Morgunblaðið - 28.11.2012, Blaðsíða 20
20 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. NÓVEMBER 2012
Í grein minni Trufl-
un, sem birtist í nóv-
emberlok 2011, gerði ég
alvarlegar at-
hugasemdir við umfjöll-
un Kastljóss um Gunn-
ar Þ. Andersen, þá
forstjóra Fjármálaeft-
irlitsins (FME); sagði
þar m.a.: „eini tilgangur
hennar virtist vera að
grafa undan trúverð-
ugleika FME og for-
stjóra þess – og reyna að ryðja hon-
um úr vegi.“ Undirróðurinn gegn
forstjóranum hélt áfram – 3 mán-
uðum síðar var brottrekstur hans
staðreynd; í dagrenningu 1. mars hélt
Aðalsteinn Leifsson, stjórn-
arformaður FME, að heimili Gunn-
ars og afhenti honum uppsagn-
arbréfið, ef marka má
fréttaflutninginn þann dag. Skömmu
síðar birtist stjórnarformaðurinn í
Kastljósi og harmaði m.a. hve per-
sónulegar deilur hans við Gunnar
urðu. Ekki fannst mér tilraun hans til
að réttlæta brottreksturinn sannfær-
andi.
Daginn eftir fregnina af ákæru
gegn Gunnari ritar ritstjóri Frétta-
blaðsins grein um málið og end-
urtekur margþvældan málflutning
þeirra sem vildu bola Gunnari úr
embætti; vandinn er sá að hann
gleymir að nefna tvær álitsgerðir
Andra Árnasonar lögmanns sem eru
þó lykilskjöl – enn og aftur gleymast
aðalatriðin. Þessi óháði matsmaður
komst – í tvígang – að sömu nið-
urstöðu, að Gunnar væri hæfur til að
gegna starfi forstjóra FME. Ég veit
ekki til þess að dómgreind Andra hafi
verið dregin í efa. Sá sem telur brott-
rekstur Gunnars réttmætan hlýtur
jafnframt að líta svo á að báðar álits-
gerðir Andra séu ómarktækar. Hvers
vegna telur ritstjórinn svo vera?
Tilhæfulaus brottrekstur
„Málið snerist aldrei um nein rök
eða upplýsingar, þaðan af síður um
réttlæti. Engin boðleg rök hafa verið
færð fyrir uppsögn Gunnars, engin
ný gögn lögð á borðið.“ (Úr yfirlýs-
ingu Skúla Bjarnasonar, þá lögmanns
Gunnars, 1. mars sl.) Ég tek heils-
hugar undir þessi orð – þetta er
mergur málsins; frá
upphafi til enda var
málatilbúnaðurinn gegn
forstjóranum í raun
sagan um ekki neitt
enda engin brottrekstr-
arsök fyrir hendi. At-
burðarásin sem hófst
skömmu eftir áramót
var farsakennd, lög-
reglan hefði með réttu
átt að grípa inn í hana
og stöðva úr því að ráð-
herra efnahagsmála
gerði það ekki með því
að leysa stjórnina upp.
Hann hafði vald til þess. En vitfirr-
ingin tók völdin – rétt eins og í að-
draganda bankahrunsins.
Hernaður orða og pappíra
Hernaður á Fróni hefur þá sér-
stöðu að hann er ekki háður með
hefðbundnum stríðstólum heldur orð-
um og pappírum. Gagnaleki er mann-
anna verk og því aldrei tilgangslaus;
gleymum því ei að í þessu máli beind-
ist hann að einum manni, ekki hópi
manna eða félagi. Ljóst var að Kast-
ljósþátturinn 17. nóv. 2011 byggðist á
trúnaðarskjölum sem lekið hafði ver-
ið í þáttinn. Hvers vegna hóf lög-
reglan eða saksóknari ekki tafarlausa
rannsókn á jafnalvarlegum trún-
aðargagnaleka sem nýttur var í ann-
arlegum tilgangi? Hverjir stóðu fyrir
honum, á hvaða tímabili fór hann
fram o.s.frv.? Meðan málið er ekki
rannsakað upplýsist það ekki, engin
svör fást við knýjandi spurningum.
Þegar ljóst varð að stjórn FME
ætlaði sér að hrekja Gunnar burt
hvað sem það kostaði hófst þessi
magnaða gagnsókn sem lifa mun á
ódáinslendum hugans og minnti á fátt
fremur en lokakafla frægs lags með
The Who. Sjálfsögð krafa forstjórans
um að stjórn FME hætti að haga sér
eins og véfréttin illræmda heldur
legði fram vitrænar skýringar á upp-
sagnarhótunum var hunsuð. Hver
skyldi refsiramminn fyrir ofsóknir
vera?
