Helgafell - 01.12.1954, Page 28

Helgafell - 01.12.1954, Page 28
26 HELGAFELL sonur okkar, og þetta var okkur svo þungt áfall, að það eitt gat hjálpað okk- ur, að við áttum annan dreng yngri. En fyrir rúmu ári vorum við nærri búin að missa hann líka. Og þá hefðum við ekki framar átt neitt til að lifa fyrir. Hann féll niður í vök hér í tjörninni, þá fjögurra ára gamall, og nærri voru einungis börn á líkum aldri, börn, sem ekki gátu lið veitt. Þá kom stálpaður drengur og dró hann upp úr. Það var þessi bjarti drengur þarna. Ókunni maðurinn þagnaði. Þá sagði lögregluþjónninn: — Eg þakka yður fyrir þessar upplýsmgar. Þær eru mér meira virði en yður grunar. — Það gleður mig, sagði ókunni maðurinn, það gleður mig að geta grynnk- að örlítið á þakkarskuld minni. En það launar enginn líf sonar síns, enginn í öllum heiminum. Það er ekki einu sinni hægt að gera tilraun til þess. Okunni maðurinn stóð upp og hneppti að sér frakkanum, en þegar hann var í þann veginn að kveðja, rétti hann allt í einu úr sér. — Hvað er á seyði? spurði hann. Lögregluþjónninn leit upp og sá börnin á bakkanum í glöðum leik sem fyrr, en sonur hans hafði tekið sig út úr hópnum og stefndi í áttina til þeirra. Hann gekk hægt og hikandi, og þó sem væri hann dreginn duldu afli, en augu hans voru starandi, galopin og vot, líkt og þeim fer, sem af áreynslu blínir á fjarlægan, vandséðan hlut. Faðir hans reyndi að gera sér í hugarlund, hvað um væri að vera, en til þess var enginn tími, því nú fór drengurinn að hlaupa, og augnaráð hans var ekki lengur knýjandi og spurult, heldur blikandi reiði- bál. Hann hljóp beint að ókunna manninum, og í næstu andrá hefði hann ráð- izt á hann, ef faðir hans hefði ekki sprottið á fætur og gripið hann. Hann kiknaði í hnjáliðunum og hnefarnir krepptust og hann hrópaði: — Hvers- vegna? Hversvegna? Hversvegna í áranum . . . ? — Ertu ekki með öllum mjalla, drengur? spurði faðir hans, og við mann- inn sagði hann: — £g bið afsökunar. . . . — Eg skil ekki, sagði maðurinn, hef ég gert eitthvað á hluta þessa drengs, sem mér er jafnsárt um og minn eigin son? — Hversvegna, hversvegna? stamaði drengurinn og barðist við sjálfan sig. Faðir hans sagði: — Hann hefur átt í erfiðleikum að undanförnu, ég bið afsökunar á framferði hans. — Hversvegna? stundi drengurinn upp, hversvegna . . . ? Svo var eins og loku væri skotið frá þungum straumi heiftar og harms, og hann sneri sér að föður sínum. — Pabbi, sagði hann, þetta er maðurinn, þetta er helvítis þorparinn. Eg

x

Helgafell

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.