Morgunblaðið - 24.11.2012, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 24.11.2012, Qupperneq 16
ÚR BÆJARLÍFINU Óli Már Aronsson Hella Íþróttafélagið Garpur fagnar 20 ára afmæli á morgun kl. 14.00 í íþróttasalnum á Laugalandi í Holt- um. Á afmælishátíðinni verður stikl- að á stóru í sögu félagsins, gamlar kempur heiðraðar og ýmislegt fleira til gamans gert. Stjórn Garps hvet- ur alla gamla og nýja félaga til að koma við sem og aðra velunnara fé- lagsins.    Aðventan er framundan og að venju er ýmislegt í bígerð fyrir hana. Jólatónleikar verða haldnir í safnaðarheimilinu á Hellu miðviku- daginn 28. nóvember. Þar munu 4 kórar koma fram og flytja jóla- dagskrá. Kirkjustarf í héraðinu er líka sérstaklega öflugt á aðventunni. Margs konar viðburðir fara fram í kirkjunum fram að jólum og hefjast með öflugum hætti fyrstu helgina í aðventu.    Kvenfélagið Eining heldur mikla aðventuhátíð á Laugalandi í Holtum, hún fer fram sunnudaginn 2. desember. Þetta hefur verið fjöl- sótt hátíð með söng- og tónlistar- atriðum, handverksmarkaði og fleiri viðburðum.    Tónleikar verða haldnir á Hellu sunnudaginn 16. desember sem nefnast „Jólagjöfin“. Það er 18 ára stúlka á Hellu, Írena Víglundsdóttir, sem stendur fyrir þeim og allur ágóði rennur til styrktar SOS- barnahjálpar. Fyrir utan að syngja sjálf á tónleikunum hefur Írena fengið til liðs við sig fjöldann allan af hljóðfæraleikurum og söngvurum. Þetta verður mikil tónlistarveisla, gott framtak hjá Írenu.    Á þessu ári eru 100 ár síðan fyrsta brúin var byggð á Ytri- Rangá. Það var 31. ágúst 1912 sem Hannes Hafstein, ráðherra Íslands vígði brúna í miklu slagveðri eins og þau gerast verst á Suðurlandi. Það var ekki fyrr en 15 árum síðar sem kauptúnið Hella byrjaði að byggjast upp við brúna. Þessi fyrsta brú þjónaði í hálfa öld til 1962 þegar nú- verandi brú var tekin í notkun. Hlutar af gömlu brúnni, sem Hann- es Hafstein kallaði „Járngerði“ hafa gert sitt gagn síðan annars staðar á Suðurlandi. Meirihlutabreyting varð í sveitarstjórn Rangárþings ytra hér á dögunum, þegar einn fulltrúi af Á- lista sem hafði fjóra í meirihluta gegn þremur fulltrúum af D-lista, gekk til liðs við D-listann. Gagnrýnt er að fyrrverandi sveitarstjóra var sagt upp með tilheyrandi uppsagn- arfresti, sem þýðir að hann er á launum í hálft ár, en lætur samt strax af störfum. Að auki hafi nýr sveitarstjóri, Drífa Hjartardóttir, fyrrverandi alþingismaður, verið ráðin samstundis án auglýsingar. Þessir atburðir hafa vakið mikið umtal í sveitarfélaginu og jafnvel út fyrir það.    Gagnrýnendur þessara aðgerða hafa bent á það að ráðning fyrrver- andi sveitarstjóra hafi verið sam- þykkt með öllum atkvæðum hrepps- nefndar í upphafi kjörtímabilsins, m.a. D-lista, sem nú stendur að sveitarstjóraskiptum. Aðrir hafa gengið enn lengra og sagt sig úr Sjálfstæðisflokknum og birt auglýs- ingu í héraðsblaði hér um slóðir þar sem „heiðarlegt sjálfstæðisfólk í Rangárþingi“ er hvatt til að gera slíkt hið sama.    Sá sem birti auglýsinguna und- ir nafni, Haraldur Konráðsson, bóndi á Búðarhóli í Rangárþingi eystra, er tengdafaðir sveitarstjór- ans fyrrverandi. Hann er líka bróðir Unnar Brár Konráðsdóttur alþing- ismanns og hefur hann látið hafa eftir sér að hún styðji aðgerðir hans. Þess er skemmst að minnast að það var Unnur Brá sem felldi Drífu í prófkjöri fyrir nokkrum árum og endaði þar ferill hennar sem þing- maður.    