Morgunblaðið - 28.11.2012, Blaðsíða 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. NÓVEMBER 2012
✝ Þuríður Gunn-arsdóttir (Þura)
fæddist í Breiðu-
torfu, Svínafelli í
Öræfum 29. sept-
ember 1926. Hún
lést á Landspít-
alanum 17. nóv-
ember 2012.
Foreldrar hennar
voru Gunnar Jóns-
son, f. 31.1. 1891, d.
14.12. 1967, og Sól-
veig Pálsdóttir, f. 20.8. 1897, d.
28.10. 2006. Systkini Þuru eru
Guðlaugur, f. 17.9. 1924, Pálína
Guðrún, f. 23.11. 1929, Jón Ólafur,
f. 6.1. 1934, Halla Þuríður, f. 26.5.
1935, Jóhanna, f. 10.9. 1936, og
Kjartan, f. 17.1. 1940.
Dóttir Þuru er Guðrún Sólveig
Sigurgrímsdóttir, f. 29.2. 1968,
eiginmaður Páll Ágúst Jónsson.
Börn Guðrúnar af fyrra hjóna-
bandi eru: Þuríður Erla Helga-
dóttir, f. 30.7. 1991, unnusti Árni
Þórður Randversson, f. 8.5. 1991,
Sigurjón Páll Helga-
son, f. 16.12. 1993,
og Lilja Lind Helga-
dóttir, f. 31.8. 1996.
Sonur Guðrúnar og
Páls er Veigar Jó-
hann Pálsson, f.
24.11. 2006. Páll á
fyrir Jón Hólm Páls-
son, f. 16.7. 1993.
Þura fæddist og
ólst upp í Breiðu-
torfu, Svínafelli í
Öræfum. 18 ára fór hún í vist í Vík
í Mýrdal í tvo vetur og eftir það
fluttist hún til Reykjavíkur og
vann m.a. í Iðnó í mörg ár. Vann í
Mjólkurbúð í Sólheimum í Reykja-
vík, Hrafnistu Reykjavík og síðan
í yfir 10 ár í Þvottahúsinu Fönn.
Eftir það, á eldriborgaraárunum,
var það líf hennar og yndi að að-
stoða með barnabörnin.
Útför Þuríðar fer fram frá
Kópavogskirkju í dag, 28. nóv-
ember 2012, og hefst athöfnin kl.
13.
Elsku móðir mín er dáin.
Veikindin síðan í sumar yfir-
buguðu þig en ég veit að nú ertu
komin á betri stað í góðra manna
hóp. Og ert eflaust hætt að nota
hækjurnar.
Takk fyrir öll árin okkar sam-
an.
Það hefur ekki verið auðvelt
verk að vera verkakona að ala ein
upp barn, þar sem þú varst líka
komin á besta aldur þegar þú átt-
ir mig, ég man eftir að oftar en
einu sinni var talið að þú værir
amma mín. Oft kom ég til þín í
vinnuna í Fönn og beið þar þang-
að til þú varst búin að vinna.
Stundum var það fram á kvöld
þegar þú fékkst aukavinnu og oft
fékkstu aukavinnu fyrir páskana
þegar strauja þurfti fermingar-
kyrtlana.
Þú leyfðir okkur alveg að
heyra það þegar þér fannst
barnabörnin vera að fá ofmikið,
og sagðir okkur frá því að þegar
ég var lítil langaði mig einhver
ósköp í íspinna og hafi ég þá stað-
ið organdi á gangstéttinni og ætl-
aði ekki heim, ég vildi í búðina, en
þú bara áttir ekki pening til að
gefa mér hann. Og oft fékk ég að
heyra það að ég hefði nú bara átt
tvennar buxur til skiptanna, þeg-
ar mínir krakkar voru að fá föt,
sem þau líklega þurftu ekkert
endilega. Þú hjálpaðir okkur
óendanlega mikið. Bakaðir fyrir
afmæli, alltaf hina víðfrægu púð-
ursykursköku, perutertu o.fl.,
passaðir og prjónaðir. Gerðir
slátur á hverju ári, ég var meira
að segja búin að kaupa slátur til að
gera núna, núna reynir á mig.
Þú varst alltaf með á hreinu
hvenær krakkarnir voru í sundi
eða íþróttum og gættir þess að ég
tæki til sundfötin og íþróttafötin
til handa þeim og já passaðir að
þau fengju nesti ef með þurfti.
