Morgunblaðið - 24.11.2012, Síða 31

Morgunblaðið - 24.11.2012, Síða 31
FRÉTTIR 31Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. NÓVEMBER 2012 Bókaútgáfan Óðinsauga hefur fært Fjölskylduhjálp Íslands þriðja árið í röð 18 titla af barnabókum, samtals 1.500 stykki. Kemur þessi gjöf að góðum notum þar sem foreldrar þúsunda barna munu sækja um jólagjafir hjá Fjölskylduhjálp Ís- lands fyrir börnin sín fyrir komandi jól. „Hvetjum við aðra bókaútgef- endur til að styðja Fjölskylduhjálp Íslands með bókargjöfum sem eru góðar jólagjafir til barna, unglinga og fullorðinna,“ segir í tilkynningu. Á myndinni eru Ásta Vilhjálms- dóttir og Ragna Rósantsdóttir stjórnarkonur, Ásgerður Jóna Flosadóttir formaður, Þórunn Kol- beins Matthíasdóttir varaformaður og Huginn Þór Grétarsson, eigandi Óðinsauga. Fjölskylduhjálpin fær bækur að gjöf Sunnudaginn 25. nóvember kl. 19.00 verður haldið ljós- myndauppboð Ís- landssögunnar í Gyllta sal Hótels Borgar. Til- gangur uppboðs- ins er að styrkja Ingólf Júlíusson, ljósmyndara og margmiðlunarhönnuð. Ingólfur greindist með bráðahvítblæði í byrjun október á þessu ári og hefur verið á sjúkrahúsi síðan. Upp úr áramótum fer hann svo til Svíþjóð- ar þar sem hann mun gangast undir mergskipti. Samhugur félaga hans í stétt ljósmyndara varð til þess að þeir tóku höndum saman til að styrkja Ingólf og fjölskyldu hans. Á uppboðinu verður m.a. málverk eft- ir Tolla, sem hann gaf til söfnunar- innar. Einnig verður boðin upp myndavél sem 12 helstu ljósmynd- arar landsins hafa tekið myndir á og áritað, en filman fylgir vélinni, óframkölluð, og því um einstakan grip að ræða. Loks er þess að geta að margir helstu ljósmyndarar og blaða- ljósmyndarar landsins hafa gefið myndir á uppboðið. Ljósmyndauppboð til styrktar Ingólfi Ingólfur Júlíusson Í dag, laugardaginn 24. nóvember, verður haldinn stofnfundur félags fólks með alópesíu eða blettaskalla. Fundurinn verður haldinn í Esju 2 á annarri hæð Hótels Sögu og hefst kl. 14. Fyrr á árinu var fyrsta íslenska vefsíðan um þennan sjálfsofnæm- issjúkdóm opnuð, www.bletta- skalli.wordpress.com. „Talið er að um 1% fólks fái sjúk- dóminn og getur hann fyrst látið á sér kræla hvenær sem er á lífsleið- inni. Blettaskalli er hættu- og sárs- aukalaus en hefur mikil sálræn áhrif á þann sem fyrir verður. Því er mikilvægt að skapa vettvang þar sem fólk getur leitað sér upplýs- inga, aðstoðar og stuðnings ann- arra í sömu stöðu,“ segir í tilkynn- ingu um stofnfundinn. Vonir standa til að félagið geti beitt sér í kynn- ingarstarfi og réttindabaráttu fólks með þennan sjúkdóm. Eins og nafn- ið gefur til kynna lýsir blettaskalli sér í hárlausum blettum í hársverði en getur einnig orsakað algjöran hármissi. Sjúkdómurinn er óút- reiknanlegur, en þó að hann lýsi sér oftast með því að fyrst uppgötvar fólk lítinn hárlausan blett, er fram- haldið mjög misjafnt. Stofnfundur félags fólks með alópesíu á Hótel Sögu í dag Vistgjöld í leikskólum Ísafjarðar- bæjar lækka um 5% á næsta ári og sorpgjöld lækka um 10%. Þetta er meðal þess sem fram kemur í drög- um að fjárhagsáætlun Ísafjarðar- bæjar 2013 sem lögð er fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn á fimmtudag. „Nokkuð einfaldara var að koma saman fjárhagsáætlun nú en und- anfarin tvö ár þar sem þær hagræð- ingaraðgerðir sem ráðist hefur verið í á