Morgunblaðið - 28.11.2012, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. NÓVEMBER 2012
Pistlakarl einn með „ríkari rétt-lætiskennd“ en hinir hefur
tekið það sem dæmi um hvað
flokksskrár séu fáránlegar, að
hann sjálfur, sem hefur hreytt í
Sjálfstæðisflokkinn hvenær sem
tilefni hefur gefist og án þess, hafi
verið skráður í þann skúrkaflokk.
En hann veit vel,en vill ekki að
aðrir viti, að það er
vegna þess að hann
gekk í flokkinn til
að kjósa í prófkjöri,
sem var aðeins fyr-
ir flokksbundna.
Það sást til hans.
Þetta hafa fleiri gert, og regl-
urnar hafa boðið upp á slíkt. Sum-
ir þeirra skrá sig ekki úr flokki,
þótt þeir fái fréttaefni frá honum
og aðrir verða áhugasamir flokks-
menn, þótt það hafi aldrei staðið
til. Jón Magnússon, fyrrverandi al-
þingismaður, þekkir vel til slíkra
mála. Jón segir:
Flokksskrárnar eru rangar.Fólk er ekki tekið af skrá þó
það sé jafnvel komið í aðra flokka
ef það hefur einhverntíma skráð
sig í viðkomandi flokk. Sjaldnast
eru innheimt árgjöld, en sé það
gert þá eru þeir sem ekki borga
áfram skráðir í flokkinn og á kjör-
skrá.“
Prófkjör eru ekki gallalaus ogþau geta ýtt undir sund-
urþykkju í röðum fólks sem þarf
að vinna saman og eiga gagn-
kvæmt traust. En til að tryggja
ákveðna endurnýjun og draga úr
hættu á að miðstýrt flokksræði
verði of íþyngjandi verður að nota
þá aðferð reglulega, þótt uppstill-
ing í höndum færri trúnaðar-
manna sé viðhöfð þess á milli. En
þá þarf að gera ríkari kröfur um
að hinir „flokksbundnu“ séu það í
raun og veru og hafi því rétt til
áhrifa á framboðslista umfram
aðra kjósendur.
Jón Magnússon
Lauslega
flokksbundnir
STAKSTEINAR
Stórhöfða 17 | Sími 577 5555 | veggsport.is
Í spinning öðlast ég
aukið úthald og styrk,
frábær undirstaða fyrir
útivistina, hvort sem það
eru hjólreiðar, skíði eða
fjallganga.
Þórður Magnússon
Fjörugir tímar þar sem hjólað er undir leiðsögn
þjálfara í takt við skemmtilega tónlist.
Mjög mikil brennsla og góð þjálfun.
Tímarnir eru fjölbreyttir þar sem hjólað
er allan tímann eða tímanum skipt
í spinning og styrktaræfingar.
Hjólaðu þig í form
Frír prufurtími
Spinningtímar
mán. mið. og fös. kl 12.00 og 17.15
Veður víða um heim 27.11., kl. 18.00
Reykjavík 2 léttskýjað
Bolungarvík 1 skýjað
Akureyri -4 léttskýjað
Kirkjubæjarkl. 1 skýjað
Vestmannaeyjar 5 skýjað
Nuuk 2 skýjað
Þórshöfn 2 léttskýjað
Ósló 0 snjókoma
Kaupmannahöfn 7 skýjað
Stokkhólmur 2 skúrir
Helsinki 1 skýjað
Lúxemborg 6 skýjað
Brussel 7 skýjað
Dublin 3 léttskýjað
Glasgow 7 léttskýjað
London 7 skýjað
París 7 skúrir
Amsterdam 7 heiðskírt
Hamborg 7 skýjað
Berlín 8 skýjað
Vín 7 alskýjað
Moskva 0 alskýjað
Algarve 15 léttskýjað
Madríd 7 léttskýjað
Barcelona 11 skúrir
Mallorca 12 skúrir
Róm 16 skúrir
Aþena 15 léttskýjað
Winnipeg -16 snjókoma
Montreal -2 skýjað
New York 2 slydda
Chicago -3 léttskýjað
Orlando 20 heiðskírt
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
28. nóvember Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 10:39 15:54
ÍSAFJÖRÐUR 11:12 15:30
SIGLUFJÖRÐUR 10:56 15:12
DJÚPIVOGUR 10:15 15:16
Fyrstu niðurstöðu má vænta úr
upprunagreiningu makríls á Ís-
landsmiðum eftir um það bil sex
mánuði að sögn Önnu Kristínar
Daníelsdóttur, sviðsstjóra öryggis,
umhverfis og erfða hjá Matís.
Verkefnið er samvinnuverkefni sem
m.a. Hafrannsóknastofnun tekur
þátt í.
Anna Kristín segir rannsóknir á
makríl í forgangi og fjármagn til að
sinna þeim sé tryggt.
Tilgangur rannsóknarinnar er að
greina stofngerð þess makríls sem
gengið hefur inn í íslenska fisk-
veiðilögsögu á undanförnum árum.
Uppi hafa verið getgátur um að
hluti hans komi inn í lögsöguna úr
vestri í stað þess að hann komi all-
ur úr evrópskum stofni. Íslend-
ingar hafa átt í hörðum deilum við
Norðmenn og ESB um veiðar á
makríl.
Að sögn Önnu Kristínar hafa
verið tekin 100-200 sýni úr hverjum
hrygningarstofni til rannsóknar.
„Við finnum fyrir miklum áhuga,
bæði innanlands og utan. Hvar sem
við komum á fundi eða ráðstefnur
er mikill áhugi á rannsóknum á
makríl enda er lítið vitað um stofn-
gerðina. Við erum í raun í frum-
kvöðlastarfi á því sviði þar sem við
erum að þróa ný erfðamörk fyrir
makríl,“ segir Anna Kristín.
vidar@mbl.is
Búist við niðurstöðu eftir sex mánuði
Fjármagn tryggt til upprunagreiningar á makríl sem fyrirfinnst við landið
Makríll Tegundin getur verið misjöfn
í útliti. Upprunagreining stendur yfir.
Meginefni fundar EES-ráðsins í
Brussel á mánudag með utanrík-
isráðherrum EFTA-ríkjanna og
fulltrúum fram-
kvæmdastjórnar
ESB var yfirferð
um stöðu og fram-
kvæmd EES-
samningsins. Öss-
ur Skarphéð-
insson
utanríkisráðherra
lýsti þeirri afstöðu
að æ fleiri mál
sem taka þyrfti
upp í samninginn
sköpuðu stjórnarskrárbundin vanda-
mál fyrir Ísland, þar sem í þeim fæl-
ist framsal valds umfram það sem
stjórnarskráin heimilaði.
Utanríkisráðherra lýsti þeirri
skoðun Íslands að þar sem EES-
samningurinn tæki ekki yfir fisk-
veiðar teldi hann ekki rétt að fjalla
um makrílveiðar á þessum vettvangi.
Hann lagðist gegn því að ályktað yrði
um málið, segir í tilkynningu. Hann
harmaði jafnframt að ESB og Nor-
egur skyldu ekki treysa sér til að fall-
ast á tillögu Íslands um að þar sem
ekki hefði tekist að leysa makríldeil-
una skæru allir málsaðilar niður veið-
ar í hlutfalli við niðurstöðu ICES.
Stöðugt fleiri
stjórnar-
skrárbundin
vandamál
Össur
Skarphéðinsson