Sannfæring sem
fékkst ekki keypt
Á endanum snerist málið um sann-
færingu hins ofsótta forstjóra and-
spænis valdníðslu stjórnarinnar og
þeim hagsmunaöflum sem vildu losna
við hann. Hann fylgdi sannfæringu
sinni og réttlætiskennd út í æsar –
lokarimman við stjórn FME tók af öll
tvímæli um að hann lét ekki fjárhags-
lega hagsmuni ráða för heldur stóð –
og féll – með sannfæringu sinni. Allar
heimsins krónur gátu ekki keypt
hana af honum. Enn á ný sannast þau
orð Sigurðar Nordal að sigurlaun lífs-
ins séu aldrei hvíld, heldur kostur á
að halda vörninni áfram. Þau spak-
mæli voru föður mínum heitnum, Jó-
hannesi Helga rithöfundi (1926-2001),
oft hugleikin og ekki að ófyrirsynju.
Hann og Gunnar eiga það sammerkt,
að hafa ekki látið illskeytt öfl beygja
sig – þeir kysstu ekki vöndinn … Það
er bæði þakkar- og virðingarvert.
Eftir stendur einlæg og mann-
eskjuleg barátta Gunnars fyrir starfi
sínu, borin uppi af feikilegu valdi á ís-
lensku, að ógleymdum hnitmiðuðum
yfirlýsingum, viðtölum og ræðum
sem vitna um mikla þekkingu hans og
greind – og ekki síst leiftrandi innsæi.
Allt mikilsverðar samtímaheimildir
sem veita innsýn í það sem úrskeiðis
fór í íslensku samfélagi og þær lag-
færingar sem brýnastar eru.
Lokaorð
Lokaþáttur Gunnars sögu And-
ersen er allur eftir, sögulok óráðin;
nú er vettvangurinn Héraðsdómur
Reykjavíkur þar sem skylmingar
andans halda áfram. Mér segir svo
hugur að í vændum sé eitt merkileg-
asta dómsmál síðari tíma hér á hjara
heims. Kannski verðum við vitni að
hinstu vörn – og sókn – hins mik-
ilhæfa rannsóknarmanns sem hófst
handa við að siðbæta íslenskt fjár-
málakerfi.
Ég ber fullt traust til Gunnars
Andersen; hugur minn og margra
annarra er hjá honum í baráttunni
fyrir réttlæti. Ekkert fær mætum
manni grandað.
Eftir Guttorm
Helga Jóhannesson » Vandinn er sá að
hann gleymir að
nefna tvær álitsgerðir
Andra Árnasonar lög-
manns sem eru þó lyk-
ilskjöl – enn og aftur
gleymast aðalatriðin.
Guttormur Helgi
Jóhannesson
Höfundur er málvísindamaður.
Truflun II eða Sagan
um ekki neitt
Það hefur löngum
verið sagt að Hafn-
arfjörður sé mikill
íþróttabær og víst er
að góður árangur
hafnfirsks íþróttafólks
hefur borið hróður
bæjarins víða. Haukar
og FH, Fimleika-
félagið Björk, Sund-
félag Hafnarfjarðar,
Hestamannafélagið
Sörli, Golfklúbburinn Keilir, Bad-
mintonfélag Hafnarfjarðar, Sigl-
ingaklúbburinn Þytur og Íþrótta-
félagið Fjörður, allt eru þetta félög
sem leggja grunninn að sæmd-
arheitinu sem bæjarbúar eru svo
stoltir af, íþróttabænum Hafn-
arfirði.
Auk þess að eiga frábært íþrótta-
fólk státum við einnig af öflugu
stuðningsneti sjálfboðaliða sem
hafa á árum og áratugum staðið
dyggan vörð um starf íþróttafélag-
anna og unnið ómetanlegt starf í
þágu þeirra. Á undanförnum ára-
tugum hefur Hafnarfjarðarbær
byggt mörg myndarleg íþrótta-
mannvirki og aðstaða til íþróttaiðk-
unar hefur um margt verið til fyr-
irmyndar. Bæjaryfirvöld í
Hafnarfirði hafa líka löngum haft
góðan skilning á því
hversu mikill ágóði
fellst í því að hlúa vel
að öllu íþróttastarfi og
hversu mikið for-
varnagildi það hefur
að stunda íþróttir.
Á fundi Íþrótta-
bandalags Hafn-
arfjarðar sem haldinn
var nýverið kom fram
að um 27% umframeft-
irspurn væri nú þegar
eftir æfingatímum í
íþróttahúsum bæj-
arins. Stjórn Íþróttabandalags
Hafnarfjarðar hefur af þessu mikl-
ar áhyggjur og skoraði á bæjaryf-
irvöld að horft yrði til þess að
byggja nýjan íþróttasal við Íþrótta-
miðstöðina á Ásvöllum, en í deili-
skipulagi er þar gert ráð fyrir nýj-
um íþróttasal og raunar er þegar
búið að steypa þar botnplötu auk
lagnakjallara. Er þá gert ráð fyrir
að nýta búningsaðstöðu og stoð-
þjónustu sem þegar er fyrir hendi á
Ásvöllum. Íþróttamiðstöðin á Ás-
völlum, þar sem Knattspyrnu-
félagið Haukar hefur sína aðstöðu,
getur ekki lengur annað þeirri
þjónustu sem íbúar í nærumhverfi
Íþróttamiðstöðvarinnar telja ásætt-
anlega. Íþróttamiðstöð Hauka á Ás-
völlum var tekin í notkun árið 2001
á 70 ára afmæli Knattspyrnufélags-
ins Hauka, um það leyti sem bygg-
ing íbúða hófst í Áslandi. Nú, ellefu
árum síðar, hefur íbúum fjölgað í
Áslandi, auk þess sem 5000 manna
byggð er risin á Völlum, en gert er
ráð fyrir 18.000 manna byggð á
nýjum byggingasvæðum sunnan
Reykjanesbrautar.
