Morgunblaðið - 28.11.2012, Page 19

Morgunblaðið - 28.11.2012, Page 19
19 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. NÓVEMBER 2012 Nákvæmni Herjólfur verður í flotkví hjá Vélsmiðju Orms og Víglundar í Hafnarfirði næstu daga en til þess að koma honum í þessa gömlu kafbátaflotkví þurfti að fjarlægja björgunarbátana. Árni Sæberg Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra bjargaði pólitísku lífi sínu fyrir horn í forvali Vinstri grænna í Suð- vesturkjördæmi. Hans höfuðlausn var flutt á mótmælafundi við bandaríska sendiráðið fyrir skömmu þar sem krafist var að Banda- ríkin beittu Ísrael þrýstingi vegna ófriðar á Gaza. Þrátt fyrir að Hamas-samtökin hefðu skotið flugskeytum á Ísrael var framferði Ísraela fordæmt og bandarísk stjórnvöld harðlega gagn- rýnd fyrir að styðja ríki gyðinga. Vinstri menn á Íslandi hafa alltaf kunnað að meta þá sem ganga hart fram í gagnrýni á Bandaríkin. Fátt elska þeir meira en þegar hið „illa stórveldi“ er fordæmt. Að sýna op- inberlega óvild í garð Ísrael er talið til eftirbreytni meðal vinstrimanna. Þetta veit innanríkisráðherra manna best og í aðdraganda að for- vali, þar sem að honum var sótt af fulltrúa Steingríms J. Sigfússonar, gat Ögmundur ekki látið tækifærið renna úr greipum sér. Hann flutti kraftmikla ræðu og var harðorður: „Ríkið Ísrael hefur breyst í ófreskju, sem fær að leika lausum hala, undir vernd- arvæng Bandaríkj- anna.“ Árni Þór bjargar sér Óvild innanrík- isráðherra í garð Ísr- aels og Bandaríkjanna er augljós og hana kunna félagar í VG vel að meta. Því kom það engum á óvart þegar Árni Þór Sigurðsson, formaður utanrík- ismálanefndar, tók til máls á Alþingi daginn eftir mótmælin við banda- ríska sendiráðið. Líkt og Ögmundur átti Árni Þór undir högg að sækja forvali VG en af ólíkum ástæðum. Margir flokks- félagar gruna Árna Þór um græsku vegna tvískinnungs í afstöðunni til aðildar Íslands að Evrópusamband- inu. Með því að „fordæma framferði Ísraela og gagnrýna Bandaríkja- stjórn hispurslaust fyrir linnulausan og að því er virðist skilyrðislausan stuðning í verki við ólögmætar og ofbeldisfullar aðgerðir Ísraela,“ tryggði Árni Þór stöðu sína í forvali VG í Reykjavík. Ekki skemmdi það fyrir formanni utanríkismála- nefndar að lýsa því yfir að „hvers konar sniðganga og refsiaðgerðir, efnahagslegar, menningarlegar eða pólitískar“, gagnvart Ísrael kæmu til greina. Árni Þór telur rétt að huga að því að slíta stjórnmála- sambandi við Ísrael. Tvöfeldni VG Tvískinnungur Vinstri grænna í utanríkismálum hefur komið oftar en einu sinni í ljós á kjörtímabilinu og þá ekki aðeins er varðar aðild- arumsókn að Evrópusambandinu. (Um það getur Hjörleifur Gutt- ormsson, einn stofnanda VG, vitnað best). Ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna gat beitt neit- unarvaldi til að koma í veg fyrir loft- árásir NATÓ á Líbíu. Ráðherrar VG þögðu hins vegar þunnu hljóði sem og þingmenn. Mörgum miss- erum síðar stóð Ögmundur Jón- asson innanríkisráðherra fyrir framan bandaríska sendiráðið og gagnrýndi Bandaríkin meðal annars fyrir að vilja koma Gaddafí, einræð- isherra Líbíu, frá völdum. Tvöfeldn- in verður vart meiri. Á sama tíma og Ögmundur flutti sína höfuðlausn og Árni Þór stóð í ræðustól Alþingis, hélt borg- arastríðið í Sýrlandi áfram. Tugir þúsunda óbreyttra borgara hafa fallið og hundruð þúsunda flúið heimili sín. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna stendur máttlaust hjá. Rússnesk stjórnvöld halda hlífiskildi yfir ríkisreknum böðulskap og þjóð- armorði í Sýrlandi. Kínversk stjórn- völd veita Bashar al-Assad forseta Sýrlands einnig pólitískt skjól á al- þjóða vettvangi. Harmleikurinn heldur áfram. Á Íslandi kemur hins vegar ekki fram tillaga um að slíta stjórnmálasambandi við Sýrland til að mótmæla þjóðarmorði. Af hverju boða þeir félagar, Árni Þór og Ögmundur ekki til mótmæla fyrir framan sendiráð Rússlands vegna ástandsins í Sýrlandi? Væri ekki tilefni til að mótmæla einnig við sendiráð Kína? Ögmundur gæti ekki aðeins flutt ræðu um Sýrland heldur einnig minnst á frelsisbaráttu Tíb- eta. Árni Þór hefði gott efni í áhrifa- mikla ræðu um mannréttindabrot kínverska stjórnvalda. Hann gæti sótt efnivið til Amnesty Int- ernational. Til að vera sjálfum sér samkvæmur væri eðlilegt að Árni Þór krefðist viðskiptabanns á Kína um leið og hann benti á þann mögu- leika að slíta stjórnmálasambandi við Peking. Varla getur það skipt máli í huga réttsýnna vinstrimanna hvaða stjórnvöld stunda mannréttindabrot eða veita böðlum pólitískt skjól til að fara sínu fram? Helgur réttur Það er helgur réttur sjálfstæðra og frjálsra þjóða að grípa til varna ef á þær er ráðist. Sá réttur getur aldrei orðið skálkaskjól fyrir hernað gegn saklausum borgurum. Slíkan hernað á að fordæma. En eitt og hið sama verður yfir alla að ganga. Við getum ekki beitt mismunandi mæli- stiku eftir því hver á hlut að máli. Árásir Hamas-samtakanna á óbreytta borgara í Ísrael eru við- urstyggileg með sama hætti og þeg- ar ísraelskir hermenn ráðast á sak- lausa Palestínumenn. Þjóðarmorð sýrlenskra stjórnvalda vekja óhug og þeim á að mótmæla. Við Íslend- ingar eigum einnig að nota hvert tækifæri til að mótmæla grófum mannréttindabrotum jafnt í Kína sem í öðrum löndum. En barátta fyrir mannréttindum, friði og frelsi, verður aldrei trúverð- ug þegar tvískinnungur vinstri- manna ræður för. Það sem meira er; hún mun litlum árangri skila, öðrum en þeim að nýtast sem pólitísk höf- uðlausn nokkrum dögum fyrir val á framboðslista. Eftir Óla Björn Kárason » Á sama tíma og Ög- mundur flutti sína höfuðlausn og Árni Þór stóð í ræðustól Alþingis, hélt borgarastríðið í Sýrlandi áfram. Óli Björn Kárason Höfundur er varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins. Höfuðlausn Ögmundar og Árna Þórs

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.