síðustu árum eru farnar að skila sér. Lækkun launa- og rekstrar- kostnaðar hefur skilað sér, eftirlit er markvissara og tekjuþróun hefur verið bæjarsjóði hagfelld. Þróun rekstrar bæjarins er því á réttri leið, en áframhaldandi aðhalds og aga er þörf,“ segir í frétt frá bænum. Gert er ráð fyrir að framkvæmt verði fyrir 765 milljónir króna á næsta ári. Nýtt hjúkrunarheimili Helstu verkefni eru bygging hjúkrunarheimilis en áætlaður framkvæmdakostnaður á næsta ári er 350 m.kr. Framkvæmdir við ofan- flóðavarnir eru áætlaðar 180 m.kr. og gert er ráð fyrir að endurbyggja og malbika Heiðarbraut og Dal- braut í Hnífsdal. Að auki verða stál- þil og þekja Suðureyrarhafnar end- urnýjuð. Gert er ráð fyrir að malbika Tangagötu, Þvergötu, Smiðjugötu og hluta Seljalands- vegar á Ísafirði og Sjávargötu á Þingeyri. Viðhald þessara gatna er talið mest áríðandi. Viðhald er aukið á milli ára og sérstaklega á að horfa til bætts aðgengis fatlaðs fólks að byggingum bæjarins og bættum brunakerfum. Þá er gert ráð fyrir því að ganga frá urðunarstaðnum á Klofningi í Önundarfirði. Á árinu 2014 á skv. frumvarpinu að endurnýja leiktæki og undirlag við Grunnskólann á Suðureyri og Flateyri og malbika götur á Ísafirði og Flateyri. Leikskólagjöld og sorpgjöld lækka Morgunblaðið/Ómar Menningar- og hvíldarferðir Hafið samband við Silju Rún eða Guðnýju hjá VITA í síma 570 4472 eða sendið tölvupóst á siljarun@vita.is Skráðu þig í netklúbbinn - VITA.is VITA er lífið VITA | Suðurlandsbraut 2 | Sími 570 4444 | VITA.is ÍS L E N S K A S IA .I S V IT 62 02 7 11 /2 1 Tenerife hefur upp á margt að bjóða, margbrotna sögu, fallegt landslag og gott veðurfar. Saga eyjunnar kemur á óvart, með tengingum við landafundi Ameríku og við fornar menningarþjóðir, t.d. Egypta. Gist verður við suðurströndina á fjögurra stjörnu hóteli, Noelia Sur. Það er vel staðsett, rétt hjá „Laugaveginum“. Allt fæði er innifalið: morgunmatur, hádegismatur og kvöldmatur ásamt drykkjum með mat. Þegar við ferðumst í skoðunarferðum fáum við nestispakka með drykk og ávöxtum. Að venju verður ekki farið eldsnemma af stað á morgnana heldur í rólegheitum eftir morgunverðinn. Hótelið okkar er mjög miðsvæðis og því nóg að gera á frjálsu dögunum. Á kvöldin eru skemmtanir á hótelinu. Þetta er ekki erfið ferð og á þessum tíma má búast við sól og hlýju veðri. Verð 314.500 kr. aukalega 40 þús. kr. fyrir einbýli. Innifalið: flug og skattar, akstur, skoðanaferðir, fæði og drykkur skv. ferðalýsingu. Tenerife 13. - 27. febrúar 2013 Vegna fjölda áskorana endurtökum við þessa notalegu ferð næsta haust. Siglt verður upp Rínarfljót frá Amsterdam í Hollandi til Basel í Sviss með viðkomu á völdum stöðum á leiðinni, m.a. Köln, Strassburg (Frakklandi) og siglt inn Mosel og Cochem heimsótt. Eftir siglinguna verður dvalið í Freiburg í Svartaskógi á Hotel Stadt Freiburg. Þaðan verður farið í skoðanaferðir, m.a. til Elsass í Frakklandi. Verð: efra dekk 320 þús. kr. í tvíbýli. Verð: neðra dekk 295 þús. kr. í tvíbýli. Innifalið: flug og skattar, akstur, skoðanaferðir, fæði og drykkur skv. ferðalýsingu. SiglingAmsterdam -Basel - Freiburg 28. september til 9. október 2013 Fararstjóri: Friðrik G. Friðriksson. Myndasafn úr ferðum Friðriks er að finna á: www.vita.is, evrópurútur Frissa, myndasafn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.