Morgunblaðið - 28.11.2012, Qupperneq 26
26 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. NÓVEMBER 2012
! "
#
$
% &
$
&
$
$%&
$
&
!
"
## "
' "
Þetta er síðasta vikan í kennslu áður en próf og verkefnaskilskella á og ég ætti því að nýta hverja stund sem gefst til lær-dóms. En ætli ég geri ekki eitthvað til tilbreytingar, maður á
að fagna hverjum afmælisdegi ef maður getur,“ segir Hugrún
Geirsdóttir, mastersnemi í umhverfis- og auðlindafræði við Háskóla
Íslands, sem verður 27 ára í dag. Hugrún segist reikna með að eiga
notalega stund með vinum sínum í kvöld og svo væri hún alveg til í
að bregða sér á skauta ef hún fær einhvern með sér í það. „Það er
nauðsynlegt að líta aðeins upp úr námsbókunum annað slagið.“
Hugrún lauk námi í stjórnmálafræði við HÍ vorið 2011 og skellti
sér eftir það til Berlínar þar sem hún dvaldi í ár og drakk í sig
menningu Þjóðverja á ýmsum sviðum.
Með háskólanámi hefur Hugrún unnið á kaffihúsinu Mokka við
Skólavörðustíg, segir það passa vel við bóklesturinn. „Þarna fær ég
þjóðlífsstraumana beint í æð frá gestum okkar, sem margir koma
daglega og ræða þar allt milli himins og jarðar. Þessar umræður
okkar geta nýst manni mjög vel þegar í skólann er komið,“ segir
Hugrún en hún byrjaði í mastersnáminu í haust. Aðspurð segir hún
stjórnmálafræðina góðan grunn fyrir þetta nám, það sé þverfaglegt
þar sem sjálfbær þróun og nýting auðlinda landsins kallist á við all-
ar fræðigreinar. bjb@mbl.is
Hugrún Geirsdóttir mastersnemi 27 ára
Nemi Hugrún Geirsdóttir er í tveggja ára mastersnámi í umhverfis-
og auðlindafræði og vinnur þess á milli á kaffihúsinu Mokka.
Fagna ber hverj-
um afmælisdegi
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Lilja Þórólfs-
dóttir gaf
Rauða kross-
inum 2.734 kr.
sem hún safn-
aði með því að
vinna fyrir fjöl-
skyldu sína,
einnig gaf afi
hennar henni
peninga.
Söfnun
Reykjavík Freyja Kirstine fæddist 1.
ágúst kl. 15.14. Hún vó 4.705 g og var
54 cm löng. Foreldrar hennar eru Julie
Björk Gunnarsdóttir og Jóhann Örn
Ólafsson.
Nýir borgarar
Hellissandur Benedikt Rúnar fæddist
18. febrúar kl. 16.15. Hann vó 5.090 g
og var 57 cm langur. Foreldrar hans
eru Þórunn Káradóttir og Ólafur
Fannar Guðbjörnsson.
M
argrét er Mývetn-
ingur og ólst upp í
Stuðlum þar í
sveit. Hún lauk
námi við Kenn-
araskólann árið 1972 og tón-
menntakennaraprófi og í einsöng
árið 1975. Hún fór í framhaldsnám
í Þýskalandi, í Heidelberg-
Mannheim og Stuttgart, og lauk
einsöngsnámi með áherslu á ljóða-
og óratoríusöng 1983. Hún lauk
síðan MBA-námi með áherslu á
mannauðsstjórnun frá Háskóla Ís-
lands árið 2006.
Margrét hefur haldið tónleika á
Íslandi, Þýskalandi, Ítalíu, Frakk-
landi, Spáni, á Norðurlöndunum
og í Bandaríkjunum. Hún starfaði
víða um land við kórkennslu og
sem söngkennari, en kenndi lengst
í Söngskólanum í Reykjavík.
Margrét var aðstoðarmaður
þjóðleikhússtjóra 2008-2009,
mannauðsstjóri Þjóðleikhússins
Margrét Bóasdóttir, framkvæmdastjóri og söngstjóri – 60 ára
Fjölskyldan Margrét og Kristján Valur ásamt sonum sínum, Bóasi og Benedikt, á ættarmóti við Eyjafjörð 2012.
Rekur fatahönnunar-
fyrirtæki með syni sínum
Kvennakór Háskóla Íslands Jólasöngvar Háskólans í desember 2011.
Sigríður Bene-
diktsdóttir
Eyjaholti 10a í
Garði, verður
níræð 1. desem-
ber næstkom-
andi. Í tilefni
dagsins er opið
hús fyrir vini og
vandamenn á
afmælisdaginn milli kl. 15 og 18 í Sam-
komuhúsinu Garði.
Árnað heilla
90 ára