Morgunblaðið - 24.11.2012, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 24.11.2012, Qupperneq 31
FRÉTTIR 31Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. NÓVEMBER 2012 Bókaútgáfan Óðinsauga hefur fært Fjölskylduhjálp Íslands þriðja árið í röð 18 titla af barnabókum, samtals 1.500 stykki. Kemur þessi gjöf að góðum notum þar sem foreldrar þúsunda barna munu sækja um jólagjafir hjá Fjölskylduhjálp Ís- lands fyrir börnin sín fyrir komandi jól. „Hvetjum við aðra bókaútgef- endur til að styðja Fjölskylduhjálp Íslands með bókargjöfum sem eru góðar jólagjafir til barna, unglinga og fullorðinna,“ segir í tilkynningu. Á myndinni eru Ásta Vilhjálms- dóttir og Ragna Rósantsdóttir stjórnarkonur, Ásgerður Jóna Flosadóttir formaður, Þórunn Kol- beins Matthíasdóttir varaformaður og Huginn Þór Grétarsson, eigandi Óðinsauga. Fjölskylduhjálpin fær bækur að gjöf Sunnudaginn 25. nóvember kl. 19.00 verður haldið ljós- myndauppboð Ís- landssögunnar í Gyllta sal Hótels Borgar. Til- gangur uppboðs- ins er að styrkja Ingólf Júlíusson, ljósmyndara og margmiðlunarhönnuð. Ingólfur greindist með bráðahvítblæði í byrjun október á þessu ári og hefur verið á sjúkrahúsi síðan. Upp úr áramótum fer hann svo til Svíþjóð- ar þar sem hann mun gangast undir mergskipti. Samhugur félaga hans í stétt ljósmyndara varð til þess að þeir tóku höndum saman til að styrkja Ingólf og fjölskyldu hans. Á uppboðinu verður m.a. málverk eft- ir Tolla, sem hann gaf til söfnunar- innar. Einnig verður boðin upp myndavél sem 12 helstu ljósmynd- arar landsins hafa tekið myndir á og áritað, en filman fylgir vélinni, óframkölluð, og því um einstakan grip að ræða. Loks er þess að geta að margir helstu ljósmyndarar og blaða- ljósmyndarar landsins hafa gefið myndir á uppboðið. Ljósmyndauppboð til styrktar Ingólfi Ingólfur Júlíusson Í dag, laugardaginn 24. nóvember, verður haldinn stofnfundur félags fólks með alópesíu eða blettaskalla. Fundurinn verður haldinn í Esju 2 á annarri hæð Hótels Sögu og hefst kl. 14. Fyrr á árinu var fyrsta íslenska vefsíðan um þennan sjálfsofnæm- issjúkdóm opnuð, www.bletta- skalli.wordpress.com. „Talið er að um 1% fólks fái sjúk- dóminn og getur hann fyrst látið á sér kræla hvenær sem er á lífsleið- inni. Blettaskalli er hættu- og sárs- aukalaus en hefur mikil sálræn áhrif á þann sem fyrir verður. Því er mikilvægt að skapa vettvang þar sem fólk getur leitað sér upplýs- inga, aðstoðar og stuðnings ann- arra í sömu stöðu,“ segir í tilkynn- ingu um stofnfundinn. Vonir standa til að félagið geti beitt sér í kynn- ingarstarfi og réttindabaráttu fólks með þennan sjúkdóm. Eins og nafn- ið gefur til kynna lýsir blettaskalli sér í hárlausum blettum í hársverði en getur einnig orsakað algjöran hármissi. Sjúkdómurinn er óút- reiknanlegur, en þó að hann lýsi sér oftast með því að fyrst uppgötvar fólk lítinn hárlausan blett, er fram- haldið mjög misjafnt. Stofnfundur félags fólks með alópesíu á Hótel Sögu í dag Vistgjöld í leikskólum Ísafjarðar- bæjar lækka um 5% á næsta ári og sorpgjöld lækka um 10%. Þetta er meðal þess sem fram kemur í drög- um að fjárhagsáætlun Ísafjarðar- bæjar 2013 sem lögð er fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn á fimmtudag. „Nokkuð einfaldara var að koma saman fjárhagsáætlun nú en und- anfarin tvö ár þar sem þær hagræð- ingaraðgerðir sem ráðist