Morgunblaðið - 28.11.2012, Page 27
2009-2010 og var framkvæmda-
stjóri Nordic-Baltic-kórahátíðar í
Reykjavík í ágúst 2010 þar sem
voru 1.800 þátttakendur frá 10
löndum.
Margrét hefur setið í ýmsum
stjórnum og ráðum tengdum list-
um. Hún var formaður Félags ís-
lenskra tónlistarmanna frá 1999 til
2008 og formaður Íslensku tónlist-
arverðlaunanna frá 2001 til 2007.
Hún var formaður Þjóðhátíðar-
sjóðs og sat í stjórn Listahátíðar
2006-2012. Hún er nú í stjórn
listamannalauna og í styrktarsjóði
Samtaka um tónlistarhús. Sjá
sjóður sér um styrki til tónleika-
halds í Hörpu.
Rekur fatahönnunarfyrirtæki
Margrét rekur fatahönnunar-
fyrirtæki ásamt syni sínum, Bóasi.
Það ber heitið 8045 ehf. Þau stefna
á að kynna fyrirtæki sitt í fyrsta
sinn á alþjóðlegum markaði í jan-
úar 2013. Þau ætla að sýna fata-
línu fyrirtækisins á tískuvikunum í
Mílanó, París og New York.
Fatalínan er alhliða karlmanna-
fatnaður úr vistvænum efnum, t.d.
mjólk, bambus, íslensku leðri og
roði. Vörur fyrirtækisins eru nú til
sölu í Kraumi, Atmo og hjá Sævari
Karli.
Kórstjóri kvennakórs
Margrét hefur ekki sagt skilið
við tónlistina. Hún heldur ennþá
tónleika, m.a. með Chalumeaux-
tríóinu, og er stjórnandi Kvenna-
kórs Háskóla Íslands.
„Kórinn var sameiginleg hug-
mynd söngelskra stúdenta og var
stofnaður m.a. í tilefni þess að
fyrsti kvenrektor Háskóla Íslands
var kjörinn,“ segir Margrét. Hún
hefur verið stjórnandi kórsins frá
upphafi, árið 2006, en hefur komið
fram á ýmsum viðburðum háskól-
ans og einnig haldið eigin tónleika.
Kórinn kemur næst fram á svo-
kölluðum doktoradegi sem haldinn
verður 1. desember. Doktoradag-
urinn var fyrst haldinn hátíðlegur
í fyrra í tilefni af 100 ára afmæli
háskólans en þá taka útskrifaðir
doktorar skólans á liðnu ári við
heiðursmerki skólans ásamt við-
urkenningu.
Fjölskylda
Eiginmaður Margrétar er Krist-
ján Valur Ingólfsson, f. 28.10.
1947, prestur og vígslubiskup í
Skálholti.
Þau giftu sig 12. júní 1971.
Kristján var vígður vígslubiskup í
fyrra og fluttu þau þá í Skálholt.
„Hér er dásamlegt að vera,“
segir Margrét. Hún segir ferða-
menn koma og skoða Skálholt allt
árið um kring. „Hér eru ferða-
menn hvern einasta dag.“
Margrét og Kristján Valur eiga
tvo syni: Bóas, f. 16.2. 1982, fata-
hönnuð og Benedikt, 23.9. 1987,
söngnemanda í Berlín.
Margrét er einmitt stödd í Berl-
ín og mun fara þar á frumsýningu
1. desember á barnaóperu sem
Benedikt, sonur hennar, syngur
titilhlutverkið í. Skraddarinn hug-
prúði heitir óperan sem byggð er á
samnefndu Grimmsævintýri.
