Helgafell - 01.12.1954, Síða 22
20
HELGAFELL
sendillinn neitað því, en þar sem hann hafði farið annað í leiðinni og haft
með höndum töluvert af peningum, gerðu þeir, gjaldkerinn og hann, við-
skipti sín upp á nýjan leik, en allt kom heim. Sjóður gjaldkerans var réttur
að kvöldi og málið virtist útkljáð.
Þegar lögregluþjónninn hafði yfirheyrt son sinn, var hann fullviss um
sakleysi hans. En daginn eftir hringdi gjaldkeri fyrirtækisins til hans, og sagð-
ist við nánari íhugun muna eftir einu atriði, sem ef til vill væri harla mik-
ilvægt. A föstudagskvöldið fyrra hafði sendillinn fengið frí um fimmleytið
til þess að fara í bíó, og daginn eftir, á laugardegi, hafði hann verið með
kynstrin öll af sælgæti, sem hann hélt óspart að skrifstofustúlkunum. Þeg-
ar birgðirnar þraut, hafði hann brugðið sér yfir götuna og keypt meira, og
allan skrifstofutímann var glaumur og gleði, enda forstjórinn ekki við.
Sleginn óhug beið lögregluþjónninn heimkomu sonar síns, en drengurinn
var úti og dyttaði að bifhjóli, sem Jcunningi hans, Sigurður að nafni, hafði
léð honum. Þegar feðgarnir hittust loks við kaffiborðið, beið faðirinn ekki
boðanna, heldur tók son sinn á eintal og spurði hann spjörunum úr. Hvaða
peninga hafði hann föstudaginn umrædda til að komast í bíó? Og hvar fékk
hann peninga til þess að kaupa sælgæti og halda vinnufélögum sínum veizlu
daginn eftir?
Drengurinn svaraði ekki. Hann drúpti höfði og andlit hans varð dreyr-
rautt. Lögregluþjónninn gekk að syni sínum, tók í hár hans og neyddi hann
til að horfa framan í sig. — Hvar fékkstu peningana? spurði hann aftur,
hvar, hvar?
— Eg átti þá, stundi drengurinn upp.
— Áttirðu þá? spurði faðir hans, þú segir ósatt.
— Nei, sagði drengurinn, og gráturinn brauzt fram eins og hann sprytti
út úr andliti hans, sem hafði verið þurrt og heitt fyrir andartaki, sprytti út
í gegnum hörundið þrátt fyrir hörkulega andstöðu, það var eins og hann ylli
út úr munni hans og augum og nefi, og hver svitahola varð farvegur gráts
og kvalar. Faðir hans hélt stöðugt í hárið á honum og horfði ósveigjanlegur
á társtokkið andlit hans. — Eg átti þá, sagði drengurinn, ég átti þá, ég átti
þá, ég stal þeim ekki.
— Hvernig gaztu átt þá? Hvernig vannstu fyrir þeim? spurði faðir hans.
— Eg vann ekki fyrir þeim, ég átti þá, ég mátti gera við þá hvað sem
mér sýndist.
— Hvernig fékkstu þá?
— £g fékk þá, ég átti þá, ég átti þá, ég sver, ég stal þeim ekki.