Morgunblaðið - 24.11.2012, Side 16

Morgunblaðið - 24.11.2012, Side 16
ÚR BÆJARLÍFINU Óli Már Aronsson Hella Íþróttafélagið Garpur fagnar 20 ára afmæli á morgun kl. 14.00 í íþróttasalnum á Laugalandi í Holt- um. Á afmælishátíðinni verður stikl- að á stóru í sögu félagsins, gamlar kempur heiðraðar og ýmislegt fleira til gamans gert. Stjórn Garps hvet- ur alla gamla og nýja félaga til að koma við sem og aðra velunnara fé- lagsins.    Aðventan er framundan og að venju er ýmislegt í bígerð fyrir hana. Jólatónleikar verða haldnir í safnaðarheimilinu á Hellu miðviku- daginn 28. nóvember. Þar munu 4 kórar koma fram og flytja jóla- dagskrá. Kirkjustarf í héraðinu er líka sérstaklega öflugt á aðventunni. Margs konar viðburðir fara fram í kirkjunum fram að jólum og hefjast með öflugum hætti fyrstu helgina í aðventu.    Kvenfélagið Eining heldur mikla aðventuhátíð á Laugalandi í Holtum, hún fer fram sunnudaginn 2. desember. Þetta hefur verið fjöl- sótt hátíð með söng- og tónlistar- atriðum, handverksmarkaði og fleiri viðburðum.    Tónleikar verða haldnir á Hellu sunnudaginn 16. desember sem nefnast „Jólagjöfin“. Það er 18 ára stúlka á Hellu, Írena Víglundsdóttir, sem stendur fyrir þeim og allur ágóði rennur til styrktar SOS- barnahjálpar. Fyrir utan að syngja sjálf á tónleikunum hefur Írena fengið til liðs við sig fjöldann allan af hljóðfæraleikurum og söngvurum. Þetta verður mikil tónlistarveisla, gott framtak hjá Írenu.    Á þessu ári eru 100 ár síðan fyrsta brúin var byggð á Ytri- Rangá. Það var 31. ágúst 1912 sem Hannes Hafstein, ráðherra Íslands vígði brúna í miklu slagveðri eins og þau gerast verst á Suðurlandi. Það var ekki fyrr en 15 árum síðar sem kauptúnið Hella byrjaði að byggjast upp við brúna. Þessi fyrsta brú þjónaði í hálfa öld til 1962 þegar nú- verandi brú var tekin í notkun. Hlutar af gömlu brúnni, sem Hann- es Hafstein kallaði „Járngerði“ hafa gert sitt gagn síðan annars staðar á Suðurlandi. Meirihlutabreyting varð í sveitarstjórn Rangárþings ytra hér á dögunum, þegar einn fulltrúi af Á- lista sem hafði fjóra í meirihluta gegn þremur fulltrúum af D-lista, gekk til liðs við D-listann. Gagnrýnt er að fyrrverandi sveitarstjóra var sagt upp með tilheyrandi uppsagn- arfresti, sem þýðir að hann er á launum í hálft ár, en lætur samt strax af störfum. Að auki hafi nýr sveitarstjóri, Drífa Hjartardóttir, fyrrverandi alþingismaður, verið ráðin samstundis án auglýsingar. Þessir atburðir hafa vakið mikið umtal í sveitarfélaginu og jafnvel út fyrir það.    Gagnrýnendur þessara aðgerða hafa bent á það að ráðning fyrrver- andi sveitarstjóra hafi verið sam- þykkt með öllum atkvæðum hrepps- nefndar í upphafi kjörtímabilsins, m.a. D-lista, sem nú stendur að sveitarstjóraskiptum. Aðrir hafa gengið enn lengra og sagt sig úr Sjálfstæðisflokknum og birt auglýs- ingu í héraðsblaði hér um slóðir þar sem „heiðarlegt sjálfstæðisfólk í Rangárþingi“ er hvatt til að gera slíkt hið sama.    Sá sem birti auglýsinguna und- ir nafni, Haraldur Konráðsson, bóndi á Búðarhóli í Rangárþingi eystra, er tengdafaðir sveitarstjór- ans fyrrverandi. Hann er líka bróðir Unnar Brár Konráðsdóttur alþing- ismanns og hefur hann látið hafa eftir sér að hún styðji aðgerðir hans. Þess er skemmst að minnast að það var Unnur Brá sem felldi Drífu í prófkjöri fyrir nokkrum árum og endaði þar ferill hennar sem þing- maður.    