir, f. 11. mars 1948, þau eiga fjögur börn: Svein, Guðveigu Bjarnýju, Fanneyju Ingibjörgu og Jó- hann Óskar. Guðmundur og Ásta eiga sex barnabörn. 2) Ragna, fyrrum skrif- stofumaður, f. 14. febrúar 1947. 3) Magni Björn, rafvirki, f. 6. febrúar 1959, kona hans er Dagný Petra Gunn- arsdóttir, f. 23. desember 1961, þau eiga tvær dætur; Rögnu Nikulínu og Gullveigu Ösp. Guðveig starfaði lengst af í eldhúsi Fjórðungssjúkrahúss- ins í Neskaupstað. Útför Guðveigar fer fram frá Norðfjarðarkirkju í dag, 2. ágúst 2012, kl. 14. 1995 í Neskaup- stað. Guðveig var elst fjögurra barna þeirra hjóna en börn þeirra eru auk Guðveigar: Ari Vilhjálmur Ragn- arsson, fyrrum kennari í Garða- bæ, f. 31. maí 1927. Inga Sigríð- ur Ragnarsdóttir, húsfreyja í Neskaupstað, f. 13. desember 1931 og Gestur Ja- nus Ragnarsson, kaupmaður í Neskaupstað, f. 31. júlí 1936. Þann17. júní 1944 hóf Guð- veig sambúð með Sveini Guð- mundssyni frá Sandvík, fædd- Með nokkrum orðum langar okkur til að minnast elsku ömmu okkar, amma var ein- staklega ljúf, góð og glæsileg kona sem tók sig ekki of alvar- lega og gat hlegið að sjálfri sér og var með hjartað á réttum stað og vorum við þeirrar gæfu aðnjótandi að eiga hana að. Það eru ófáar minningarnar sem streyma um huga okkar, enda margs að minnast og má þar nefna góðar minningar frá Ásgarðinum þar sem amma gaf sér alltaf tíma fyrir okkur, hvort sem var fyrir leiðsögn, aðstoð eða spjall og gott var þá að gæða sér á einhverju góð- gæti sem hún hafði útbúið af sinni alkunnu snilld. Ekki var hægt annað en að láta sér líða vel hjá ömmu sem ávallt kall- aði okkur sínum nöfnum, Sveinki minn, nafna mín, Fannsa mín og Jóhann minn. Góðar stundir inn á dal, í Kolahlíð, sem var henni svo kær eru okkur minnisstæðar. Einnig er ofarlega í huga okk- ar öll sú umhyggja sem amma bar fyrir okkur og hvað hún fylgdist vel með og hafði hug- ann hjá okkur og fjölskyldum okkar alla tíð. Við vitum að Sveinn afi tek- ur vel á móti þér við komuna yfir móðuna miklu. Minning þín lifir í hjörtum okkar allra og með þessum orðum kveðj- um við þig elsku amma okkar. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Ástarþakkir fyrir allt, hvíl í friði. Þín barnabörn, Sveinn, Guðveig Bjarný, Fanney Ingibjörg og Jóhann Óskar. Elsku amma, yndislegasta kona sem við höfum nokkurn tímann kynnst. Við vorum svo heppnar að eiga ömmu eins og þig sem bjó undir sama þaki og við, það skipar stóran sess í minningum okkar um þig. Margar góðar minningar koma upp í hugann þegar hugsað er til þín. Við munum þegar þú passaðir okkur þegar foreldrar okkar voru að vinna, þá var gjarnan bakað, spilað, pússlað og svo var þér gjarnan hjálpað við handavinnuna. Þér þótti það alls ekki leiðinlegt að stjana í kring um okkur systur. Yfirleitt varstu með heitan mat í hádeginu og settist svo niður með prjónana þína eða heklu- nálina og hlustaðir á útvarpið svona á meðan að við vorum að dunda okkur eitthvað. Það var alltaf nóg að gera. Þegar Gyða langamma bjó hjá okkur þá hugsaðirðu svo vel um hana, komst henni fram úr á morgn- ana og greiddir á henni hárið í fallega fléttu eða snúð. Einnig munum við hvað þú eldaðir góðan mat og varst alltaf með eitthvað nýbakað á borðunum og fengum við systur að hjálpa til við baksturinn. Í kvöld- matnum var það svo látið eftir okkur að borða uppi hjá þér ef okkur þótti maturinn á neðri hæðinni ekki nógu góður. Eins eru til svo margar góðar minn- ingarnar úr Kolahlíð, bústaðn- um