Þú varst alltaf dugleg að heim-
sækja ömmu og fórum við á
hverju ári austur í Öræfi. Öll
æskuárin mín eyddir þú þínum
sumarfríum í sveitinni og örugg-
lega líka áður en ég kom til. Alltaf
frá því Skeiðarárbrú kom fórstu
með mig í rútunni austur, svo þeg-
ar ég eignaðist bíl, keyrði ég þig í
sveitina til að heimsækja ömmu.
Þú gafst mér svo mikið.
Ég sakna þín, en ég veit líka að
þú ert núna á góðum stað þar sem
þér líður vel.
Ég elska þig, mamma.
Ég bið Guð að gæta mín,
góða anda að hugga mig.
Sama ósk er eins til þín:
Almættið það sjái um þig.
(Leifur Eiríksson)
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum)
Guðrún Sólveig
Sigurgrímsdóttir.
Elsku Þura amma mín. Ég
vona svo innilega að þú sért komin
á betri stað, að þú sért núna með
langömmu, langafa og fleiri ást-
vinum þínum sem hafa líka kvatt
þennan heim.
Ég veit að þú varst farin að bíða
eftir því að kveðja undir það síð-
asta. Ég sakna þín svo sárt en veit
að þér líður vel núna.
Ég á þér svo margt að þakka
elsku amma mín. Þú átt mjög stór-
an þátt í því hver ég er í dag. Nán-
ast allt mitt líf bjóst þú undir sama
þaki og ég, ég umgekkst þig á
hverjum degi og þess vegna eru
viðbrigðin mikil nú þegar þú ert
farin.
Þú hafðir alltaf verið mjög
heilsuhraust og ég man þau árin
þegar þú bjóst í Gullsmáranum og
gekkst á hverjum morgni með-
fram sjónum alla leið heim til okk-
ar í Vesturbæ Kópavogs til að
sækja okkur systkinin í skólann
og vera hjá okkur yfir daginn á
meðan mamma og pabbi voru í
vinnunni. Það hefur ekki verið létt
verk að sjá um þrjá krakkagrisl-
inga, fæða, klæða og þvo.
Það er mér minnisstætt þegar
einn daginn Snælda, kötturinn
okkar, kom inn með laskaðan fugl.
Þú varst ekki lengi að taka fuglinn
hálstaki og létta þjáningar hans.
Ég man hvað ég var lengi í sjokki
eftir þetta en skildi seinna að þú
hefðir brugðist rétt við.
Þegar ég hugsa um þig er það
fyrsta sem kemur upp í hugann
hversu góðhjörtuð þú varst.
Þau voru ekki ófá skiptin sem
þú gladdir okkur systkinin með
pönnukökum og ég man hvað við
suðuðum um að fá að hjálpa þér að
gera þær og þá skiptumst við á að
hræra.
Ég man líka eftir því þegar þú
gerðir slátur, ég kom niður til þín
og þá var blóð í bala á eldhúsborð-
inu og þú varst að sauma fyrir
slátrið. Það var svo gaman að
fylgjast með þessu. Mér þykir
slátur og svið herramannsmatur,
þökk sé þér, og ég ætla svo sann-
arlega að halda þessari hefð uppi
og hafa slátur og svið nokkrum
sinnum á ári.
Mér hefur alltaf fundist magn-
að að þú lærðir ekki að keyra bíl,
hjóla, né synda og hafðir aldrei
farið út fyrir landsteinana. Við
reyndum nokkrum sinnum að fá
þig með okkur í sólarlandaferð en
þú harðneitaðir. Þegar við komum
heim úr fríunum leist þú samt allt-
af út fyrir að hafa verið á Spáni
frekar en við.
Ég þakka fyrir það að þú skyld-
ir hafa höfuðið í lagi allt fram til
seinasta dags. Ég er svo þakklát
fyrir að hafa átt þig að í 21 ár.
Takk fyrir allt elsku amma mín.
Ég mun alltaf elska þig.
Kveðja, þín nafna og barna-
barn,
Þuríður (Þurí).