hefur verið í á síðustu árum eru farnar að skila sér. Lækkun launa- og rekstrar- kostnaðar hefur skilað sér, eftirlit er markvissara og tekjuþróun hefur verið bæjarsjóði hagfelld. Þróun rekstrar bæjarins er því á réttri leið, en áframhaldandi aðhalds og aga er þörf,“ segir í frétt frá bænum. Gert er ráð fyrir að framkvæmt verði fyrir 765 milljónir króna á næsta ári. Nýtt hjúkrunarheimili Helstu verkefni eru bygging hjúkrunarheimilis en áætlaður framkvæmdakostnaður á næsta ári er 350 m.kr. Framkvæmdir við ofan- flóðavarnir eru áætlaðar 180 m.kr. og gert er ráð fyrir að endurbyggja og malbika Heiðarbraut og Dal- braut í Hnífsdal. Að auki verða stál- þil og þekja Suðureyrarhafnar end- urnýjuð. Gert er ráð fyrir að malbika Tangagötu, Þvergötu, Smiðjugötu og hluta Seljalands- vegar á Ísafirði og Sjávargötu á Þingeyri. Viðhald þessara gatna er talið mest áríðandi. Viðhald er aukið á milli ára og sérstaklega á að horfa til bætts aðgengis fatlaðs fólks að byggingum bæjarins og bættum brunakerfum. Þá er gert ráð fyrir því að ganga frá urðunarstaðnum á Klofningi í Önundarfirði. Á árinu 2014 á skv. frumvarpinu að endurnýja leiktæki og undirlag við Grunnskólann á Suðureyri og Flateyri og malbika götur á Ísafirði og Flateyri. Leikskólagjöld og sorpgjöld lækka Morgunblaðið/Ómar Menningar- og hvíldarferðir Hafið samband við Silju Rún eða Guðnýju hjá VITA í síma 570 4472 eða sendið tölvupóst á siljarun@vita.is Skráðu þig í netklúbbinn - VITA.is VITA er lífið VITA | Suðurlandsbraut 2 | Sími 570 4444 | VITA.is ÍS L E N S K A S IA .I S V IT 62 02 7 11 /2 1 Tenerife hefur upp á margt að bjóða, margbrotna sögu, fallegt landslag og gott veðurfar. Saga eyjunnar kemur á óvart, með tengingum við landafundi Ameríku og við fornar menningarþjóðir, t.d. Egypta. Gist verður við suðurströndina á fjögurra stjörnu hóteli, Noelia Sur. Það er vel staðsett, rétt hjá „Laugaveginum“. Allt fæði er innifalið: morgunmatur, hádegismatur og kvöldmatur ásamt drykkjum með mat. Þegar við ferðumst í skoðunarferðum fáum við nestispakka með drykk og ávöxtum. Að venju verður ekki farið eldsnemma af stað á morgnana heldur í rólegheitum eftir morgunverðinn. Hótelið okkar er mjög miðsvæðis og því nóg að gera á frjálsu dögunum. Á kvöldin eru skemmtanir á hótelinu. Þetta er ekki erfið ferð og á þessum tíma má búast við sól og hlýju veðri. Verð 314.500 kr. aukalega 40 þús. kr. fyrir einbýli. Innifalið: flug og skattar, akstur, skoðanaferðir, fæði og drykkur skv. ferðalýsingu. Tenerife 13. - 27. febrúar 2013 Vegna fjölda áskorana endurtökum við þessa notalegu ferð næsta haust. Siglt verður upp Rínarfljót frá Amsterdam í Hollandi til Basel í Sviss með viðkomu á völdum stöðum á leiðinni, m.a. Köln, Strassburg (Frakklandi) og siglt inn Mosel og Cochem heimsótt. Eftir siglinguna verður dvalið í Freiburg í Svartaskógi á Hotel Stadt Freiburg. Þaðan verður farið í skoðanaferðir, m.a. til Elsass í Frakklandi. Verð: efra dekk 320 þús. kr. í tvíbýli. Verð: neðra dekk 295 þús. kr. í tvíbýli. Innifalið: flug og skattar, akstur, skoðanaferðir, fæði og drykkur skv. ferðalýsingu. SiglingAmsterdam -Basel - Freiburg 28. september til 9. október 2013 Fararstjóri: Friðrik G. Friðriksson. Myndasafn úr ferðum Friðriks er að finna á: www.vita.is, evrópurútur Frissa, myndasafn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.