sem þið afi byggðuð saman og þú undir þér svo vel, sér- staklega þótti þér vænt um þegar stórfjölskyldan kom þar saman á páskum. Fólk renndi sér á skíðum eða sleðum og naut útivistarinnar saman og alltaf varst þú með veislukaffi á borðum. Fyrir nokkrum árum þegar heilsu þinni hrakaði snérist dæmið við, þá fengum við tæki- færi til þess að hugsa um og hlúa að þér. Kveikt er ljós við ljós, burt er sortans svið. Angar rós við rós, opnast himins hlið. Niður stjörnum stráð, engill fram hjá fer. Drottins nægð og náð boðin alþjóð er. (Stefán frá Hvítadal) Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. (Þórunn Sigurðardóttir) Takk fyrir okkur elsku amma. Við vonum að þér líði vel á nýjum stað. Hvíldu í friði. Kveðja, litlu stelpurnar þínar, Ragna Lína og Gullveig Ösp. Kær frænka og vinkona mín hefur kvatt í hinsta sinn. Ég fann alltaf fyrir miklum kær- leika og hlýju frá Guðveigu frænku minni og stafaði það ekki minnst af því að hún fékk mig í afmælisgjöf 1967. Ég var heppin og mér fannst það flott að eiga sama afmælisdag og hún. Það var alveg sama hvar ég var, fyrir sunnan í skóla eða búsett í Danmörku, alltaf heyrðum við í hvor annarri á afmælisdegi okkar. Margar góðar minningar koma upp í huga mér í dag. Ég ólst upp í næsta nágrenni við hana og ef enginn var heima hjá mér að loknum skóladegi var stutt að hlaupa til hennar og í Ásgarð- inum gekk maður að því vísu að fá eitthvað gott í gogginn. Hún var meistari í bakstri og ég efast um að nokkuð hafi nokkurn tímann mislukkast hjá henni. Ekki var það nú slæmt heldur að koma við í eldhúsi FSN hjá mömmu eftir skóla og fá að smakka bakk- elsið hennar Guðveigar, en þær unnu þar saman í mörg ár. Eftir því sem árin líða hefur það komið meira og meira í ljós að margar af mínum uppá- halds kökum í dag, fékk ég hjá henni í æsku. Þau hjónin, Guð- veig og Sveinn, byggðu sér sumarhús inni í Oddsdal og þaðan eigum við frændsystk- inin og ömmubörn hennar margar góðar minningar. Í Kolahlíð leið Guðveigu vel og best ef allir í fjölskyldunni voru þar saman komnir. Alltaf stækkaði hópurinn og hafa mín börn verið svo lánsöm að alast upp við þessa hefð og þennan kærleika sem ríkir á Dalnum. Nú seinni ár fækkaði ferðum Guðveigar í Kolahlíð en hug- urinn var þar. Það kom svo greinilega í ljós í okkar spjalli eftir að hún fluttist á Hjúkr- unardeild FSN. Ég og mín fjölskylda vorum svo lánsöm að búa í fimm ár í næsta húsi við frænku mína, þá styrktust tengslin og börnin mín fengu að kynnast henni vel. Þótti henni gaman að fylgjast með þeim að leik í næsta garði og ósjaldan kallaði hún á þau og bauð upp á ný- bakað flatbrauð eða kleinur. Þessi minning er þeim kær í dag. Alltaf hugsaði hún til Sig- urd Jóns þegar hún bakaði flatbrauð því hún vissi hversu gott honum þótti það. Þegar ég leit við hjá henni síðustu ár spurði hún alltaf eftir honum, hvort hann væri á sjó eða hvað hann væri að fást við. Þau urðu góðir vinir strax við fyrstu kynni. Það er stór gjöf að hafa fengið að umgangast Guðveigu frænku mína og við sem feng- um að vera samferða henni munum aldrei gleyma þeirri samfylgd. Við Sigurd Jón, Sæ- dís Vala, Júlíus Óli og Arnar kveðjum þig með söknuði og þökkum þér samfylgdina og vináttuna. Hvíl í friði. Rakel Gestsdóttir. Guðveig Bjarný Ragnarsdóttir Pantanir í síma 562 0200 Á fallegum og notalegum stað á 5. hæð Perlunnar. Næg bílastæði ERFIDRYKKJUR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.