Ég á margar minningar um
Þuru mágkonu mína og allar eru
þær góðar. Sem elsta systirin í
stórum systkinahópi var heimili
hennar lengi vel miðstöð þeirra
yngri þegar þau fóru að vinna fyr-
ir sér fyrir sunnan. Fljótlega eftir
að við Kjartan fórum að vera sam-
an fór ég með honum í heimsókn
til hennar í Mosgerðið þar sem
hún bjó þá, alltaf vorum við vel-
komin og oftast lumaði hún á kök-
um í boxi sem okkur fannst nú
ekki verra. Margar uppskriftir
fékk ég hjá henni sem okkur
finnst enn ómissandi í jólabakstr-
inum. Fyrir jólin kom sending
austan úr Öræfum þegar búið var
að reykja hangikjötið. Í pakkan-
um leyndist líka heimastrokkað
smjör og fleira. Þá bauð Þura
systkinum sínum til sín og það var
haldin veisla. Kjartani fannst
þetta besti matur sem hann fékk,
þetta var almennilegt bragð, mér
fannst bragðið öðruvísi en ég var
vön, það var miklu sterkara og
bragðmeira. Seinna lærði ég að
það var ekki bara maturinn úr
sveitinni sem var kjarnmikill, fólk-
ið var það líka. Það var gott að
geta leitað til Þuru eftir að við fór-
um að búa, stundum birtist hún
með eitthvað sem hún vissi að
kæmi sér vel, t.d. eru eldhúsáhöld
enn í notkun sem hún gaf okkur.
Oft fengu eldri börnin okkar að
gista hjá henni og minnast þess
enn að annað þeirra svaf í tveimur
stofustólum sem settir voru sam-
an en hitt á dýnu á gólfinu, þetta
fannst þeim spennandi. Það var
Þuru mikil gleði þegar hún eign-
aðist Guðrúnu Sólveigu, ég held
það megi segja að hún hafi helgað
henni líf sitt og seinna barnabörn-
unum sem veittu henni mikla
gleði.
Að lokum langar mig að minn-
ast Þuru með síðustu ljóðlínunum
úr ljóði Ómars Ragnarssonar Ís-
lenska konan:
Og loks þegar móðirin lögð er í mold
þá lýtur þú höfði og tár falla’ á fold.
Þú veist, hver var skjól þitt, þinn skjöld-
ur og hlíf.
Það var íslenska konan sem ól þig og
gaf þér sitt líf.
En sólin, hún sígur, – og sólin, hún rís, –
og sjá: Þér við hlið er þín hamingjudís,
sem ávallt er skjól þitt, þinn skjöldur og
hlíf:
Það er íslenska konan, – tákn trúar og
vonar,
sem ann þér og þér helgar sitt líf.
(Ómar Ragnarsson)
Elsku Guðrún Sólveig, Palli og
fjölskylda, innilegar samúðar-
kveðjur til ykkar allra.
Anna María Einarsdóttir.
Í dag 28. nóvember kveðjum
við hana Þuru frænku okkar en
hún andaðist á Landspítalanum
hinn 17. nóvember síðastliðinn.
Þura fæddist í Breiðutorfu í
Svínafelli í Öræfum, elst af systr-
um pabba okkar, Guðlaugs í
Svínafelli. Þura flutti ung að heim-
an og fór að vinna í Reykjavík. Frá
því við munum eftir okkur kom
Þura frænka austur í Svínafell á
hverju ári að heimsækja ömmu og
þar eyddi hún sumarfríinu sínu
flest sumur. Hún kom iðulega með
alls kyns kökur og góðgæti með
sér og hlökkuðum við alltaf mikið
til þegar von var á Þuru og ekki
minnkaði eftirvæntingin þegar
Guðrún Sólveig fór að koma með.
Þeir sem búa úti á landi vita að
það er gott að eiga góða frænku í
Reykjavík sem hægt er að leita til
og það var hún Þura okkar svo
sannarlega, hjá henni áttum við
alltaf öruggt skjól þegar við þurft-
um á að halda og börnunum okkar
var hún sem besta amma bæði í
Reykjavík og eins á sumrin í
Svínafelli. Lengst af bjó Þura í
Gnoðarvoginum og á sunnudögum
var oft rennt við í pönnukökur og
setið að spjalli en þar hitti maður
oft fleira frændfólk því margir
áttu leið til Þuru.
Við kveðjum þig með söknuði,
elsku Þura okkar, og þökkum
samfylgdina.
Guðrúnu Sólveigu og fjölskyldu
vottum við okkar dýpstu samúð.
Sólveig og Hólmfríður
Guðlaugsdætur.
Í hjarta og huga okkar allra í
fjölskyldunni er mikill söknuður
eftir fráfall Þuru okkar. Hún var
fastur punktur í tilveru okkar á
svo marga vegu. Þær systurnar
voru alla tíð miklar vinkonur og
töluðu saman í síma nánast hvern
einasta dag síðustu ár. Þegar við
fjölskyldan vorum í bænum var
alltaf hægt að kíkja til Þuru til að
spjalla og hvíla sig frá amstrinu
sem fylgdi snúningum í borginni.
