Morgunblaðið - 02.08.2012, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 02.08.2012, Qupperneq 36
MENNING 37 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. ÁGÚST 2012 Fyrrverandi SykurmolinnEinar Örn Benediktssonog Curver Thoroddsenhafa nú gefið út þriðju plötuna undir formerkjum Ghostigital. Plata sú ber nafnið Divi- sion of Culture and Tourism og á henni má finna tug laga. Fjöldi tón- listarmanna ljær plötunni hæfileika sína og má þar nefna gítarleikara Yeah Yeah Yeahs – Nick Zinner, fyrrum meðlim Jungle Brothers – Sensational, söngvara Talking Heads – David Byrne og Damon Albarn. Á plötunni má finna til- raunakennda tónlist sem teygir sig allt frá fram- úrstefnulegu hip-hoppi til pönk-rokks. Nokkur lög á plötunni eru virkilega góð og aðgengileg en hin, sem eru heldur óþjálli, eru þó mjög áhugaverð. Sérstæð framsetn- ing Einars á textum sínum hefur fylgt undirrituðum frá blautu barns- beini, þá helst í lögum Purrks Pill- nikks. Í lögunum Don’t Push Me og Trousers setja rappararnir Sensatio- nal og Dälek blæ sinn á heildar- myndina og það er ótrúlegt hversu vel framsetning Einars fer saman við hip-hoppið. Það mætti halda að hann hefði verið í hip-hoppi alla tíð; rödd hans minnir þar talsvert á Ad-Rock úr Beastie Boys. Lögin eru að sama skapi mjög þétt og flott og ekki ólík- legt að Don’t Push Me fái talsverða spilun í ljósvökum landsmanna. Lag- ið Bursting er auk þess einkar flott og kraftmikið og gerir harða atlögu að flottasta lagi plötunnar. Innkoma David Byrne úr Talking Heads er vægast sagt sérstök og lag- ið Dreamland er ansi sérkennilegt. Byrne syngur þá yfir einskonar lag- leysu og Einar Örn skýtur upp koll- inum hér og þar; engu að síður áhugavert. Plötunni fatast aðeins flugið er á líður og endar ekki af sama krafti og hún byrjaði á. Það leika þó ferskir vindar um plötuna og þessi samvinna Ghostigital-manna við aðra tónlistarmenn er mjög áhugaverð og til eftirbreytni. Morgunblaðið/Eggert Kraftmikið Ghostigital á Iceland Airwaves 2009. Einar Örn í ham með samstarfsmanni sínum, Curver Thoroddsen. Ferskir vindar og flott samvinna Geisladiskur Ghostigital - Division of Culture and Tourism bbbbn DAVÍÐ MÁR STEFÁNSSON TÓNLIST Killer Joe Spennutryllir frá leikstjóranum William Friedkin sem á m.a. að baki The Exorcist og The French Connec- tion. Myndin er byggð á samnefndu leikriti eftir Tracy Letts og skrifaði hún handrit myndarinnar. Í Killer Joe segir af Chris nokkrum sem skuldar glæpaforingjanum Digger Soames háar fjárhæðir. Móðir Chris er vel líftryggð og ákveður hann að fá leigumorðingja til að myrða hana, lögreglumanninn Joe Cooper. Babb kemur hins vegar í bátinn þegar Joe krefst þess að fá hluta greiðslunnar fyrirfram og vingast við systur Chris, Dottie. Stefnir allt í að áætlanir Chris fari út um þúfur. Með aðalhlutverk fara Matthew McConaughey, Emile Hirsch og Juno Temple. Metacritic: 59/100 Stars Above/Tahtitaivas talon ylla Saga þriggja kynslóða kvenna sem búa í sama húsinu í finnskri sveit er rakin í þessari finnsk-íslensku kvik- mynd sem framleidd er af fyrirtæk- inu Pegasus og klippt af Sævari Guðmundssyni. Myndin hefst árið 1942 og segir af Saimu, kennslu- konu sem rekur heimili sitt af myndarskap meðan maður hennar er á vígstöðvunum. Saima á í leyni- legu ástarsambandi við einhentan hermann og eignast þau dótturina Tuulikki. Hún verður mikill fem- ínisti á fullorðinsárum og eignast dótturina Söllu. Þegar Salla er orð- in fullorðin snýr hún aftur í hús móður sinnar og ömmu til að vera í ró og næði en fyrirferðarmikill ná- granni setur strik í reikninginn. Bíófrumsýningar Jói morðingi og þrjár kynslóðir Leigumorðingi Matthew McConaughey fer með hlutverk Jóa í Killer Joe. STÆRSTA MYND ÁRSINS  EMPIRE  KVIKMYNDIR.IS  HOLLYWOOD REPORTER  SÉÐ OG HEYRT  MBL EGILSHÖLL VIP 12 12 12 12 12 12 12 L L L 12 16 16 L L L KEFLAVÍK 16 ÁLFABAKKA THE DARK KNIGHT RISES kl. 4:30 - 5:30 - 6 - 8 - 9 - 10 - 10:20 2D DARK KNIGHT RISES VIP kl. 6 - 10 2D MAGIC MIKE kl. 3:40 - 5:50 - 8 - 10:10 2D DREAMHOUSE kl. 8 2D MADAGASCAR 3 ísl.Tali kl. 3:40 - 5:50 2D MADAGASCAR 3 ísl.Tali kl. 3:40 3D UNDRALAND IBBA ísl.Tali kl. 3:40 2D KRINGLUNNI L 12 12 DARK KNIGHT RISES kl. 5:30 - 6 - 9 - 10 2D MAGIC MIKE kl. 8 - 10:20 2D MADAGASCAR 3 ísl.Tali kl. 5:50 3D AKUREYRI DARK KNIGHT RISES kl. 7 - 10:20 2D LOL kl. 6 2D DREAM HOUSE kl. 8 - 10:20 2D DARK KNIGHT RISES kl. 10:30 2D DREAMHOUSE kl. 8 - 10 2D DARK KNIGHT RISES 1:40 - 3:50 - 4:50 - 5:50 - 7 - 8 - 9 - 10:10 - 11:10 2D TED kl. 5:40 - 10:30 2D MAGIC MIKE kl. 8 2D ÍSÖLD 4 ísl.Tali kl. 1:40 3D ÍSÖLD 4 ísl.Tali kl. 1:40 - 3:50 2D MADAGASCAR 3 ísl.Tali kl. 1:40 - 3:40 2D TRYGGÐU ÞÉR MIÐA Á

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.