Helgafell - 01.12.1954, Blaðsíða 3

Helgafell - 01.12.1954, Blaðsíða 3
HELGAFELL 4. HEFTI 1954 ---------------^ Listamennirnir og þjóðin íslendingar eiga mikla þakkarskuld að gjalda þeim framsýnu mönnum, er stóðu á sínum tíma að stofnun Þjóðminjasafnsins. Má fullyrða að fáir hafi borið gæfu til þess að vinna ættjörð sinni þjóðhollara menningarstarf síðustu hundrað árin og mun sú staðhæfing þykja því auðsærri sem lengra iíður. Fyrir þeirra atbeina er safnið orðin ein helgasta eign þjóðarinnar í dag, og mundi nú skilningur vor á fortíð hennar verða um margt annar og naumari ef ekki nyti við hinna margháttuðu menningar- sögulegu verðmæta, sem tilvist þess hefur bjargað frá tortím- ingu. Um sitthvað í daglegu lífi feðra vorra á liðnum öldum eru sumir þessara gripa jafnvel einir til frásagna. ★ Hið víðtæka heimildargildi Þjóðminjasafnsins tekur ekki hvað sízt til listsögu þjóðarinnar, og eru þar þó af skiljanlegum ástæð- um fæst kurlin komin til grafar. Sannast enn í þeim hlutum það, er íslendingar hafa oft mátt kenna, að efnið er andanum for- gengilegra. Þannig eigum vér nú fátt sýnilegra menja um list- iðju. þjóðarinnar frá landnámsöld og allt til þess tíma, er lýs- ingar hinna elztu handrita koma til sögunnar, en því rikari vitn- isbúrð er um hana að finna í fornum kvæðum og öðrum skráð- um heimildum. Verður af þeim ljóst, að myndræn sköpunargáfa þjóðarinnar hefur frá öndverðu fundið sér margbreytileg við- fangsefni, og myndvefnaður, málning á tré, útskurður og list- ræn málmsmíði, hefur snemma staðið í merkilegum blóma. ís- lenzk myndlist er þannig jafngömul þjóðinni og hefur átt sér samfellda sögu allt til þessa dags, þó að skilningurinn á þeirri staðreynd hafi löngum átt erfitt uppdráttar. En vanmatið á þess- ari merkilegu grein íslenzks menningarlífs kemur ljóslegast fram
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.