Morgunblaðið - 28.11.2012, Side 4

Morgunblaðið - 28.11.2012, Side 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. NÓVEMBER 2012 SVIÐSLJÓS Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is „Þó að ekki séu gerðar neinar kröfur um niðurskurð þá eru fjárveitingar almennt ekki að aukast. Það verður erfitt fyrir stofnanir að ná saman hallalausum rekstri, við höfum ekki fengið allar kostnaðarhækkanir bættar að fullu. Enginn niðurskurður þýðir að menn verða samt að taka á sig skerðingar í þjónustu á sumum stöðum,“ segir Birgir Gunnarsson, forstjóri á Reykjalundi og formaður Landssambands heilbrigðisstofnana, en sjúkrastofnanir eru þessa dagana að ganga frá rekstraráætlun næsta árs og skila þeim til velferðarráðu- neytisins fyrir 1. desember nk. Þrátt fyrir að ekki sé komin end- anleg niðurstaða í fjárveitingum seg- ir Birgir að almennt sé ekki verið að tala um niðurskurð á fjárveitingum næsta árs. Það sé fagnaðarefni og löngu kominn tími til. Flestar stofnanir hafa gengið í gegnum 20% niðurskurð á síðustu fjórum árum og Birgir segir bærilega hafa tekist til í flestum tilvikum. „Menn hafa náð að útfæra þetta þannig að þjónusta hefur verið skert sem minnst. Sumar stofnanir eru enn að kljást við rekstrarvanda, sem þarf að skoða í hverju tilviki fyrir sig. Þetta var komið upp fyrir þolmörkin víðast hvar og ekki nokkur leið að leggja meiri sparnaðarkröfu á heil- brigðisstofnanir nema að stórskaða þjónustuna. Það var ekki hægt að ganga lengra og í raun kraftaverk að okkur hafi tekist að komast sæmilega heil í gegnum þetta þrátt fyrir allt.“ Reykjalundur hefur á undanförn- um fjórum árum þurft að spara í rekstri um 300 milljónir króna. Birgir segir þetta hafa tekist án þess að skerða þjónustu. Áfram sé verið að veita þjónustu á sömu meðferðarsvið- um og fyrir hrun en með öðrum hætti. Þyngri rekstur á Sauðárkróki Tap Heilbrigðisstofnunarinnar á Sauðárkróki stefnir í að verða 35 milljónir króna á þessu ári. Hafsteinn Sæmundsson forstjóri segir þetta vera nærri tvöfalt meira tap en reikn- að hafði verið með. „Reksturinn hef- ur þyngst verulega á seinni hluta árs- ins og ýmislegt sem spilar þar inn í eins og aukin veikindi og meiri launa- kostnaður. Við höfum ekki náð öllu því sem við ætluðum að skera niður en getum bara ekki skorið meira nið- ur í umönnun og annarri slíkri þjón- ustu,“ segir Hafsteinn, sem hefur að undanförnu átt í viðræðum við stjórn- völd um vanda stofnunarinnar. Hann segir velferðarráðherra hafa gefið ádrátt um viðbótarfé til að tryggja áframhaldandi starfsemi endurhæf- ingarinnar. Stofnunin er með 806,5 milljónir á fjárlögum næsta árs, mið- að við 1. umræðu á Alþingi, en Haf- steinn segir að til að tryggja óbreytt- an rekstur þurfi 40 milljónir króna til viðbótar. Vonandi skýrist málin í 2. umræðu um fjárlögin á þingi. Óttast Hafsteinn að komi ekki til frekara fjármagn þá þurfi að draga úr þjónustu eins og heimahjúkrun um helgar. Við það sé hætt við að biðlist- ar eftir hjúkrunarrými lengist en þeir eru nú þegar mun lengri en almennt gerist á landinu, eða 7-8 manns að jafnaði. „Við lifum í þeirri von að ráð- herra muni tryggja viðbótarframlag þannig að við getum haldið endur- hæfingarstarfseminni