Nýr sviðsstjóri Umhverfis-, eigna- og tæknisviðs hefur verið ráðinn í Rangárþingi ytra. Hann heitir Haraldur Birgir Haraldsson og gegnir jafnframt starfi skipulags- og byggingarfulltrúa. Þessi staða og ráðning kemur í framhaldi af slitum á samstarfi sveitarfélaganna í Rang- árvallasýslu um skipulags- og bygg- ingarmál. „Jólagjöfin“ skipu- lögð af 18 ára stúlku Morgunblaðið/Óli Már Aronsson Upplýsingar Fyrir nokkru var komið fyrir upplýsingaspjaldi um fyrstu brúna yfir Ytri-Rangá. Það stendur framan við Handverkshúsið á Hellu. 16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. NÓVEMBER 2012 „Það má segja að allir skólar þurfi að fara eftir ákveðnum kjarna náms- skrár hins opinbera. En skólarnir hafa möguleika á að bregða út af og vera öðruvísi, kerfið ýtir undir ný- sköpun, hugmyndaauðgi og frum- kvæði forsvarsmanna skólanna,“ segir Odd Eiken, aðstoðarforstjóri Kunskapsskolan, sem rekur 34 grunnskóla í Svíþjóð. Á málþingi Samtaka skattgreið- enda um nýja nálgun í rekstri grunnskóla í gær flutti Eiken erindi um ávísanakerfi innan grunn- skólakerfisins í Svíþjóð, innleiðingu þess, áhrif og starf Kunskapsskolan. Kerfið sem tekið var í gagnið fyrir 20 árum er þannig uppbyggt að kostnaður hins opinbera við skóla- göngu fylgir nemanda, ekki skólum. Foreldrum og nemendum er heimilt að velja grunnskóla, opinbera eða einkaskóla og ávísunin fylgir nem- andanum. Samkeppni ýtir undir gæði Eiken kom að innleiðingu ávís- anakerfisins á sínum tíma. „Þetta hefur aukið samkeppni milli skól- anna, rannsóknir sýna að gæði allra skóla hafa aukist. Skólar hins op- inbera eru þar engin undantekning. Kerfið hefur örvað grunnskólana og breytingar innan þeirra. Þeir nota mismunandi aðferðir og nálganir og svigrúm hefur skapast til þróunar og hugmyndaauðgi í kennslu,“ segir Eiken. Þá segir hann áhugavert að sjá að á svæðum þar sem samkeppni skóla er mikil þá standa allir skólar sig betur, samkeppnin skilar sér því greinilega í betri kennslu. „Áður höfðu skólarnir engan hvata af því að laða til sín nemendur. Nú er því öfugt farið, skólarnir leggja mikið upp úr því að vera í sífelldri þróun og í góðum tengslum við samfélagið, enda samkeppnin um nemendur mikil,“ segir Eiken. heimirs@mbl.is Möguleikar í rekstri skóla Morgunblaðið/Kristinn Málþing Odd Eiken í pontu en hann rekur 34 grunnskóla í Svíþjóð.  Ýtir undir þróun og hugmyndaauðgi Hlutfall nemenda í einkareknum grunnskólum er mun lægra en á öðrum skólastigum hér á landi. „Mér finnst það skjóta skökku við og ástæðan er, að ég held, sú að foreldrar þurfa að greiða tiltölulega miklu meira í skóla- gjöld en t.d. í framhalds- skólum,“ segir Sölvi Sveinsson, skólastjóri Landakotsskóla, sem einnig hélt erindi á mál- þinginu. Hann vill auka framlög hins opinbera til reksturs sjálfstætt starfandi grunnskóla. „Það er full þörf á því að auka fjöl- breytni og sveigjanleika. Við þurfum breiðara skólakerfi til að búa nemendur undir fram- haldsskólana,“ segir Sölvi. Auka þarf sveigjanleika ÞÖRF Á FJÖLBREYTNI Betra kaffi! Kaffivél með hitabrúsa Tekur aðeins 7 mínútur að hella upp á 2,2 lítra af kaffi. Síðumúla 16 ~ 108 Reykjavík ~ Sími: 580 3900 ~ fastus.is Fastus til framtíðar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.