Morgunblaðið - 28.11.2012, Síða 1
M I Ð V I K U D A G U R 2 8. N Ó V E M B E R 2 0 1 2
Stofnað 1913 279. tölublað 100. árgangur
SÖLVI OTTESEN
YFIRGEFUR
FC KÖBENHAVN
KÓRFÉLAGAR SYNGJA
Á BRJÓSTRÖDDINNI
ÆVINTÝRALEGAR
JÓLAMYNDIR FYRIR
ALLA FJÖLSKYLDUNA
POPPUÐ JÓLALÖG Á AÐVENTUNNI 10 HOBBITINN KEMUR 30VILL FRÁ DANMÖRKU ÍÞRÓTTIR
Morgunblaðið/Eggert
Heilbrigðisþjónusta Stofnanir hafa
þurft að taka á sig mikinn niðurskurð sl. ár.
Heilbrigðisstofnanir í landinu eru
þessa dagana að skila rekstraráætl-
unum inn til velferðarráðuneytisins
fyrir árið 2013. Þó að ekki sé gerð
krafa um niðurskurð í rekstri
næsta árs er hætta á skertri þjón-
ustu, sér í lagi hjá þeim stofnunum
sem hafa þurft að glíma við halla-
rekstur. „Það verður erfitt fyrir
stofnanir að ná saman hallalausum
rekstri, við höfum ekki fengið allar
kostnaðarhækkanir bættar að fullu.
Enginn niðurskurður þýðir að
menn verða samt að taka á sig
skerðingar í þjónustu á sumum
stöðum,“ segir Birgir Gunnarsson,
formaður Landssambands heil-
brigðisstofnana. Meðal stofnana
sem glíma við mikinn hallarekstur
er Heilbrigðisstofnunin á Sauð-
árkróki. »4
Hætta á skertri
þjónustu þrátt fyrir
engan niðurskurð
Íbúðalánasjóður
» Sigríður Ingibjörg Ingadótt-
ir, formaður velferðarnefndar,
segir a.m.k. fimmtíu milljarða
lenda á almenningi vegna
sjóðsins.
» Hún segir alla meðvitaða um
vandann og fólk eigi að ein-
beita sér að því að leysa hann.
Hörður Ægisson
Heimir Snær Guðmundsson
Þrettán milljarða fjárframlag ríkis-
ins til Íbúðalánasjóðs, sem ríkis-
stjórnin samþykkti í gær, tekur að-
eins á skammtímavanda sjóðsins en
breytir litlu um undirliggjandi
rekstrarerfiðleika. Að öðru óbreyttu
er starfsemi sjóðsins ósjálfbær og
halli á rekstri gæti verið þrír millj-
arðar á ári næstu árin.
Fram kemur í niðurstöðum starfs-
hóps að hætt sé við því að útlánasafn
sjóðsins sé ofmetið um fjörutíu millj-
arða og því þurfi að auka framlag á
afskriftarreikning útlána um allt að
tuttugu milljarða.
Í tillögum ráðgjafarfyrirtæksins
IFS er meðal annars lagt til að stofn-
að verði sérstakt eignarhaldsfélag
með ríkisábyrgð um þær fullnustu-
eignir sem sjóðurinn hefur tekið yfir.
Taprekstur af slíku félagi, sem ætti
meira en þrjú þúsund eignir eftir
nokkur ár, gæti numið einum til
tveimur milljörðum á ári. Sam-
kvæmt aðgerðaáætlun IFS er þörf á
greiðslum úr ríkissjóði til ÍLS fyrir
að minnsta kosti 48 milljarða næstu
þrjú til fimm árin.
Ráðherra skipar starfshóp
Miðað við áætlanir stefnir í að eig-
ið fé Íbúðalánasjóðs verði uppurið
við lok þessa árs. Þá ætlar velferð-
arráðherra að skipa starfshóp til að
fara yfir framtíðarhorfur og hlutverk
sjóðsins sem leiði til þess að rekstur
Íbúðalánasjóðs verði sjálfbær.