„Á afmælisdaginn förum við út
að borða á uppáhaldsveitinga-
staðnum okkar í Berlín, La Mira-
bella. Við höfum oft komið til Berl-
ínar og þetta er frábær borg.“
Friðrik Eiríksson bóndi í Skriðdal Friðrik Eiríksson bóndi í Skriðdal
Úr frændgarði Margrétar Bóasdóttur
Margrét
Bóasdóttir
Hallgrímur Pétursson
bóndi í Vogum
Ólöf Valgerður Jónasdóttir
húsfreyja
Sigfús Hallgrímsson
bóndi og organisti frá Vogum
Sólveig Stefánsdóttir
húsfreyja frá Öndólfs-
stöðum í Reykjadal
Kristín Sigfúsdóttir
húsfreyja frá Vogum í
Mývatnssveit
Stefán Jónsson
bóndi á Öndólfsstöðum
Guðfinna Kristín Sigurðardóttir
húsfreyja frá Arnarvatni
Sigrún Jónsdóttir
húsfreyja
Friðrik Eiríksson
bóndi í Skriðdal
Margrét S. Friðriksdóttir
húsfreyja
Gunnar Bóasson
útgerðarmaður á Reyðarfirði
Bóas Gunnarsson
sjómaður frá Stuðlum í Reyðarfirði
Sigurbjörg Halldórsdóttir
húsfreyja frá Grenjaðarstað
Bóas Bóasson
bóndi á Stuðlum í Reyðarfirði
Afmælisbarnið Margrét Bóasdóttir.
ÍSLENDINGAR 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. NÓVEMBER 2012
GÓLFEFNI ÞEKKING ÞJÓNUSTA
Ármúla 32 · Sími 568 1888 · parketoggolf.is · Þú finnur okkur líka á Facebook
Jón Pálmason þingmaður fædd-ist 28. nóvember 1888 á Ytri-Löngumýri í Blöndudal. For-
eldrar hans voru Pálmi Jónsson og
Ingibjörg Eggertsdóttir bændur á
Ytri-Löngumýri.
Jón kvæntist Jónínu Valgerði
Ólafsdóttur og eignuðust þau börnin:
Ingibjörgu, f. 1917, Eggert Jóhann, f.
1919, Margréti Ólafíu, f. 1921, Sal-
ome, f. 1926, og Pálma, f. 1929.
Jón lauk búfræðiprófi frá Hólum
árið 1909 og var við verklegt nám í
gróðrarstöðinni á Akureyri vorið
1909.
Jón var bóndi, sinnti þing-
mennsku, sveitarstjórnarstörfum og
sat í hinum ýmsu nefndum og ráðum.
Hann bjó á Ytri-Löngumýri og á
Mörk í Laxárdal en lengst af á Akri
við Húnavatn frá 1923 og til æviloka.
Jón sat í hreppsnefnd Bólstað-
arhlíðarhrepps í rúmt ár, þá var hann
oddviti Svínavatnshrepps í fjögur ár
eða til ársins 1923. Jón var þingmað-
ur fyrir Sjálfstæðisflokkinn frá 1933-
1959, í Austur-Húnvatnssýslu. Hann
var skipaður landbúnaðarráherra 6.
desember árið 1949 og gegndi því
embætti í ár.
Hann var settur sem yfirskoð-
unarmaður ríkisreikninganna frá
1937-1963. Hann var kosinn 1942 í
raforkumálanefnd og sat í nýbýla-
stjórn 1947-1970. Hann sat í banka-
ráði Landsbankans í þrjú ár, þar til
hann tók sæti í bankaráði Bún-
aðarbankans frá 1956-1968.
Jón Pálmason var tíu sinnum kos-
inn forseti sameinaðs Alþingis, næst-
ur á eftir Jóni Sigurðssyni, forseta,
sem hefur setið oftast.
Eftir Jón liggur ein ljóðabók; Ljóð-
mæli, sem kom út 1965. Í henni er að
finna safn af hefðbundnum ljóðum.
Þóra frá Kirkjubæ ritar formála um
alþýðukveðskap almennt og segir frá
kvæðum Jóns. Í fréttatilkynningu
bókarinnar segir að Jón sé þekktur
hagyrðingur.
Rituð var bók um Jón á Akri og
kom út árið 1978. Hersteinn Pálsson
bjó til prentunar, í ritröðinni Man ég
þann mann; bókaflokkur um mæta
menn.
Jón lést 1. febrúar árið 1973.