úti óbreyttri. Þetta hefur verið þungt hjá okkur og verður það áfram,“ segir Hafsteinn. Erfitt að ná saman halla- lausum rekstri  Heilbrigðisstofnanir í áætlanagerð Morgunblaðið/Björn Björnsson Sauðárkrókur Heilbrigðisstofnunin þarf á auknu fjármagni að halda. Þungur rekstur » Heilbrigðisstofnanir þurfa að skila velferðarráðuneytinu rekstraráætlunum ársins 2013 fyrir mánaðamót. » Landssamband heilbrigð- isstofnana heldur aðalfund sinn 10. des. nk. þar sem fulltrúar ráðuneytisins og Landspítalans eru boðaðir. Loðnuveiðiskip HB Granda hafa verið á veiðum norður af Vest- fjörðum síðan á laugardag. Veiðin hefur verið heldur dræm þar sem loðnan stendur djúpt og er dreifð í gisnum torfum, að því er fram kom á vef HB Granda í gær. Aðeins er heimilt að veiða loðnu í nót innan ís- lenskrar lögsögu á þessum slóðum en fyrir bræluna var einhver veiði í grænlensku lögsögunni hjá skipum eins og Kristinu frá Samherja. Ingimundur Ingimundarson, rekstrarstjóri uppsjávarskipa HB Granda, segir við Morgunblaðið að líklega muni Ingunn landa sinni fyrstu loðnu á vertíðinni á Vopna- firði í fyrramálið. Þar sé allt orðið klárt til að taka á móti aflanum. Í gærmorgun var Ingunn komin með um 430 tonna afla en Lundey NS var nýkomin á miðin aftur, eftir að hafa rifið nótina sl. sunnudag og orðið að fara til viðgerða á Ísafirði. „Þetta er erfitt þegar loðna stend- ur svona djúpt,“ segir Ingimundur en hafís hefur einnig verið að gera skipunum lífið leitt. bjb@mbl.is Dræm loðnuveiði en styttist í fyrstu löndun Morgunblaðið/Sigurður Bogi Ingunn AK Loðnuveiði er hafin að nýju eftir langa brælu undanfarið.  Loðnan stendur djúpt og er dreifð Loðnuveiðar » Veiðiferð Ingunnar og Lund- eyjar NS hófst 18. nóvember sl. en vegna óveðurs á miðunum leituðu skipin vars á Ísafirði. Fóru skipin af stað á ný sl. laugardag. Ingunn fékk 250 tonn á sunnudeginum en Lundey náði 100 tonnum áður en nótin rifnaði. Opið til kl. 16 á laugardögumSmiðjuvegi 2, Kóp - S. 554 0400 Skoðið úrvalið á www.grillbudin.is GLÆSILEG JÓLALJÓS Mjög vandaðar samtengjanlegar seríur Allt að 1.040 ljós við einn straumbreyti Frá Svíþjóð Sögubrot Fyrstu aðventuljósin sem komu til íslands um 1960 voru frá KONST SMIDE meira sé af karfa á þessum slóðum en sérfræðingar Alþjóðahafrann- sóknaráðsins telja. Í ár veiddu íslensk skip um sex þúsund tonn af karfa á Reykjanes- hrygg en kvóti Íslendinga var um níu þúsund tonn. Fyrir árið 2012 átti heildarkvótinn að vera alls 32 þús- und á Reykjaneshrygg samkvæmt fyrrnefndum samningi, en Rússar tóku sér einhliða 29 þúsund tonna kvóta. Athugasemdir við sendiherra Íslensk stjórnvöld komu síðastlið- ið vor alvarlegum athugasemdum á framfæri við sendiherra Rússlands á Íslandi vegna karfaveiða þeirra á Reykjaneshrygg. Sérstakur fundur var í framhaldi af því haldinn um málið í Reykjavík í september og síðan hafa málin verið rædd á nokkr- um fundum, m.a. á vettvangi strand- ríkjanna og NEAFC, en hvorki hef- ur gengið né rekið. Fulltrúar Íslands og Rússlands ræða samstarfið innan NEAFC á fundi í Reykjavík eftir tvær vikur og er líklegt að stjórnun karfaveiða verði rædd þar. Einn viðmælandi blaðsins sagði það skjóta skökku við að Rússar geri út á karfaveiðar frá