Þarf tugi milljarða í viðbót
Eigið fé ÍLS verður uppurið við lok þessa árs miðað við áætlanir Mælt með
stofnun eignarhaldsfélags með ríkisábyrgð um fullnustueignir sjóðsins
M Íbúðalánasjóður » 2 og 16
Einstaklingar greindir
með HIV-smit á Íslandi
2002
2003
2004
2005
2006
2007
2008
2009
2010
2011
2012*
7
10
5
8
11
13
10
15
24
23
18
*Til loka nóvember
Ingveldur Geirsdóttir
ingveldur@mbl.is
Átján einstaklingar hafa greinst með
HIV-smit hér á landi það sem af er
árinu. Þar af einn með alnæmi, sem er
lokastig sjúkdómsins. Um er að ræða
þrettán karla og fimm konur. Fjórir
þeirra eru fíkniefnaneytendur og
tengjast líklega flestir hópi sprautu-
fíkla sem greindust með HIV-smit í
fyrra og hittifyrra.
Fimm samkynhneigðir karlmenn
hafa greinst á árinu en enginn sam-
kynhneigður greindist í fyrra. Þá
smituðust níu við kynmök gagnkyn-
hneigðra. Meðalaldur karla sem hafa
greinst er 37 ár en kvenna 34 ár. Har-
aldur Briem sóttvarnalæknir segir að
af þessum átján manna hópi séu átta
af erlendu bergi brotnir og hafi smit-
ast erlendis en álykta megi að tíu smit
séu innlend.
Í fyrra greindust 23 með HIV-smit
og 24 árið þar á undan. Haraldur seg-
ir að það megi kalla þetta staðbundna
sótt þar sem tölurnar haldist nokkuð
jafnar. „En það er ekki alltaf gott
heldur. Við viljum sjá þetta fara niður
og helst hverfa.“ »18
Dregur lítið úr HIV-smiti
Átján greinst HIV-smitaðir á árinu Einn með alnæmi
Tæpur mánuður er til jóla og virðist ekkert
vanta fyrir hátíðina. Víða er hvít jörð og hangi-
kjötið er á sínum stað. Ekki sitja samt allir við
sama borð en þeir sem eiga nóg að bíta og
brenna þurfa ekki að hafa áhyggjur. Jólaversl-
unin fer á fullt um helgina og þegar búið er að
skreyta jólatrén verður hægt að setja pakkana á
sinn stað. Þetta vita starfsmennirnir sem settu
upp jólatré við Ráðhús Reykjavíkur í gær. »6
Ekki er ráð nema í tíma sé tekið
Morgunblaðið/Kristinn
„Við fögnum
ekki tvöföldun
virðisaukaskatts
á gistingu,“ seg-
ir Erna Hauks-
dóttir, fram-
kvæmdastjóri
Samtaka ferða-
þjónustunnar.
Fjármála-
ráðherra ætlar að leggja til að
skatturinn hækki í 14% á næsta ári,
en ekki 25% eins og áður hafði verið
boðað. Erna bendir á að þessi skatt-
ur sé töluvert lægri víðast hvar í
Evrópu. »6
Fagna ekki tvöföld-
un skatts á gistingu
„Mér finnst að í ljósi þess að forseta
Alþingis var afhent tillaga
stjórnlagaráðs hefði í þessu tilviki
verið eðlilegt að forseti hefði, áður
en málið var lagt fram, sent erindi
fyrir hönd þingsins til Feneyja-
nefndarinnar,“ segir Ólöf Nordal,
varaformaður Sjálfstæðisflokksins,
spurð hvort hún telji að formaður
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar
Alþingis hafi verið rétti aðilinn til að
óska eftir áliti Feneyjanefndarinnar
á frumvarpi til nýrrar stjórnarskrár.
Þá segir Ólöf að þegar Finnar
óskuðu eftir áliti nefndarinnar á
sinni stjórnarskrá fyrir nokkrum ár-
um hafi það verið gert af hálfu
finnska dómsmálaráðuneytisins.
Að sögn Valgerðar Bjarnadóttur,
formanns stjórnskipunar- og eft-
irlitsnefndar, var eðlilegast að hún
sendi bréfið til Feneyjanefndarinnar
enda sé það meirihluti nefndarinnar
sem leggi frumvarpið fram en ekki
ríkisstjórnin. „Það var ákveðið í
þessu ferli að það væri þingið sem
færi með þetta mál og þess vegna
teldi ég það óeðlilegt að einhver ann-
ar en þingið, og þá þessi nefnd, sendi
þetta bréf.“ skulih@mbl.is. »2
Eðlilegra ef þingforseti
hefði óskað eftir áliti