Helgafell - 01.12.1954, Page 6

Helgafell - 01.12.1954, Page 6
4 HELGAFELL mun þetta vera álit þeirra myndlistarmanna, sem sjálíir eiga hér mestan hlut að máli. Er þeim það nokkur vorkunn, því verk þeirra hafa oft og tíðum sætt fjandsamlegum hleypidómum, og mætti jafnvel ráða af ýmsum blaðaskrifum, að listamenn þeir, er mála abstrakt myndir, gerðu það af einskærum ótuktarskap og mannhatri. Slíkir dómar, sem byggjast á illkvittni einni sam- an, verða vitanlega ekki teknir alvarlega, enda munu allir sæmilegir menn líta svo á, að taka beri þakksamlega hverri heiðarlegri viðleitni til nýrrar listtúlkunar, og það þykist Helga- fell einnig hafa gert. En ábyrgir listamenn, er sætt hafa um- bmðarleysi og hleypidómum, ættu öðrum fremur að varast sams- konar þröngsýni gagnvart þeim starfsbræðrum sínum, sem kos- ið hafa að fara aðrar leiðir, og allra sízt er þeim sæmandi að vilja stofna til einræðis með skipulagðri samábyrgð um einstak- ar listastefnur. Það er engin furða þó að það vefjist fyrir öllum almenningi að greina kjarnann frá hisminu í hinni nýju list, þeg- ar sjálfir forsvarsmenn hennar og iðkendur gera hvoru tveggja jafn hátt undir höfði. ★ Þegar alls er gætt virðist hlutur íslands í Rómarsýningunni hafa orðið mun betri en margir mundu hafa ætlað í upphafi, en jafnframt sýnu minni en efni stóðu til, og má af hvoru tveggja draga auðsæjar ályktanir. Þegar einstakir listamenn eða lista- mannasamtök efna í eigin nafni til sýninga erlendis, verður þeim vitanlega ekki gert að bera þá hluti undir aðra aðila, og hlýtur þá þjóðin að eiga undir hæfni þeirra og sjálfsgagnrýni, hversu til tekst, enda fjarri öllu lagi, að opinber afskipti komi þar til greina. Allt öðru máli gegnir um þær sýningar, sem ganga undir nafni íslenzkrar listar í heild, því þær geta aldrei orðið og mega aldrei verða einkamál einstakra listamanna eða lista- mannahópa. Þess vegna verður að búa svo um hnútana í fram- tíðinni, að ekki geti framar til þess komið að helztu meistarar vorir láti eftir sig autt sæti á slíkum sýningum vegna rökstuddra grunsemda um ofríki af hálfu minni háttar listamanna, er náð hafa meirihluta aðstöðu í einhverju myndlistarfélagi. í þessum efnum sem öðrum er hverjum manni skylt að hafa sæmd þjóðar- innar efst í huga og persónulegir hagsmunir og sérskoðanir verða skilyrðislaust að víkja fyrir því sjónarmiði.

x

Helgafell

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.