Merkir Íslendingar
Jón
Pálmason
90 ára
Judith Jónsson
Magnús J. Jóhannsson
Ólafur Guðlaugsson
80 ára
Gunnar Steinsson
Sigríður E. Sveinsdóttir
75 ára
Ingólfur Ingólfsson
Jóhanna Jóhannesdóttir
Kristófer Jakobsson
Sveinbjörn Helgason
70 ára
Elín Heiðdal
Elísabet Jónsdóttir
Hinrik H. Hermannsson
Kristinn M. Kjartansson
Svava Axelsdóttir
Þóra Kristín Arthursdóttir
60 ára
Árni Sævar Ingimundarson
Hulda Rósfr. Magnúsdóttir
Ingunn Jóna Gunnarsdóttir
Magnús S. Dómaldsson
Margrét Bóasdóttir
Oddný Sigsteinsdóttir
Rebekka J. Ragnarsdóttir
Steinunn Gísladóttir
50 ára
Anna M. Guðmundsdóttir
Atli Þór Þorvaldsson
Berglind Óladóttir
Bjarnfríður Jónudóttir
Björn Indriðason
Eiríkur Pétursson
Guðjón Auðunsson
Hrefna Björnsdóttir
Jórunn Halldórsdóttir
Kristján Aðalbj. Jónasson
Margrét G. Valdimarsdóttir
Sigurður Harðarson
Sólveig Hauksdóttir
Weiqiang Yao
40 ára
Agnieszka Imgront
Ásbjörn Ólafsson
Benedikt Arnarson
Björn Birgir Jensson
Eyjólfur Gunnarsson
Guðbjörg S. Guðbrandsd.
Gyða Björk Guðjónsdóttir
Helga G. Þorvarðardóttir
Kateryna Sigmundsson
Ragnhildur H. Jónsdóttir
Reynir Þór Reynisson
Snæbjörn Steingrímsson
Xhavit Bajraktari
Þorkatla Sigurðardóttir
30 ára
Andrzej Maria Konarzewski
Ása Jónsdóttir
Áslaug Torfadóttir
Erna Dís Ingólfsdóttir
Ewa Ewelina Sapiegin
Grzegorz Z. Dzierzchowski
Hafliði Helgi Hafliðason
Hjördís E. Valdimarsdóttir
Ingibjörg Sigþórsdóttir
Jóhanna S. Hannesdóttir
Marcin Chojnowski
Skarphéðinn A. Njálsson
Tomasz Patryk Widomski
Þórey Ösp Gunnarsdóttir
Til hamingju með daginn
40 ára Snæbjörn er
framkvæmdastjóri Sam-
taka myndréttarhafa á Ís-
landi og BA-nemi í lög-
fræði við HR.
Maki: Soffía Sigurjóns-
dóttir, f. 1973, bókari.
Börn: Steingrímur, 1995;
Sara Sif, 1996; Bryndís
Lóa, 2003; Hildur Björk,
2011.
Foreldrar: Steingrímur
Björnsson, 1954, læknir í
Skotlandi, og Bryndís
Hildur Snæbjörnsdóttir,
1955, prófessor við
Gautaborgarháskóla.
Snæbjörn
Steingrímsson
50 ára Sigurður er með
MBA-gráðu frá London
Business School og er
framkvæmdastjóri verð-
bréfafyrirtækisins Centra.
Maki: Helga Sigurðar-
dóttir, 1962, MA-nemi í
uppeldisfræðum, leik-
skólakennari.
Börn: Pálína, 1979; Pétur,
1982; Stefán Alexis, 1993;
Daníel Emil, 1995.
Foreldrar: Hörður Stef-
ánsson, 1930, fv. hitaveitu-
stjóri, og Halldóra Haralds-
dóttir, 1931, fv. fræmeistari
Garðyrkjufélags Íslands.
Sigurður
Harðarson
30 ára Hafliði fæddist í
Reykjavík, ólst m.a. upp í
Þorlákshöfn og í Garðabæ
frá níu ára aldri. Býr í
Kópavogi. Vinnur sem bif-
vélavirki hjá Pústþjónustu
BJB í Hafnarfirði. Var áður
bílstjóri hjá Eimskipi. Var í
keiluliðinu Flytjanda og
æfði hjá hnefaleikafélag-
inu Æsi.
Maki: Ógiftur.
Foreldrar: Hafliði Emils-
son, 1964, verkstjóri hjá
BJB, og Guðný Sigurðar-
dóttir, 1963, bókari.
Hafliði Helgi
Hafliðason