Hafnarfirði í trássi við samninga sem Ísland hef- ur gert, en Rússar mótmæltu í byrj- un síðasta árs. Fyrir tveimur árum sendi LÍÚ sjávarútvegsráðherra til- mæli um að rússneskum frystiskip- um yrði bannað að landa karfa af Reykjaneshrygg og umskipa í flutn- ingaskip í Hafnarfirði meðan ekki væri samið um karfaveiðarnar. Eng- in ákvörðun hefur verið tekin um slíkt bann. Hóta með makríl í deilu um karfaveiðar  Rússar ræða takmörkun á makrílviðskiptum fái þeir ekki að landa karfa hér  Ræða NEAFC-samstarfið í Reykjavík Morgunblaðið/ÞÖK Karfi Strandríkin hafa áhyggjur af ofveiði úr karfastofnum á Reykjanes- hrygg. Rússar telja meira vera af karfanum þar og aðeins einn stofn. FRÉTTASKÝRING Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Grípi íslensk stjórnvöld til þess að banna rússneskum karfaskipum að landa í Hafnarfirði hafa Rússar sett fram þann möguleika að banna Ís- lendingum að landa makríl í Rúss- landi. Þetta kemur fram í norska blaðinu Fiskaren og er byggt á sam- tali í rússneska blaðinu Rybatskaya Gazeta við Vasily Sokolov, sem er einn af æðstu mönnum sjávarút- vegsráðuneytis Rússlands. Rússar hafa ekki gerst aðilar að samningi um karfaveiðar á Reykjaneshrygg. Í Fiskaren er haft eftir Sokolov að Rússland sé eitt mikilvægasta mark- aðslandið fyrir íslenskan makríl og hafi það valdið óánægju í Noregi og ESB. Sú staða gæti komið upp að Rússar þyrftu að endurskoða þessi viðskipti verði þeim á ný hótað lönd- unarbanni á karfa. Íslensk veiðiskip landa makrílafla sínum nánast alfarið á Íslandi. Hins vegar eru yfir 40% af makrílafurðum seld héðan til Rússlands, sem er langstærsti markaðurinn. Ekki kemur fram í Fiskaren hvort um væri að ræða bann á löndun úr veiði- eða flutningaskipum. Segja meira vera af karfa Ísland, Færeyjar og Grænland, ásamt Evrópusambandinu og Nor- egi, hafa gert með sér samkomulag um verulegan samdrátt á veiðum úr karfastofnum á Reykjaneshrygg. Rússar hafa ekki gerst aðilar að samkomulaginu og halda því fram að Umhverfisvænasti og um leið öfl- ugasti bor Jarðborana hf. var form- lega tekinn í notkun við Reykjanes- virkjun HS Orku í gær. Borinn fékk nafnið Þór og er fyrsti háhitabor- inn á Íslandi sem er knúinn af raf- magni en til þessa hafa borar Jarð- borana eingöngu notað díselolíu. Þór hefur getu til að bora lengri stefnuboraðar holur en fyrri borar og er með því móti umhverfisvænn með margvíslegum hætti. Hægt er að bora fleiri en eina holu frá sama stað og minnkar það til muna jarð- rask á borsvæði. Þór er af gerðinni Euro Rig 350 t og kemur lítið not- aður frá Þýskalandi. Verðmæti nýs bors af þessu tagi er um 23 millj- ónir evra eða tæplega 3,8 millj- arðar íslenskra króna. Borinn var áður í eigu dótturfélags Jarðbor- ana. Haft er eftir Baldvini Þorsteins- syni, forstjóra Jarðborana, í til- kynningu að það sé vonandi ávísun á meiri sátt milli þeirra sjónarmiða að nýta orkuauðlindir Íslands með skynsamlegum hætti og þeirra sem leggja áherslu á umhverfisvernd að koma með slíkan bor til landsins. Þór er fullkomnasti bor Jarðborana Ljósmynd/Hilmar Bragi. Þór Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, gaf bornum nafnið Þór.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.