Morgunblaðið - 02.08.2012, Síða 31

Morgunblaðið - 02.08.2012, Síða 31
32 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. ÁGÚST 2012 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Sjálfstraust þitt er í miklum blóma því starf þitt skilar þeim árangri sem þú ætlaðir. Sýndu fyrirhyggju í fjármálum því óvæntir atburðir geta gerst. 20. apríl - 20. maí  Naut Það getur stundum reynst erfitt að skilja milli einkalífs og starfs. Mundu að ekki hafa allir sömu skoðanir á hlutunum og það ber líka að virða. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú hefur orðið fyrir vonbrigðum og þarft því að gera þér grein fyrir hvaða væntingar þú gerir til annarra. Farðu í hug- anum upp á fjallstindinn og horfðu niður á líf þitt. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þetta er frábær dagur til fjárfest- inga, sérstaklega fyrir þá sem leggja til meiri orku en peninga. Ræktaðu sambandið við þá, því það er undirstaða hamingju þinn- ar. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Það er hreint furðulegt hvað maður getur, ef viljinn er fyrir hendi. Gleymdu ekki að þakka það sem að þér er rétt. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Tilraunir þínar til að sannfæra aðra geta komið þér í vandræði. Sættu þig við hvernig aðrir skemmta sér og lyftu þér upp líka. 23. sept. - 22. okt.  Vog Það er eitt varðandi hið fullkomna sam- band, það er ekki til. Mikilvægt fólk er ánægt með það hvað þú ert úrræðagóð/ur. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú hefur gefið einhverjum vald yfir hluta af lífi þínu og finnst núna eins og hann stjórni þér í einu og öllu. Vegur vinátt- unnar er nefnilega ekki einstefnugata. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Stjörnurnar undirstrika óvenju- legri kosti þína. Byrjaðu strax á því að ræða málin við þá sem geta liðsinnt þér við að ryðja brautina. 22. des. - 19. janúar Steingeit Farðu hægt í öllum umræðum um trúmál og vertu algjörlega viss um það sem þú vilt segja. Kannski berast þér gjafir eða þá að einhver finnur sig knúinn til greiðasemi. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Nú er tími kominn til að þú festir rætur ef þú ætlar það þá einhvern tíma. Samband þitt við systkini, ættingja og aðra sem þú umgengst oft er gott. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú getur ekki hamið eftirvæntingu þína og þitt góða skap smitar út frá sér í allar áttir. Gættu þess að falla ekki í þá freistni að sýna ódrengskap. Karlinn á Laugaveginum fylgd-ist grannt með því, þegar Ólafur Ragnar Grímsson var settur inn í embætti forseta Íslands nú sem fyrr. Honum þótti athöfnin hátíðleg og sagði: Ólafur Ragnar enn er sagna bestur; þegar hann tala fór um frið forsætisráðherra hnykkti við. Einfaldast er að byrja á því að leiðrétta sjálfan sig. Fyrst er það vísan eftir Árna Eyjafjarðarskáld, sem ég lærði svona: Öslaði gnoðin, beljaði boðinn blikaði voðin, Kári söng. Stýrið gelti, aldan elti inn sér hellti á borðin löng. Síðan sagði ég, að Bjarni Jóhann- esson hefði verið skipstjóri á Súl- unni. Bjarni sonur hans var skip- stjóri á Súlunni en Bjarni eldri lengi nafntogaður aflaskipstjóri á Snæfellinu. Fyrir þessum penna- glöpum er engin skýring nema sú að ég er farinn að eldast. En rétt er að geta þess, að í Alþýðumagasíni er önnur hendingin: „bungaði voð- in, Kári söng“. Arngrímur Ísberg hringdi í mig og sagði, að svo væri einnig í Vísnasafni Sigurðar frá Haukagili og seinni parturinn þannig: Stýrisgelti aldan elti inn sér hellti á borðin löng. Í Velvakanda 22. nóvember 1961 skrifar Magnús Þórarinsson gamall sjósóknari m.a.: „Vísa þessi var birt í Mbl. fyrir skömmu og