Nýr sviðsstjóri Umhverfis-, eigna- og tæknisviðs hefur verið ráðinn í Rangárþingi ytra. Hann heitir Haraldur Birgir Haraldsson og gegnir jafnframt starfi skipulags- og byggingarfulltrúa. Þessi staða og ráðning kemur í framhaldi af slitum á samstarfi sveitarfélaganna í Rang- árvallasýslu um skipulags- og bygg- ingarmál. „Jólagjöfin“ skipu- lögð af 18 ára stúlku Morgunblaðið/Óli Már Aronsson Upplýsingar Fyrir nokkru var komið fyrir upplýsingaspjaldi um fyrstu brúna yfir Ytri-Rangá. Það stendur framan við Handverkshúsið á Hellu. 16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. NÓVEMBER 2012 „Það má segja að allir skólar þurfi að fara eftir ákveðnum kjarna náms- skrár hins opinbera. En skólarnir hafa möguleika á að bregða út af og vera öðruvísi, kerfið ýtir undir ný- sköpun, hugmyndaauðgi og frum- kvæði forsvarsmanna skólanna,“ segir Odd Eiken, aðstoðarforstjóri Kunskapsskolan, sem rekur 34 grunnskóla í Svíþjóð. Á málþingi Samtaka skattgreið- enda um nýja nálgun í rekstri grunnskóla í gær flutti Eiken erindi um ávísanakerfi innan grunn- skólakerfisins í Svíþjóð, innleiðingu þess, áhrif og starf Kunskapsskolan. Kerfið sem tekið var í gagnið fyrir 20 árum er þannig uppbyggt að kostnaður hins opinbera við skóla- göngu fylgir nemanda, ekki skólum. Foreldrum og nemendum er heimilt að velja grunnskóla, opinbera eða einkaskóla og ávísunin fylgir nem- andanum. Samkeppni ýtir undir gæði Eiken kom að innleiðingu ávís- anakerfisins á sínum tíma. „Þetta hefur aukið samkeppni milli skól- anna, rannsóknir sýna að gæði allra skóla hafa aukist. Skólar hins op- inbera eru þar engin undantekning. Kerfið hefur örvað grunnskólana og breytingar innan þeirra. Þeir nota mismunandi aðferðir og nálganir og svigrúm hefur skapast til þróunar og hugmyndaauðgi í kennslu,“ segir Eiken. Þá segir hann áhugavert að sjá að á svæðum þar sem samkeppni skóla er mikil þá standa allir skólar sig betur, samkeppnin skilar sér því greinilega í betri kennslu. „Áður höfðu skólarnir engan hvata af því að laða til sín nemendur. Nú er því öfugt farið, skólarnir leggja mikið upp úr því að vera í sífelldri þróun og í góðum tengslum við samfélagið, enda samkeppnin um nemendur mikil,“ segir Eiken. heimirs@mbl.is Möguleikar í rekstri skóla Morgunblaðið/Kristinn Málþing Odd Eiken í pontu en hann rekur 34 grunnskóla í Svíþjóð.  Ýtir undir þróun og hugmyndaauðgi Hlutfall nemenda í einkareknum grunnskólum er mun lægra en á öðrum skólastigum hér á landi. „Mér finnst það skjóta skökku við og ástæðan er, að ég held, sú að foreldrar þurfa að greiða tiltölulega miklu meira í skóla- gjöld en t.d. í framhalds- skólum,“ segir Sölvi Sveinsson, skólastjóri Landakotsskóla, sem einnig hélt erindi á mál- þinginu. Hann vill auka framlög hins opinbera til reksturs sjálfstætt starfandi grunnskóla. „Það er full þörf á því að auka fjöl- breytni og sveigjanleika. Við þurfum breiðara skólakerfi til að búa nemendur undir fram- haldsskólana,“ segir Sölvi. Auka þarf sveigjanleika ÞÖRF Á FJÖLBREYTNI Betra kaffi! Kaffivél með hitabrúsa Tekur aðeins 7 mínútur að hella upp á 2,2 lítra af kaffi. Síðumúla 16 ~ 108 Reykjavík ~ Sími: 580 3900 ~ fastus.is Fastus til framtíðar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.