Helgafell - 01.12.1954, Side 43

Helgafell - 01.12.1954, Side 43
LISTIR 41 inn svo leikinn í a<5 segja okkur frá, að við erum fyrr en varir aftur búin að gleyma því að nú eru það lög í þessu landi að bændur skuli eiga þak yfir hrossin sín. En Jóni er ennþá í fersku minni er hestarnir kröfsuðu með hófunum niður harða fönnina og teygðu loðna snoppuna eftir punt- stráum. Og þó heimurinn sé kannske búinn að byggja yfir öll sín útigangs- hross, þá á hann þó enn eftir að koma þaki yfir miljónir af manneskjum, sem hrekjast með svipuðum hætti um veraldarveginn. Meðan slíku gegnir mun Jón áreiðanlega ekki skiljast við þetta efni. Þessi mynd er meistara- verk á sinn hátt eins og útigangshest- arnir hans margrómuðu. ----o----- Myndir Ásgríms fengu því miður engan veginn notið sín fyllilega á þessari sýningu, því bæði var salur- inn allt of lítill og Ijós er þama mjög breytilegt og sjaldan verulega eðli- legt, en myndir Ásgríms eru ákaflega næmar fyrir ljósbrigðum. I myndun- um sjálfum er svo mikið' af sterku heitu Ijósi. Þegar þessum myndum verður búinn samastað'ur í framtíð- inni, er þeim mönnum, er annast eiga lýsingu þeirra salarkynna, mikill vandi á höndum, og vonandi verða þeir menn þá enn á lífi, sem skildu hvað fyrir meistaranum vakti, en líta ekki á myndir hans eins og einhverjar heilavofur. Til þess að sæmilega geti farið á því að hafa fimm stærstu myndimar í einum sal, þyrfti hann að vera að minnsta kosti þrisvar sinnum stærri. I myndunum Eldgos, Jökul- hlaup, Haust og Mývatn eru svo miklar víddir, svo mikil átök, að ekki er hugsanlegt að dýpt þeirra og litahaf opnist venjulegum augum fólks fylli- lega, nema það komist langa leið burtu frá þeim. Litafletirnir renna ekki saman, ljósglamparnir verða eins og eldingar, margar sólir á lofti í einu. Málarinn hefur sjálfur sömu afstöðu til verksins og hljómsveitarstjórinn, sem stendur inní miðri hljómsveit- inni, sem hann leikur á eins og hljóð- færi, en þeir, sem eiga að njóta, þurfa að komast svo langt frá honum að tónarnir nái að blandast eðlilega og mynda þann samhljóm þúsund radda, sem þrengir sér dýpst inní innstu fylgsni mannlegs huga. Á sýningu Ás- gríms var að vanda hver myndin ann- arri stórfenglegri, magnaðar römmum seið og áfengar af lifandi sköpunar- gleði, en vatnslitamyndimar sumar unaðslegri en orð fái lýst. En þær myndir, sem maður hefur þó efst í huga eftirá, eru fimm stærstu mynd- irnar, sem allar em nýjar og áreiðan- lega verða taldar til mestu afreka er unnin hafa verið af jafn gömlum manni, sem óvígur af sárum eftir miskunnarlausan sjúkdóm keppist við að festa á léreftið allt lífsstríð sitt og þakklátan hug til skapara síns og náttúrunnar. Málverkin Mý- vatn, Haust og Úr Svarfaðardal, Iýsa. hrifningarleiðslu náttúrubams- ins og skáldsins. Landið tyllir sér á tá á hyllingaöldunum og stígur léttan dans, og listamaöurinn hrífst með mótspyrnulaust, „skynjar kraft- birtingu guðdómsins, hljóm undur- samlegrar raddar“. Þetta er ástar- óður skáldsins til brúðar sinnar, lífs- ins, gleðinnar, hinnar frjóu lífsnautn- ar. í myndunum Eldgos og Jökul- hlaup er það aftur listamaðurinn, þjáður af mæði eftir hinai erfiðu fja.ll- göngu lífsins, er hrópar í angist sinni

x

Helgafell

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.