aftur í Vel- vakanda 7. nóv. sl. vegna leiðrétt- ingar sem rétt var (bungaði voðin ekki blikaði). Það var líka ein mesta prýði seglskipanna fögru með svan- hvítu seglin, hversu fagurlega þau bunguðu, vindfull, órifuð í stinn- ingskulda. Kári söng heldur en ekki til muna fyrr en komin voru 6-7 vindstig, en þá líka hvein í reiða. Magnús hafnar því, að skipskenn- ingin stýrisgöltur eigi hér við, þar sem vísan sé ort af sérstöku tilefni þar sem eitt skip var á ferð (ekki stýrisgeltir) og segir m.a.: „Á opn- um skipum, einkum er þau voru gömul og slitin, voru stýrislykkjur oft víðar, svo krókarnir sveltu og skrölti í þeim. Var þá sagt: „það er kominn sláttur í stýrið, það er farið að gelta.““ Í Vísnaleik var þessi vísa eftir Hannes Pétursson: Þegar Blesi þýtur hjá þyrlast mold og steinar bresta. Allir vildu eiga’ann þá Orminn langa, - meðal hesta. Og loksins gamall húsgangur: Handakuldi heimi í hefur mig gert pína. Virða mikils verð ég því vettlingana mína. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Forsætisráðherra hnykkti við G æ sa m a m m a o g G rí m u r G re tt ir S m á fó lk H ró lf u r h ræ ð ile g i F er d in a n d ALLIR DAGAR ERU NÁKVÆMLEGA EINS LÍF MITT ER BARA EINN LANGUR DAGUR ER ÞÁ EKKI HEIMSKULEGT AÐ KAUPA ÖLL ÞESSI DAGATÖL? ÞAÐ ER BYRJAÐ AÐ RIGNA AUÐVITAÐ... ...ÞAÐ ERU STANSLAUSAR SKÚRIR Í LÍFI OKKAR VELKOMNIR Á KAFFIHÚSIÐ DAUÐA SKÚNKINN HVAÐ MÁ BJÓÐA YKKUR? EKKI GÆTIRÐU OPNAÐ GLUGGA? FRÉTTINA UM AÐ MARY WORTH SÉ AÐ EIGA Í ÁSTARSAMBANDI VIÐ ALLA KARLMENNINA ÚR ALVARLEGU TEIKNIMYNDA- SÖGUNUM JÁ, KANNSKI ER ÞETTA FREKAR LANGT GENGIÐ SÆLL, PARKER DÓMARI MÉR FINNST AÐ ÞÚ ÆTTIR AÐ HÆTTA MEÐ ÞESSA GRÍMS- LEAKS FRÉTT HVAÐA FRÉTT? Móðir Víkverja var fyrir nokkrumáratugum á gangi á Melunum og mætti kunnuglegum manni er hún fór á gangbraut yfir Hringbrautina. Mað- urinn var virðulegur, með gleraugu og hatt. Þótt hún kæmi honum ekki fyrir sig afréð hún að heilsa mann- inum og hann tók ofan og heilsaði kumpánlega á móti. x x x Það var ekki fyrr en hún kom heimtil sín að upp rann fyrir henni ljós hvers vegna hann var svona kunnug- legur. Hún hafði séð manninn á hvíta tjaldinu. Þetta hafði verið Alec Guin- ness, sennilega á göngu frá Hótel Sögu niður í bæ. x x x Þetta rifjaðist upp fyrir Víkverjavegna þess að annar hver útlend- ingur, sem hingað kemur um þessar mundir, virðist vera heimsfrægur. Tom Cruise fór hér mikinn fyrr í sum- ar, kom með konu sinni og var fráskil- inn þegar hann fór, Russell Crowe vissi ekki hvort hann var að koma eða fara, ráfaði um á hábjörtum sumar- nóttum, þambaði kaffi og velti fyrir sér hvar allt fólkið væri. x x x Í gærmorgun kom svo kona Víkverjaúr leikfimi og var þess fullviss að hún hefði rekist á heimsfræga leikara, sem hún þekkti ekki neitt, Jennifer Connelly og Paul Bettany. x x x Connelly hefur sennilega verið aðundirbúa sig undir syndaflóðið. Alltént mun hún fara með hlutverk í myndinni Nói þar sem áðurnefndur Crowe fer með aðalhlutverkið og Jó- hannes Haukur Jóhannesson og Arn- ar Dan leika Kain og Abel. Hún sá um að lyfta og maður hennar lét sér nægja að fylgjast með. Vera þeirra þarna olli hvorki uppnámi né múg- sefjun. x x x Kona Víkverja hafði aðallegaáhyggjur af því hvað Connelly var rengluleg. „Kippum við okkur nokkuð upp við svona á Íslandi,“ sagði hún og verður örugglega ekki ánægð með að Víkverji skuli hafa gert þetta að blaðamáli. víkverji@mbl.is Víkverji Orð dagsins: Á þeim degi munuð þér skilja, að ég er í föður mínum og þér í mér og ég í yður. (Jóh. 14,20.) Þarf að klippa? Garðlist klippir tré og slær garða Sími: 554 1989 www.gardlist.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.