Sveitarfélögin á höfuðborg-
arsvæðinu eru ekki einsleit. Þau
hafa öll sín sérkenni. Sitt aðdrátt-
arafl. Dugmiklir íbúar og öflug fyr-
irtæki eru þar kjölfestan. Á þeim
þarf Hafnarfjörður nú að halda til
að komast í gegnum uppsafnaðan
skuldaskafl. Það verður sjálfsagt
ekki auðvelt. Þá ber hins vegar að
forgangsraða rétt, fjárfesta í því
sem mestu máli skiptir, æsku bæj-
arins, framtíð hans.
Hafnfirðingar, höldum okkar sér-
kennum, verum stolt af bænum
okkar, íþróttabænum Hafnarfirði.
Eftir Magnús
Gunnarsson » Skorað á bæjaryf-
irvöld að horfa til
þess að byggja nýjan
íþróttasal við Íþrótta-
miðstöðina á Ásvöllum.
Magnús Gunnarsson
Höfundur er framkvæmdastjóri
Knattspyrnufélagsins Hauka.
Íþróttabærinn Hafnarfjörður
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson| norir@mbl.is
Gullsmárinn
Aðeins var spilað á 12 borðum í
Gullsmára mánudaginn 26. nóvem-
ber, vegna útfarar Ármanns J. Lár-
ussonar. Úrslit í N/S:
Jón Stefánsson – Viðar Valdimarsson 200
Örn Einarsson – Óskar Ólason 199
Guðrún Gestsd. – Gunnar M. Hansson 189
A/V
Sigurður Njálsson – Pétur Jónsson 209
Ragnar Haraldsson – Bernhard Linn 196
Ágúst Vilhelmsson – Kári Jónsson 178
Bridsdeild
Breiðfirðingafélagsins
Eftir þrjú kvöld í fjögurra kvölda
tvímenningskeppni er staða efstu
para þessi.
Oddur Hannesson – Árni Hannesson 783
Magnús Sverrisson – Halldór Þorvaldss. 754
Ragnar Haraldss. – Bernhard Linn 732
Sigurjóna Björgvinsd. – Gunnar Guðmss.
719
Jón Jóhannss. – Birgir Kristjánss. 689
Sunnudaginn 25/11 var spilað á 10
borðum. Hæsta skor kvöldsins í
Norður/Suður.
Sigurjóna Björgvinsd. – Gunnar Guðmss.
247
Garðar Jónss – Sigurjón Guðmss. 245
Oddur Hanness. – Árni Hannesson 245
Austur/Vestur
Bergljót Gunnarsd. – Jón Hákon Jónss. 266
Ragnar Haraldss. – Bernhard Linn 249
Gróa Guðnad. – Unnar Atli Guðmss. 226
Spilað er í Breiðfirðingabúð,
Faxafeni 14, á sunnudögum kl. 19.
Bridsdeild Félags
eldri borgara í Reykjavík
Mánudaginn 26. nóv. var tvímenn-
ingskeppni hjá Bridsdeild Félags
eldri borgara í Reykjavík, Stangar-
hyl 2. Spilað var á 11 borðum. Með-
alskor var 216 stig. Úrslit urðu þessi
í N-S
Valdimar Ásmundss. – Björn Péturss. 272
Óskar Karlss. – Ragnar Björnsson 255
Björn Árnas. – Auðunn Guðmundss. 254
Bjarni Þórarinss. – Örn Ingólfsson 245
A-V
Albert Þorsteinss. – Bragi Björnss. 271
Magnús Jónsson – Gunnar Jónsson 263
Kristján Guðmundss. – Einar Einarss. 248
Guðbjörn Axelss. – Eggert Þórhallss. 229
Ársalir ehf fasteignamiðlun
533 4200 og 892 0667
arsalir@arsalir.is
Engjateigi 5, 105 Rvk
Björgvin Björgvinsson, löggiltur fasteignasali
ÁRSALIR
FASTEIGNAMIÐLUN
533 4200
FASTEIGNASALA
FYRIRTÆKJASALA - LEIGUMIÐLUN
.... Hafðu samband
LOPI 32
Sjá sölustaði á istex.is