Þura var mér sem móðir og Guð-
rún sem systir, enda kölluðu börn-
in mín hana alltaf Þuru ömmu og
segir það allt sem segja þarf um
hug þeirra, því er söknuður okkar
mikill. Guð varðveiti Guðrúnu Sól-
veigu og fjölskyldu hennar og
styrki þau í gegnum sorg sína.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
(Vald. Briem)
Halla Þuríður Gunnarsdóttir,
Halldóra Guðlaug Helgadótt-
ir og fjölskylda.
Þuríður
Gunnarsdóttir
✝
Okkar ástkæri
HALLDÓR JÓNSSON
frá Garpsdal,
Sólvangsvegi 2,
Hafnarfirði,
sem lést á hjúkrunarheimilinu Sólvangi
miðvikudaginn 21. nóvember, verður
jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði
föstudaginn 30. nóvember kl. 11.00.
Jóhann Magnús Hafliðason, Sigrún Kristinsdóttir,
Guðrún Hafliðadóttir, Snorri Rafn Jóhannesson,
Guðmundur Hafliðason, Guðrún Magnúsdóttir,
Sigríður Friðgerður Hafliðadóttir, Kristján Kristjánsson,
Hjálmfríður Hafliðadóttir, Guðbrandur Ingi Hermannsson,
Einar Valgeir Hafliðason, Svandís Reynisdóttir
og aðrir aðstandendur.
✝
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug við andlát og útför elskulegrar systur
okkar, mágkonu og frænku,
GUÐFINNU HENNÝJAR JÓNSDÓTTUR,
Fögrukinn 13,
Hafnarfirði.
Alveg sérstakar þakkir sendum við starfsfólki
2. hæðar Sólvangs, sem með einstakri hlýju
og virðingu annaðist hana síðustu tvö árin.
Sólveig Jónsdóttir, Sævar Gunnarsson,
Jenný Jónsdóttir,
Jón Auðunn Jónsson, Ólafía Sigríður Guðjónsdóttir,
börn og barnabörn.
✝
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir
og amma,
RAGNHEIÐUR HILDUR HILMARSDÓTTIR
Eskihvammi 2,
Kópavogi,
lést föstudaginn 16. nóvember.
Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk
hinnar látnu.
Innilegar þakkir til allra þeirra sem veittu henni aðhlynningu í
veikindum hennar.
Jóhannes Viggósson,
Logi Jóhannesson,
Rebekka Jóhannesdóttir, Páll Sigurðsson.
Rakel Ósk.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir,
afi og langafi,
BOLLI ÞÓRODDSSON
vélstjóri,
Boðahlein 10,
andaðist þriðjudaginn 13. nóvember.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey.
Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug.
Svanhvít Hjartardóttir og fjölskylda.
✝
Okkar ástkæra móðir, tengdamóðir, amma
og langamma,
INGIBJÖRG ÓLADÓTTIR,
lést á Dvalarheimilinu Höfða, Akranesi,
sunnudaginn 18. nóvember.
Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk
hinnar látnu.
Þökkum auðsýnda samúð.
Álfdís Gunnarsdóttir, Þorsteinn Ingimundarson,
Gunnar Hjörtur Gunnarsson, Jónína I. Melsteð,
Óli Gunnarsson, Ingibjörg S. Gísladóttir,
Bjarni Einar Gunnarsson, Valgerður Olga Lárusdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Elsku frænka okkar og vinur,
MARÍA RAGNARSDÓTTIR
frá Akureyri,
lést á Dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri
laugardaginn 24. nóvember.
Útför hennar fer fram frá Akureyrarkirkju
mánudaginn 3. desember og hefst hún
kl. 13.30.
Ættingjar og vinir hinnar látnu.
✝
Okkar kæri frændi og vinur,
BJARNI ERIK EINARSSON,
síðast til heimilis á Hjúkrunarheimilinu
Klausturhólum,
Kirkjubæjarklaustri,
andaðist sunnudaginn 25. nóvember.
Fyrir hönd aðstandenda,
systrabörn.
✝
Útför elsku móður okkar, tengdamóður,
ömmu, langömmu og langalangömmu,
HELGU GUÐRÚNAR KARLSDÓTTUR
SCHIÖTH,
Deddu frá Hrísey,
sem lést á hjúkrunarheimilinu Eir
miðvikudaginn 21. nóvember,
fer fram í Kópavogskirkju föstudaginn
30. nóvember kl. 11.00.
Rafn Halldór Gíslason, Alda Hallgrímsdóttir,
Gísli Hinrik Sigurðsson, Jónína Sigríður Lárusdóttir,
Sigurjóna Sigurðardóttir, Halldór Ásgrímsson,
Ásta Sigurðardóttir Schiöth, Ellert Jón Þorgeirsson,
barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn.